Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
MEÐLIMIR í sérsveit ríkislög-
reglustjóra, sem nú eru 41 talsins, fá
ríflega 14% hærri laun en aðrir lög-
reglumenn. Á síðasta ári höfðu þeir
að meðaltali tæpar 618.000 krónur í
mánaðarlaun, en aðrir lögreglumenn
um 540.000 krónur. Þetta kom fram í
svari Björns Bjarnasonar dóms-
málaráðherra á Alþingi í gær, við
fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdótt-
ur, þingmanns Vinstri-grænna.
Þá kom fram að rekstarkostnaður
sérsveitarinnar jókst um 62,5% í
krónum talið frá 2005 til 2007. Var
um 256 milljónir króna árið 2005 en
415 milljónir árið 2007. Af svarinu
innan lögreglunnar, og tortryggni
þar með, vegna elítumyndunar. Full-
kominn trúnað þurfi milli ríkislög-
reglustjóra og almennra embætta og
lögreglan að starfa sem ein heild.
mátti einnig ráða að langflest verk-
efni sérsveitarmanna eru almenn
lögregluverkefni og að um eða undir
25% af vinnutíma þeirra fer í þjálfun.
Réttlætir áhætta launamuninn?
Aðspurð segir Kolbrún það hafa
vakið athygli sína að þeir sem beri
byssurnar séu hærra metnir en aðrir
í launum. Hún tekur heldur ekki al-
farið undir að áhættusamari störf
þeirra réttlæti þennan launamun.
Kolbrún segist ekki sjá skýran
áhættumun á því t.d. að gæta örygg-
is stjórnmálamanna á krepputímum
eða ganga um götur miðborgarinnar
að næturlagi um helgar.
Þá segir hún óæskilegt að gjá
myndist á milli mismunandi deilda
Sérsveit hærra launuð
Kolbrún Halldórsdóttir í VG andvíg því að „elíta“ myndist innan lögreglunnar
Sérsveitin vopnuð í 53 málum en fimm þúsund verkefni almenn lögreglustörf
Í HNOTSKURN
»Björn sagði útköll ekkiflokkuð með tilliti til al-
mannahættu, svaraði ekki um
fjölda útkalla þar sem al-
mannahætta var fyrir hendi.
»Kostnaðarsamt og tíma-frekt væri að greina hvaða
mál hefðu snert almannahættu.
Fólk notar einkabílinn minna en áður vegna samdráttarins og þá verða
strætó og reiðhjól vinsælli. Er fjölgun farþega frá síðasta ári umtalsverð á
helstu leiðum og sums staðar 35%. Alls voru ferðir með vögnum Strætó í
október um 888 þúsund, farþegarnir að sjálfsögðu mun færri af því að marg-
ir fara fleiri en eina ferð í mánuðinum. Talan var um 808 þúsund í sama mán-
uði í fyrra. Farþegum hefur fjölgað um rúm 38% frá október 2005.
Hjólað yfir umferðina
Morgunblaðið/Golli
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
HAGAR hafa keypt bitastæða hluta úr þrotabúi BT-raf-
tækjaverslananna. BT var tekið til gjaldþrotaskipta fyrr í
mánuðinum. Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Haga,
segir að lager BT og vörumerkið hafi verið keypt, auk
þess sem Hagar hafi skuldbundið sig til að halda 40
starfsmönnum verslananna í vinnu.
Fyrirtækið BT hafi þannig ekki verið keypt, heldur
bitastæðir hlutar úr þrotabúi þess.
Óvíst hvort búðirnar verða áfram á sömu stöðum
Hann segir að vörumerkinu verði haldið við, en óvíst sé
hvort félagið starfi áfram í óbreyttri mynd að öðru leyti,
svo sem hvort það verður áfram í sama húsnæði eða ekki.
BT hefur rekið sjö verslanir, þrjár á höfuðborgarsvæðinu
auk verslana á Akureyri, Selfossi, Egilsstöðum og í
Keflavík. Einhverjar verslanir verða ekki opnaðar aftur
en þeim var lokað í byrjun nóvember.
Hagar hafa hingað til verið í samkeppni við BT en verið
fremur litlir á sviði raftækja- og tölvuleikjasölu og kveður
Finnur einhverja möguleika á samlegð við starfsemi
Haga.
Hagar keyptu lager og
vörumerki BT-verslana
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Raftæki Finnur Árnason framkvæmdastjóri segir sam-
legð í starfsemi BT og Haga, sem áður voru í samkeppni.
GRÆÐISGATA, Lagargata og
Brekatorg eru meðal nýrra nafn-
gifta á götum og torgum á Slippa-
svæðinu í Reykjavík. Tillögur
nafnanefndar voru samþykktar á
fundi í skipulagsráði á miðvikudag.
Lagt er til að gata frá Geirsgötu
að Seljavegi fái heitið Slippagata,
en fyrirhuguð gata liggur yfir at-
hafnasvæði gömlu slippanna.
Fyrsta gata til norðurs frá Slippa-
götu heiti Græðisgata, önnur gata
Hlésgata og sú þriðja Lagargata.
Gatan milli Hlésgötu og Granda-
garðs heiti Rastargata.
Torg á svæðinu fá nöfnin Breka-
torg, Seljatorg og Ægistorg.
Aðrar götur fá heiti sjávar og
boða með vísan til þess að byggt er
að hluta til á fyllingu út í víkina.
Einnig taka nöfnin mið af gatna-
heitum sunnan Vesturgötu, s.s.
Bárugötu, Ránargötu og Öldugötu.
Í tillögu nafnanefndar segir að
með því að halda nafni Mýrargötu á
leifum götunnar sé hægt að sjá á
marktækan hátt upphaflega legu
hennar, auk þess sem nafnið feli í
sér að mýri hafi verið á svæðinu
þegar gatan var gerð. Því sé ótækt
að flytja nafn götunnar að mati
nefndarinnar.
Græðis-
gata og
Brekatorg
KJARADEILU Eflingar – stéttar-
félags og Reykjavíkurborgar hefur
nú verið vísað til ríkissáttasemjara
þar sem lítið hefur þokast í sam-
komulagsátt á síðustu dögum.
Samkvæmt upplýsingum Eflingar
er unnið eftir viðræðuáætlun við
borgina en ljóst sé orðið að ekki
muni takast að semja fyrir þann
tíma sem stefnt var að í upphafi, þ.e.
fyrir lok októbermánaðar.
„Mikill einhugur er í samninga-
nefnd félagsins um að þær taxta-
hækkanir sem hafa tekið gildi hjá
öðrum hópum á árinu skili sér einnig
til þessa hóps,“ segir í umfjöllun fé-
lagsins. „Talsvert hefur verið rætt
um að allir aðilar vinnumarkaðarins
myndi heildstæða lausn til næstu
tveggja ára og leggi þannig sitt lóð á
vogarskálarnar til að skapa stöðug-
leika á vinnumarkaði og létta þar
með róðurinn til þess að hjól at-
vinnulífsins fari að snúast á nýjan
leik. En til þess að svo megi verða
þurfa allir hópar að vera jafnsettir
þegar farið er af stað í slíkan feril.“
Vísa deilu til
sáttasemjara