Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 21
Daglegt líf 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
Eftir Svanhildi
Eiríksdóttur
Garður | „Við viljum
forðast að vaxandi
reiði og óöryggi með-
al Íslendinga bitni á
innflytjendur. Það
eru allir óöruggir um
sinn hag í ástandinu
sem ríkir um þessar
mundir, Garðbúar
með erlent ríkisfang
ekki síður en aðrir
íbúar landsins. Þetta
hefur sýnt sig í öðr-
um löndum við svip-
aðar aðstæður,“
sögðu Erna M. Svein-
bjarnardóttir skóla-,
menningar- og jafn-
réttisfulltrúi og
Oddný Harðardóttir
bæjarstjóri í sveitar-
félaginu Garði.
„Fræðsla gegn fordómum, jafn-
an er hálfsögð sagan ef einn segir,“
er heiti á málþingi sem haldið
verður í Garði í dag, föstudag.
Þjóðahátíð „Einn fyrir alla, allir
fyrir einn“ fylgir í kjölfarið daginn
eftir.
Margir útlendingar
Í Garði eru 200 íbúar með erlent
ríkisfang eða um 13% íbúa og eru
þjóðarbrotin 21. Í nýlegri Capa-
cent-könnun kom fram að einungis
24% svarenda á aldrinum 18-24 ára
segja útlendinga fá jákvæð við-
brögð frá Íslendingum. „Þetta er
skelfileg niðurstaða,“ sagði Erna
Sveinbjarnardóttir. Í Garði er unn-
ið að aðgerðum til að draga úr for-
dómum gagnvart útlendingum.
Málþingið og þjóðahátíðin er liður í
að láta þessum hópi íbúa líða sem
best. „Með því að opna umræðuna
með þessum hætti fræðumst við,
auk þess að leggja okkar af mörk-
um á ábyrgan hátt í þessum mála-
flokki. Í framhaldi verður auðveld-
ara að móta stefnu.“
Oddný sagði mjög mikilvægt að
íbúum af erlendum uppruna liði vel
og þeir væru duglegir að leita eftir
upplýsingum og aðstoð eftir þörf-
um. Þá væri ekki síður mikilvægt
„Með auknum
skilningi hopa
fordómar “
Óöryggi má ekki bitna á útlendingum
að þessi hópur fólks væri sýnilegur
í samfélaginu. Margir af þeim sem
flust hafa hingað í Garðinn eru
orðnir íslenskir ríkisborgarar og
við erum rík að þessu leyti. Við
þurfum hins vegar að leggja okkur
betur fram við að njóta fjölmenn-
ingarinnar og gildir það um sam-
félagið allt.“
Að sögn Oddnýjar og Ernu hefur
íbúum í Garði ekki fækkað að und-
anförnu og sögðust þær jafnframt
vona að svo yrði ekki, þó erfitt
væri að spá fyrir um þróun mála.
„Stærsti hluti íbúa af erlendu bergi
brotinn vinnur við fiskvinnslu og
engar uppsagnir eru fyrirsjáan-
legar þar. Hins vegar óttast þetta
fólk að missa vinnu sína miðað við
stöðuna í þjóðfélaginu í dag. Þá er
fólk einnig reitt og áhyggjufullt yf-
ir þeim erfiðleikum sem nú eru
varðandi millifærslur á peningum
heim til ættingja, að ekki sé talað
um hversu verðgildi launa þeirra
hefur minnkað mikið.“ Oddný
nefndi ennfremur að útlit í at-
vinnumálum væri nokkuð gott á
Suðurnesjum vegna álvers-
framkvæmda í Helguvík og hún
sagðist gera ráð fyrir að mörg
störf yrðu auglýst fljótlega upp úr
áramótum.
Þjóðahátíð Oddný Harðardóttir bæjarstjóri og
Erna M. Sveinbjarnardóttir, skóla-, menningar- og
jafnréttisfulltrúi, undirbúa málþing og þjóðahátíð.
Morgunblaðið/Sveitarfélagið Garður
Skeifan, Smáralind, Kringlan, Hafnarfjörður, Selfoss, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Akureyri, Ísafjörður
Aðeins
2.495kr. áður 4.990 kr.
Aðeins
1.690kr. áður 3.380 kr.
Aðeins
1.190kr. áður 2.380 kr.
Aðeins
2.495kr. áður 4.990 kr.
Aðeins
1.245kr. áður 2.490 kr.
Aðeins
1.445kr. áður 2.890 kr.
sparaðu
50%
sparaðu
50%
sparaðu
50%
sparaðu
50%
sparaðu
50%
sparaðu
50%
Tilboðin gilda frá 21.11.08 til 27.11.08. Til þess að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar nýti sér tilboðin til innkaupa fyrir eigin verslanir má
hver og einn viðskiptavinur aðeins versla þrjár bækur af einstaka titli.
Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal er merkisberi
alþýðunnar á listasviðinu. Hann fékk tónlistargáfu
og listhneigð í vöggugjöf. Þessar gáfur hefur hann
varðveitt og þroskað af stakri trúmennsku.
Jón Kr. hefur verið trúr heimahögunum alla tíð
og lagt drjúga hönd á margt sem komið hefur
samfélaginu til góða.
Söngurinn hefur ætíð átt hug hans og verið í
senn dægrastytting og hrein ástríða. Mér segir svo
hugur að þegar nafn Bíldudals ber á góma í
framtíðinni eigi margir eftir að tengja staðinn við
nafn Jóns Kr. Ólafssonar og félaga hans í
hljómsveitinni Facon, sem stimpluðu nafn
Bíldudals rækilega inn á tónlistarkortið á síðari
hluta 20. aldar.
Jónatan Garðarsson.
Melódíur minninganna
Hafliði
Magnússon
alþýðulistamaður
við ritvélina
heima á Bíldudal
á árum áður.
YFIRSKRIFT málþingsins er
„Fræðsla gegn fordómum, jafnan
er hálfsögð sagan ef einn segir,“ en
hún er tekin úr þingsályktun um
framkvæmdaáætlun í málefnum
innflytjenda sem samþykkt var á
Alþingi í maí síðastliðnum. Á mál-
þinginu taka til máls virtir fræði-
menn á þessu sviði. Nefna má dr.
Bergþóru S., lektor við Danmarks
Pædagogiske Universitetsskole í
Århus, dr. Hallfríði Þórarinsdóttur,
forstöðumann Mirra, Miðstöðvar
innflytjendarannsókna, og Toshiki
Toma, prest innflytjenda á Íslandi.
Júlía Esther Cabrera Hidalgo,
deildarstjóri á leikskólanum Gefn-
arborg, mun varpa fram spurning-
unni „Erum við ekki öll eins inni við
beinið?“ og tengja þróunarverkefn-
inu „Virðing og jákvæð samskipti“.
Erindum verður fylgt eftir með
þremur málstofum en auk þess mun
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra ávarpa málþings-
gesti.
„Við teljum að fræðsla sé alltaf
góð leið til að bregðast við vanda-
málum. Það er því mikilvægt að við
hlustum eftir viðhorfum og skoð-
unum innflytjenda og raunar allra
minnihlutahópa. Með auknum
skilningi hopa fordómar af velli,“
sagði Erna og nefndi að bæði mál-
þingið og þjóðahátíðin væri nóv-
emberviðburður sveitarfélagsins á
100 ára afmælisári. „Við undirbún-
ing þjóðahátíðarinnar nutum við
starfskrafta hóps kvenna frá Fil-
ippseyjum, Póllandi, Kólumbíu, Ví-
etnam og Grænhöfðaeyjum. Þær
hafa verið mjög hugmyndaríkar,
duglegar og skemmtilegar og
hreint frábært að kynnast þeim.
Þær eiga miklar þakkir skildar, auk
allra annarra sem hafa lagt hönd á
plóginn. Þeir eru margir, bæði börn
og fullorðnir, og allir vilja gera
þjóðahátíðina skemmtilega og fjöl-
þjóðlega.“
Á þjóðahátíðinni verður dansað
og sungin lög frá ýmsum löndum,
auk þess sem boðið verður upp á
fjölþjóðlegt bakkelsi. Þá verður
Norræna deildin í Garði og Rauði
krossinn á Suðurnesjum með kynn-
ingu, ásamt fulltrúa frá Rótum, fé-
lagi áhugafólks um menningarfjöl-
breytni á Ísafirði. Ætlunin er að
halda undirbúningsfund fyrir stofn-
un slíks félags á Suðurnesjum strax
að lokinni þjóðahátíð, að sögn Ernu.
Jafnan er hálfsögð
sagan ef einn segir