Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
✝ Sigríður Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
20. ágúst 1931.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 14.
nóvember sl.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Jóhanns-
son, f. 16.8. 1907, d.
7.5. 1989, og Gísl-
ína Sigurrós (Lóa)
Þórðardóttir, f.
3.10. 1907, d. 9.5.
1993. Systkini Sigríðar: 1) Borg-
þór, f. 6.9. 1934, d. 7.12. 1976. 2)
Jóhann, f. 9.2. 1943, d. 21.8. 2002.
3) Svava, f. 15.1. 1946.
Sigríður giftist Sigurgeiri Jó-
hannssyni, f. 14.5. 1927, hinn
20.10. 1951. Börn þeirra: 1) Ólaf-
ur Sævar, f. 10.2. 1952, d. 2.2.
Erla Brynjarsdóttir, c) Sólrún
Ósk, f. 13.2. 1992 d) Atli Dagur,
28.1. 1999. 3) Sigrún Lóa, f. 8.7.
1966, maki Steinar Ó. Stephensen,
börn þeirra eru a) Sunna Dögg, f.
24.5. 1992. b) Sigurgeir Smári, f.
3.10. 1998 c) Stefán Ólafur, f.
21.7. 2004.
Æskuheimili Sigríðar var að
Hringbraut 58 í Reykjavík. Sig-
ríður stundaði nám í Kvennaskól-
anum í Reykjavík. Fluttist hún
síðar með manni sínum til Vest-
mannaeyja þar sem þau hófu bú-
skap 1951. Þegar börnin uxu úr
grasi hóf Sigríður störf hjá Bæj-
arfógetanum í Vestmannaeyjum.
Hún var virkur þátttakandi í
Kvenfélaginu Líkn og Sinawik í
Eyjum. Árið 1990 fluttu þau hjón-
in til Hafnarfjarðar og hóf þá Sig-
ríður störf hjá sýslumanni þar og
síðar hjá Héraðsdómi Reykjaness
þar til hún hætti störfum vegna
veikinda árið 1999. Í júlí á þessu
ári hrakaði heilsu Sigríðar og lést
hún á Landspítalanum við Hring-
braut.
Jarðarför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 21. nóv-
ember, kl. 13.
1995, maki Auður
Tryggvadóttir, maki
Auðar er nú Magnús
Ketilsson. Börn Ólafs
og Auðar eru a) Arn-
ar, f. 2.8. 1979, maki
Ásbjörg Una Björns-
dóttir, b) Harpa Rún,
f. 4.1. 1982, maki
James Weston, c)
Hlynur, 1.2. 1988.
Fyrir áttu Ólafur og
Valgerður Sveins-
dóttir dótturina
Helgu Björk, f.
18.4.1972, maki Sig-
ursteinn Björn Leifsson, börn
þeirra Björn, Inga Birna og
Berta. 2) Kristín, f. 21.2. 1957,
maki Unnsteinn Jónsson, börn
þeirra eru a) Ívar, f. 10.8. 1982,
maki Erla María Sigurgeirsdóttir,
dóttir þeirra er Brynja Guðrún, b)
Brynjar Ingi, f. 9.5 1986, maki
Elsku mamma mín.
Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást,
elju og þreki er sjaldan brást,
þér nýttist jafnvel nóttin.
Þú vannst fyrir besta vininn þinn,
þú vinnur nú með honum annað sinn,
með efldan og yngdan þróttinn.
Af alhug færum þér ástar þökk,
á auða sætið þitt horfum klökk,
heilsaðu föður og frændum.
Að sjá þig aftur í annað sinn
enn komast aftur í faðminn þinn
við eigum eftir í vændum.
(G. Björnsson.)
Minningarnar eru margar og ég
geymi þær í hjarta mínu.
Guð geymi þig, elsku besta
mamma mín.
Þín dóttir,
Kristín.
Elsku mamma mín.
Þá er komið að kveðjustund, senni-
lega er aldrei neinn almennilega und-
irbúinn til að kveðja móður sína en ég
fékk tækifæri til þess í hjarta mínu
þegar ég sat hjá þér kvöldið fyrir
andlát þitt. Einhvern veginn kemur
að þeim tíma sem maður opnar hjarta
sitt og kveður. Ég átti góða stund
með þér þetta kvöld og trúi að þú haf-
ir heyrt til mín.
Síðustu skref þín voru erfið og ég
vildi óska að síðustu ár þín hefðu ver-
ið þér auðveldari. Samt sem áður
hélst þú ávallt reisn og pabbi á nú
stóran part af því með því að hugsa
um þig á einstakan hátt. Takk fyrir
það, pabbi minn. Alltaf varstu með
vel lagt fallega rauða hárið þitt og við
áttum góðar stundir saman við nagla-
snyrtingu og punt. Þú vildir koma vel
fyrir og gerðir það svo sannarlega.
Þegar ég hugsa til þín, elsku
mamma, koma upp góðar minningar,
hve góða æsku og sterkar stoðir þið
pabbi gáfuð mér og hafið stutt okkur
Steinar, góðar stundir í Eyjum og í
sumarbústaðnum, litlu þjóðhátíðina
sem við héldum ár hvert með reykt-
um lunda og tilheyrandi. Lundaveisl-
unni þetta sumarið var slegið á frest
vegna veikinda þinna en við munum
koma saman og minnast þín á nýju
ári því þú varst búin að sjá til þess að
lundinn væri kominn í frystikistuna.
Þakka þér, mamma mín, hve góð
þú varst við börnin mín og sérstak-
lega hana Sunnu Dögg mína en ég
var svo heppin að fá ykkur pabba í
Hafnarfjörðinn og hafa ykkur til
staðar þegar hún kom í heiminn. Það
var vissulega allt tilbúið þegar af fæð-
ingardeildinni kom. Þú búin að punta
allt til fyrir litlu prinsessuna. Þið
brölluðuð ýmislegt saman sem Sunna
Dögg geymir í hjarta sínu. Þú studdir
hana í fótboltanum og þegar þú varst
sem veikust gafstu henni sigurmerki
með fingrunum og sagðir henni að þú
myndir fylgjast með henni keppa í
framtíðinni, þetta á hún eftir að
geyma. Þegar Sigurgeir Smári minn
kom í heiminn höfðu veikindi þín bar-
ið að dyrum en þrátt fyrir það sýndir
þú honum umburðarlyndi og þolin-
mæði og skildir veikleika hans ótrú-
lega vel. Ég mun halda minningu
þinni lifandi fyrir honum og segja
honum frá „Bestu“ ömmunni í heim-
inum. Einnig mun ég passa að Stefán
Ólafur muni eftir ömmu sinni þó hann
hafi ekki fengið að njóta þín lengi, þú
varst einstaklega nærgætin við hann
og hann skynjaði ótrúlega vel veik-
indi þín.
Elsku mamma, það var yndislegt
að fá að njóta nærveru þinnar og þá
sérstaklega um jólin. Nú fara þau að
ganga í garð og mun ég vissulega
halda áfram að hafa þau eins og alltaf.
Jólasúpan þín verður á boðstólum og
kræsingarnar alveg eins og þú vildir
hafa þær og tréð ekki skreytt fyrr en
á Þorláksmessu. Ég mun sjá til þess
að pabba líði vel með okkur eins og ég
lofaði.
Elsku mamma, guð geymi þig og
góða ferð.
Þín dóttir,
Lóa.
Nú er hún Besta kæra tengdamóð-
ir mín búin að fá hvíldina frá veikind-
unum sínum. Hún var góð kona og
vildi gera allt fyrir fólkið sitt í fjöl-
skyldunni og má segja að nafnið
hennar Besta, sem pabbi hennar gaf
henni þegar hún var lítil stúlka, hafi
svo sannarlega átt vel við hana í
hennar lífi.
Þegar ég sá Bestu fyrst var mér
starsýnt á fallega rauða hárið hennar
sem hún bar með miklum glæsibrag.
Það er óhætt að segja að Besta hafi
alltaf sett fjölskylduna sína í fyrsta
sæti og var gjafmildi hennar með
miklum eindæmum og þegar nær dró
jólum var það alltaf hennar fyrsta
hugsun að allir í fjölskyldunni mættu
eiga gleðileg jól. Þrátt fyrir mikil
veikindi í lokin var hún enn með hug-
ann við þessa stærstu hátíð kristinna
manna.
Ég gleymi aldrei ferðunum til
Vestmannaeyja til Bestu og Sigga og
má segja að ég hafi búið á 6 stjörnu
hóteli þar sem kræsingarnar á borð-
um voru glæsilegar en sérstaklega
man ég eftir kleinunum sem voru af-
bragðsgóðar með ískaldri mjólk.
Það kom mér stundum óvart hvað
Besta hafði mikinn áhuga á íþróttum,
hún las íþróttasíðurnar mjög oft og
fylgdist vel með FH, mínu liði í Hafn-
arfirði. Það var því hægt að tala við
hana um handbolta og fótbolta, en
Besta hafði sérstaklega gaman af
handbolta og þegar hún var á spít-
alanum í ágúst krafðist hún þess að fá
að horfa á íslenska handboltalands-
liðið keppa um silfurverðlaunin á Ól-
ympíuleiknum, annað kom ekki til
greina þrátt fyrir veikindin. Besta
var mjög mikill lestrarhestur og hafði
ég gaman af því að útvega henni nýj-
ustu bækurnar sem hún kláraði á ör-
fáum dögum.
Kæra Besta, takk fyrir samfylgd-
ina á liðnum árum, þín verður sárt
saknað en minningin um þig mun lifa
um ókomna tíð.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Steinar Ó. Stephensen.
Elsku amma Besta.
Þegar ég hugsa til þín þá hugsa ég
um stolta, sterka, ákveðna og góða
konu. Konu sem ég get litið upp til og
hefur verið mér meiri fyrirmynd í líf-
inu en ég geri mér grein fyrir. Konu
sem gaf mér ótalmörg heilræði sem
ég mun nota í gegnum alla ævina.
Þú lést mig alltaf finna að þér þótti
vænt um mig. Þú varst þarna á öllum
merkisdögum í lífinu mínu. Brosandi
eins og ljós við hliðina á afa. Á afmæl-
um, útskriftum og fyrstu myndlistar-
sýningunni. Þú þrammaðir meira að
segja galvösk í kaffisopa í fyrstu íbúð-
ina mína alla leið upp á fimmtu hæð.
Ég mun heldur aldrei gleyma
heimsóknunum sem ég átti heima hjá
þér þar sem við þömbuðum kaffi og
spjölluðum um allt milli himins og
jarðar.
Ég mun geyma minningu þína alla
ævi. Guð geymi þig.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
(Hugrún.)
Harpa Rún Ólafsdóttir.
Elsku amma Besta
Nú ertu farin frá okkur en við
huggum okkur við það að nú líður þér
vel. Nú er Guð búinn að kyssa á „bátt-
ið“ eins og Stefán Ólafur segir. Við
lofum að passa afa fyrir þig. Hvíl í
friði, amma okkar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þín barnabörn
Sunna Dögg, Sigurgeir
Smári og Stefán Ólafur.
Mínar fyrstu minningar af þér,
elsku Besta amma, eru af Boðaslóð-
inni. Ég kíkti stundum í heimsókn til
þín á sunnudögum meðan þið afi
bjugguð enn í Eyjum og ég var enn
lítil stelpa. Þá byrjuðum við á því að
fá okkur eitthvað sætt í eldhúsinu og
spjölluðum svo um alla heima og
geima. Svo var farið í kjallarann í
tölvuleiki, já, þið afi voruð alltaf mjög
tæknivædd. Klukkan fimm var horft
á Húsið á sléttunni og toppurinn var
svo ef heimsóknin endaði með því að
fá að fara með í kvöldmat á matstof-
una í Ísfélaginu þar sem afi kokkaði.
Þetta voru góðir sunnudagar þegar
ég fór heim full af gosi úr gosvélinni í
Ísfélaginu.
Ég naut svo aftur góðs af því
hversu tæknivædd þið afi voruð þeg-
ar ég var í námi í Reykjavík. Ég gat
alltaf komið til ykkar, fengið að nota
tölvuna ykkar og prentara. Það var
líka gott að fá þig til að lesa yfir rit-
gerðir og verkefni því þú varst mjög
hreinskilin um alla hluti.
Þú varst alltaf svo opin og kraft-
mikil og síðustu ár hafa verið þér erf-
ið þar sem líkaminn hlýddi ekki huga
Sigríður Guðmunds-
dóttir – Besta
✝ Jakobína Guð-mundsdóttir
fæddist á Akureyri
16. júlí 1935. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut hinn 12. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guð-
mundur Snorrason,
f. 29.9. 1898, d.
14.4. 1981, og Sig-
urbjörg Jóhanns-
dóttir, f. 3.3. 1908,
d. 24.7. 1971. Jak-
obína átti tvær systur: Guðrúnu,
f. 16.7. 1932, d. 25.7. 2008, og
Þórunni, f. 13.8. 1937, d. 23.6.
2002.
Hinn 17.5 1959 giftist Jakobína
Reyni H. Jónssyni frá Eyr-
arbakka, f. 9.4. 1931,
og eignuðust þau 2
börn: 1) Bragi Reyn-
isson, f. 19.11. 1959,
kvæntur Eulogia Me-
dico, eiga þau einn
son, Jón Emil Braga-
son. 2) Jón Emil
Reynisson, f. 10.8.
1961, d. 30.3. 1976.
Jakobína og Reynir
skildu árið 1975.
Seinni eiginmaður
Jakobínu er Örn
Scheving, f. 8.3. 1933
í Reykjavík. Hófu
þau búskap 1981og giftust 25.
okt. 1992. Börn Arnar af fyrra
hjónabandi eru 1) Guðrún Hanna,
f. 19.2. 1959, eiginmaður hennar
er Gísli Hermannsson, börn
þeirra eru Ásdís Birna, Agnes
Eva og Hermann Hafsteinn. 2)
Sigmar, f. 22.5. 1963, sambýlis-
kona Hjördís Jóhannsdóttir, börn
hans eru Barði, Jóhann Örn og
Herbert. 3) Brynja, f. 5.2. 1966,
sambýlismaður Karl Jóhann Guð-
steinsson, börn: Rakel María,
Tómas Viðar, Agla Margrét og
Tómas. 4) Egill, f. 31.5. 1967, eig-
inkona Laufey Þórðardóttir.
Jakobína varð gagnfræðingur
frá Gagnfræðaskóla Akureyrar
og eftir það fluttist hún til
Reykjavíkur og hóf fyrst störf við
Elliheimilið Grund og við umönn-
unarstörf á Landakotsspítala, síð-
an við þjónustustörf á Hótel Sögu,
eftir það vann hún margvísleg
verslunar- og skrifstofustörf,
lengst af hjá Olíuverslun Íslands.
Útför hennar fer fram í dag kl.
13 frá Fossvogskirkju.
Það er alveg víst að allir sem
þekktu ömmu eiga eftir að sakna
hennar sárt og er ég þar með talin.
Það er margt sem gerði ömmu að
þeirri einstöku og ástríku konu sem
hún var.
Henni var mjög annt um að koma
fjölskyldunni saman og stóð því fyrir
allskyns fjölskylduboðum og uppá-
komum til þess að gera þessa stóru
fjölskyldu samrýndari. Ást hennar á
fjölskyldunni leyndi sér heldur ekki
þegar kom að nýjasta meðlimnum, en
hún amma var ekkert lítið spennt fyr-
ir því að fá Öglu Margréti í heiminn.
Enda voru hennar fyrstu viðbrögð við
fréttunum að koma heim frá Kanar-
íeyjum með nægan fatnað sem duga
mun litlu píunni fram að fermingu.
En hún var einnig mikið til staðar og
fannst fátt skemmtilegra en að fá
hana í heimsókn til sín, og þó svo að
Agla sé ennþá svo ung að hún hafi
ekki fengið að kynnast ömmu sinni
munum við sjá til þess að hún fái að
vita hversu einstök kona hún var og
hversu mikið hún hélt upp á hana og
þannig mun minning hennar lifa um
ókomna tíma.
En þrátt fyrir þetta á ég þó mest
eftir að sakna hversdagslegu hlut-
anna eins og þess að koma í heimsókn
til ömmu og afa, þar sem maður gat
verið viss um það að fá faðmlag, og að
amma klikkaði ekki á því að vera búin
að bæta einhverju við í dótakassann
eða með tilbúna spólu fyrir mann til
að horfa á. Svo var það ekki alvöru
heimsókn til ömmu og afa nema að fá
vanilluís með súkkulaði sósu. Ástkær
amma. Þakka þér, elsku besta amma
mín, fyrir allt það sem þú gafst af þér.
Styrkur þinn, ráðvendni og hlýja lýsti
ávallt minn lífsveg. Þú varst ætíð frá-
bær fyrirmynd, sér í lagi það hve já-
kvæð þú varst og gæska þín gagnvart
öllu og öllum. Aldrei misstir þú sjónar
á því góða í lífinu og í sérhverju
augnabliki var bjartsýni til staðar. Ég
gat ávallt leitað á náðir þínar og stólað
á að finna hjá þér skilning, leiðsögn og
frábæran félagsskap. Ég hugga mig
við minningar um samtöl og samveru-
stundir okkar tveggja. Ég mun reyna
að hafa í heiðri og að leiðarljósi bjart-
sýni þína og það að vera jákvæð.
Í djúpum míns hjarta er örlítið leynihólf
innst,
sem opnast af skyndingu þegar mig varir
minnst
og hugskotsins auga með undrun og
fögnuði sér
eitt andartak birtast þar mynd síðan
forðum af þér.
(Jón Helgason.)
Þín verður sárt saknað. Friður sé
með þér.
Þín,
Ásdís og Anna Sif.
Elsku Bíbí. Okkur langar með örfá-
um orðum að fá að kveðja þig, elsku
frænka. Við viljum fá að þakka þér
fyrir notalegar stundir sem við áttum
hjá ykkur Erni þegar við vorum börn.
Við, fjölskyldan, áttum alltaf góða
stund hjá ykkur á Þorláksmessu, en
okkur fannst jólin ekki geta komið
nema vera búin að kíkja inn til ykkar
eftir bæjarröltið og fá kakó og smá-
kökur. Þá eins og alltaf var gott að
koma til ykkar í huggulegheitin og
finna hvað maður var velkominn á
heimilið ykkar.
Alltaf þegar við hittum þig barstu
af öðrum konum, glæsileg, fín og fal-
leg. Minning þín lifir með okkur öll-
um.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Elsku Örn, Bragi og aðrir aðstand-
endur, missirinn er mikill. Megi guð
vera með ykkur og hjálpa á þessari
erfiðu stundu. Hvíldu í friði, elsku
Bíbí, og kysstu ömmu og afa frá okk-
ur.
Þínar frænkur,
Gunnhildur Ósk og Hulda Björk.
Eitt er þó alveg víst að það er mikill
missir fyrir alla að amma var tekin frá
okkur en við þurfum bara, í hennar
anda, að vera jákvæð og hugsa um
það að hún er áreiðanlega komin á
betri stað.
Rakel María.
Jakobína Guðmundsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Jakobínu Guðmundsdóttur
bíða birtingar.