Morgunblaðið - 22.11.2008, Side 23
Fréttir 23INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
„VIÐ viljum allir nýta stofnana með
sjálfbærum hætti, viljum geta vakn-
að hvern dag og haldið áfram að
veiða og vinna en þurfa ekki að
vakna einn góðan veðurdag við það
að allt sé búið. Þetta hjálpar okkur
við það,“ segir Gunnþór Ingvason,
framkvæmdastjóri Síldarvinnsl-
unnar hf. í Neskaupstað. Fyrir-
tækið hefur látið setja í skip sín,
Börk og Birting, sams konar dýpt-
armæla og notaðir eru í rannsókn-
arskipum Hafrannsóknastofnunar-
innar og boðið Hafró aðgang að
gögnunum.
Mikil óvissa er með ástand loðnu-
stofnsins og enginn byrjunarkvóti
verið gefinn út, enda ekki tekist að
mæla stofninn. Árni Friðriksson,
skip Hafrannsóknastofnunarinnar
er nú í leiðangri þar sem meðal
annars verður reynt að meta veiði-
stofn væntanlegrar loðnuvertíðar
og smáa loðnu fyrir næstu vertíð
þar á eftir. Skipið fór af stað sl.
mánudag og er nú við Austur-
Grænland. Engin loðna hefur
mælst, enn sem komið er, að sögn
Þorsteins Sigurðssonar, sviðsstjóra
nytjastofnadeildar Hafró, nema
hvað eitthvað hefur sést af smáseið-
um.
Síldarvinnslan hyggst hefja
loðnuveiðar í janúar, verði ein-
hverja loðnu að hafa. „Þetta er
skelfilegt ástand, að vita ekki hvort
maður hefur verkefni fyrir fólkið í
vetur,“ segir Gunnþór.
Hann telur að Síldarvinnslan geti
lagt sitt af mörkum til að ná utan
um þennan stofn með því að setja
dýptarmælana í skip sín. Tækni-
menn frá Hafró hafa kvarðað mæl-
ana, samkvæmt sínum bókum,
þannig að ekkert ætti að vera því til
fyrirstöðu að Hafró geti nýtt sér
gögnin úr þeim við rannsóknir sín-
ar strax á væntanlegri loðnuvertíð.
Þá er verið að vinna í því að bein-
tengja mælana við tölvur í landi um
gervihnött þannig að vísindamenn-
irnir geti metið strax torfuna sem
fiskiskipið finnur.
„Flest skipin eru með mæla sem
hægt er að kvarða þannig að Hafró
geti nýtt upplýsingarnar. Með
þessu móti getum við brúað bilið á
milli skipstjóranna og Hafró. Þetta
er gríðarlega mikilvægt mál og
kostar ekki mikið. Þetta þyrfti að
gera á öllum fiskveiðum enda er um
að gera að safna sem mestum upp-
lýsingum,“ segir Gunnþór.
Þorsteinn Sigurðsson hjá Hafró
segir að samræmdar mælingar
fiskiskipanna verði góð viðbót við
rannsóknir Hafrannsóknastofn-
unarinnar. Nefnir hann að leit með
skipum sem þannig eru útbúin nýt-
ist með sama hætti og rannsóknar-
skipa. Þá yrði hægt að láta fiskiskip
sem rekst á torfu sigla kerfisbundið
yfir hana og meta stærð hennar
með þessum mælum og það gæti
sparað siglingar rannsóknarskips á
svæðið.
helgi@mbl.is
Loðnuskipin verða
rannsóknarskip
Löndun Margrét EA leggur upp hjá Síldarvinnslunni. Það tekur vinnsluna
tæpa tvo sólarhringa að frysta þau 1.400 tonn sem skipið ber að landi.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
MEÐ aðstoð átján til tuttugu
manna á vakt vinna vélarnar í fisk-
iðjuveri Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað verk sem fyrir fáeinum
árum hefðu kallað á 400 til 500
manns á vertíð. Síldin flæðir úr
skipinu, í gegnum vinnsluna og inn
í frystigeymslu og þaðan með
flutningaskipi til kaupenda.
Gjaldeyririnn flæðir inn í kassann
á móti því að útflutningsverðmætið
er 60 til 70 milljónir á sólarhring,
miðað við gengi Bandaríkjadals.
Veiðar og vinnsla síldarinnar er
skipulögð út frá afköstum fiskiðju-
versins í Neskaupstað. Það hefur
verið byggt upp á undanförnum ár-
um og afkastagetan er orðin mikil,
unnið er úr allt að 800 tonnum af
hráefni á sólarhring.
Stýrt frá veiðum til markaðar
Fjögur skip Síldarvinnslunnar
og samstarfsfyrirtækja hennar eru
á síldveiðum um þessar mundir og
landa þrjú afla sínum í vinnsluna í
Neskaupstað. Síldin veiðist á
Breiðafirði og er því löng sigling til
löndunarhafnar þar sem aflanum
er landað beint í vinnslu. Þarf góða
skipulagningu til að allt gangi upp.
„Lykillinn að þessari uppbygg-
ingu er að hafa nægan kvóta til að
stýra ferlinu frá veiðum til mark-
aðar. Skipstjórarnir og áhafnirnar
vinna saman á miðunum enda er
það mikilvægt til að halda flæðinu í
vinnslunni stöðugu,“ segir Gunn-
þór Ingvason, framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar.
Skipstjórarnir hafa haft þung
orð um síldina á þessari vertíð
vegna þess hversu erfiðar veið-
arnar hafa verið. Síldin heldur sig
grunnt og milli skerja skammt frá
Stykkishólmi. Hún er hins vegar
góð til manneldisvinnslu.
Síldarvinnslan byggði upp nýtt
fiskiðjuver fyrir nokkrum árum og
hefur smám saman verið að auka
vinnsluna. Mikilvægt skref í því
var tekið fyrir þessa vertíð, þegar
bætt var við sjálfvirkum flökunar-
vélum til þess að hægt yrði að nýta
betur þá miklu aðstöðu til fryst-
ingar sem búið var að koma upp.
Nú eru þar níu sjálfvirkar flök-
unarvélar og þrjár hálfsjálfvirkar
þar sem þó þarf aðeins einn starfs-
mann á vél. Jón Már Jónsson, yf-
irmaður landvinnslu, er ánægður
með hvernig vinnslan hefur gengið
það sem af er síldarvertíð. Segir að
gott jafnvægi sé komið á.
Síldinni er dælt inn í fiskiðju-
verið úr sjókælitönkum síldveiði-
skipanna, inn á færibönd sem færa
hana í gegnum flökun, pökkun og
hraðfrystingu. Afurðirnar enda á
bretti í frystigeymslu, tilbúnar til
útflutnings. Mannshöndin kemur
lítið nálægt fiskinum í öllu þessu
ferli. Enn heyrast dynkir þegar
slegið er úr pönnum en það eru
vélar sem annast það verk, eins og
annað. Miklu munar að nú er síld-
inni pakkað í vélum en það var erf-
ið vinna sem þurfti að vinna hratt.
Öll síldin er fryst til manneldis
og nokkur ár liðin síðan hætt var
að salta síld hjá Síldarvinnslunni.
Á þessari vertíð eru aðallega
framleiddar fjórar tegundir, síld-
arflök með roði og roðlaus, samflök
og heilfryst síld. Meginhluti flak-
anna fer á markað í Austur-
Evrópu en heila síldin til Afríku.
„Við verðum að hámarka verðmæt-
in sem við fáum út úr okkar kvóta
og stýrum vinnslunni út frá því,“
segir Gunnþór.
Þarf að vaka yfir sölunni
Gunnþór segir að vegna ótryggs
efnahagsástands á hefðbundnum
síldarmörkuðum sé reynt að dreifa
áhættunni, minnka sendingar og
selja fleirum. Framleiðsla á heil-
frystri síld fyrir Afríkumarkað er
liður í því. Gunnþór segir að mikið
af fiski úr Kyrrahafinu fari á þenn-
an markað og Norðmenn hafi selt
þangað síld á síðustu vertíð. Búist
er við því að um þriðjungur síld-
arframleiðslunnar á vertíðinni fari
til Nígeríu. „Þegar efnahags-
ástandið er svona erfitt þurfum við
að fara sérstaklega varlega við
sölu afurðanna. Minnka sending-
arnar til að dreifa áhættunni,
flokka kaupendur enn betur en áð-
ur, selja sem mest gegn stað-
greiðslu, stytta greiðslufresti og
fylgjast vel með,“ segir Gunnþór.
Hann gerir sér grein fyrir því að
þessar varúðarráðstafanir geri
kaupendum erfitt fyrir og ekki geti
allir fjármagnað síldarkaupin.
Annars sé ástandið á mörkuðunum
þokkalegt og verðið síst verra en á
síðasta ári.
Að fram í janúar
Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar
er unnið á vöktum allan sólarhring-
inn. Átján til tuttugu manns eru á
hvorri vakt og er unnið úr samtals
700 til 800 tonnum af hráefni á sól-
arhring. Út úr þessu koma um 400
tonn af frystum afurðum en því
hráefni sem ekki nýtist til mann-
eldis er dælt í fiskimjölsverksmiðju
Síldarvinnslunnar til bræðslu.
Margir starfsmennirnir eru Pól-
verjar sem verið hafa við þessi
verk í mörg ár og hafa reynst vel,
að sögn Jóns Más Jónssonar.
Enn er mikið eftir af síldarkvóta.
Í gær var búið að landa tæplega
þriðjungi af úthlutuðum kvóta, eða
46 þúsund tonnum af um 147 þús-
und tonna kvóta síldveiðiskipanna.
Stjórnendur Síldarvinnslunnar
skipuleggja veiðar og vinnslu
þannig að þeir geti verið að fram í
janúar. Þá vonast þeir til að geta
tekið til við loðnuveiðar og vinnslu.
Ekki eru mörg ár síðan allt öðruvísi
stemmning var á síldarvertíð í
Neskaupstað. Þá var síldin söltuð
og mikinn mannskap þurfti til
þess.
Fjöldi fólks kom á vertíð en ekki
komu allir Íslendingarnir í þeim til-
gangi að vinna, eins og Haraldur
Jörgensen tekur til orða en hann
stjórnaði söltuninni og vinnur enn
við síldarverkunina.
„Við vorum með áttatíu manns í
síldarsöluninni og þaðan af meira.
Það var svo mikil vinna við sölt-
unina, maður sér það vel núna. Það
var ekki nóg að koma síldinni í
tunnurnar, það þurfti að vinna við
hana áfram,“ segir Haraldur. Hann
sér að vissu leyti eftir söltuninni
og segir að saltsíldin sé allt önnur
vara en sú frysta, mun meira unn-
in.
Meiri vinna við söltunina
Síldarvinnslan selur um 4.000
tonn af heilfrystri síld til Nígeríu
á vertíðinni. Er það í fyrsta
skipti sem það er gert.
Sérstakt skip kemur til að
sækja síldina og verður blokk-
unum handraðað í lestina, til að
koma sem mestu fyrir. Fiskinum
er pakkað sérstaklega vel inn til
að verja afurðirnar enda verða
þær meðhöndlaðar meira á leið-
inni til viðskiptavina en venja er
til.
Síldin fer í stóra frysti-
geymslu í Nígeríu og dreift það-
an til margra smærri. Starfsfólki
Síldarvinnslunnar skilst að það-
an fari blokkirnar til margra lít-
illa viðskiptavina, allt frá því að
einhver komi á einkabíl eða
leigubíl og kaupi slatta niður í
að fólk komi fótgangandi og
beri með sér eina eða tvær
blokkir út í skóg til að reykja.
Síldin er mikið reykt á þessum
slóðum og síðan seld í stykkja-
tali á mörkuðum eða götum úti.
Síldin seld í stykkjatali
Vélarnar mala og gjaldeyrir-
inn streymir inn í landið
Starfsmenn fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað frysta 700 til 800 tonn af síld á dag
Þar vinna nú innan við fjörutíu starfsmenn verk sem 400 til 500 manns unnu fyrir fáeinum árum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Vakandi auga Þrátt fyrir alla sjálfvirknina verður vökult auga starfsmannsins seint óþarft. Starfsmenn í fisk-
iðjuveri Síldarvinnslunnar standa við böndin sem færa heila síld til pökkunar og tína úr ónýtan fisk.