Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
Atvinna
Þroskaþjálfi óskast
í búsetuúrræði fatlaðra
á Sauðárkróki
Starfshlutfall samkomulag. Þarf að geta
hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veitir Steinunn Rósa
í síma 455 6080.
Starfsmaður óskast
í búsetuúrræði fatlaðra
á Sauðárkróki
Starfshlutfall samkomulag. Þarf að geta
hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veitir Steinunn Rósa
í síma: 455 6080
www.skagafjordur.is
Umboðsmaður
Umboðsmann
vantar í Sandgerði
Upplýsingar veitir
Ólöf Engilbertsdóttir
í síma 569-1376
eða 669-1376
milli kl 8 og 16 virka daga
Aukaleikarar
í sjónvarpsþátt!
Við erum að leita að aukaleikurum, á öllum
aldri fyrir tökur á tímabilinu 24. nóvember 2008
til 20. janúar 2009.
Áhugasamir sendið upplýsingar um umsækj-
endur og mynd á aukaleikarar@sagafilm.is
Atvinnuauglýsingar
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Melabraut 46, 206-7827, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Þröstur H. Elíasson,
gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. ogTollstjóraembætt-
ið, þriðjudaginn 25. nóvember 2008 kl. 13:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
20. nóvember 2008.
✝ Gunnhildur Jó-hannesdóttir
Wæhle fæddist á Ak-
ureyri 10. júlí 1941.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Hlíð 12.
nóvember síðastlið-
inn.
Foreldrar hennar
voru Birna Ingimars-
dóttir Wæhle, f. 1910
frá Litla-Hóli í Eyja-
firði, og Johannes
Wæhle, f. 1908 frá
Evanger í Noregi.
Systkini Gunn-
hildar eru Ramborg Wæhle, f. 1931,
drengur andvana, f. 1940, og
Helga, f. 1945.
Eiginmaður Gunnhildar var Ósk-
ar Alfreðsson, f. 1942 í Vest-
mannaeyjum, þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru Jóna Birna, f. 1965,
gift Jóni Gudmund Knutsen, Hall-
grímur, f. 1967, í sambúð með
Ragnheiði Eiríksdóttur, Ásta, f.
1972, gift Karli R. Einarssyni,
Fanney, f. 1975, gift Högna Frið-
rikssyni, og Gunnar, f. 1981, í sam-
búð með Erlu Ar-
inbjarnardóttur.
Barnabörn Gunn-
hildar eru Ævar
Örn, f. 1985, Krist-
ófer Ívar, f. 1990,
Kara Guðný, f. 1995,
Patrekur Gudmund,
f. 2001, Gunnhildur
Fríða, f. 2002, Hrafn-
hildur Birna, f. 2004,
Óðinn, f. 1999, Karl
Einar, f. 2004 , Hild-
ur Theódóra, f. 2000,
og Kristín Bergrós, f.
2004.
Gunnhildur fór í Hjúkrunarskól-
ann 1961 og lauk þaðan námi 1964.
Hún hóf störf að námi loknu á lyfja-
deild FSA og vann þar stærstan
hluta starfsævi sinnar. Einnig vann
hún á dvalarheimilinu Sólborg og
við kennslu við Gagnfræðaskóla
Akureyrar. Síðustu æviárin starf-
aði Gunnhildur á geðdeild FSA eða
þar til hún veiktist.
Útför Gunnhildar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
Hugurinn leitar á ýmis mið þegar ég
minnist þín, elsku mamma mín. Ég er
þakklátur fyrir alla ástúðina, trúna og
hvatninguna sem þú gafst mér í
ómældu magni. Þú kenndir mér lífsins
fræði, ekki með reglum heldur með því
að vera hin hljóða fyrirmynd í viðhorf-
um, fasi og innri fegurð. Þannig settir
þú markið; svo var það aðeins mitt að
læra hvernig ég gæti fetað mig smátt
og smátt í rétta átt. Varla hef ég síðar
kynnst manneskju sem trúir jafn stað-
fastlega á það góða og á að ósinn geti
orðið líkur draumum uppsprettunnar.
Takk fyrir að senda mig af stað í veg-
ferð fullan af styrk, innri trú og með þá
staðföstu skoðun að allir vegir séu fær-
ir.
Elsku mamma, eins og ég skil lífið
ert þú nú á betri stað. Síðasta áratug-
inn glímdir þú við sjúkdóm sem svipti
þig líkamsfærni og þar með getu til
samskipta. Ekki ánægjulegt hlutskipti
fyrir lífsglaða og félagslynda sál. Á síð-
ustu árum hef ég oft saknað þess að
njóta ekki samvista við þig, sérstak-
lega eftir að nafna þín og systir hennar
fæddust. En það er ekki aðeins sökn-
uður eftir glötuðum stundum sem væt-
ir hvarma á dánardegi heldur ekki síð-
ur öll þau ósögðu orð sem fengu ekki
nægt líf, náðu of sjaldan þínum eyrum.
Mér er það nú lífsins lexía; að nýta
tækifærin betur því sum berast aldrei
aftur á fjörur. Á sama tíma er ég þó
mjög þakklátur fyrir að hafa átt gef-
andi stundir með þér þó í öðrum að-
stæðum væri; við áttum nokkra góða
eftirmiðdaga eftir að þú veiktist þar
sem ég kom með gítarinn og við rifj-
uðum upp gömlu lögin þín: What a
wonderful world, Dagný, Góða ferð og
lög Ellýjar og Vilhjálms. Nú rígheld ég
í þessar minningar, þær varpa örlítið
meiri töfrablæ á okkar lífsins spor og
gera mér auðveldara að vinna með það
hvað ég sakna þín mikið.
Eftir að þú veiktist setti ég saman
þessi orð til þín:
Ég læðist um og lífið heilsar mér.
Ég legg mitt traust á þig í heimi hér.
Ef þreytan bugar mig
og þungar draumfarir
sá fræum frostgolunnar
í fylgsni hugarheimsins.
Þá heyrast orðin þín
og hjálpin bíður mín.
Svo blítt þú sefar mig,
ég syng um þig.
Þú fóstrar mig.
Þú leggur hönd á lítið barnatár
og leiðir mig um öll mín æskuár.
Þó blási mótvindar
og megnar spurningar
þjóti um lendur mínar
og lami hugsjónirnar.
Þú opnar hjarta þitt
það hefur þrautir stytt.
Aldrei ég þarf að þjást
ef móðurást
heldur um mig.
Hallgrímur Óskarsson.
Elsku Gunnhildur.
Í dag kveð ég þig, tengdamóður
mína, í hinsta sinn. Það er alltaf sárt að
sjá á eftir ástvinum sínum yfir móðuna
miklu. Jafnvel þó að kveðjustundin hafi
verið fyrirsjáanleg í langan tíma. Mað-
ur virðist aldrei vera tilbúinn að taka
við fréttum þess efnis að einhver, sem
manni er kær, hafi látist. En strax þá
hellast yfir mann minningar frá liðinni
tíð. Minningar sem maður lifir með í
hjarta sínu um góða persónu.
Þú, Gunnhildur, varst einstaklega
góð og hjartahlý manneskja sem ekk-
ert aumt máttir sjá. Þú varst hjúkr-
unarkona af gamla skólanum. Öryggi í
starfi, umhyggja og hlýja var það sem
þínir skjólstæðingar fengu frá þér. Öll-
um ber saman um að þar hafi farið ynd-
islega góð kona.
Ást, umhyggja og hlýja var það sem
við, fjölskyldan, fengum einnig frá þér.
Reyndar voru þetta þau tvenn gildi
sem þú lifðir fyrir. Það er; hjúkrun og
fjölskyldan. Alltaf áttu börnin okkar
öruggt og notalegt skjól hjá, þér, ömmu
Gunnhildi og afa Óskari. Þegar amma
var ekki á vakt á sjúkrahúsinu vissu
börnin að óhætt var að fara í heimsókn
til ömmu. Þeim yrði örugglega sinnt af
ástúð og umhyggju. Þannig minnast
börnin okkar ömmu sinnar.
Elsku Gunnhildur. Ég veit að vel
verður tekið á móti þér og góður guð
hefur göfugt hlutverk fyrir þig og þínar
hjúkrandi hendur og hlýja hjarta.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina, kæra
tengdamamma.
Jón Gudmund Knutsen.
Kæra Gunnhildur.
Eftir margra ára erfið veikindi er
komið að kveðjustund. Það eru ótal
minningar sem sækja á hugann, nú
þegar þú kveður þennan heim. Öll
gömlu góðu árin, ferðalögin til ykkar á
Akureyri, og þegar þið komuð öll í
heimsókn og farið var í bíltúra með
hópinn okkar. Ofarlega er í huga mér
þegar þið komuð á þjóðhátíð í Eyjum,
þá var gleði og gaman. Ég man enn
gleðisvipinn á þér þegar gullhringurinn
þinn fannst loks í tjaldinu, eftir mikla
og langa leit.
Ég þakka allar góðu stundirnar.
„Far þú í friði, friður guð þig blessi.“
Ég bið guð að blessa og styrkja aldr-
aða móður, og ykkur elsku Jóna Birna,
Hallgrímur, Ásta, Fanney og Gunnar,
tengdabörn og barnabörn. Megi minn-
ingin um góða konu vera ykkur hugg-
un.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf ók.)
Hvíl í friði
Þín mágkona,
Ósk.
Elsku amma mín.
Nú ert þú frjáls og getur gert hvað
sem er og það sem þig hefur alltaf lang-
að til að gera.
Mér finnst samt leiðinlegt að ég var
svo ung þegar þú veiktist og að þú sért
farin en ég er samt glöð fyrir þína hönd.
Elska þig og mun sakna þín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þín ömmustelpa,
Kara Guðný.
Mig langar til að minnast Gunnhild-
ar, móðursystur minnar. Það var 12 ára
aldursmunur á okkur. Ég fæddist á
heimili móðurforeldra minna og þess
vegna höfðum við Gunnhildur mikið
saman að sælda þegar ég var lítil. Hún
skipaði alveg sérstakan sess í mínum
huga og var fyrir mig „stóra systir“.
Ég leit mikið upp til hennar og fannst
hún falleg að utan sem innan. Það
fannst líka öllum sem kynntust henni.
Ég geymi dýrmæta mynd af henni í
hugskoti mínu; brosmild kona með
bjarta og hreina andlitsdrætti og
glettnisblik í augum. Mínar bestu
stundir á yngri árum voru þegar Gunn-
hildur tók fram gítarinn og lék nokkur
lög en hún hafði mikla ánægju af tón-
list. Mig minnir að meðal uppáhalds-
laga þá hafi verið „Einsi kaldi úr Eyj-
unum“.
Gunnhildur lærði hjúkrunarfræði
um tvítugt og starfaði við hjúkrun í sín-
um heimabæ á meðan heilsa og kraftar
leyfðu. Hún sinnti sjúklingum sínum af
sérstakri natni og umhyggju svo um
var talað. Börnin komu í heiminn eitt af
öðru, Jóna Birna, Hallgrímur, Ásta,
Fanney og Gunnar. Það getur varla
hafa verið auðvelt að sinna bæði krefj-
andi hjúkrunarstarfi og stóru heimili
því þá voru leikskólar ekki enn orðnir
almenningseign. Móðuramma mín var
Gunnhildi mikil stoð og stytta. Heimili
Gunnhildar stóð alltaf opið fyrir öllum í
fjölskyldunni. Þangað var gott að koma
og þangað leituðu margir með smá og
stór erindi. Gunnhildur gaf sér alltaf
tíma, hvernig sem á stóð. Hún lagði
einungis það til málanna sem var gott
og rétt og hallmælti aldrei nokkrum
manni. Hún hafði óbilandi trú á því
góða í manneskjunni og á lífinu. Gunn-
hildur varð fyrir áföllum og hefðu
margir látið bugast fyrir minna. Hún
sýndi mikinn styrk og æðruleysi í erf-
iðleikunum. Nú er hún fallin frá langt
fyrir aldur fram. Hún átti svo sann-
arlega skilið að geta verið lengur með
börnum sínum og barnabörnum og þau
að njóta hlýju hennar og elsku. Eftir
standa minningar okkar um góða og
vandaða manneskju sem lét mikið og
gott af sér leiða fyrir aðra á lífsleiðinni.
Aðalheiður Steingrímsdóttir.
Gunnhildur
Jóhannesdóttir Wæhle
✝
Elskuleg móðir okkar,
GUÐRÚN VILHJÁLMSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
Reykjavík,
andaðist að kvöldi 30. október.
Við þökkum frábæra aðhlynningu sem móðir okkar
fékk á Eir.
Útförin hefur farið fram.
Berglind Gísladóttir, Dagný Gísladóttir og Hjördís Gísladóttir.
Fleiri minningargreinar
um Gunnhildi Jóhannesdóttur
Wæhle bíða birtingar.