Morgunblaðið - 22.11.2008, Síða 5

Morgunblaðið - 22.11.2008, Síða 5
HEIMSKA SAMFÉLAGSINS ... Lítil stúlka kemur að fertugum borgarstarfsmanni þar sem hann er að laumast til að reykja sígarettu inni á salerni í vinnunni. Hversdagslegt atvik sem þó er litið grafalvarlegum augum og hrindir af stað hryllilega fyndinni atburðarás sem sagnameistarar eins og Swift og Kafka hefðu verið fullsæmdir af. Það sem hrífur mig mest í Litlu stúlkunni og sígarettunni er hvernig sagan varpar ljósi á innbyggða heimsku nútíma samfélags; svartur húmor sem snýr hreinasta hryllingi upp í töfrandi dauðadans. – Milan Kundera ... háðsk ádeila á nútímasamfélagið ... pólitísk rétthugsun er allsráðandi en heilbrigð skynsemi og góðvild má sín lítils ... bráðskemmtileg bók og hressandi lesning í öllu því fári vondra bóka sem nú ríður yfir veröldina. – Jón Þ. Þór, DV Frábær bók, alveg frábær bók! – Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni Perry er með greindarvísitöluna 76 en hann er ekki heimskur. Amma hans kenndi honum allt sem hann þarf að vita til að komast af. Þegar Amma deyr er Perry þrjátíu og tveggja ára, einn í heiminum og allslaus. En þá vinnur hann tólf milljónir dala í Ríkislottóinu í Washington og kemst að því að hann á fleiri skyldmenni en hann hefur þörf fyrir. Í Lottó birtist skrautlegt samsafn fólks, gott og slæmt, hetjur og skúrkar. Frábærlega skrifuð bók um traust og vináttu og um það sem gerir okkur hæf til að lifa lífinu. Hjartnæm, spennandi og merkileg saga um forríkan lítilmagna sem sýnir okkur hve lítið greindarvísitalan segir til um gáfur hans. ... athyglisverð og skemmtileg aflestrar, og á köflum bráðfyndin. Og hún er flestum holl lesning. ... hinum sem láta stjórnast af ágirnd og græðgi getur hún vonandi kennt að skammast sín. Umfram allt hefur hún þó manngæsku og náungakærleik til vegs. – Jón Þ. Þór DV SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Höfundur bókarinnar, Benoit Duteurtre, kemur til landsins eftir helgi og mun kynna bókina á bókmenntakvöldi hjá Alliance Francaice, Tryggvagötu 8, þriðjudaginn 25. nóv. nk. kl 20. HREINN GULLMOLI! NÝJAR BÆ KUR GAMALT V ERÐ!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.