Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.11.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 11. MARS 2008 VAR ÍBÚÐARBLOKK Í LOS ANGELES INNSIGLUÐ AF YFIRVÖLDUM. ÍBÚARNIR HAFA EKKI SÉST SÍÐAN! ENGAR UPPLÝSINGAR EÐA VITNI. FYRR EN NÚNA! STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA! ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! “HROTTALEG MYND EN SPENNANDI, ÓGNVEKJANDI OG ÓVÆNT” - S.V., MBL Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó SÝND Í SMÁRABÍÓI Nick and Norah´s kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFD Quantum of Solace kl.5:30-8 -10:30 B.i. 12 ára Quantum of Solace kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Quarantine kl. 10:10 B.i. 16 ára My Best Friend´s Girl kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! STÆRSTA OPNUN ÁRSINS! NÆST STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! 47.000 MANNS Á 2 VIKUM! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS - V.J.V., -TOPP5.IS/FBL - D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM -S.V., MBL - Þ.Þ., DV - Ó.H.T., Rás 2 SÝND Í SMÁRABÍÓI www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! 47.000 MANNS Á 2 VIKUM! STÆRSTA OPNUN ÁRSINS! NÆST STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! Sýnd kl. 5, 7:45 og 10:15 ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ VILT KOMAST AÐ ER SANNLEIKURINN HÖRKUSPENNANDI MYND UM SPILLTA LÖGREGLUMENN -bara lúxus Sími 553 2075 forsýnd á laugardag kl. 4 Sýnd kl. 5, 7:45 og 10:15 Sýnd kl. 8 og 10:15 Ver ð a ðei ns 650 kr.EINI MAÐURINN SEM HANN GETUR TREYST ... ER HANN SJÁLFUR Sýnd kl. 4 og 6 (650 kr.) m. íslensku tali Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 B.i. 14 ára Igor kl. 4 - 6 LEYFD Lukku Láki kl. 3:45 LEYFD Skjaldbakan og Hérinn kl. 3:45 LEYFD 500 kr. 500 kr. 500 kr. 500 kr. Vofa gengur nú ljósum logum um Evr-ópu – vofa Zeitgeist. KvikmyndinZeitgeist og síðan Zeitgeist Add- endum berst með ógnarhraða um heim allan og í kjölfar þeirra ótal myndir aðrar sem flestar gera sitt til að sýna fram á að hag- kerfi heimsins eru sem kölkuð gröf og við öll peð á taflborði auðmanna og óþokka sem skipt hafa heiminum með sér.    Eftir loðmullulega tíma hefur pólitískuráhugi stóraukist hjá ungu fólki – í stað þess að velta helst fyrir sér tískufatnaði, glæsikerrum, skemmtiferðum og afleiðu- samningum velta ungmenni nú því fyrir sér hvernig búa megi mannkyni betra líf. Sitt- hvað hefur ýtt undir þennan áhuga en þó helst af öllu tveir ávextir hins kapítalíska hagkerfis; netvæðing og fartölvur, en upp- lýsingahraðbrautin varð einmitt til sem til- raunaverkefni á vegum bandaríska hersins.    Pólitísk umræða fer í sívaxandi mæli framá netinu, það er vígvöllur hugmynd- anna og þar blómstra vefsíður sem ýmist berjast fyrir tilteknum málstað eða á móti. Ekki síst hefur YouTube orðið skilvirk leið til að skila ádeilunni áfram og eins hafa ýmsir hópar nýtt sér Facebook með góðum árangri; smalað saman mannskap til að- gerða, hnýtt saman hóp óánægðra og miðl- að upplýsingum þeirra á milli.    Oft eru myndir eins og Zeitgeist-tvennan kallaðar samsærismyndir, enda snúast þær oft um það að á bak við tjöldin sé klíka valdamikilla manna sem véli um líf okkar án þess að við fáum nokkru um það ráðið. Það er þó ekki rétt að afskrifa þær því þótt sumar myndanna séu tóm steypa, eins og gengur, velta aðrar upp spurningum um skipan heimsmála og benda á ýmislegt sem miður hefur farið og miður gæti farið.    Fjármálakreppa sú sem nú gengur yfirheiminn er til að mynda vatn á myllu Zeitgeist-manna, enda fjallar seinni myndin í þeirri syrpu, Zeitgeist Addendum, um pen- ingakerfi sem komið er að fótum fram, auk- inheldur sem hún segir frá ýmsum skugga- hliðum á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og svo má áfram telja. Ekki ný sannindi en eft- irtektarverð í samhengi kvikmyndarinnar. Eins er eftirtektarverður sá hluti mynd- arinnar sem segir frá Venusar-áætluninni, The Venus Project, sem er hugarfóstur Jacq- ue Fresco, en Fresco, sem býr í Flórída, hef- ur komið upp grunnmynd af samfélagsgerð sem hann telur að muni nýtast mannkyni bet- ur en það sem nú er við lýði. Þó höfundur Zeitgeist-myndanna, PeterJoseph, taki ekki beina afstöðu með eða á móti hugmyndum Frescos kemur vel í gegn sú hugmyndafræði sem hann aðhyllist; hann er á móti græðgivæðingu heimsins, á móti hagkerfi kapítalismans sem hann segist byggjast á skorti, og leggur til nýja skipan mála. Þeim sem kunna eitthvað fyrir sér í hugmyndasögu kemur skemmtilega á óvart að því sem Joseph boðar svipar ekki svo lítið til útópíansks kommúnisma (íslenska þýð- ingin á utopia, þ.e. staðleysa, á ekki við í þessu sambandi, og þó).    Marx átti ekki sökótt við kapítalismann,hann taldi hann eðlilegan þátt í þróun samfélags mannanna og því ekkert at- hugavert við það að njóta góðs af auði síns helsta stuðningsmanns, Friedrich Engels. Í augum Marx yrði kapítalisminn sjálfdauður, en þar skilur með marxistum og zeitgeist- istum að þeir síðarnefndu vilja ganga af kap- ítalismanum dauðum og það ekki seinna en strax. arnim@mbl.is Vofa tíðarandans » Pólitísk umræða fer í sívax-andi mæli fram á netinu, það er vígvöllur hugmyndanna og þar blómstra vefsíður sem ýmist berjast fyrir tilteknum málstað eða á móti. Karl Marx nýrra tíma Einn leikaranna í þriðju Zeitgeist-myndinni: Zeitgeist Surprise. AF LISTUM Ární Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.