Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
NICOTINELL
Fæst nú hjá okkur!
®
Nicotinell
er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
FLEST bendir nú til þess að Eric
Holder verði ráðherra dómsmála í
væntanlegri ríkisstjórn Baracks
Obama, verðandi forseta Bandaríkj-
anna. Holder, sem er 57 ára, verður
þá fyrsti blökkumaðurinn sem gegnir
embættinu. En hann á það sameigin-
legt með mörgum öðrum líklegum
áhrifamönnum í stjórn Obama að
hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir
Bill Clinton í forsetatíð hans 1993-
2001. Enn er þó eftir að staðfesta þau
nöfn sem nefnd hafa verið og fá sam-
þykki þingsins.
Nánasti samstarfsmaður Obama
verður skrifstofustjóri hans, hinn lit-
ríki Rahm Emanuel, sem var í hópi
ráðgjafa Clintons, og Hillary Clinton
er sögð íhuga tilboð um starf utanrík-
isráðherra. Tom Daschle, fyrrver-
andi leiðtogi demókrata í öldunga-
deildinni í tíð Clintons, verður
heilbrigðismálaráðherra og þykir
ljóst að hann verði í lykilstöðu en
Daschle þykir lipur samningamaður.
Obama er mjög í mun að taka fyrstu
skefin í átt að sjúkratryggingakerfi
fyrir Bandaríkjamenn, kerfi sem
verði nógu víðfeðmt til að ekki séu
tugmilljónir Bandaríkjamanna,
þ.á m. barna, án nokkurra trygginga.
Daschle hefur sagt að tækifæri
hafi farið forgörðum þegar Clinton
tók við 1993 en þá stýrði eiginkona
forsetans tilraunum til að fá almenn-
ar sjúkratryggingar í gegnum þing-
ið. Allir sérhagsmunahópar hafi
fengið nógan tíma til að koma að sín-
um aðfinnslum.
„Næsti forseti ætti að hefjast strax
handa til þess að notfæra sér velvild-
ina sem allar nýjar ríkisstjórnir
njóta,“ hefur Dashcle sagt. Ekki
megi láta formsatriði hamla för, til
greina koma að hengja tillögur um
sjúkratryggingakerfi á fjárlaga-
tillögurnar.
Reynsla er greinilega leiðarljós við
val á ráðherrum. Hætt er því við að
mörgum áköfum stuðningsmönnum
Obama þyki maðurinn sem boðaði
breytingar ekki standa fyllilega við
kosningaloforðin um að hleypa
fersku lofti inn í stjórnmálin.
Og repúblikanar eru þegar orðnir
háðskir. „Barack Obama er að fylla
stjórn sína innanbúðarmönnum í
Washington,“ segir einn þeirra, Alex
Conant, talsmaður landsnefndar
flokksins. En Obama finnst líklega
ekki rétti tíminn núna til að leyfa
fólki að æfa sig þegar þrúgandi efna-
hagsvandi fyllir hug allra.
Loks má ekki gleyma að þótt for-
setinn notist við reynda menn þurfa
þeir að fást við önnur viðfangefni en
áður. Stefnan gæti orðið mjög ólík
þeirri sem þeir fylgdu áður.
Þjálfun áskilin
Obama vill reynslubolta Bills Clintons í stjórn sína og kallar þá
yfir sig gagnrýni þeirra sem heimta breytingar í Washington
ANDSTÆÐINGAR herskárrar utanríkisstefnu George W. Bush hafa nú
vaxandi áhyggjur af því að helstu ráðgjafar Baracks Obama í öryggis- og
varnarmálum verði fólk sem studdi á sínum tíma innrásina í Írak. Sjálfur
var Obama frá upphafi mjög andvígur innrásinni en varaforsetaefni hans,
Joe Biden, studdi hana hins vegar og hefur oft látið í ljós herská viðhorf.
Hillary Clinton studdi einnig innrásina, sömuleiðis Richard Holbrooke
sem einnig kemur til greina sem utanríkisráðherra. Rahm Emanuel, gyð-
ingur og mikill vinur Ísraels, verður skrifstofustjóri í Hvíta húsinu, hann
studdi innrásina. Ekki er enn ljóst hvort Robert Gates, varnarmálaráð-
herra Bush, heldur embættinu en hann nýtur stuðnings í báðum flokkum.
Ráðgjafar studdu Íraks-innrás
AP
Óvinsæl Innrásinni í Írak árið 2003
mótmælt í Skotlandi.
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
HUGSANLEG umsókn Íslendinga
um aðild að Evrópusambandinu hef-
ur vakið allmikla athygli í Noregi.
Kemur það fram hjá ýmsum að verði
af henni muni það þýða endalok
EES-samningsins og auka enn á ein-
angrun Norðmanna í Evrópu. Þótt
afstaða norskra stjórnvalda sé að að-
ild Íslendinga að ESB hafi ekki bein
áhrif í Noregi fari ekki hjá því að
ESB-umræðan komist þar aftur á
dagskrá.
Norðmenn standa að mestu undir
rekstri þeirra stofnana, sem fylgja
EES-samningnum, og er raunar far-
ið að þykja nóg um. Hverfi Ísland á
braut eru aðeins eftir Noregur og
Liechtenstein með sína 34.000 íbúa.
Segja sumir að þar með sé EES-
samningurinn í raun dauður en hann
er hins vegar mjög mikilvægur fyrir
innanlandspólitíkina í Noregi. Þar er
ekki hægt að koma saman stjórn,
sem getur sameinast um ESB-aðild,
en gangi Ísland í ESB neyðist menn
til að hugsa málin upp á nýtt.
Vaxandi einangrun
Í þessu sambandi hefur líka verið
vakin athygli á einangrun Norð-
manna, einkum nú á tímum fjár-
málakreppu og tilrauna til að vinna
bug á henni. Ráðherrar í Danmörku,
Svíþjóð og Finnlandi taki þátt í fund-
um um þau mál og hafi þar áhrif en
Norðmenn séu víðs fjarri og ekki
einu sinni spurðir álits. Norskir
ráðamenn komi að vísu stundum á
fund í Brussel og ekki vanti að vel sé
tekið á móti þeim. Fundanna sé hins
vegar í engu getið.
Í norskum fjölmiðlum er bent á að
þeir flokkar á Norðurlöndum, sem
héldu uppi baráttunni gegn ESB,
t.d. í Svíþjóð og Danmörku, hafi
flestir snúið við blaðinu og það sama
sé nú að gerast á Íslandi. Það blasi
því við að brátt muni EES-leiktjöld-
in falla og þá neyðist norskir stjórn-
málamenn til að horfast í augu við
nýjan veruleika.
ESB-aðild Ís-
lands gæti orð-
ið banabiti EES
Ný staða blasti þá við Norðmönnum
AP
Áhyggjur? Stoltenberg segir ESB-
aðild Íslands engu myndu breyta.
Í HNOTSKURN
» Í Noregi hefur tvisvarsinnum verið efnt til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um aðild
að Evrópusambandinu en í
bæði skiptin var henni hafnað.
» Fyrri atkvæðagreiðslanvar árið 1972 en sú síðari
1994. Eftir það hefur ESB-
aðild ekki verið forgangsmál
hjá neinum norsku stjórn-
málaflokkanna.
LÖGREGLUMENN
við umferðareftirlit fá
stundum að heyra
mjög undarlegar út-
skýringar á því hvers
vegna ökumenn, sem
hafa verið stöðvaðir,
fóru ekki að réttum
reglum. Hefur lög-
reglan í Ósló safnað
slíkum sögum saman:
„Ætlarðu að sekta
mig fyrir að aka á
strætisvagnareininni?
Já, en ég hef oft gert
það og bara fengið
viðvörun,“ sagði ljóshærða þokka-
dísin.
„Já, já, ég fór yfir á rauða ljósi.
En það var bara vegna þess, að
bremsurnar þola ekki, að stigið sé
fast á þær,“ sagði
maður nokkur og
hafði rétt fyrir sér í
því. Bíllinn var næst-
um bremsulaus.
„Já, en ég sá bara
ekki skiltið,“ sagði
ökumaðurinn áður en
lögreglumaðurinn
hafði lokið upp munn-
inum. „Hvaða skilti?“
spurði lögreglumaður-
inn. „Nú, þetta skilti,“
sagði maðurinn og
benti á skilti, sem
sýndi hámarkshraða.
Maður nokkur var stöðvaður fyr-
ir ofsaakstur og gaf þá skýringu, að
hann væri með í maganum og hefði
verið að flýta sér heim til að kom-
ast á klósettið. svs@mbl.is
Undarlegar afsakanir hjá ökumönnum
Ónýtar bremsur og bráð
magakveisa
Við vegakantinn Sumar
útskýringar ökumanna
duga skammt.
VELSKAN hefur
verið formlega
viðurkennd í
Evrópusamband-
inu sem minni-
hlutamál og hér
eftir getur Alun
Ffred Jones,
ráðherra í
bresku stjórn-
inni, tjáð sig á
eigin tungu á
ESB-fundum.
Fyrir 450 árum neyddu Eng-
lendingar Walesmenn til að taka
upp ensku sem opinbert mál en
velskan lifði og hefur heldur verið
að hjarna við á síðustu árum. 1991
töluðu hana 18,7% Walesbúa en nú
21%.
Opinber tungumál í ESB eru 23
en minnihlutamálin eru alls 60 og
eru töluð af 40 milljónum manna.
svs@mbl.is
Velskan fær
stöðu í ESB
Catherine Zeta-
Jones
PÓLVERJI heldur á mótmælaspjaldi með skopmynd-
um af Donald Tusk forsætisráðherra. Stjórnin vill
breyta eftirlaunalögum og fækka úr 1,2 milljónum í
240 þúsund þeim sem geta farið snemma á eftirlaun.
Reuters
Mótmæla breyttum eftirlaunalögum
FRAM hefur komið hjá seðlabank-
anum í Bretlandi, að búðaráp sé
ekki lengur helsta tómstundagam-
an landsmanna. Mikill samdráttur í
verslun sýni það.
Verslanir, til dæmis Marks &
Spencer, Debenhams og Gap, hafa
reynt að mæta samdrættinum með
útsölum og miklum afslætti, frá
20% og alveg upp í 40%, en fólk
heldur samt að sér höndum. Því
veldur ástandið í efnahags- og at-
vinnumálum og minni kaupmáttur.
„Fyrir marga er búðarápið ekki
jafnskemmtilegt og áður. Nú veld-
ur það fólki bara gremju að skoða
vöru, sem það hefur ekki efni á að
kaupa,“ var haft eftir einum mark-
aðssérfræðingnum en kannanir
sýna, að 71% fullorðinna hefur
minnkað mánaðarútgjöld sín um
33.000 kr. svs@mbl.is
Ekki gaman að búðarápi