Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 Dagskrá: Félags- og jafnréttismálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir opnar fundinn Colette De Troy Director of European Policy Action Centre on Violence against Women The European Observatory: Role and challenges of women's NGOs on VAW Karin Helweg-Larsen Medical doctor, senior researcher Danish National Institute of Public Health, member of Advisory Board of European Policy Action Centre on VAW The Danish observatory on Violence against women: Goals and achievements Media watch and reliable data on VAW: How to promote public interest in prevention of VAW - and also advance reliable data collection Rada Boric From Forgotten Gendered War Violence to Trafficking for Sexual Exploitation Matthildur Helgadóttir Sýnir brot úr myndinni Untamed beauty og segir frá tilurð hennar. Jafnréttisviðurkenningar Stígamóta afhentar Anna Sigríður Helgadóttir syngur Fundarstýra: Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Verið öll hjartanlega velkomin Málþing á vegum European Women´s Lobby og Stígamóta Baráttan gegn kynferðisofbeldi í Evrópu Jafnréttisviðurkenningar Stígamóta Föstudag 21. nóv. kl. 13-16 í Iðnó við Tjörnina Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÚKRAÍNUMENN, sem fengið hafa lánsloforð upp á 6,5 milljarða dollara frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna fjármálakreppunnar, munu líklega finna fyrir afleiðingum kreppunnar um nokkurt skeið. Þetta segir And- rii Deshchytsia, nýr sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi. Des- hchytsia tók við embættisbréfi sínu hér á landi á þriðjudag, en hann hef- ur aðsetur í Finnlandi. Úkraína óskaði í október eftir að- stoð sjóðsins, en Deshchytsia segir að þar í landi hafi menn fundið fyrir fjármálakreppunni líkt og önnur ríki í alþjóðahagkerfinu. Samþykkt af þinginu Hann segir að koma hafi þurft á stöðugleika í fjármálakerfinu, en helsti vandinn hafi tengst gjaldmiðli landsins, hryvníunni, sem hafi hrun- ið gagnvart helstu alþjóðlegu gjald- miðlum. Hann segir að nú þegar hafi tekist að ná ákveðnum stöðugleika í úkraínska fjármálageiranum. Úkra- ína hafi, ólíkt Íslendingum, ekki þurft að glíma við mikinn vöxt banka landsins á erlendri grundu. Lánsloforð til Úkraínu fékkst í byrjun nóvember. Áður en láns- umsóknin var tekin fyrir hjá sjóðn- um var útbúin sérstök áætlun fyrir landið. Deshchytsia segir að hún hafi verið unnin af hálfu ríkis- stjórnar landsins og forseta. „Helstu skilyrði sem IMF setti voru tekin inn í áætlunina,“ segir hann. Helstu flokkar þingsins hafi rætt áætlunina og svo samþykkt hana. Meðal helstu skilyrða sem IMF setti í Úkraínu sé að lágmarkslaun í landinu verði ekki hækkuð næstu tvö árin. Þessi laun hafi verið tengd lágmarksframfærslu en sú tenging muni nú rofna. Þetta geti haft í för með sér aukna fátækt. Nú þegar sé atvinnuleysi í landinu á bilinu 8-9% og töluverður samdráttur hafi orðið í greinum á borð við byggingariðn- aðinn. „Það er erfitt að meta stöð- una frá degi til dags, enda eru mörg fyrirtæki að leggja upp laupana eða hætta við verkefni. Þá má búast við því að margir Úkraínumenn, sem verið hafa við störf erlendis, eigi eft- ir að snúa heim á næstunni,“ segir hann. Þetta eigi einkum við um fólk sem hafi unnið í byggingariðnaði í Evrópusambandsríkjunum. Hann hefur áhyggjur af því að Úkraínu- mennirnir sem snúa heim, fái ekki vinnu í heimalandinu. Hins vegar megi vonast til þess að verði lán IMF nýtt skynsamlega í Úkraínu, geti það orðið til þess að fjölga störf- um í landinu. Deshchytsia segir að lokum að hann sé þess fullviss að Íslendingar eigi eftir að komast út úr þeim vanda sem steðji að. Þjóðin sé sterk og eigi eftir að standa af sér storm- inn. Úkraína sér fram á kreppu Morgunblaðið/RAX Gjaldmiðill Helsti vandi Úkraínu tengdist gjaldmiðli landsins, hryvníunni, segir Andrii Deshchytsia sendiherra.  Meðal helstu skilyrða sem IMF setti Úkraínumönnum vegna 6,5 milljarða dollara láns frá sjóðnum var að lágmarkslaun yrðu fryst í tvö ár  Þingið samþykkti efnahagsáætlun áður en IMF afgreiddi lánið Í HNOTSKURN » Í Úkraínu búa um 46 millj-ónir manna. Meðalaldur þjóðarinnar er 39,4 ár, sam- kvæmt tölum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. »Verg landsframleiðsla ámann í Úkraínu nam um 7.000 dollurum árið 2007. Til samanburðar var landsfram- leiðsla á mann á Íslandi rúm- lega 40.000 dollarar í fyrra. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson, ráðherra ferðamála, greindi frá mörgum nýj- um verkefnum og áformum til efl- ingar ferðaþjónustu í opnunarræðu ferðamálaþings í gær. Hann sagði niðurstöður ferðaþjónustureikninga Hagstofunnar, sem nýlega voru birt- ir í fyrsta sinn, styðja vel staðhæf- ingar um að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu sé mun meiri en fyrri hagskýrslur hafi sýnt. Össur benti m.a. á fjölgun ferða- manna til Íslands um 60% frá árinu 2000 til 2007 og fjölgun gistinótta er- lendra ferðamanna um 51% á sama tíma. Heildarkaup á ferðaþjónustu innanlands árið 2006 námu tæplega 135 milljörðum króna, sem svarar til 11,5% af landsframleiðslu. Hann sagði fróðlegt að bera saman fram- lag ferðþjónustunnar annars vegar og ál- og stóriðju hins vegar til landsframleiðslunnar. „Á tímabilinu 2000-2006 hefur framlag ferðaþjónustunnar til lands- framleiðslu verið tvöfalt meira en ál- iðnaðarins,“ sagði Össur. Hann sagði Íslendinga nú verða að reiða sig á sjávarútveg, málmiðnað og ferða- þjónustu til að afla gjaldeyris á næstunni. Ferðaþjónustan er drjúg í gjaldeyrisöflun. „Á síðasta ári, 2007, aflaði hún í beinum gjaldeyri 56 milljarða. Var fast að því hálfdrætt- ingur við okkar elstu stórgrein, sjáv- arútveginn. Ferðaþjónustan hefur fram á allra síðustu ár aflað meiri gjaldeyris en áliðnaðurinn, alveg þar til á allra síðustu misserum þegar ál- ið hefur sigið fram úr eftir að Fjarðaál kom til sögunnar.“ Áform eru um að stórefla mark- aðsstarf erlendis og uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar. Í því skyni kvaðst Össur hafa unnið að ná- inni samvinnu milli útflutningsráðs, ferðamálaráðuneytisins og utanrík- isráðuneytisins. M.a. stendur vilji til þess að sérhvert sendiráð Íslands verði í raun markaðsskrifstofa. Í fjárlögum sem lögð voru fram í haust og á fjáraukalögum var fjár- magn til markaðssóknar erlendis fimmfaldað í 150 milljónir. Óskum um fjármagn til þróunarverkefna í ferðaþjónustu á landsbyggðinni var mætt með því að veita 100 milljónir króna af byggðafé til þeirra verk- efna á næsta ári. Um er að ræða m.a. þróunarstyrki til menningar- tengdrar ferðaþjónustu, verkefni til aukinnar arðsemi og matargerðar í héraði. Rannsóknir verða efldar mjög Össur sagðist hafa mestan áhuga á að stórauka rannsóknir í ferða- þjónustu. Sett verður á fót rann- sóknar- og þróunarsetur í ferða- málum í samvinnu við Háskólann á Hólum, að fengnu samþykki Alþing- is. Einnig hefur Össur, að ósk ferða- þjónustunnar, breytt reglum tækni- þróunarsjóðs þannig að hann geti komið að ferðatengdum verkefnum. Þá hefur hann ákveðið að verja fé til öndvegisseturs á sviði ferðaþjónustu á næsta ári. Á næsta ári fara 100 milljónir af byggðaáætlun til að styrkja innviði ferðamannastaða og 80 milljónum verður varið til mark- aðsmála innanlands. Leitað að föstum tekjustofni Össur sagði að ráðuneytið og at- vinnugreinin hefðu sameinast um að hefja öfluga uppbyggingu á ferða- mannastöðum á næstu árum og einnig að stórefla markaðsstarf. Afla þurfi tekna til að standa straum af þessum verkefnum. Hann sagði tvo möguleika til skoðunar. Í fyrsta lagi brottfarargjald sem leggist á alla farþega sem fara frá landinu. Í öðru lagi að leggja 0,05% veltugjald á fyr- irtæki. Össur benti á að ríkisstjórnin hefði ákveðið að lækka tekjuskatt þeirra um 3%. Takist þetta fáist fastur tekjustofn upp á 400-500 milljónir á ári til markaðssóknar og uppbyggingar innviða ferðaþjón- ustu. Að teknu tilliti til annarra framlaga mætti ná því markmiði að verja 400-500 milljónum króna á ári til markaðssóknar erlendis. „Ef einhvern tímann var þörf á þessu þá er það núna,“ sagði Össur með sannfæringarkrafti. Ferðaþjónusta efld Skjóta á styrkari stoðum undir ferðaþjónustuna til að gera henni kleift að afla enn meiri gjaldeyris í þjóðarbúið Morgunblaðið/Skapti Uppbygging Styrkja á ferðaþjónustu og uppbyggingu ferðamannastaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.