Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 Borgartún • 105 Reykjavík • www.fjarfesting.is • fjarfesting@fjarfesting.is Ti l Leigu Við Héðinsgötu í Reykjavík er 3.140 m2 skemma með góðri lofthæð t.d fyrir lager eða geymslu til leigu. Leigist í lengri eða skemmri tíma. Mjög hagstæð leiga. Upplýsingar í síma 693-7304 og 896-8750. ÞAÐ ER auðskiljanlegt flestu ósködduðu fólki að Guðni Ágústsson sagði ekki af sér þingmennsku vegna þess að hann væri að „axla ábyrgð“ á ástandinu einsog margir eru að klifa á um þessar mundir. Skil ekki hvernig fólki dettur sú firra í hug að íslenskir stjórnmálamenn fari að taka upp á því að axla ábyrgð! Guðni sagði ekki af sér vegna ófara þjóðarinnar heldur vegna eigin ófara í Fram- sóknarflokknum. Honum var misboðið á mið- stjórnarfundi flokksins þar sem fornalda- hugmyndir hans fengu ekki brautargengi og hann gerði sér að auki ljóst að hann myndi verða sleginn af í næsta for(n)mannsslag. Hann gekk ekki lengur í takt við aðra fram- sóknarstrumpa og fann að hann var að drag- ast aftur úr, jafnvel hinum hæggengustu og afturhaldssömustu í flokknum. Hann vildi ekki breyta sínu þúfugöngulagi til samræmis við Evrópustaðla og var því svolítið á eftir, auk þess sem hann gekk aftur á bak. Hann vildi ganga út í öfgar og ganga á fjöll til hinna tröllanna og saltstólpanna en flokkurinn vildi ganga af honum dauðum og koma af fjöllum. Nú eru bæði flokkurinn og Guðni gengnir sér til húðar. Guðni er mikill göngugarpur. Hann gekk út úr miðju viðtali hjá mér í sumar og gekk al- veg af göflunum þegar ég minnti hann á að hann hefði í áratug staðið fyrir afturhalds- samasta, óhagkvæmasta og neytendafjand- samlegasta landbúnaðarkerfi í heimi, og núna gengur hann út af þingi og frá Framsókn- arflokknum þegar hann sér að einangr- unarhyggja hans og 19du aldar hugmyndir um afdalamennsku og beljurómantík ná ekki eyrum flokksmanna. Honum var komið í opna Skjöldu. Og nú er Guðni genginn. Ef fólki finnst virkilega „stórmannlegt“ og „ábyrgðarfullt“ að stökkva út um gluggann á brennandi þjóðarhlöðunni beint ofan í heitan ofureftirlaunapottinn einmitt þegar hlaðan logar stafna á milli og landsmenn brenna í skinninu eftir lausnum þá er eitthvað meira að en ég hélt. Reyndar hefði Guðni aldrei getað bætt ástandið, ekki frekar en aðrir sem bera ábyrgð á því, enda segir hann í kveðjubréfi sínu að hann telji sig gera mest gagn með því að hætta að tjá sig. Guðni vill að sjálfsögðu ekki ganga í nein alþjóðleg bandalög og einhver alþjóðleg sam- bönd einsog hið stórhættulega og óþjóðlega Evrópusamband. Hann vill séríslenskt þjóð- legt hagkerfi, séríslenskar reglugerðir, sér- íslenska krónu, séríslenskt afturhald, sér- íslenska bændamafíu, séríslenskt landbúnaðarkerfi, séríslenskt verðlag, sér- íslenskt gjafakvótakerfi, séríslensk mannrétt- indabrot, séríslenska okurvexti, séríslenskar embættisveitingar, séríslenskt eftirlitsleysi, séríslenskt samkeppnisleysi, séríslenskt ábyrgðarleysi, séríslenskt eftirlauna- frumvarp, séríslenska spillingu, séríslenska kreppu og séríslenska þjóðlega heimsku. Guðni vill alls ekki að þjóðin fari að taka við einhverjum útlenskum tilskipunum vegna þess að íslenskir stjórnmálasnillingar hafa sýnt það og sannað að þeim er sko treystandi fyrir efnahagsmálum landsins sem og öðrum málum. Veljum íslenskt. Íslensk kreppa, já takk. Íslenskt þjóffélag, já takk. Íslenskur heimalningsháttur, já takk. Fyrirmynd Guðna er hinn sjálfstæði og þjóðlegi Bjartur í Sumarhúsum, eða öllu held- ur Bjartur í Brunarústum, sem vildi frekar al- íslenskar lýs á sínum skrokki en erlenda sápu. Ég tek undir með bandaríska hagfræðipró- fessornum Robert Aliber: „Annaðhvort hafa Íslendingar látið stjórnast af græðgi eða heimsku undanfarin ár – eða hvortveggja.“ Tvímælalaust hvortveggja. Snemma árs sagði Aliber að allt myndi fara hér fjandans til ef ekki yrði gripið til skjótra og róttækra aðgerða en enginn aðhafðist. Á sama tíma sagði Ingibjörg Sólbrún að hér væri engin kreppa og allt væri í glimrandi velstandi, og aðrir íslenskir heyrnarlausir og staurblindir stjórnmálaafglapar tóku í sama streng. Nú er svo komið að velferðarkerfið er í tætlum og helferðarkerfið tekið við. Þegar ystu lögunum er flett ofan af áferðarfallegu þjóðfélaginu kemur í ljós að það er svo gegn- umrotið og maðkétið og gjörspillt og dragúld- ið að Chicago á dögum Al Capone’s virkar sem himnaríki í samanburði. Þetta er ekki þjóðfélag heldur þjóffélag. En fólki finnst þetta þjóffélag gott, svo framarlega sem það er séríslenskt og án tilskipanna og afskipta erlendis frá. Við kunnum þetta jú allt saman, einsog sést. Við megum ekki glata „sjálf- stæði“ okkar. Við eigum öll að vera í sér- íslensku skuldafangelsi. Við eigum að vera al- veg gríðarlega sjálfstæðir hnarreistir sauðþráir sjálfumglaðir þjóðernissinnissjúkir smákóngar einsog Bjartur í Brunarústum. Þó að þjóðin sé bernsk má hún ekki heyra minnst á einhverja útlenska barnapíu. Okkur líður vel að vita af fiskimiðunum og öðru í sér- íslenskum glæpamannagreipum. Engir skulu sko fá að stjórna okkur nema alíslenskir aul- ar. Það er fyrir öllu. 17. júní er þjóðhátíðardagur Dana. Þann dag losnuðu þeir við Íslendinga. Á 50 ára lýðveldisafmæli okkar orti ég: Loksins erum við laus úr dýflissuhlekkjum, lengur ekkert helsi, snara um engan háls. Nú birgjum við okkur innan virkisveggja til varnar okkar frelsi og þykjumst vera frjáls. Bjartur í Brunarústum og íslenskt þjóffélag Sverrir Stormsker, tónlistarmaður og rithöfundur. SKILGREINING: Strútsheilkenni (e. ostrich syndrome) er það nefnt þegar fólk kýs að stinga hausnum í sandinn frekar en að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Strútsheilkennið einkennir póli- tíska umræðu á Íslandi í dag. Ráð- herrar, seðlabankastjóri og aðrir embættismenn virðast kjósa að halda sig í felum og upplýsa ekki fjölmiðla og almenning þegar áleitnar spurningar vakna. Einn af þeim gjörningum ríkisstjórnarinnar sem krefst svara er forsenda þess að ríkið kaus að tryggja allar bankainnistæður Íslendinga og stærstan hluta fjárfestinga almennings og stofnana í skuldabréfum fyrirtækja (í gegnum peningamarkaðssjóði) en á sama tíma neita erlendum ríkisborgurum sem áttu innistæð- ur í bönkunum um sama rétt. Hvernig réttlæta menn það að mismuna fólki á grundvelli þjóðernis á þennan hátt? Geta Íslendingar vænst þess að vera teknir sem fullgildir meðlimir í samfélagi siðmenntaðra þjóða í kjölfar slíks gjörnings? Hvað með hugsanlega umsókn um inngöngu í Evrópubandalagið – höldum við virki- lega að rauða dreglinum verði rúllað út ef þetta verður niðurstaðan? Til að bæta gráu ofan á svart, er alið á þjóðern- ishyggju af ráðamönnum þjóðarinnar með þeim mál- flutningi að Bretar og Hollendingar beiti bolabrögðum og vilji skuldsetja almenning til greiðslu Icesave. Stað- reynd málsins er sú, að ríkisstjórnin hefur þegar kallað yfir þjóðina að verða að standa við þessar skuldbind- ingar á þeirri einföldu forsendu að okkur mun aldrei líðast að mismuna sparifjáreigendum á grundvelli þjóð- ernis. Ef slíkt mál yrði rekið fyrir alþjóðlegum dóm- stólum er næsta víst að Íslendingar myndu tapa því máli. Ef ríkisstjórnin heldur áfram að stinga hausnum í sandinn, mun vandinn einungis ágerast og þjóðin ein- angrast í samfélagi vestrænna þjóða. Við þessar að- stæður mun þjóðarskútan halda áfram að liðast sundur á strandstað. Eina ráðið til að leysa þetta mál og þann rembihnút sem það veldur í tengslum við væntanlega lánveitingu IMF og nágrannaþjóða okkar, er að ríkisstjórnin til- kynni tafarlaust að hún gangi í ábyrgð fyrir umræddar Icesave-innistæður. Við verðum svo að vona að það reynist rétt að eignir Landsbankans sáluga dugi fyrir bróðurparti þessara ábyrgða, ella mun hluti þeirra lenda á íslenskum skattborgurum. Einnig er mögulegt að það takist að sýna fram á fyrir dómstólum, að breska ríkisstjórnin hafi brotið lög og bakað sér skaða- bótaskyldu með beitingu hryðjuverkalaga. Ef svo fer, munu íslenskir skattborgarar ekki bera neinn skaða af því að ríksssjóður tryggi innistæður Icesave. Ef ríksstjórnin hefur þor til að taka þetta skref, þá væri það mikilvægur áfangi til að öðlast aftur virðingu í samfélagi þjóðanna og fá þann stuðning sem þarf til að vinna okkur út úr hruni efnahagslífsins. Ef ekki, þá óttast ég að við munum sökkva æ lengra í hyldýpi sam- dráttar, atvinnuleysis og einangrunar á alþjóðavett- vangi. Strútsheilkennið Arnþór Halldórsson, verkfræðingur og MBA. MIKIÐ er fjallað um ábyrgð einstakra manna í nýjustu hremm- ingum fjármál- anna. Engin ástæða er til að draga úr henni. Samt eru þessir einstaklingar ekki mikið annað en leiksoppar þess kerfis sem verið hefur ráðandi í okkar heimshluta frá dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar fyrir tveim öldum. Þeim er því nokkur vorkunn. Markaðskerfið, eins og verka- lýðshreyfingunni í Evrópu tókst að beisla það mikinn hluta 20. aldar, hefur ýmsa kosti. Það hefur samt í sér fólgið óréttlæti sem af ein- hverjum ástæðum sést aldrei nefnt í umræðunni. Það er hin átakanlega fjárhagslega mismunun á hæfi- leikum mannsins, sem hefur við- gengist öldum saman í gildismati samfélagsins. Einn tiltekinn eig- inleiki er hærra metinn en allir aðr- ir og hann heitir útsjónarsemi. Manni var sagt í bernsku að menn efnuðuðust af því þeir væru duglegir. Fólk vissi ekki betur, en þetta var ekki nema hálfur sann- leikur. Dugnað þarf vissulega til að komast í álnir, en menn verða ekki stóreignamenn nema þeir séu dug- legir á tilteknu sviði. Í því felst mis- réttið. Tökum sem dæmi smið sem er verklaginn, duglegur, iðinn og ástundunarsamur, heilsugóður og heppinn. Hann getur með tíð og tíma orðið vel bjargálna, eignast þokkalega íbúð og farartæki, komið börnum á legg og til mennta, og leyft sér ýmsa afþreyingu. Þetta er reyndar ágætis líf, en þessi smiður verður aldrei neinn auðmaður. Ef sami smiður gerist bygg- ingaverktaki eða stofnar bygginga- vöruverslun og hefur alla sömu eig- inleika og áður, en að auki það sem kalla mætti útsjónarsemi eða fjár- málavit, þá getur hann mögulega átt þess kost að verða miljarðamær- ingur, jafnvel á skömmum tíma. Og þótt hann verði fyrir óhappi og fari á hausinn, hrapar hann aldrei neðar en á núllið og getur byrjað aftur með sömu útsjónarsemi. Hin marg- umtalaða áhætta er ekki meiri en svo. Þannig mætti taka hverja starfs- stétt á fætur annarri: fiskimenn, lækna, bílstjóra, bændur. Hversu flinkir sem þeir eru í sínu fagi, verða þeir aldrei annað en miðl- ungsmenn í tekjum, nema þeir hafi til að bera þessa sérstöku útsjón- arsemi. Ekkert er í sjálfu sér út á fjármálavit að setja og ekki nema sjálfsagt að menn njóti færni sinnar að einhverju marki í því efni, svo- sem á borð við laghentan smið. Í út- sjónarsemi er vissulega fólginn mik- ill drifkraftur. Spurningin er einungis, hvort mönnum finnst réttlátt eða eðlilegt að þessi tiltekni hæfileiki sé metinn þúsundfalt hærra en allir aðrir kostir, eins og reyndin hefur verið í okkar heimshluta í tvær aldir – og varð æ meira áberandi hér á landi á seinustu árum. Ef mönnum finnst þetta gildismat eðlilegt, þá ættu þeir að hætta að fárast út í Baugs- og Björgólfsfeðga og allar hinar grúppurnar, ellegar Davíð. Fram- ferði þeirra er ekkert annað en markaðskerfið í sinni nöktustu mynd. Ef mönnum á hinn bóginn finnst þessi mismunun hæfileikanna ekki réttlát og eðlileg, þá ættu greindir hagfræðingar, félagsfræðingar, rekstrarfræðingar og verkalýðs- leiðtogar, jafnvel siðfræðingar og heimspekingar, – um allan heim – að setjast niður eftir langt hlé og hugleiða hvort ekki sé einhver leið til að breyta þessu skrítna gild- ismati. Alræði markaðskerfisins er nefni- lega ekkert náttúrulögmál eða guð- leg ráðstöfun, einsog margir virðast halda. Sem áður sagði varð það ekki til fyrr en eftir frönsku stjórn- arbyltinguna fyrir tvö hundruð ár- um. Kerfið sem var á undan því, lénskerfið, var reyndar enn órétt- látara, en við ættum samt ekki að ganga fram í þeirri dul, að markaðs- kerfið sé hin endanlega lausn. Það ætti a.m.k. að vera orðið öllum ljóst á Íslandi að það er fásinna og raun- ar glæpsamlegt að láta markaðinn ráða sér sjálfan óheftan. Það virðist hinsvegar ætlun þeirra sem enn sitja að völdum. Því urðu þessi er- indi til í potti einum á dögunum: Alræði markaðskerfisins Sú er gáfan æðri öllum að ávaxta sitt hlutafé snúa á kauða í kaupahöllum krækja fyrir sæmdarvé. Vísinda- og verkaköllum verður látið smátt í té. Við endurmatið öllu skiptir að engu verði breytt í raun engir samráðs eiðar riftir auðmenn fái sanngjörn laun gróðafrelsi fáir sviftir fátækir þótt blási í kaun. Vankantar markaðskerfisins Árni Björnsson, þjóðháttarfræðingur. Til að bæta gráu ofan á svart, er alið á þjóðernishyggju af ráðamönnum þjóðarinnar með þeim málflutningi að Bretar og Hollendingar beiti bolabrögðum og vilji skuldsetja almenning til greiðslu Icesave. Staðreynd málsins er sú, að ríkisstjórnin hefur þegar kallað yfir þjóðina að verða að standa við þessar skuldbindimgar...’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.