Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 37
Velvakandi 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, HEFUR ÞÚ EINHVERN TÍMANN ÍHUGAÐ AÐ FARA Í FEGRUNARAÐGERÐ? TIL AÐ BÆTA ÞETTA? ÞAÐ ER SORGLEGT HVAÐ ÞÚ ERT Í MIKILLI AFNEITUN HVAÐ ÁTTU VIÐ? SJÁIÐ HVAÐ ER Í BLAÐINU Í DAG! HA HA HA! FLEST ER NÚ TIL! MIKIÐ ER HÚN ALLTAF LEIÐINLEG! EINHVER KJÁNI SETTI AUGLÝSINGU Í BLAÐIÐ ÞAR SEM HANN ÓSKAR EFTIR STÖÐU SEM ÞJÁLFARI! HAHAHA! ÞAU HALDA AÐ ÞAU HAFI UNNIÐ, EN SVO ER EKKI! ÉG SKAL SKO SÝNA ÞEIM! ÉG ÆTLA EKKI AÐ LÆRA NEITT AF ÞESSU! ÞAU GETA EKKI STJÓRNAÐ MÉR! ÞAU GETA EKKI BREYTT MÉR! ÉG ÆTLA AÐ SITJA HÉRNA ÞÓ ÉG MEGI EKKI KVEIKJA Á ÞVÍ EKKERT SJÓNVARP Í VIKU! VIÐ VERÐUM AÐ LÆRA AF ÞESSU OG BÚA OKKUR UNDIR SVONA NÁTTÚRUHAMFARIR ÞAÐ ER RÉTT! ÉG HEFÐI ÁTT AÐ SETJA NOKKRAR VEIÐISTANGIR HINGAÐ UPP ÉG VAR AÐ HEYRA AÐ BORGIN ÆTLI AÐ LEGGJA NÝJAN HJÓLASTÍG ÞETTA VAR FÍN VEISLA JÁ, FYRIR UTAN ÞAÐ ÞEGAR ÉG FÓR AÐ TALA ILLA UM „DREAMGIRLS“ ÉG LOFAÐI AÐ ÉG MUNDI EKKI SPARKA Í ÞIG ÞÓ ÞÚ SEGÐIR EITTHVAÐ HEIMSKULEGT TAKK FYRIR AÐ HALDA ÞAÐ LOFORÐ... ÉG HELD SAMT AÐ ÞAÐ SÉ Í LAGI ÞÓ ÞÚ SVÍKIR ÞAÐ VIÐ OG VIÐ ÉG GET SPARKAÐ Í ÞIG HVENÆR SEM ÞÚ VILT MÉR TÓKST AÐ NÁ GLÆPA- MANNINUM OG BJARGA KONUNNI EN EKKERT AF ÞESSU SKIPTIR MÁLI ÁN M.J. ÞAÐ ER EKKI GAMAN AÐ KOMA HEIM ÞEGAR ENGINN ER HÉR ER ÉG „ENGINN“? M.J.? VÍÐSVEGAR um borgina er verið að koma upp jólaljósum og jólatrjám og allir auðir blettir nýttur fyrir skreytingar til að lífga upp á í skammdeginu sem verður dimmara með hverjum deginum. Morgunblaðið/Golli Jólatrjám komið fyrir við Ánanaust Týndar kisur STJÓRI og Dollari eiga heima í Breiðagerði á Vatns- leysuströnd, Stjóri er sjö ára, þrífættur högni og Dollari er eins og hálfs árs högni. Þeir fóru að heiman, Stjóri í ágúst og Dollari núna í nóvember. Ef ein- hver hefur upplýsingar um ferðir þeirra er honum vinsamlegast bent á að hafa samband við Sólveigu í síma 695-6017 eða 552-6017. Þeirra er sárt saknað. Hundaeigendur MIG langar svo að koma á framfæri að borgarstjóri og ráðamenn sjái aumur á okkur hundaeigendum. Það þyrfti að loka fyrir bílaumferð hjá hundagerðinu við Geirsnef, sem er hægt að gera á ódýran hátt með stórum steinum öðrum megin við hundagerðið og girðingu með hliði sem borgarstarfsmenn hefðu lykil að hinum megin. Hundarnir og eig- endur eru á hverjum degi í stórhættu vegna bílaumferðar, og nú þegar búið að keyra á marga hunda þarna, þar á meðal tíkina mína. Staðurinn er að verða eins og forarsvað eftir bíla sem hika ekki við að keyra á túninu þegar þeim dettur í hug. Svo reyna þeir jeppana í snjónum á kvöldin. Í svona bleytu eins og verið hefur núna flýtur vatnið ofan á grasinu en sogast ekki niður. Þá neyð- umst við til að ganga á veginum en þar er stöðug bílaum- ferð, sumir keyra mjög hratt. Þrír bílar hafa keyrt í sjóinn þarna, ég sá einn af þeim. Einn morgun var búið að kveikja í skýlinu, það hefur verið notað bensín, því bekkurinn var ónýtur. Eins hefur verið losað rusl þarna og hitt skýlið fauk í fyrra, það hefur ekki verið lagað þótt það sé búið að biðja um það. Ekkert ljós logar á þessum þrem staurum sem þarna eru. Við hundaeigendur borg- um flest gjöld af hundunum okkar og þrífum eftir þá. Væri ekki sann- gjarnt að verða við óskum okkar um að lagfæra þessi atriði? Þetta er eini staðurinn í Reykjavík þar sem má hafa hundana lausa. Steinunn H. Axelsdóttir.      Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, dag- blaðalestur kl. 9, vinnustofa kl. 9-16.30, bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Helgistund með sr. Hans Markúsi og Þorvaldi Halldórssyni kl. 10. Félagsvist kl.13.30, vinningar. Kertaskreyting, handavinna, hárgreiðsla, böðun, fótaaðgerð. Dalbraut 18-20 | Harmonikka og söngur kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bók- menntahópur kl. 13, Jón Kalman Stef- ánsson les úr bók sinni og svara spurn- ingum að lestri loknum. Félag eldri borgara í Reykjavík, Þroskahjálp og Ör- yrkjabandalag Íslands standa fyrir samstöðufundi á Ingólfstorgi mánudag- inn 24. nóv. kl. 16.30. Tilefni fundarins er núverandi óvissuástand í efnahags- málum. Jólakaffi verður þriðjudaginn 25. nóv. kl. 20 í Víkingasal Hótel Loftleiða, fyrir þær konur sem tóku þátt í orlofs- ferðum félagsins á árinu. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.20, málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leik- fimi kl. 10.30. Gleðigjafarnir syngja kl. 14, veitingar að söng loknum. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9.20, gler og leir kl. 10, námskeið í bútasaumi og ullarþæfingu kl. 13, Bingó FEBG kl. 13.30, 100 kr. spjaldið. Rúta frá Hleinum kl. 13 og 13.15 frá Garðabergi. Félagsvistin fellur niður. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Jólaskemmtunin í Hlégarði 28. des. Söngur, jólahlaðborð, tískusýning og dans. Miðasala er hafin á skrifstofu fé- lagsstarfsins á Hlaðhömrum kl. 13-16. Sími 586-8014 og 692-0814. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. bókband, prjóna- kaffi/Bragakaffi kl. 10, létt ganga um ná- grennið kl. 10.30. Frá hádegi er spilasal- ur opinn. Leikfimi í ÍR-heimilinu v/Skógarsel kl. 13, lesið úr bókinni „Stebbi Run“ kl. 14 og Gerðubergskórinn tekur lagið. Kóræfing kl. 14.30. Furugerði 1, félagsstarf | Messa kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Furugerð- iskórinn leiðir söng undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Hraunbær 105 | Almenn handavinna og baðþjónusta kl. 9, bókabíllinn kl. 14.45. Fótaaðgerðastofa Ingu, s. 861-4959. Hárgreiðslustofan Blær, s. 894-6856. Hraunsel | Rabb kl. 9, leikfimi í Bjark- arhúsi kl. 11.30, tréskurður Hjallabraut og gamla Lækjarskóla kl. 13, brids og botsía kl. 13, biljard- og púttstofa í kjall- ara opin kl. 9-16. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-12, postulínsmálning. Lífsorkuleikfimi kl. 9 og 10. Myndlist kl. 12.15. Bíó kl. 13.30. Böðun fyrir hádegi, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Jólabasar í betri stof- unni kl. 13-16. Meyjarnar mæta. Fastir liðir. Uppl. í síma 411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús kl. 13, spilað; vist/brids-skrafl-krukkuspil. Hárgreiðslustofa s. 862-7097. Fótaað- gerðastofa opin s. 552-7522. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16, fóta- aðgerðir kl. 9.15-15.30, handavinna kl. 9- 12, spænska kl. 11.30, sungið við flygilinn og og dansað í aðalsal kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Fyrir hádegi er smiðja, leirmótun, postulínsmálun, morgunstund, leikfimi, upplestur. Bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Ganga kl. 13, börn úr leikskólanum Geislabaugi syngja nokkur lög kl. 13.30, bingó kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.