Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
Korputorgi. S: 575 12 30 | Opið: mán-fös 11-19, lau 10-18, sun 12-18 | www.bilaoutlet.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
6
19
0
NÝ STASETNING: KORPUTORG Opið í dag:11-19
NÚ LÁTUM VI HJÓLIN SNÚAST!
*Með fyrirvara um prentvillur.
Gerðu betri kaup
á notuðum á
Korputorgi!
SKODA OCTAVIA
Ek. 62 þús. Nýskr. 07/05. Bsk.
Verð áður: 1.860 þús. kr.
NISSAN PATHFINDER 2.5 SE
Ek. 47 þús. Nýskr. 12/05. Bsk.
Verð áður: 4.650 þús. kr.
NISSAN PATROL LUXURY
Ek. 111 þús. Nýskr. 04/03. Ssk.
Verð áður: 3.270 þús. kr.
RENAULT SCENIC RXE 1.6
Ek. 75 þús. Nýskr. 07/03. Bsk.
Verð áður: 1.190 þús. kr.
NISSAN MURANO
Ek. 35 þús. Nýskr. 10/05. Ssk.
Verð áður: 5.790 þús. kr.
TOYOTA AVENSIS
Ek. 78 þús. Nýskr. 10/03. Ssk.
Verð áður: 2.150 þús. kr.
ISUZU D-MAX
Ek. 38 þús. Nýskr. 11/05. Ssk.
Verð áður: 2.560 þús. kr.
HYUNDAI GETZ 1.3 GLS
Ek. 26 þús. Nýskr. 09/05. Bsk.
Verð áður: 1.380 þús. kr.
OUTLETVER
1.490 þús. kr.
OUTLETVER
3.290 þús. kr.
OUTLETVER
1.990 þús. kr.
OUTLETVER
690 þús. kr.
OUTLETVER
3.750 þús. kr.
OUTLETVER
1.690 þús. kr.
OUTLETVER
1.850 þús. kr.
OUTLETVER
890 þús. kr.
SUBARU LEGACY
Ek. 93 þús. Nýskr. 02/06. Bsk.
Verð áður: 2.430 þús. kr.
1.650 þús.kr.
OUTLETVER Nú erum við búnir að koma okkur vel og rækilega fyrir í nýja
húsnæðinu okkar við Korputorg. Á planinu fyrir utan stendur
fjöldi bíla en mestu munar um 2.200 m2 salinn okkar sem er
stútfullur af frábærum, notuðum bílum. Það er nóg að gera en
við sjáum til þess að fylla jafnóðum á þannig að þú getur verið
viss um að finna rétta bílinn fyrir þig!
Komdu og gerðu skynsamleg bílakaup í BílaOutlet!
Við höfum opið til kl. sjö í kvöld!
Nýr og
miklu stærri
salur!!!
Mundu að
tékka líka á
bilaoutlet.is
1.280
þús. af!
1.360
þús. af!
2.040
þús. af!
490
þús. af!
780 þús.
í afslátt!
Á MORGUN, laugardaginn 22. nóv-
ember, verður opið hús hjá dagvist
og endurhæfingu MS-félagsins á
Sléttuvegi 5. Opið verður milli kl.
13 og 16.
Boðið verður upp á súkkulaði og
rjómavöfflur gegn vægu verði.
Fallegir munir sem unnir eru í
dagvistinni verða til sölu, segir í til-
kynningu.
Selja handverk
DAGSKRÁ aðventudaga hófst í gær
á Sólheimum í Grímsnesi er ljós voru
kveikt á jólatrénu á Rauða torginu í
kaffihúsinu. Þá kynntu nemendur úr
grunnskólanum Ljósuborg verkefni
sem þeir unnu á Sólheimum.
Mikið verður um að vera á Sól-
heimum á aðventunni og nú um
helgina verður m.a. námskeið í gerð
aðventuljósa á laugardaginn og tón-
leikar Sólheimakórsins á Grænu
könnunni undir stjórn Vigdísar Garð-
arsdóttur. Þá verða tónleikar Stór-
sveitar Suðurlands í kirkjunni klukk-
an 16.30.
Á sunnudag stjórnar Edda Björg-
vinsdóttir leikkona jólabingói Sól-
heima kl. 14. Ágóði af því rennur til
styrktar Heimili friðarins í Suður-
Afríku í Kahaya Loxolo.
Hver atburðurinn rekur annan á
aðventudögum og eru atriði ýmist
heimatilbúin eða aðkomin. Nefna má
brúðuleikhús, konfektgerð, litlu jólin,
tónleika Hörpukórsins og ullarþæf-
ingu. Vinnustofur verða opnar virka
daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl.
13-17. Á sama tíma verður samsýning
vinnustofa Sólheima. Jólamarkaður
verður opinn virka daga frá 14-18 og
um helgar frá kl. 14-17.
Aðgangur er ókeypis að öllum við-
burðum aðventudaga.
Jólaljósin tendruð á
jólatrénu á Sólheimum
Morgunblaðið/Kristinn
Aðventan nálgast Sólheimakórinn á æfingu fyrir tónleikana á morgun.
TENGLAR
..............................................
www.solheimar.is
BÆJARSTJÓRN Seltjarnarnes-
bæjar samþykkti nýlega tillögu
íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarn-
arness um rýmkun á reglum um
tómstundastyrki.
Samþykkti bæjarstjórnin að
rýmka viðmiðunarreglur fyrir ald-
urshópinn 15-18 ára þannig þeim
gefist kostur á að nýta tómstunda-
styrkina til niðurgreiðslu á líkams-
ræktarkortum. Markmið breyting-
arinnar er að hvetja þennan aldurs-
hóp til hreyfingar, en töluvert
brottfall úr íþróttum og tóm-
stundum á sér stað á unglingsárun-
um, segir í frétt frá bæjarfélaginu.
Þá var samþykkt að styrkþegar
gætu valið um að ráðstafa tóm-
stundastyrknum til niðurgreiðslu á
tónlistarnámi sem og öðru listnámi.
Fram að þessu hefur tómstunda-
styrkurinn ekki nýst nemendum í
tónlistarnámi og voru því ein-
hverjir sem ekki gátu nýtt sér
styrkinn þrátt fyrir að eiga rétt á
honum. sisi@mbl.is
Heimilt að
niðurgreiða
líkamsrækt
ALCAN á Íslandi hefur ákveðið að
greiða starfsmönnum fyrirtækisins
ein og hálf mánaðarlaun í auka-
greiðslu um miðjan desember. Rann-
veig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi,
segir þetta gert vegna kreppunnar
sem ríki á Íslandi en hún komi illa
niður á hinum almenna borgara sem
alltaf hafi staðið við sitt. Mest sé tal-
að um þá sem hafi tapað milljarði
eða meira en minna fari fyrir frétt-
um af þeim sem hafi tapað einni til
tveimur milljónum króna af sparifé
sínu. Peningum sem fólk hafi
kannski nurlað saman á löngum
tíma. Eins hafi afborganir af lánum
hækkað mikið og séu stundum orðn-
ar erfiðar fyrir þá sem alltaf hafa
staðið við skuldbindingar sínar.
Að sögn Rannveigar fá þeir sem
hafa starfað lengur en í ár hjá fyr-
irtækinu ein og hálf mánaðarlaun
um miðjan desember en þeir sem
hafa starfað skemur fá einn mánuð
aukalega. guna@mbl.is
Kreppubónus
hjá Alcan