Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
Ísland fær lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
SEÐLABANKINN mun hafa full-
komna stjórn á því hvernig fjár-
magninu frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum (IMF) verður ráðstafað,
innan þeirra takmarkana sem sjóð-
urinn sjálfur setur. Orsakast það af
þeirri lagaumgjörð sem Seðlabank-
inn starfar eftir og hlutverki hans
við stjórn peningamála.
Eðlilegt flæði gjaldeyris
Ein jákvæð tíðindi fyrir íslenskan
almenning í kjölfar IMF-láns er að
liðkað verður fyrir viðskipti með
gjaldeyri. „Það má búast við eðli-
legri miðlun gjaldeyris í bönkunum
til almennings. Það sem fyrst og
fremst verður temprað eru stærri
fjármagnsflutningar,“ segir Gylfi
Magnússon, dósent við viðskipta- og
hagfræðideild HÍ.
Lánið frá IMF nemur 2,1 milljarði
dollara. Á grundvelli samkomulags
íslenska ríkisins og IMF verða 827
milljónir dollara til taks nú þegar og
afgangurinn í átta jöfnum milli-
færslum að fjárhæð 155 milljónir
dollara hver. Lánið, rúmlega 2,1
milljarður dollara frá IMF og um
þrír milljarðar dollara frá teymi
þjóða sem ákváðu að lána, fer lang-
leiðina með að mæta þörf ríkisins í
endurreisn hagkerfisins og er liður í
endurheimtingu trúverðugleika.
Poul Thomsen, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Evrópuskrifstofu
IMF, sagði á símafundi með blaða-
mönnum í gær að lántökukostnaður
íslenska ríkisins af lánunum lægi
ekki fyrir að svo stöddu. Thomsen
sagði að skilmálar lánsins yrðu
ræddir við fulltrúa ríkisstjórn-
arinnar á næstu vikum. Vextirnir
yrðu breytilegir, tengdir markaðs-
vöxtum, og gert væri ráð fyrir því
núna að þeir yrðu rúm 4%. Vextirnir
yrðu síðan endurskoðaðir reglulega.
Krónan á flot á næstu dögum
Geir H. Haarde forsætisráðherra
sagði á Alþingi í gær að hann vissi
ekki betur en krónan yrði sett á flot
á næstu dögum. Það að krónan verði
sett á flot þýðir að verðmyndun
hennar verður frjáls og má búast við
verulegri lækkun hennar í fyrstu.
Samtök iðnaðarins telja að 60-80%
íslenskra fyrirtækja séu tæknilega
gjaldþrota, einmitt m.a. af þeirri
ástæðu að stór hluti þeirra hefur lán
í erlendri mynt. Staða þessara fyr-
irtækja kemur ekki til með að batna
fyrst um sinn eftir fleytingu.
IMF-lánið verður m.a. notað til
hefðbundinna inngripa á gjaldeyr-
ismarkaði, samkvæmt upplýsingum
frá Seðlabankanum. Hefðbundin
inngrip á gjaldeyrismarkaði eru
annars vegar vaxtahækkun og hins
vegar kaup á krónum. Í viljayfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar sem fylgdi
þingsályktunartillögu um fyrir-
greiðslu hjá IMF segir að ríkis-
stjórnin sé meðvituð um að of miklar
sveiflur á gengi krónunnar séu
óæskilegar. Því sé hún reiðubúin að
nota gjaldeyrisforðann til að koma í
veg fyrir of miklar sveiflur.
Þess ber að geta að Robert Z. Ali-
ber, fyrrverandi prófessor við Chi-
cago-háskóla og sérfræðingur í fjár-
málakreppum, varaði sérstaklega
við þessu í samtali við Morg-
unblaðið, og óttaðist mjög, að láni
frá IMF yrði ráðstafað í að verja
krónuna.
Alvarleg kreppa 2009-2010
Í tilkynningu frá IMF er haft eftir
John Lipsky, aðstoðarframkvæmda-
stjóra IMF, að vegurinn framundan
verði erfiður og áætlunin sé háð
gríðarlegri óvissu. Íslenskt hagkerfi
muni þó rétta úr kútnum á næst-
unni. Með hliðsjón af mikilli skuld-
setningu og því hversu einkageirinn
er háður erlendum gjaldeyri og
verðtryggðum skuldum megi hins
vegar búast við alvarlegri kreppu í
landinu árin 2009-2010. Samþjöppun
í innflutningi muni hins vegar leiða
til hagstæðs viðskiptajafnaðar sem
verði góður grundvöllur fyrir styrk-
ingu krónunnar.
Hvernig borgum við þetta?
Til að standa undir afborgunum af
láninu verður ríkið að draga úr út-
gjöldum og hækka skatta, ekki að-
eins vegna erlendrar lántöku því rík-
ið verður einnig mjög skuldsett í
krónum, að sögn Gylfa Magnús-
sonar. „Það verður einnig hvort
tveggja að nást, afgangur í rekstri
hins opinbera og afgangur í við-
skiptum við útlönd, til þess að þjóð-
arbúið í heild geti greitt niður er-
lendar skuldir,“ segir Gylfi.
Morgunblaðið/RAX
Ekki er öll nótt úti enn Þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti er engin ástæða til að láta deigan síga. Lán frá IMF er mikilvægur liður í að endurheimta trúverðugleika þjóðarinnar.
Liður í endurheimt
trúverðugleika
Ástæða til bjartsýni en mikil óvissa
Stýrivaxtahækkun ekki útilokuð
Skattahækkun óhjákvæmileg
Hvað verða afborganir
af erlendu lánunum háar?
Lánakjör hafa ekki verið gefin
upp, en þó má draga upplýsta
ályktun um hugsanleg kjör. Ef
gert er ráð fyrir að kjörin séu um
1,8 prósentur yfir Libor-vöxtum
eru vextir af
lánunum um
4,6%. Vaxta-
greiðslur af
lánum, sem
samtals eru
um 10,5 millj-
arðar dala,
næmu því um
480 millj-
ónum dala, eða um 63 milljörðum
króna. Rétt er þó að endurtaka að
raunveruleg lánakjör hafa ekki
verið gefin upp.
Hvað mun hver Íslendingur
skulda mikið í lok ársins?
Heildarupphæð lána vegna efna-
hagsþrenginga Íslands nema um
10,5 milljörðum dala, eða tæplega
1.400 milljörðum króna. Íslend-
ingar eru nú um 305.000 talsins
og eru þetta því um 4,6 milljónir
króna á hvert mannsbarn.
Hvað á að gera við þessi lán?
Þessari spurningu hefur ekki að
fullu verið svarað af stjórnvöldum,
en vitað er að verulegur hluti fjár-
ins verður nýttur til að koma á
stöðugleika á gengi krónunnar.
Hafa stjórnvöld lýst því yfir að þau
séu reiðubúin til að nota gjaldeyr-
isvaraforðann til að koma í veg
fyrir of mikið flökt á gengi krón-
unnar. Slíkar aðgerðir gætu orðið
kostnaðarsamar.
Verður skortur á
innfluttum vörum?
Gert er ráð fyrir því að krónan
verði „sett á flot“ innan skamms,
sem þýðir
að gengi
hennar mun
ráðast á
frjálsum
markaði.
Gera flestir
ráð fyrir því
að gengi
krónunnar muni lækka töluvert í
kjölfarið. Að sama skapi er líklegt
að gengið jafni sig á ný og verði
ekki til lengdar í þeim öldudal,
sem það gæti farið í fljótlega.
Veikt gengi mun hafa áhrif á verð
innfluttra vara en fátt bendir til
þess að raunverulegur vöruskort-
ur verði hér á landi.
S&S
SEÐLABANKINN er samkvæmt
lögum sjálfstæður og tekur
ákvarðanir um hækkanir og lækk-
anir stýrivaxta. Í viljayfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar sem fylgdi með
þingsályktunartillögu um fjár-
hagslega fyrirgreiðslu hjá IMF seg-
ir að ríkisstjórnin sé tilbúin að
hækka stýrivextina enn frekar en
hún sé meðvituð um að hækkun
stýrivaxta nægi ekki ein og sér til
þess að koma í veg fyrir fjár-
magnsútflæði undir núverandi
kringumstæðum.
Þær upplýsingar fengust hjá
Kristjáni Kristjánssyni, upplýs-
ingafulltrúa forsætisráðherra, að
það væri eindregin von forsætis-
ráðherra að til frekari stýrivaxta-
hækkana þyrfti ekki að koma því
hvorki heimili né fyrirtæki þyldu
frekari vaxtahækkanir. Hins vegar
lægi það fyrir að betra væri að
hafa háa stýrivexti til skamms
tíma en háa verðbólgu til langs
tíma.
Eindregin von að stýrivextir hækki ekki frekar
!
"!
!
! "!
#"! $
#
"!
%
&#
$% #
$
#&#'()
"!
%
&#
*(
*(
'()*
+(,*
-(,*
+(+*
./()*
0-,(-*
0-'(1*
-(1*
-.(2*
-('*
0,(.*
-,/()*
,(-*
0-,(2*
0)(1*
-'(3*
+(2*
0-3(+*
-,/(1*
-,(3*
-(,*
!" !#