Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 V i n n i n g a s k r á 29.útdráttur 20. nóvember 2008 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 7 7 5 1 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur 5 1 6 0 1 5 9 9 6 4 1 9 8 2 7 5 5 9 0 Vi n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 9395 25500 46147 53311 66228 74714 22930 33265 48481 62681 68722 77850 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 1 4 0 1 5 5 5 4 2 5 9 2 6 3 2 6 9 2 4 3 7 8 6 5 0 0 2 3 5 7 1 5 7 6 8 6 4 7 1 1 6 3 1 5 5 9 8 2 6 3 0 7 3 3 4 1 4 4 3 8 1 9 5 0 8 2 3 5 7 4 1 6 7 0 6 9 4 2 6 9 2 1 5 6 9 2 2 6 4 4 1 3 3 9 1 3 4 4 2 7 6 5 1 4 2 4 5 7 5 8 2 7 3 3 8 5 3 2 4 5 1 7 1 2 0 2 6 9 8 7 3 4 5 1 7 4 4 4 3 8 5 1 9 0 6 5 8 0 0 7 7 4 5 2 6 8 0 3 5 1 7 2 0 1 2 7 5 1 0 3 4 8 1 6 4 5 4 9 1 5 1 9 5 7 5 8 8 5 1 7 4 5 5 9 8 2 1 0 1 8 4 4 7 2 8 2 1 7 3 6 3 1 1 4 7 0 1 1 5 3 8 5 4 6 1 5 2 7 7 5 4 9 4 8 4 2 3 1 9 4 3 3 2 8 5 3 2 3 9 0 9 1 4 8 4 4 4 5 3 9 9 8 6 2 5 5 1 7 6 6 0 3 1 0 0 0 4 1 9 9 6 5 2 9 9 4 6 3 9 1 1 2 4 8 5 2 7 5 4 6 5 4 6 3 8 1 6 7 8 9 4 2 1 0 1 6 1 2 0 9 6 6 3 0 4 6 8 4 0 2 1 5 4 8 8 6 4 5 5 4 4 0 6 3 8 5 6 7 9 6 1 0 1 1 3 8 3 2 0 9 8 5 3 0 4 8 3 4 2 0 1 7 4 9 2 7 1 5 5 4 5 2 6 4 4 1 0 1 2 4 8 5 2 1 1 8 4 3 0 8 6 4 4 2 5 4 3 4 9 7 8 3 5 6 1 4 5 6 4 9 3 6 1 3 7 4 7 2 1 8 7 1 3 2 4 1 1 4 2 6 4 1 4 9 8 7 4 5 6 3 4 9 6 6 0 7 4 1 5 1 6 1 2 2 7 0 3 3 2 5 9 6 4 2 9 9 9 4 9 9 6 2 5 6 4 4 3 6 8 3 8 5 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 62 6509 15424 24054 32163 39035 47539 56047 65819 74269 279 6562 15526 24179 32267 39149 47550 56197 65939 74409 325 6879 16036 24191 32273 39187 47607 56509 66343 74416 801 7284 16107 24312 32281 39261 47615 56529 66547 74473 811 7604 16282 24495 32365 39268 48081 56531 66617 74552 883 7659 16298 24636 32764 39283 48274 56541 66798 74629 1123 8087 16312 24725 32977 39616 48450 57727 66993 74701 1409 8370 16767 24924 33065 39998 48798 58124 67245 74833 1427 8538 17111 25193 33160 40802 48815 58968 67576 75096 1450 8672 17999 25303 33219 40968 49100 59205 67582 75135 1557 8778 18092 25304 33333 41227 49138 59293 67930 75403 1994 9310 18237 25466 33763 41442 49679 59319 68190 75515 2011 9662 18409 25623 33911 41475 49938 59494 68419 75990 2444 9724 18539 25789 34190 41555 50055 59570 68473 76074 2697 9815 19043 25820 34448 41670 50078 59774 68615 76472 2871 9998 19189 25864 34539 41807 50539 59951 68710 76609 3202 10176 19451 26105 34859 42000 50553 60076 68861 76781 3318 10432 19617 26155 34903 42131 50777 60185 68915 77043 3336 10523 19679 26623 34985 42485 50865 60504 69039 77056 3437 11378 19824 26757 35231 42841 50959 60517 69399 77180 3543 11690 20279 26900 35328 43361 50984 60557 69426 77204 3888 11933 20831 27192 35713 43404 51077 60830 69441 77229 4039 12046 21145 27228 36323 43411 51192 60916 70010 77330 4068 12081 21312 27441 36462 43795 51443 61011 70348 77378 4270 12611 21365 27805 36479 43997 51514 61014 71021 77409 4539 12785 22282 27928 36505 44202 51783 61019 71417 77516 4876 12911 22308 28637 36689 44315 51993 61634 71445 77542 5064 13044 22544 28718 37046 44613 52148 62308 71568 77591 5114 13097 23088 28722 37104 44698 52327 62557 72273 78037 5278 13185 23171 28809 37546 45645 52650 62805 72311 78107 5319 13294 23233 29655 37666 45775 53745 62984 72481 78630 5320 13312 23310 29683 37746 45923 53920 63833 72573 78660 5363 14154 23492 29966 38150 46166 53921 64171 72698 79063 5713 14188 23549 30013 38265 46176 54123 64481 73028 79129 5963 14324 23648 30438 38364 46275 54315 64551 73267 79274 6166 14866 23812 30666 38403 46505 54449 64567 73414 79297 6261 14868 23902 31590 38511 46687 54561 64703 73753 79531 6282 15255 23906 31916 38745 46951 54859 64997 73807 79705 6284 15360 23966 31920 38752 47476 55571 65151 73924 79706 6340 15396 23979 32046 38817 47502 55975 65309 74185 79714 Næsti útdráttur fer fram 27. nóvember 2008 Heimasíða á Interneti: www.das.is ✝ Pétur Krist-jánsson var fæddur 12.3. 1956 í Sveinatungu Garðabæ. Hann lést 10. nóvember sl. á heimili sínu í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Ingibjörg Eyjólfsdóttir kenn- ari, f. 23.10. 1925, og Kristján Ragnar Hansson forstjóri Gólfteppagerð- arinnar, f. 10.1. 1926, d. 22.9. 1958. Systkini Pét- urs eru: Hans Kristjánsson orsnema í Bandaríkjunum, f. 11.4. 1981. Þau slitu samvistum. Pétur kvæntist 29.1. 2000 Car- melu Concha Andema Mabale f. 24.3. 1973. Þau skildu des. 2007. Sonur hennar og fóstursonur Péturs er Antonio Ndong Nsambi („Dillan“), f. 15.12. 1994. Pétur var sjómaður á ýmsum fragtskipum þar til að hann fluttist til Vestmannaeyja fyrir um 15 árum. Var hann þar á fiskiskipum, lengst af á Vest- mannaey VE, ýmist sem kokkur eða háseti. Pétur var mikill tón- listarmaður, samdi tónlist og spilaði með mörgum hljóm- sveitum í gegnum árin, t.d. Paradís. Jarðarför Péturs fer fram frá Kapellunni í Hafnarfirði í dag kl. 15. verslunarmaður, f. 27.9. 1945, d. 13.6. 2008. Helga Krist- jánsdóttir, f. 25.11. 1948, d. 6.1. 1954. Eyjólfur Krist- jánsson skipstjóri, f. 17.5. 1951. María Helga Kristjáns- dóttir, f. 12.5. 1958. Sambýliskona Pét- urs til margra ára var Linda Björk Svansdóttir Geirdal, f. 5.9. 1979, og áttu þau saman tví- burana Inga Rafn og Svan, sagnfræðinema við HÍ og dokt- Fréttin um andlát Péturs frænda kom eins og reiðarslag. Við höfðum heimsótt hann á Ljósafossi síðsum- ars þar sem hann vann tímabundið sem matreiðslumaður hjá Götu- smiðjunni og var í góðum gír að okkar mati. Hann kvaðst reiðubú- inn til að stokka upp sitt líf, klára loksins ýmis verkefni sem hann var búinn að vinna að í mörg ár á sínu uppáhaldssviði, tónlistinni. Við hitt- um hann aftur um borð í Herjólfi 28. ágúst sl. og var hann þá á leið- inni til Eyja í besta skapi til að taka á móti hesti sem honum hafði verið gefinn. Lífið virtist bjart framundan. Við kynntumst Pétri á spila- kvöldi í Eyjum fyrir rúmum ára- tug, í kringum 1995, þegar Hanna María sat allt í einu andspænis frænda sínum, sem hún hafði ekki séð síðan þau voru unglingar. Það urðu fagnaðarfundir og endurnýjuð kynni. Pétur var afbragðs kokkur og hafði það sem aðalstarf á sjónum. Hann bauð okkur fjölskyldunni í margar stórveislur á heimili sínu þar sem augljóst var að hann hafði lagt mikinn metnað og alúð í mat- seldina og allar góðgjörðir. Við átt- um með honum margar góðar stundir, sem við minnumst með söknuði, bæði heima hjá honum og okkur. Sérstaklega var gaman þeg- ar Svanur sonur hans kom í heim- sókn, en af honum var Pétur mjög stoltur. Það var upplifun að heyra Pétur spila og syngja eigin lög við hljóm- borðið, og til stóð að hann myndi gefa út geisladiska með lögum sín- um. Hann var búinn að útbúa full- komið tónver í bílskúrnum heima hjá sér og spilaði með félögum þeg- ar tækifæri gafst. Pétur mátti ekkert aumt sjá og megum við til með að segja eina sögu af því. Þegar hundurinn okkar, Kara, var hvolpur slapp hún út á götu og varð fyrir bíl. Hún virtist tengja þetta atvik á einhvern hátt við Pétur og var svolítið hrædd við hann, en svo vildi til að nákvæmlega þegar þetta gerðist hafði Pétur staðið á útidyratröppunum hjá okk- ur til að færa okkur fisk. Honum þótti þetta afskaplega leiðinlegt og gerði sér mikið far um að koma sér í mjúkinn hjá Köru, sem tókst að lokum, Pétri til mikillar ánægju. Um aldamótin síðustu kynntust þau Pétur og Carmela og vorum við boðin í brúðkaupið þeirra skömmu síðar, að Lyngfelli, fögrum stað ekki langt frá Stórhöfða í Vestmanna- eyjum. Það hlýtur að hafa verið ein- kennileg upplifun fyrir Carmelu að vera allt í einu stödd á lítilli eyju, Heimaey, úti í miðju Norður-Atl- antshafi, umlukinni sjávarbrimi í miðju skammdeginu, og vera horfin úr heimkynnum sínum við miðbaug í Afríku. En Pétur lagði sig aug- sýnilega allan fram við að búa Car- melu fallegt heimili. Hann festi kaup á glæsilegu raðhúsi með út- sýni yfir Herjólfsdal og golfvöllinn, sem honum var svo kær, og gerði allt til þess að heimilið væri búið fallegum húsgögnum og öllum hugs- anlegum heimilistækjum. Pétur gekk Dillan, syni Carmelu, í föð- urstað og reyndi að gera allt sem í hans valdi stóð til að hann gæti dafnað í sínu nýja föðurlandi. Við þökkum Pétri samfylgdina og kveðjum hann með miklum söknuði. Okkur þykir það sorglegra en tár- um taki að hann sé horfinn frá okk- ur í blóma lífsins. Erlendur, Hanna María og synir. Pétur Kristjánsson Þegar ég hugsa til bróður míns, Kristþórs Borg, reikar hugurinn aftur til æskuáranna, þess tíma sem við systkinin bjuggum saman. Við vorum samheldin og áttum af- ar skemmtilega æsku. Við vorum fjögur systkinin, Kristþór Borg var elstur okkar svo kom Birgir, Valdimar og undirrit- uð Kristín, og bjuggum með móður okkar Þorsteinu, sem ung að aldri stóð ein uppi með okkur systkinin, það elsta átta ára. Þó að stundum væru erfiðir tímar lét móðirin unga ekki bug- ast, hélt börnunum saman og við systkinin gerðum okkur fljótt grein fyrir ábyrgðinni að geta haldið heimilinu saman. Kristþór sem í daglegu tali var kallaður Boggi, var skírður eftir þremur systrum, Kristínu, Þórunni og Borghildi. Hann sagði síðar að sér liði vel með þessi nöfn. Ungur fór Boggi að selja dag- blöð til þess að leggja eitthvað til heimilisins og bræðurnir, Birgir og Valdimar, hjálpuðu fljótt til. Þegar Boggi var 10 ára gamall fór hann í sveit til Tómasar bónda í Auðsholti í Biskupstungum. Þar leið honum vel. Um haustið kom hann hróðugur heim með kartöflu- poka og lambakjöt og sagðist vera orðinn fullgildur vinnumaður og átti meira að segja lamb í sveitinni. Þegar Boggi var tólf ára gamall hætti hann í skóla og fór að vinna almenna verkamannavinnu og lagði öll launin til heimilisins. Móð- ir okkar lagði til hliðar hluta af laununum svo hann gæti komist í Héraðsskólann á Laugarvatni. Þangað fór hann 16 ára og var þar einn vetur. Þó að Bogga fyndist þá ✝ Kristþór BorgHelgason fædd- ist 12. janúar 1929 í Reykjavík. Hann lést 10. nóvember 2008 á Landspít- alanum. Foreldrar hans voru hjónin Þor- steina Helgadóttir og Helgi Ásgeirs- son. Eftirlifandi eig- inkona Kristþórs er Kristín Benedikts- dóttir. Börn þeirra eru Benedikt, Unn- ur og Guðlaugur. Barnabörnin eru fimm. Útför Kristþórs fer fram föstu- daginn 21. nóvember frá Dóm- kirkjunni og hefst klukkan 13. hann vera orðinn full- orðinn varð hann að lúta reglum heimilis- ins. Á páskadags- morgnum vorum við drifin á fætur kl. sjö til þess að fara í messu í Dómkirkj- unni. Á eftir var farið á Austurvöll og hlust- að á lúðrasveitina spila. Síðan var farið í súkkulaði til ömmu sem bjó í Þingholts- stræti 28. Eftir dvölina á Laugarvatni fór Boggi til Danmerk- ur og réð sig á farskip og sigldi um heimsins höf, í tæp tvö ár dvaldi hann erlendis. Eftir heimkomuna hóf hann nám í skipasmíði og varð meistari í þeirri iðn. Boggi varð mjög glaður þegar Valdimar, bróðir okkar, bað hann um að teikna og smíða sjö tonna eikarbát sem hét Örninn og þótti listasmíði. Boggi lærði á klar- inett og spilaði með Lúðrasveitinni Svaninum og Lúðrasveit verkalýðs- ins. Mér hefur oft orðið hugsað til páskadagsmorgnanna, þegar Boggi var að spila. Hann hafði mikla ánægju af því að tefla og þeir tóku oft skák sam- an, Ásmundur Ásgeirsson, föður- bróðir okkar, en til gamans má geta þess að Ásmundur varð margfaldur taflkóngur Íslands. Boggi tók þátt í fjöltefli og vann Gabrrindasvili sem var þáverandi heimsmeistari kvenna, og það kom skemmtilega á óvart. Aðaláhugamál Bogga var „Radíóamatör“, fjarskiptatækni. Hann átti mjög vinsælt kallmerki TF3TF, en þessi félagsskapur byggðist á að ná sem flestum kall- merkjum um heiminn og sendu þeir hver öðrum staðfestingarkort, hver með sínu kallmerki. Boggi var gerður að heiðursfélaga í Félagi radíóamatöra. Eftirlifandi eiginkona Bogga er Kristín Benediktsdóttir. Börn þeirra eru Benedikt, Unnur og Guðlaugur. Ég votta þeim innilega samúð mína. Á kveðjustund þakka ég bróður mínum samfylgdina og fyrir að hafa stutt móður okkar í því að halda heimilinu saman, þegar mest á reyndi, sem varð okkur til heilla. Kristín Helgadóttir. Enn er höggvið skarð í raðir sér- stæðs samfélags með fráfalli Bogga, TF3TF. Kristþór B. Helga- son var einn af þeim sem hvað lengstan feril áttu í félaginu Ís- lenskir radíóamatörar. Tryggð hans við félagið og einlægum áhuga á málefnum hreyfingarinnar var við brugðið, enda var hann einn af fáum sem hlotnast hefur nafnbót heið- ursfélaga. Boggi tók próf til þess að öðlast sendiréttindi á stuttbylgjum ama- töra árið 1967 og hlaut skírteini númer 55. Kallmerki okkar eru þannig uppbyggð að fyrst er for- skeytið TF, sem samkvæmt alþjóð- legum samþykktum er kennimerki Íslands, síðan kemur tölustafur fyr- ir landshluta og loks bókstafir að eigin vali. Þar kaus Boggi að nota TF aftur, samhverfan er stílhrein og þá ekki síst hnitmiðaður taktur sem þessir stafir hafa á morsi. En honum þótti líka vænt um landið sitt. Á QSL-korti hans, en það eru eins konar póstkort sem amatörar senda hver öðrum til að staðfesta eftirsótt eða sjaldgæf sambönd, er gervitunglamynd af fannhvítu Ís- landi á dökkum fleti Atlantshafsins. Þegar Boggi byrjaði í loftinu, eins og við tökum til orða, bjó hann í litlu húsi við Bakkastíg og notaði gömul lampatæki. Viðtækið var af gerðinni National og sendirinn breyttur flugvélasendir úr seinni heimsstyrjöld, af gerð sem gekk undir nafninu Command. Eins og flestir amatörar smíðaði Boggi eitt og annað til að bæta búnað stöðvar sinnar, einkum var honum hugleikið það sem sneri að loftnetum, mæl- ingum og stillingum á þeim. Þegar hann bjó á Tjarnargötunni hafði hann uppi lengsta tvípólsloftnet landsins, strekkt úr turni gömlu slökkvistöðvarinnar yfir í reykháf á því húsi sem áður var kennt við Steindórsprent og síðar Happdrætti Háskóla Íslands. Með því komst TF3TF á blað út um allan heim, sérstaklega fyrir árangur á 40 m tíðnisviðinu. Boggi var einkar lunk- inn við að finna út hvenær árs og dags var vænlegast að ná óvenju- legum samböndum við félaga okkar hinum megin á hnettinum. Hans verður ekki síst minnst fyrir að vera sá fyrsti hér sem varð þekktur í Eyjaálfu fyrir að gefa amatörum þar kost á sambandi við Ísland á 80 m bylgjulengd, en það er afar erfitt vegna legu Íslands í norðurljósbelt- inu. Já, það er skarð fyrir skildi, svo samofinn var Boggi þessu áhuga- máli og félagsstarfinu í kringum það. Fyrir hönd Í.R.A. flytjum við Bogga kærar þakkir fyrir allar góðu stundirnar, í loftinu og á samkom- um félagsins, 73. Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX. Kristján Benediktsson, TF3KB. Kristþór Borg Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.