Morgunblaðið - 22.11.2008, Side 8

Morgunblaðið - 22.11.2008, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 „VIÐ fögnum þeim tímamótum að Norðmenn skuli hafa sýnt það hugrekki og skynsemi að feta í fótspor Svía með banni sínu á kaupum á vændi,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, en kvennahreyfingar landsins boðuðu til fagnaðar fyrir framan norska sendiráðið í gær undir yfirskrift- inni „Ja, vi elsker dette landet“, sem vísar í norska þjóðsönginn, til þess að fagna því að lög sem banna kynlífskaup hafa verið sam- þykkt á norska Stórþinginu. Að sögn Guðrúnar eru Bretar nú um stundir einnig að skoða möguleika þess að fara að for- dæmi Svía. „Við erum sannfærð um að það er meirihluti bæði á ís- lenska þinginu og meðal íslensku þjóðarinnar fyrir því að við förum þessa leið líka.“ Í nýútkomnum bæklingi Euro- pean Women’s Lobby um for- varnir og aðstoð við konur sem orðið hafa fyrir mansali til kynlífs- þrælkunar kemur fram að sterk tengsl séu milli vændis og kláms annars vegar og mansals hins veg- ar. Meirihluti fyrir banni Að sögn Guðrúnar eru sífellt fleiri hérlendis að verða sér með- vitandi um þessi tengsl. „Þannig er bann við nektardansi t.d. komið inn í lög hérlendis, þótt það ótrú- lega hafi gerst að inn í lögin hafi læðst undanþáguákvæði sem nú virðist orðið að meginreglu. Krafa okkar eru sú að þessu verði breytt og undanþágan verði afnumin,“ segir Guðrún og tekur fram að Stígamót hafi ásamt kvennahreyf- ingum frá Bandaríkjunum, Ind- landi, Lettlandi, Perú og Sambíu, sem berjast gegn mansali, sent frá sér ályktun þessa efnis í byrjun mánaðarins í framhaldi af fundi sínum. silja@mbl.is Sýna hugrekki Morgunblaðið/Ómar Skálað var fyrir banni norskra stjórnvalda á kynlífskaupum fyrir framan norska sendiráðið Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ má segja að við innsiglum nýfengna að- ild okkar að European Women’s Lobby með því að halda þessa málstofu í samstarfi við samtökin,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, um málstofu um baráttu gegn kyn- ferðisofbeldi í Evrópu sem fram fór í Iðnó í gær, en við sama tækifæri voru fyrstu jafn- réttisviðurkenningar Stígamóta veittar. „Við fengum stuðning frá félagsmálaráð- herra nú í haust til að gerast aðilar að Euro- pean Women’s Lobby og mér var boðið að gerast einn þrjátíu sérfræðinga hjá Evrópu- setri gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta gjör- breytir stöðu okkar því núna höfum alltaf beinan aðgang að nýjustu rannsóknum, bestu lögunum og því sem best er gert á þessu sviði.“ Fyrstu jafnréttisviðurkenningar Stígamóta féllu í hlut Þorgerðar Einarsdóttur, Kolbrúnar Halldórsdóttur, Katrínar Önnu Guðmunds- dóttur, Matthildar Helgadóttur og Margrétar fram á afkáraleika þröngra kynímynda. Hún beitti frumleika og fyndi sem eru afskaplega sterk vopn í þessari baráttu. Margréti, sem situr í framkvæmdahópi Stígamóta, viljum við þakka fyrir ósérhlífni í störfum hennar fyrir Samtökin og tryggð við þau. Og eins fyrir að taka að sér mörg vandasöm verkefni á vegum samtakanna,“ segir Guðrún. Spurð af hverju Stígamót hafi ákveðið að veita jafnréttisviðurkenningar segir Guðrún oft gleymast að vekja athygli á því sem vel sé gert. „Valkyrjurnar sem toga okkur í rétta átt eru oft ósýnilegar og það sama má segja um vinnuna þeirra. Okkur finnst hins vegar svo gífurlega mikilvægt að hinar raunverulegu hetjur, sem gjarnan vinna á bak við tjöldin, séu dregnar fram í dagsljósið,“ segir Guðrún og tekur fram að kveikjuna að jafnréttisvið- urkenningu Stígamóta megi hins vegar ekki síður rekja til þess að Alcoa Fjarðarál hlaut í síðasta mánuði viðurkenningu Jafnréttisráðs á sviði jafnréttismála vegna þess að 28% starfsmanna fyrirtækisins eru konur. „Við urðum alveg dolfallnar yfir þessari ákvörðun, því okkur finnst hún ekki end- urspegla mikinn skilning eða þekkingu á því hvað þarf að gera til þess að jafnrétti náist á Íslandi,“ segir Guðrún. Steinarsdóttur. „Þorgerð- ur fær verðlaunin fyrir að ala upp fræðifólk framtíð- arinnar því hún heldur ut- an um kynjafræðina við HÍ og hefur sýnt einstaka þekkingu og færni í það beita verkfærum kynja- fræðinnar. Við veitum Kolbrúnu þessi verðlaun því hún hefur verið mjög ötul við að færa inn í sal Alþingis hug- myndafræði og áherslur Stígamóta. Hún hefur flutt mörg frumvörp sem tengjast kyn- ferðisofbeldi við illskiljanlegan mótbyr. Hetjurnar dregnar fram í dagsljósið Katrín Anna fær viðurkenningu sem ötul talskona femínisma og fyrir að leika sér á mörkum hins leyfilega og þannig skapa auk- ið rými fyrir okkur hin. Matthildur fær þessi verðlaun fyrir verkefnið sitt Óbeislaða feg- urð sem vakið hefur athygli víða um heim, en í þessu stórkostlega verkefni sýndi hún Valkyrjur í baráttunni heiðraðar Í HNOTSKURN »European Women’s Lobby erustærstu regnhlífarsamtök í Evrópu, en innan þeirra vébanda starfa yfir tvö þúsund kvenna- og jafnréttissamtök sem leggja mikla áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. »Á vegum samtakanna starfa þrjátíumanna sérfræðingateymi í ofbeldis- málum og nú hafa Stígamót eignast fulltrúa í því teymi »Fyrstu jafnréttisviðurkenningarStígamóta voru veittar í gær. Guðrún Jónsdóttir BÆJARRÁÐ Akureyrar furðar sig á og mótmælir því harðlega að Há- skólinn á Akureyri (HA) skuli ekki vera þátttakandi í samstarfsvett- vangi um lýðheilsurannsóknir sem verið er að stofna til. Á fundi bæjar- ráðs í vikunni var lögð fram fram viljayfirlýsing milli heilbrigðis- ráðuneytis, Lýðheilsustöðvar, Há- skólans í Reykjavík og Háskóla Ís- lands um málið. „Bæjarráð Akureyrar furðar sig á því að Háskólinn á Akureyri hafi ekki átt aðkomu að nýstofnuðum samstarfsvettvangi um lýðheilsu- rannsóknir. Tvær helstu lýðheilsu- rannsóknir á Íslandi hafa verið unnar á vegum Háskólans á Akur- eyri og þar er öflug heilbrigðisdeild sem sinnir jafnframt rannsóknum. Þegar sú ákvörðun lá fyrir að Lýð- heilsustöð yrði ekki staðsett á Ak- ureyri var um það rætt að rann- sóknastarf stofnunarinnar kynni að verða staðsett hér. Þegar til kom var rannsóknasvið Lýðheilsustöðv- ar einnig sett á stofn innan veggja stofnunarinnar í Reykjavík. Bæjarráð mótmælir harðlega þessum vinnubrögðum og beinir því til þeirra er málið varðar að Há- skólinn á Akureyri verði þátttak- andi í samstarfsvettvangi um lýð- heilsurannsóknir,“ segir í bókun bæjarráðs. skapti@mbl.is HA verði með í lýðheilsu- rannsóknum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.