Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 21
Fréttir 21INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
MARGT hefur verið sagt og skrifað um stöðu
íslensku bankanna og þjóðarbúsins undan-
farin misseri, þó ekki væri farið nema nokkra
mánuði aftur í tímann. Alveg fram undir það
síðasta töluðu ýmsir um að staða bankanna
væri sterk og öllu tali um gjaldþrot eða þjóð-
nýtingu bankanna var vísað út í hafsauga.
Viðvörunarbjöllur klingdu úr ýmsum átt-
um, m.a. í greinum Ragnars Önundarsonar í
Morgunblaðinu, sem strax í upphafi árs 2005
stoðir bankanna væru traustar og að þeir
hefðu alla burði til að standast áföll á alþjóð-
legum fjármálamarkaði. Það var jafnframt
talið fráleitt sl. vor, í tengslum við ársfund Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, að Ísland þyrfti
á einhverri aðstoð þaðan að halda, líkt og ein
viðbrögðin hér að neðan bera með sér.
Þegar litið er til ummæla málsmetandi að-
ila um stöðu bankanna er af nægu að taka.
Hér að neðan eru tekin nokkur dæmi af
handahófi, og sum þeirra vöktu á þeim tíma
nokkra athygli og hörð viðbrögð. Svona eftir
á að hyggja, þegar bankarnir eru fallnir, eru
ummælin kannski enn athyglisverðari. Fyrst
og fremst var leitað í smiðju gagnasafns
Morgunblaðsins en einnig á öldur ljósvakans
með aðstoð Fjölmiðlavaktarinnar og RÚV.
Þetta er aðeins lítið brot af öllu því sem sagt
var og samantektin meira til gamans gerð.
bjb@mbl.is
Við höfum verið síðustu misserin, erum og
verðum enn um sinn, á þeim stað í hagsveifl-
unni þar sem bankaslysin eiga upptök sín. Þau birt-
ast hins vegar væntanlega ekki fyrr en í næstu efna-
hagslægð, kannski eftir tvö til fjögur ár. Hvernig
getum við brugðist við núna til að varast slysin? Við
gerum það með margvíslegum hætti og setjum klár-
lega styrk ofar stærð. Við förum varlega. En hvernig
getum við lært það? Reynslan sýnir að ungt fólk á
erfitt með að læra af reynslu annarra. Þeim ungu
sýnist alltaf að aðstæður einmitt nú séu allt aðrar en áður hafa þekkst.“
Ragnar Önundarson í grein í Morgunblaðinu 16. janúar 2005
Hlutabréfakaup fyrir lánsfé og almenn lán hafa
verið mikil og því getum við vænst mikillar nið-
ursveiflu í efnahagslífinu. Hversu mikil hún verður er
ekki hægt að spá því staðan á alþjóðamarkaði er ekki
örugg. En frá okkar bæjardyrum séð hefur tor-
tryggni okkar í garð íslenska efnahagslífsins verið
rétt. Við höldum að íslenska krónan eigi eftir að
halda áfram að svekkja marga.“
Lars Christensen hjá Danske Bank
í frétt Sjónvarpsins 19. janúar 2008.
Ég tel mjög sennilegt að hljóðlátt áhlaup sé
þegar hafið. Mig grunar að enginn eigandi
jöklabréfa eða bankaskuldabréfa sem nálgast gjald-
daga muni endurnýja þau á næstunni og ég giska á að
flestir yfirmenn fjárstýringar stórfyrirtækja séu
farnir að flytja fé sitt til banka utan Íslands … Bank-
ar eiga að forðast að vera svo nálægt brúninni og þar
hafa íslensku bankarnir brugðist … Við vitum ekki
hversu arðbær rekstur bankanna er. Við vitum að
þeir voru mjög arðbærir á meðan eignaverð hækkaði
en nú er lítil lánaeftirspurn, hlutabréfaverð þeirra hefur fallið en ég man
ekki eftir landi sem hefur búið við jafnhátt eignaverð í hlutfalli við
landsframleiðslu og komist hjá áhlaupi.“
Robert Z. Aliber hagfræðingur í viðtali í Mbl. 6. maí 2008
Hvað er Seðlabankinn á Íslandi eiginlega að
gera? Hvað gerir forsætisráðherrann? Enginn
á markaðinum skilur aðgerðir þeirra. Það að þeir
hafa ekkert gert íslensku bönkunum til hjálpar bend-
ir til þess að við færumst í átt að stefnustýrðu van-
skilaástandi og þjóðnýtingu bankanna. Við vitum
ekki hvort það eru skilaboðin sem stjórnmálamenn
og Seðlabankinn vilja gefa. Þess vegna hefur skulda-
tryggingarálagið hækkað upp úr öllu valdi. Mark-
aðurinn telur að þetta séu skilaboðin sem Íslendingar
senda. Við viljum ekki styðja bankana okkar og við erum ánægðir með
greiðslufall þeirra því fjárfestar gætu fengið helming upp í skuldina.
Þetta þarf að leiðrétta.“
Richard Thomas, sérfræðingur hjá Merrill Lynch, í frétt Sjónvarpsins 24. júlí 2008
Hættumerki ber að lesa og bregðast síðan
myndarlega við. Bankarnir hafa farið offari.
Þeir eru nú fársjúkir og með óráði. Því lengur sem
dregst að taka á vandanum því verri verður hann
átaks. Með grein minni í Mbl. hinn 14. janúar 2005
„Fyrst draumur, svo martröð“ varaði ég tímanlega
við þróuninni og með grein í sama blaði hinn 15. apríl
sl. „Ósjálfbjarga bankar“ gerði ég grein fyrir hvernig
má í senn verja íslenskan almenning fyrir þeirri
áhættu sem óvitarnir hafa skapað og jafnframt koma
ábyrgð yfir þá erlendu stórbanka og vogunarsjóði
sem veittu þeim þau lán sem áhættunni valda. Aðgerðaleysi er ábyrgð-
arleysi.“
Ragnar Önundarson í grein í Morgunblaðinu 27. ágúst 2008
Efnahagsþróunin hefur síðustu árin einkennst
af gríðarlegum lántökum sem notaðar hafa ver-
ið til þess að kaupa eignir innan lands og utan. Eigna-
verð hefur verið mjög hátt erlendis og sérstaklega
innanlands vegna mikils framboðs af ódýru lánsfé í
heiminum. Fjármálakreppan hefur síðan haft þau
áhrif að þetta verð hefur lækkað innanlands og utan.
Þetta hefur haft slæm áhrif á eigið fé banka og fyr-
irtækja og er ekki séð fyrir endann á þeirri þróun.“
Gylfi Zoëga, dósent við HÍ, í Mbl. 6. september 2008.
Íslenska fjármálakerfið er komið í greiðsluþrot,
við getum ekki staðið við skuldbindingar okkar
í erlendri mynt og það er meira að segja ekki hægt að
útvega gjaldeyri núna til þess að flytja inn eðlilegar
vörur. Það er hins vegar ekki þannig farið að landið
sé gjaldþrota eða að ríkið sé gjaldþrota, það er ekki
þannig, en það eru allmörg innlend hlutafélög og þar
með talið bankarnir í reynd tæknilega séð gjald-
þrota.“
Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, í frétt RÚV 3. október 2008.
Viðvörunarljósin blikkuðu
’’
’’
’’
’’
’’
’’
’’
Jónas (Fr. Jónsson, forstjóri FME) sagði ís-
lensku bankana standast vel samanburð við
helstu fjármálastofnanir í nágrannalöndunum, eink-
um Norðurlöndunum, og benti á að fleiri bankar en
íslenskir hefðu gengið í gegnum dýfu á hlutabréfa-
markaðnum. Þegar litið væri til arðsemi, kostnaðar-
hlutfalls, eiginfjárstöðu, vanskila á innlánum og fleiri
þátta væri staða þeirra sterk. Benti Jónas jafnframt
á að bankarnir hefðu staðist vel þau álagspróf sem
Fjármálaeftirlitið hefði lagt fyrir þá. Jónas sagði
hins vegar að bankarnir þyrftu að huga vel að rekstraráhættu og halda
lausafjárstöðunni sterkri, ásamt því að huga að þröngu eignarhaldi
sínu. Hann sagði skuldaálag bankanna óeðlilega hátt en þeir hefðu alla
burði til að þola óróann sem verið hefði á alþjóðlegum fjármálamark-
aði.“
Frétt í Mbl. 16. janúar 2008 af fundi í HR um stöðu bankanna.
Mestu skiptir að óvenjulegar aðstæður eru í
heiminum í dag, sem allir þurfa að taka tillit til
og vinna sig í gegnum. Það gerist með því að reka
bankana eins varlega og mögulegt er, að lána sem
allra minnst, halda í sitt lausafé og reyna að auka það
með einhverjum hætti. Íslenskir bankar eru hlut-
fallslega orðnir mjög stórir miðað við þjóðfélagið
sem við komum frá. Styrkja þarf þá ímynd á erlend-
um vettvangi að við séum sterkir og hægt er að gera
það á ýmsa vegu.“
Sigurjón Þ. Árnason, þáv. bankastjóri Landsbankans, í Mbl. 27. febrúar 2008.
Hann [Geir H. Haarde] benti á að íslensku
bankarnir hefðu vissulega fundið fyrir svipt-
ingum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum að und-
anförnu, sem hefðu meðal annars haft það í för með
sér að það væri bæði erfiðara og dýrara fyrir al-
þjóðlega banka að verða sér úti um fjármagn. Aftur
á móti væri staða bankana sterk samkvæmt íslenska
Fjármálaeftirlitinu, sem benti m.a. til sterkrar eig-
infjárstöðu þeirra og getu þeirra til að standast
ströng álagspróf sem eftirlitið framkvæmir reglu-
lega. „Það bendir allt til þess að íslensku bankarnir standi vel og ég er
sannfærður um að þeir munu standa af sér núverandi storma á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum.“
Geir H. Haarde í frétt Mbl. 14. mars 2008 frá fundi í New York um íslenskt viðskiptalíf.
Hlutverki sjóðsins (IMF) er þannig háttað að
hann kemur ekki inn nema allt sé farið í kalda-
kol. Viðkomandi land færi þá inn í sérstaka aðgerða-
áætlun á grundvelli strangra skilyrða. Lönd eru
komin í verulega vond mál ef þau þurfa að leita til Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins. Það er algjörlega óraun-
hæft að við þurfum að fara þessa leið og gera samn-
inga við sjóðinn. Staða okkar er þröng en fjarri því
að efnahagskerfið sé hrunið, sem er nánast forsenda
fyrir aðkomu sjóðsins.“
Sturla Pálsson, framkvstj. alþjóðasviðs Seðlabankans, í frétt Mbl. 7. apríl 2008.
Hvað varðaði hugmyndir um að Seðlabankinn
þyrfti að koma bönkunum til aðstoðar eða lána
þeim fé, sagði Davíð [Oddsson] að meginreglan á
frjálsum markaði væri sú að bankar væru reknir á
eigin ábyrgð. Hins vegar væri afskaplega varasamt
að tala þannig um íslensku bankana að koma þyrfti
þeim til bjargar innan skamms tíma, enda ekkert
sem benti til að þess gerðist þörf. „Það er ekkert sem
bendir til annars en lausafjárstaða íslenskra banka
sé svipuð eða jafnvel betri og lausafjárstaða sam-
bærilegra banka annars staðar […]. Einnig þegar menn horfa á gjald-
eyrisforða og stærð bankanna þurfa menn að hafa í huga að meginverk-
efni banka er að bjarga sér sjálfir. Þegar bankar voru einkavæddir og
seldir var ríkisábyrgð ekki seld með, þeir hefðu væntanlega verið seldir
miklu dýrara verði ef það hefði verið,“ sagði Davíð.“
Frétt í Mbl. 11. apríl 2008 af vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans.
Mér finnst þetta makalaus ummæli hjá svona
virtum fjárfestingarbanka og það hvarflaði að
mér um tíma hvaða annarlegu sjónarmið búa þarna
að baki því þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég
spyr líka sem menntamálaráðherra hvort þessi mað-
ur [Richard Thomas hjá Merrill Lynch] þurfi ekki á
endurmenntun að halda?“
Þorgerður K. Gunnarsdóttir í frétt Sjónvarpsins 25. júlí 2008.
Ég verð nú að segja það að mér finnst faglegur
trúverðugleiki dósentsins [Gylfa Magnússonar]
vera ansi kominn nærri gjaldþroti með þessum yfirlýs-
ingum og ég tel þetta mjög óábyrgt af hans hálfu og
maðurinn hefur greinilega algjörlega misskilið hvað er
að gerast í þjóðfélaginu .“
Sigurður Einarsson, þáv. stjform. Kaupþings,
í RÚV 3. október 2008.
„Kerfið fjarri því hrunið“
varaði við of miklum vexti og viðgangi bank-
anna, og ótaldar eru þær erlendu banka-
skýrslur sem vöruðu við íslenska efnahags-
undrinu. Ófáar ritstjórnargreinar hafa einnig
verið ritaðar í Morgunblaðinu þar sem tekið
hefur verið undir áhyggjur af bönkunum og
miklum vexti þeirra og fengu þau skrif ekki
alltaf jákvæðar undirtektir í bankakerfinu.
Stjórnendur bankanna, Seðlabankans og
ráðherrar hafa keppst við að segja að grunn-
» Efnahagslægð er að hefj-ast, dregið hefur úr lán-
veitingum, lendingin verður
líklega hörð. Vanskil myndast,
verð húsnæðis kann að falla, ef
svo fer munu útlán banka og
eigið fé tapast. Tvö til fjögur ár
tekur að komast til botns í því.
» Það bendir allt til þess aðíslensku bankarnir standi
vel og ég er sannfærður um að
þeir munu standa af sér núver-
andi storma á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum.
Litlar áhyggjur hérna megin
’’
’’
’’
’’
’’
’’
’’