Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 PÁLL Ásgrímsson forstöðumaður lög- fræðisviðs Skipta hf. bregst í grein sem birt- ist 17. nóvember illa við athugasemdum mínum frá 15. sama mánaðar um stjórnarsetur Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar. Taldi Páll að þótt Jón væri að fylgja leiðbeiningum réttra stjórnvalda á því sviði, væri dráttur á að segja sig úr stjórn hluta- félaga refsivert brot, og að undirrit- aður gæti sem framkvæmdastjóri í slíku félagi hafa bakað sér sjálfstæða refsiábyrgð, eða hlutdeild í „broti“ Jóns, hvorki meira né minna. Ég viðurkenni að mér var brugðið að maður sem kennir sig við lögfræði gæti haldið fram slíkri vitleysu, sem engum dettur í hug að standist, að at- huguðu máli. Stundum væri betra að telja upp að tíu, fremur en að láta heift í garð tiltekinna manna hlaupa með sig í gönur. Bara beitt gegn Jóni Eins og ég benti á í fyrri grein hef- ur það verið opinber túlkun Hluta- félagaskrár að menn sem missa hæfi til setu í stjórn þurfi ekki þegar að segja af sér, heldur skuli brotthvarf þeirra miðast við næsta aðalfund. Er ekki vitað til þess að þessar reglur hafi verið framkvæmdar á annan veg gagnvart nokkrum manni þann langa tíma sem þær hafa verið í lögum. Kjarni málsins er því sá að Páll Ás- grímsson er að krefjast þess nú að lögum verði beitt á annan og strang- ari hátt gagnvart Jóni Ásgeiri en tíðkast hefur í framkvæmd gagnvart öðrum. Páll gerir reyndar lít- ið úr leiðbeiningum Hlutafélagaskrár með þeim orðum að Jón Ásgeir, sem hafi „aðgang að landsliði lögmanna,“ þurfi enga „aðstoð frá opinberum starfs- mönnum.“ Verður þetta að teljast ansi hrokafull afstaða til réttra stjórnvalda í landinu á því sviði sem um ræðir. Jafnframt tilfærir Páll óná- kvæma tilvitnun í undirritaðan í Mbl. Til „sönnunar“ því að undirritaður hafi ekki þurft neina leiðsögn frá Hlutafélagaskrá til afdráttarlausra yfirlýsinga um stjórnarsetu Jóns. Það rétta er hins vegar að ég byggði til- vitnað svar mitt á ríkjandi fram- kvæmd reglna um stjórnarsetu og sagði að dómurinn kallaði ekki á nein- ar breytingar á þessum tímapunkti. Síðustu þrjú orðin í mínu svari féllu niður í frétt Mbl. Ég kann að hafa ruglað Pál í rím- inu með því að nefna í minni grein dæmi til hliðsjónar af refsiréttarsvið- inu. Ég hélt því hins vegar ekki fram að „lögbrot annarra leiði til refsileys- is“. Við erum að tala um hæfisreglur og stjórnsýsluframkvæmd. Ég hef sjálfur starfað í samtals tæpan áratug í þremur ráðuneytum og þekki það vel að tillit til jafnræðis og samfella í stjórnsýslu geta ráðið því að menn telja sig bundna við gefin fordæmi og framkvæmd. Mogginn hleypur apríl Ég þarf ekki að eyða mörgum orð- um á þá fjarstæðu sem Páll hélt fram að stjórnarseta Jóns Ásgeirs gæti tal- ist refsivert brot á lögum sem ryfi skilorð. Það skýrði Ragnar Hall hrl. vel í Morgunblaðinu 18. nóvember. Mér finnst hins vegar sjálfstætt að- finnsluefni að Morgunblaðið skyldi slá svo hæpnum málflutningi upp í fyr- irsögn á forsíðu. Má segja að þar hafi Mogginn hlaupið apríl um miðjan nóvember. Verra er kannski að blaðið er enn að klóra í bakkann þótt hið rétta sé komið fram. Þannig segir í fréttaskýringu 19. nóvember að nokk- ur umræða hafi verið um hvort Jón Ásgeir hafi rofið skilorð með meintu broti. Í greininni segir að ekki verði betur séð „en svo sé ekki, m.a. vegna þess að brotið, sé um brot að ræða, varðar einungis sektum“. Þetta er rangt. Það er ekkert um það að ræða að hér sé brot sem „varði sektum“. Refsingar skiptast í fangelsi og fésektir. Dag- sektir til að knýja á um einhverja breytni, eins og úrsögn úr stjórn, eru allt annars eðlis og eiga ekkert skylt við „sektir“ í refsiréttarlegum skiln- ingi. Verðugt rannsóknarefni Samkvæmt mínum upplýsingum stendur sú ákvörðun Jóns Ásgeirs óhögguð að segja sig úr öllum stjórn- um hlutafélaga og það er hann að klára þessa dagana. Mér finnst hins vegar ekki að umræða um þessi mál eigi eða þurfi að snúast um hans per- sónu. Ég tel persónulega hæpið að svo víðtæk skerðing á atvinnufrelsi og eignarrétti sem í 66. gr. hlutafélaga- laga getur falist, fái staðist ákvæði stjórnarskrár. Vonandi lætur einhver á það reyna fyrir dómi, en einnig væri óskandi að meiri lagamenn en undir- ritaður, fyndu þar verðugt rannsókn- arefni. Ari Edwald gerir athugasemd við grein Páls Ásgríms- sonar » Páll er að krefjast þess nú að lögum verði beitt á annan og strangari hátt gagnvart Jóni Ásgeiri en tíðkast hefur í framkvæmd gagnvart öðrum. Ari Edwald Höfundur er lögfræðingur og forstjóri 365. Einstaklingsbundin lagaframkvæmd? Bera bý bagga skoplítinn hvert að húsi heim. En þaðan koma ljós hin logaskæru á altari hins göfga guðs. Úr Alþing hið nýja 1840 J. Hallgrímsson. Margar fínar hug- myndir hafa litið dagsins ljós á liðnum vikum sem allar eiga það sammerkt að vera ætlaðar til þess að létta okkur landsmönnum lífið á erfiðum tímum. Nokkrar ganga út á að auka fiskveiði- heimildirnar og draga með því eitt- hvað úr fyrirsjáanlegu tekjutapi þjóð- arbúsins. Slíku hefur gjarnan verið mótmælt jafnharðan og talið óráð. Þó sjást og heyrast í bland vangaveltur um að varla séu fiskveiðistjórn- unarvísindi okkar svo nákvæm og við- kvæm að kerfið færi á hliðina við það að 10 til 20 þúsund tonnum væri vikið til í eitt eða tvö ár svona til reynslu. Naumast væri heldur hætta á að hið góða orðspor okkar erlendis varðandi skynsamlega og ábyrga stjórnun fisk- veiðanna biði af því hnekki. Það er alkunna að sjómenn yfir höf- uð eru á þeirri skoðun að mikill fiskur sé á grunnslóð. Það er til á prenti að fiskurinn í sjónum sé auðlind í eigu allrar þjóð- arinnar. Getum við þá, almenningur í land- inu, með beinum hætti notið góðs af sameigninni? Jú, ef við höfum öngul og færi – net ekki meðtalið, þá megum við veiða úr sjó handa okkur í soðið. Lax og sil- ungur undanskilinn. Tilheyra ekki auðlindinni, eru í einkaeign. En því miður, það eru víst fjarska fáir í að- stöðu til að notfæra sér þetta. Ekki viljum við auka ójöfnuðinn. Hvað ger- um við þá? Hvernig förum við að? Jú, við gerum alla að virkum kvóta- eigendum. Gefum út rafræn fiskikort. Tæknin sýnist vera fyrir hendi, sbr. gjafakort verslunarmiðstöðva og frí- stundakort sveitarfélaga.o.fl. Áður en lengra er haldið. Um hvað erum við að tala? Hvað segir vasa- reiknirinn? Ef úthlutað er 50 kg á hvert mannsbarn í landinu jafngildir það 12.800 þorskígildislestum. Það dugar líklega í 3 til 4 máltíðir á viku í eitt ár fyrir alla landsmenn. Hvernig á að úthluta fiskikort- unum? Á kennitölu til allra sem kæra sig um. Fólk sækir skriflega um annaðhvort ein- staklings-, fjölskyldu- eða hópkort. Þannig fækkar útgefnum kort- um verulega sem er kostur út af fyrir sig. Hvað gerir maður svo við svona kort? Svar: Því er framvísað á bryggjuvigtinni við löndun. Það má gefa það eða lána það upp á hlut. Nú, eða selja það. Við getum líka borgað með því í fiskbúðinni þar sem við kaupum í soðið. Greiðslan frá fisksalanum gæti væntanlega flust á vörslureikning, t.d. í banka, þar sem undirliggjandi veiðiheimild býður væntanlegs kaupanda. Of mikið ves- en? Varla. Í mínum huga eru augljósustu gallarnir tveir eða þrír. 1. Aukning á veiðiheimildum 1) 2. Minni sala á innlendri kjötvöru? 3. Nauðsyn á mjög öflugu og skil- virku utanumhaldi Ekki er víst að hið síðastnefnda sé svo alvarlegur galli. Ef tæknin er á annað borð fyrir hendi er vísast næg- ur og mjög hæfur mannafli á lausu til að sinna málinu. Kostirnir sýnast margir við fyrstu sýn en flestir smáir en skipta samt máli. Áhugasamur lesandi mætti gjarn- an hugleiða málið nánar og búa til lista. Er kannski einhver sem að- stöðu hefur til og býr yfir nægri þekkingu á þessu sviði fús til að meta kostnað og tæknileg úrlausnarefni við framkvæmd þessarar hug- myndar? 1) Það eru til óráðstafaðar aflaheimildir. Er- um við að fara yfir lækinn eftir vatni? Byggðakvóti fyrir kvótaárið 2007 til 2008 var 4385 þorskígildislestir. Varla lækkar hann í ár? Kvótinn er ætlaður byggð- arlögum í erfiðleikum. Öll byggðarlög, öll ís- lenska þjóðin er nú í vanda stödd. Auðlind í þinni eigu Erling Snævar Tóm- asson leggur til að öllum landsmönnum verði úthlutað fisk- veiðikvóta »Útgáfa rafrænna fiskikorta getur ver- ið leið til að gera okkur öllum kleift að njóta góðs af stóru sameign- inni, þ.e. fiskveiði- auðlindinni. Erling Snævar Tómasson Höfundur er skólastjóri á eftirlaunum. HÆGT er að færa góð rök fyrir því að heitið „Seðlabanki“ sé í raun rangþýðing á enska orðinu „Central Bank“. Seðlabanki gerir svo mikið, mun meira en en prenta seðla – hann er banki bankanna, miðja fjár- málakerfisins og ber ábyrgð á bæði verð- og fjármálastöðugleika. Hver við- skiptabanki hefur aðeins vald hluta fjármálakerfisins, þ.e. sínum efna- hagsreikningi, en Seðlabankinn einn situr í miðju kerfisins með yfirsýn yf- ir heildarmyndina. Af þeim sökum hlýtur miðjubankinn, seðlabankinn, ávallt að gegna lykilhlutverki hvað varðar öll kerfisbundin vandræði sem steðja að fjármálakerfinu. Það tíðkast því víðast hvar að seðlabankastjórar séu valdir vegna mikillar reynslu og þekkingar á efna- hagsmálum og hlutleysis. Það tíðkast hvergi meðal vestrænna þjóða að stjórnmálamenn séu valdir seðla- bankastjórar. Þvert á móti, það þætti hin mesta fásinna að skipa fyrrver- andi forsætisráðherra sem seðlabankastjóra – ekki vegna þess að hann sé á einhvern hátt óá- byrgur sem persóna heldur vegna þess að með starfi sínu í stjórn- málum og flokks- tengslum hefur hann sjálfkrafa orðið van- hæfur í mörgum mik- ilvægum úrlausnar- efnum. Það er löng hefð á Ís- landi fyrir því að stjórn- málamenn gegni starfi seðlabankastjóra. Hér á árum áður skipti það ef til vill ekki miklu máli því fjármálakerfið var fremur einfalt, mestallt í ríkiseign, og alþjóðlegt samstarf til þess að gera lítið. Eftir að Ísland varð fullgildur aðili að hinu alþjóðlega fjármálaumhverfi breyttust þær kröfur sem gera verð- ur til þeirra sem gegna stöðu seðla- bankastjóra. Nú, sem aldrei fyrr, er brýnt að seðlabankastjóri sé valinn vegna þekkingar og reynslu á efna- hagsmálum og fjármálamörkuðum og þess jafnfamt gætt að hann sé hlutlaus í stjórnmálum og varkár í orðum. Ljóst er að Seðlabanki Íslands hef- ur brugðist því tvíþætta hlutverki sínu að tryggja stöðugt verðlag og fjármálastöðugleika í landinu. Í fyrsta lagi tók Seðlabankinn upp verðbólgumarkmið árið 2001 og þar með voru stýrivextir settir sem akk- eri fyrir verðbólgu og þeim var síðan beitt með blindum hætti til að bregð- ast við verðbólgu eftir að þensla hófst í efnahagslífinu árið 2004. Mikil hækkun vaxta hérlendis sem fól í sér að almenningur var þá í raun hvattur til að taka lán í erlendri mynt og er- lendir spákaupmenn hvattir til að fjárfesta í íslenskum krónum með þeim afleiðingum að gengi krón- unnar hækkaði verulega. Þetta fól tvennt í sér. Almenningur var hvattur til neyslu og skuldsetn- ingar en erlendir spákaupmenn eign- uðust stóran hluta af íslenska mynt- framboðinu með kröfur á krónur. Gengi krónunnar varð svo hátt að það slitnaði úr öllum tengslum við undirstöður hagkerfisins og gengis- bóla myndaðist sem á endanum sprakk með miklu tapi fyrir erlenda spákaupmenn – og því miður íslensk heimili og fyrirtæki. Seðlabanka Ís- lands gáfust góð tækifæri til að sporna við þessari þróun, nú síðast í febrúar 2006, í tíð núverandi stjórnar Seðlabankans. Seðlabanka ber einnig að halda uppi fjármálastöðugleika. Á alþjóða- vettvangi hefur yfirleitt verið talið æskilegast að seðlabanki og fjár- málaeftirlit séu hluti af sömu stofn- un. Fyrir rösklega áratug varð sú skoðun tímabundið ofan á að aðskilja ætti þessa starfsemi í tvær stofnanir. Íslenska ríkið tók þá ákvörðun að skilja fjármálaeftirlit frá Seðlabanka og var sú aðgerð framkvæmd af nú- verandi formanni bankaráðs Seðla- bankans, þáverandi forsætisráð- herra. Til að tryggja fjármálastöðugleika ber seðlabönkum að koma í veg fyrir að fjármálastofnanir verði of stórar eða áhættusamar í rekstri. Víðast hvar í heiminum hafa þeir völd til slíks. Nú er deilt um hvort Seðla- banki Íslands hafi yfir að ráða þeim tækjum sem duga, en þá ber þess að geta að núverandi formaður banka- ráðs Seðlabankans stóð að þeim lög- um sem nú gilda um bankann en þá í hlutverki forsætisráðherra. Til að Seðlabankinn geti sinnt hlutverki sínu er nauðsynlegt að hann njóti trausts almennings og stjórnvalda í landinu. Ef hann er rú- inn því trausti verður að skipta um stjórn bankans. Það er ekki hlutverk seðlabankastjóra að flytja pólitískar varnarræður. Slíkt skapar ekki traust og er langt fyrir neðan virð- ingu slíkrar stofnunar. Þar að auki þarf seðlabankastjóri að geta átt samskipti við alla lykilaðila í efna- hagslífinu, án tillits til hagsmuna eða flokkspólitískra tengsla. Hættan er sú að fyrrverandi stjórnmálamaður muni alltaf njóta þess álits að ákvarð- anir hans mótist af pólitískri fortíð. Á tímum fjármálakreppu skiptir það höfuðmáli að seðlabankastjórar eigi góð og regluleg samskipti við starfsbræður sína erlendis og njóti virðingar þeirra og trausts. Á al- þjóðavettvangi er ætlast til þess að seðlabankastjórar hafi víðtæka tæknilega þekkingu á efnahags- málum og fjármálamörkuðum og séu ópólitískir. Megi íslensk stjórnvöld bera gæfu til að skilja mikilvægi þessarar lyk- ilstofnunar í samfélaginu. Að setja hagsmuni þjóðarinnar fremst Jón Daníelsson skrifar um hlutverk seðlabanka Jón Daníelsson » Það er ekki hlutverk seðlabankastjóra að flytja pólitískar varnar- ræður. Slíkt skapar ekki traust og er langt fyrir neðan virðingu slíkrar stofnunar. Höfundur er dósent við London School of Economics. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.