Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 39
Menning 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞAÐ er morgunn á Íslandi en kvöld í Ástralíu þegar rithöfundurinn Markus Zusek svarar í símann. Hann er undrandi að heyra að ís- lenskur blaðamaður vilji ræða um Bókaþjófinn – þetta stóra verk sem er að koma út hér á landi, eftir að hafa verið á sigurför víða um lönd. „Bókin kom út hér í Ástralíu fyrir þremur árum og hefur síðan verið á flakki um heiminn,“ segir Zusek. „Mér finnst stórkostlegt að sagan sé nú að koma út á Íslandi. Ég taldi að enginn myndi lesa þessa bók. En nú er ég að tala við þig norður á Íslandi um bókina, það finnst mér með ólík- indum,“ segir hann og hlær. Zusek er rúmlega þrítugur og Bókaþjófurinn er sjötta skáldsagan sem hann skrifar og Zusek segir hana hafa verið lengi í smíðum. „Þetta var erfitt ferli. Ég fór gegnum margar uppskriftir og reyndi ólíkar aðferðir við skrifin. Ég þurfti sífellt að taka nýjar ákvarð- anir og breyta hinu og þessu. Það tók mig þrjú ár að skrifa bókina.“ – Náði sagan strax fínu flugi? „Henni var strax vel tekið í Ástr- alíu en fór fyrst verulega að seljast í Bandaríkjunum. Ég var heppinn. Ef það sem maður er að gera vekur eft- irtekt í Bandaríkjunum, Bretlandi eða öðrum stórum Evrópulöndum, getur einhverskonar keðjuverkun farið af stað. Maður fylgist svo bara með og hugsar: þetta er fáránlegt! Alltaf þegar ég skrifa bók vil ég skrifa eitthvað sem skiptir sjálfan mig máli. Í þessu tilviki skrifaði ég bók sem skipti mig ÖLLU máli. Það er frábært að hún hafi svona góð áhrif á annað fólk.“ Sögur foreldranna – Sögusviðið er ekki það auðveld- asta, Þýskaland nasista, með allri þeirri grimmd og mannvonsku. „Ég ólst upp hér í Sydney en for- eldrar mínir eru innflytjendur frá Þýskalandi og Austurríki. Þau sögðu okkur systkinunum margar sögur um bernsku sína og okkur þóttu þær alveg magnaðar. Að hugsa sér að foreldrar okkar hafi alist upp í borg- um sem voru að brenna! Móðir mín sá gyðinga leidda um borgina og fólk rétta þeim brauð og fá ákúrur fyrir. Þegar ég byrjaði að skrifa þessa bók þurfti ég bara að klóra í yfir- borðið og þá spruttu sögurnar fram. Upphaflega ætlaði ég að hafa bók- ina stutta, 100 síður – þannig að mig bar nokkuð af leið,“ segir hann og skellir upp úr, en Bókaþjófurinn er vel á sjötta hundrað síður. „Ég tók áhættu, þar á meðal að nota Dauð- ann sem sögumann. En svo margar bækur hafa verið skrifaðar um Þýskaland nasismans að ef ég ætlaði að skrifa eina yrði ég að koma með eitthvað nýtt inn á sviðið. Vissulega tekst sagan á við það sem er erfitt, en ég hafði líka heyrt margar hrífandi sögur frá þessum tíma og vildi leyfa þeim að lifa. Menn geta gert fallega hluti þótt tímarnir séu grimmir.“ – Þetta er líka bók um gildi bóka. „Ég ólst upp í aðdáun á sögum. Fékk það í arf. Ég kunni vel að meta þá hugmynd að hér er annarsvegar saga Hitlers og heimsins sem hann skapaði, og hann notar orð til að eyða fólki, en þarna er líka þessi stúlka sem stelur orðunum, safnar þeim til sín, til að endurrita söguna.“ Lætur sem lesendur séu ekki til – Útgefendur segja söguna kjörna fyrir „eldri unglinga og yngri full- orðna.“ Er þetta ekki saga fyrir alla? „Ég hef lært að skipta mér ekki af því hvernig bækur eru kynntar. En ef ég hugsa um mínar eigin bókahillur eru hér allir mögulegir flokkar bóka, en á efstu hillunum eru eftirlætisbækurnar mínar. Bæk- ur sem ég dái. Og þær koma úr öll- um þessum flokkum. Þegar ég sest niður til að skrifa er ég ekki að skrifa fyrir unglinga eða fullorðna; ég reyni að skrifa eft- irlætis bók einhvers. Í þrjú ár hef ég glímt við næstu bók. Það kemur að því að mér tekst að gleyma því að hópur fólks sem er að bíða eftir henni. Ég held samt að eina leiðin til að gleðja lesendur bók- ar sé að láta sem þeir séu ekki til. Skrifa bara bókina sem skiptir mig öllu máli – svo kemur í ljós hvort þeir hrífast með. Sögur rata til sinna – og þannig á það að vera.“ Höfundurinn „Í þessu tilviki skrifaði ég bók sem skipti mig ÖLLU máli,“ segir Markus Zusek, höfundur Bókaþjófsins. Nærtækar sýnir BÆKUR Smásögur Hálmstráin bbnnn Magnús Sigurðsson. Uppheimar. 2008. 127 bls. Í FYRRA sendi Magnús Sigurðs- son frá sér Söngvana frá Písa, þýðingu á hluta af miklum ljóðbálki Ezra Pound, The Can- tos, og var góður rómur gerður að metnaðarfullu framtaki ungs þýðanda. Nú fyrir skömmu fréttist að Magnús hefði hlotið bókmenntaverðlaun Tóm- asar Guðmundssonar fyrir ljóða- bók sína, Fiðrildi, mynta og spör- fuglar Lesbíu. Hálmstráin, sem kom út nýverið, mun þó teljast fyrsta skáldverk höfundar en þar er á ferðinni safn átján sagna, mislangra og afar misgóðra, þar sem brugðið er á leik með það sérstaka samband heildar og mis- munar sem ávallt hlýtur að skap- ast í smásagnasafni. Tilteknar kringumstæður láta á sér kræla oftar en einu sinni og ákveðinn tónn og andrúmsloft eiga sér sam- svörun á ýmsum stöðum. Vísbend- ingar um efnislegar og þematísk- ar samtengingar birtast m.a. í titlum sagna: Nýja Ísland og Nýja Ísland II, svo dæmi sé nefnt (rétt er þó að taka fram að titillinn vís- ar til Kanada, ekki kreppu- Íslands!). Ríkjandi einkenni er op- inská nánd sögumanns og les- anda, sögurnar eru jafnan sagðar í fyrstu persónu og líkjast stund- um dagbókarbroti eða trún- aðartali þar sem lesanda er treyst fyrir dýrmætu andartaki eða minningu. „Sendibréf“ er ágætt dæmi um hið beina ávarp sem ein- kennir sumar sögurnar, en þar nýtir höfundur sér beinskeytta samskiptaformgerð einkabréfsins til að skapa tilfinningu fyrir nánd og einlægni. Sagan er enn fremur dæmigerð að því leytinu til að þar birtast stef sem eru endurtekin út í gegnum verkið: fjarlægð frá fósturjörðinni, heimþrá af ein- hverju tagi, ungur Íslendingur í erlendri borg lýsir reynslu sinni í texta sem blandar saman spennu- þrunginni forvitni í garð hins óþekkta og einmanaleika útlend- ingsins sem stendur til hliðar við mannlífið. Kynlíf og samlíf fólks er meðal þess sem er í brennidepli og sög- urnar snúast ekki síst um langan- ir og þrár, og er þar stundum sem feigð eða einhver óskilgreind ógn svífi yfir vötnum. „Verk- framkvæmdir“ er þar ágætt dæmi en hún hefst inni í litlu héraðs- bókasafni þar sem framkvæmdir smiðs nokkurs valda truflun hjá gestum, en lýkur í dramatískum og eilítið ókennilegum nekrófíl- ískum draumi smiðsins þar sem hann fær sér hádegislúr úti í bíl. Stígandi sögunnar er ófyrirsjáan- legur á dálítið ógnandi hátt en hann er líka handahófskenndur og ómarkviss. Margar sögur bók- arinnar glíma einmitt við klunna- legan og höktandi tón af þessu tagi, ýmist skortir nokkuð á að viðfangsefnið sé tekið föstum tök- um eða þá að falskur tónn er sleg- inn á einhverjum tímapunkti. Þeg- ar verst lætur skortir sögurnar snerpu, þær líða hjá eins og hálf- gerðar stílæfingar. Á þessu eru þó undantekningar. Eitt af því sem gerir verkið eftirtektarvert er samræðan sem á sér stað við ýmsa merka höfunda, erlenda jafnt sem innlenda, og margar bestu sögunar eiga það sameig- inlegt að þar eru „samræður“ þessar settar í forgrunn. Ég nefni „Að dagslestri loknum“ og sér- staklega „Vitnið“ en sú síð- arnefnda fjallar á skorinyrtan og fallegan hátt um hverfulleika minninga, og það hversu erfitt það er að reisa lífshlaupi ein- staklings verðugan minnisvarða. Titillinn, Hálmstráin, hlýtur margskonar merkingarauka í slíku samhengi, og út í gegn skín trú höfundar á hinu ritaða orði, skáldverkinu sem hálmstrái í óstöðugum heimi. Ekki er hægt að segja að Hálmstráin sé vel heppnað skáldverk, en það er að mörgu leyti efnilegt. Björn Þór Vilhjálmsson Bókaþjófurinn er sjötta skáld- sagan sem ástralski verðlauna- rithöfundurinn Markus Zusek skrifar. Sagan, sem sögð er sér- lega vinsæl meðal unglinga og lesenda á þrítugsaldri, er á sannkallaðri sigurför um heim- inn. Þetta er mikið verk, hátt á sjötta hundrað síður. Dauðinn er sögumaðurinn en sagan gerist í Þýskalandi nasista og fjallar um barnungan bókaþjóf sem býr hjá fósturforeldrum eftir að móðir hennar er send í fangabúðir. Virtir fjölmiðlar hafa keppst við að hrósa sögunni sem sögð er hrífandi, hárbeitt og meist- araleg sögð. Barnungur bóka- þjófur og Dauðinn  „Menn geta gert fallega hluti þótt tímarnir séu grimmir,“ segir Markus Zusek, höfundur Bókaþjófsins  Dauðinn er sögumaður bókarinnar, sem er sögð óður til lífsins Sögur rata til sinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.