Morgunblaðið - 22.11.2008, Page 25
F-35 JFS orrustuþotan bandaríska.
NORSK stjórnvöld munu kaupa 48
bandarískar þotur, JSF [Joint
Strike Fighter] til að leysa af hólmi
F-16 orrustuþoturnar sem nú eru
uppistaðan í flughernum. Gömlu
þoturnar eru einnig bandarískar en
hönnun þeirra er nær 30 ára gömul.
Valið stóð milli JSF og sænsku
Gripen-þotunnar frá Saab-
verksmiðjunum en norskir ráða-
menn segja hana hafa orðið dýrari.
Gerðar voru kröfur til þess að ný
þota gæti sinnt verkefnum af
mörgu tagi, þ. á m. flugi yfir svæð-
um við norðurpólinn, að sögn Aft-
enposten. Blaðið hefur eftir Jens
Stoltenberg forsætisráðherra að
bandaríska þotan hafi uppfyllt allar
kröfurnar en sú sænska aðeins eina
þeirra. Einnig er verðið sagt tals-
vert lægra, einkum vegna þess að
Lockheed Martin-verksmiðjurnar
bandarísku munu láta Norðmenn
framleiða umtalsverðan hluta af
búnaði vélanna sem ekki eru enn
komnar í framleiðslu.
Niðurstaðan er mikil vonbrigði
fyrir Svía sem hafa þó ekki gagn-
rýnt reglurnar sem notaðar voru í
samkeppninni. kjon@mbl.is
Norðmenn
kaupa JSF
Munu taka þátt í
framleiðslunni
Fréttir 25ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
LIÐSMENN leyniþjónustu Banda-
ríkjamanna segja í nýrri skýrslu,
Hnattræn sýn 2025: Breyttur heim-
ur, að búast megi við auknum
óstöðugleika í heiminum á næstu
árum, alls ekki megi ganga út frá
því að vestrænt lýðræði sé tryggt í
sessi og svo geti farið að „glæpa-
samtök taki yfir heil þjóðríki og
stjórni þeim“. Sagt er að hlutfalls-
leg völd Bandaríkjanna í heiminum
muni að líkindum minnka, Kína,
Indland og Rússland muni í vaxandi
mæli keppa við Bandaríkin um
áhrif.
„Þrátt fyrir þetta munu Banda-
ríkin verða áfram mikilvægasti
þátttakandinn í alþjóðamálum en
yfirburðirnir verða ekki jafnmiklir
og áður,“ segir í skýrslunni.
Alríkisstofnun um upplýsinga-
söfnun, NIC, gerir slíka skýrslu á
fjögurra ára fresti. Margt sem þar
kemur fram um stöðu Bandaríkj-
anna á næstu áratugum hlýtur að
vera dapurleg lesning fyrir Barack
Obama sem í janúar tekur við for-
setaembættinu af George W. Bush.
Sagt er að dollarinn verði ef til ekki
lengur helsti gjaldmiðill heimsins
árið 2025 og skortur á vatni og elds-
neyti muni valda átökum. En margt
velti á því hvernig tekið sé á málum.
„Ekki er hægt að ganga út frá
einhverri einni niðurstöðu sem vísri:
vestrænt módel efnahagslegs frels-
is, lýðræðis og veraldarhyggju, svo
að dæmi sé nefnt, sem margir töldu
óumflýjanlegt, gæti misst flugið –
a.m.k. í bili,“ segir í skýrslunni.
Einnig segir: „Sem stendur er auð-
urinn ekki einvörðungu að færast
frá vestri til austurs heldur er æ
meira af honum að færast á hendur
ríkisvaldsins.“ Bent er á Rússland
og Kína sem dæmi. „Í kjölfar fjár-
málakreppunnar 2008 getur stuðn-
ingur við ríkisafskipti af efnahags-
málum aukist um allan heim.“
Spá meiri óstöðugleika
Bandaríska leyniþjónustan telur að áhrif Bandaríkjanna muni minnka hlutfallslega
á næstu áratugum og segir að átök verði um eldsneyti og vatn í heiminum
Í HNOTSKURN
»Skýrsluhöfundar segja aðhættan á því að kjarn-
orkuvopn verði notuð muni
vaxa mjög á næstu áratugum
þegar auðveldara verður fyrir
svonefnd „útlagaríki“ og
herskáa hópa að komast yfir
þau.
»Á hinn bóginn er sagt umhryðjuverkahættuna að al-
Qaeda gæti hnignað „skjótar
en fólk gerir ráð fyrir“. Er vís-
að til þess að samtök Osama
bin Ladens séu að verða æ
óvinsælli meðal almennings í
ríkjum múslíma.
George W. BushBarack Obama
SENN koma jólin og þessi japanski jólasveinn
er greinilega dýravinur. Hann fóðrar arnar-
skötur og múrenu í Sólskinsfiskabúrinu í
Tókýó.
Fiskabúrið er vinsæll áfangastaður fyrir fjöl-
skyldufólk og er þar iðulega mikið um að vera.
Búrið er risavaxið og í því lifa 60.000 fiskar og
önnur dýr, þeirra á meðal höfrungar, otrar og
mörgæsir, þar sýna sæljón einnig listir sínar.
Fiskabúrið er ekki síst sérstakt fyrir að vera
hátt uppi en það er uppi á tíundu hæð í einu
háhýsi borgarinnar. jmv@mbl.is
AP
Jólasveinninn fitar sköturnar
AP
TILTÖLULEGA einföld þrjátíu mínútna skurðaðgerð
getur leitt til þess að eldra fólk geti tekið þátt í daglegu
lífi á ný og jafnvel flutt heim til sín af sjúkrastofnunum.
Aðgerðin felst í því að koma fyrir röri sem leiðir stöð-
ugt vökva út úr heilanum og t.d. niður í maga og léttir
þar með þrýstingi af heilanum.
„Við köllum þetta fullorðinsvatnshöfuð,“ segir Per
Kristian Eide, taugalæknir við Ríkissjúkrahúsið í Nor-
egi, í samtali við dagblaðið Aftenposten. Eide er helsti
sérfræðingur Norðmanna í þessari tegund elliglapa sem
hingað til hafa notið lítillar athygli.
„Sjúkdómurinn felur í sér að of lítið pláss verður fyrir
heilann í hauskúpunni,“ segir Eide. Afleiðingar þrýst-
ingsins séu m.a. minnistap, jafnvægisleysi og sinnuleysi.
Um 20% fólks yfir áttræðu þjást af þessari tegund elli-
glapa. Vandinn sé að oft sé gengið út frá elliglöpum sem
einhverju óhjákvæmilegu og ólæknanlegu. „Stærsta
vandamálið er að komast í samband við þá sem eru með
fullorðinsvatnshöfuð. Margir heimilislæknar vita ekki
einu sinni að það er til tegund af elliglöpum sem hægt er
að lækna,“ segir Eide. Hann segir að fólk greinist með
vatnshöfuð allt niður í fimmtugt en að meirihlutinn sé þó
yfir sextugu. jmv@mbl.is
Einföld aðgerð getur
dregið úr elliglöpum
Morgunblaðið/RAX
Efri ár Elliglöp geta dregið úr lífsgæðum aldraðra.
BÖRN sem eru látin snúa frá foreldr-
unum í kerrum sínum geta beðið til-
finningaskaða. Það er vegna þess að
þau fara á mis við augnsamband við
foreldra sína á gönguferðum. Þetta
kemur fram í nýrri rannsókn frá
Dundee-háskóla í Skotlandi.
Rannsóknin leiddi í ljós að líf barna
í kerrum sé tilfinningasnautt og lík-
lega streituvaldandi. Stressuð börn
verði svo að kvíðnu fullorðnu fólki.
Í ljós kom að 25% foreldra sem létu
barnið snúa að sér í kerrunum töluðu
oftar við börnin sín meðan á göngu-
túrum stóð en foreldrar sem létu
börnin snúa frá sér. Hjartsláttur
barna sem gátu séð þann sem ýtti
kerrunni var lægri en hinna og meiri
líkur voru á að ungbörn sofnuðu.
jmv@mbl.is
Kvíðin börn
í kerrunum?
NICOTINELL
Fæst nú hjá okkur!
®Nicotinell
er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins