Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 26
26 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Stjórnendur deCODE hafa ekki enn leyst úr erfiðri lausafjárstöðu félags- ins. Kári Stefánsson, forstjóri de- CODE, sagði á símafundi með fjár- festum fyrir tveimur vikum að hann vonaðist til að tilkynna um vænt- anlega lausn innan fjórtán daga. Sú tilkynning hefur ekki borist. Gísli Árnason, fjölmiðlafulltrúi de- CODE, sagði í gær að ekki væri að vænta tilkynningar þann dag. Að öðru leyti gæti hann ekki talað efn- islega um málið. Laust fé sem deCODE ræður yfir dugir ekki lengur en út þetta ár til að standa undir rekstri félagsins. Því þarf fljótt að finna lausn. bjorgvin@mbl.is Óljós staða deCODE Morgunblaðið/Sverrir Mótvindur Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, vinnur nú að því í samvinnu við erlent ráðgjafarfyrirtæki að endurfjármagna félagið. Enn hefur ekki tekist að bæta lausafjárstöðu deCODE !"#               !!" $  % %   . @ % . #( % '" #( % 1A  % - 1  ( 6 )  B@    #( % ,(  ' % 5  % C*D/ '!+ 0+  % E % & '   . @ . F$ . @ C   CG0 1  ' 0H$ ' /2%  % $ )* !(+ , I $ .  I -' # % -( ! % - ./ #                                ! (    !   ,( 9 :;9 999 ; ?;: ;?  ?8 =:>   8 ;<9 9=?   : =9= 7<?    > 7< 7>:  = >7> 999   :K;? 9K?9 >K97  K: :K 9  ;=K<9   7;K99 ;=K99 ==9K99  :?K99  =79K99   <K>9     :K>>  ;=K79   78K99  =78K99  :8K99  ;99K99 9K99  0"  ! (  ? >:  >   :   : ?  7  9   &    !  ! >9 >998 > >998 > >998 : 9 >998 > >998 >9 >998  > >998 : 9 >998 : 9 >998 > >998 ; >998 > >998 >998 > >998 >9 >998 > >998 ; >998 ; : >998 . . . . . . D5L D5L     M M D5L 3 'L     M M &F N  /      M M 0 &.L       M M D5L 4 ? D5L )<9      M M ÞETTA HELST ... ● „Til stendur að viðskiptabank- arnir taki sína eig- in gjaldeyrisreikn- inga í notkun hjá JP Morgan á allra næstu dögum, sem þýðir að stutt er í að þeir geti sinnt erlendri greiðslumiðlun án aðkomu Seðlabankans. Auk þess er líklegt að krónunni verði fleytt innan skamms, en þó munu áfram verða einhverjar skorður á útstreymi fjár- magns, a.m.k. til að byrja með. Í öllu falli er ljóst að nú styttist í að ásætt- anlegt ástand skapist á gjaldeyr- ismarkaði,“ segir í fréttabréfi Við- skiptaráðs sem sent var út í gær. Eftir að bankarnir féllu stöðvuðust greiðsluleiðir til útlanda í gegnum þá. Undanfarið hafa nýju ríkisbank- arnir fengið ný auðkenni til að setja á svokallaðar Swift-greiðslur milli landa. Um leið og bankar fara í þrot er sjálfkrafa lokað öllum leiðum í gegnum Swift. Því hefur það bara verið á færi Seðlabanka Íslands að færa fé á milli landa auk Sparisjóða- bankans. „Staðan á gjaldeyrismarkaði hefur skánað nokkuð undanfarið og geng- ur greiðslumiðlun nú betur fyrir sig en áður. Temprun gjaldeyrisútflæðis er samt sem áður enn við lýði og því eru ennþá takmarkanir á gjaldeyr- isviðskiptum,“ segir í fréttabréfi Við- skiptaráðs. bjorgvin@mbl.is Bankar geti fært fé Finnur Oddsson FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is SJÓVÁ átti fjárfestingareignir að andvirði 49 millj- arðar króna samkvæmt ársreikningi félagsins 2007, sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Þessar eignir eru samkvæmt upplýsingum Sjóvár erlendar fasteignir sem Milestone, eigandi Sjóvár, hefur að hluta lagt inn í Sjóvá til að jafna út viðskiptaskuld. Aðrar eignir sem heyra undir þennan lið hefur Sjóvá keypt af Askar Capital, sem er umsjónaraðili fasteigna Sjóvár. Milestone hefur síðan séð um þessar fjárfestingar í eignasafni Sjóvár. Milestone er kjölfestufjárfestir í Askar Capital og eigandi Sjóvár. Skuldir í erlendri mynt Vaxtaberandi skuldir Sjóvár voru rúmir 40 millj- arðar króna um síðustu áramót samkvæmt árs- reikningnum. Mikill meirihluti þeirra skulda var í erlendri mynt. Þar sem gengisvísitala íslensku krónunnar hefur tvöfaldast það sem af er þessu ári hefur fjármagnskostnaður vegna erlendra skuldra Sjóvár hækkað mikið. Stærsti einstaki eignarliðurinn í ársreikningi Sjóvár kallast „Investment properties“, eða fjár- festingareignir, og er bókfært virði hans rúmir 49 milljarðar króna. Liðurinn hefur vaxið um 19 millj- arða frá því í árslok 2006 þegar þessar fjárfesting- areignir námu 30 milljörðum króna. Þessi eignarliður var því hærri en vaxtaberandi skuldir um síðustu áramót. Samkvæmt upplýsing- um frá Sjóvá er að langmestu leyti um að ræða fast- eignir í Belgíu, Þýskalandi og Frakklandi. Tilheyra dótturfélagi Fjárfestingareignirnar og vaxtaberandi skuldirn- ar tilheyra dótturfélagi Sjóvár sem heitir SJ fast- eignir. Þar sem SJ fasteignir eru dótturfélag Sjóvár færast eignir og skuldir fyrirtækisins inn á sam- stæðureikning Sjóvár. Samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá er hrein eign félagsins, eignir að frádregnum skuldum, í SJ fasteignum bókfærð á um fimm millj- arða króna í níu mánaða uppgjöri Sjóvár. Eigið fé jákvætt Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, segir að þær er- lendu fasteignir sem félagið á hafi hækkað til móts við skuldirnar og því sé eigið fé Sjóvár jákvætt þó að skuldir hækki. „Eignirnar eru líka í erlendum gjaldmiðlum og hækka því eins og lánin. Þær eru með gott tekju- flæði á bak við sig. En áhætta okkar vegna þessa liðar nemur einungis eigin fé og það eru ekki nema um fimm milljarðar króna.“ Þór segir að miðað við níu mánaða uppgjör ársins í ár, sem sé þó með var- úðarniðurfærslum á eignum, sé eiginfjárstaða fé- lagsins góð. „Við teljum okkur eiga ágætis eignir á móti tjónaskuld félagsins. Við erum með góðan und- irliggjandi vátryggingarekstur sem er með gott jafnvægi milli tjóna og iðgjalda. Það á að vera tryggt að hér séu eignir fyrir tjónaskuld okkar.“ Bótasjóður Sjóvár var samkvæmt ársreikningn- um rúmir 23 milljarðar króna um áramót. Hann samanstendur af tjónaskuld félagsins og fyrirfram- greiddum iðgjöldum. Samkvæmt lögum er vá- tryggingafélagi heimilt að nota allt að 40 prósent af tjónaskuld í fasteignir. Skráðu félögin færð Sjóvá átti um síðustu áramót um helmingshlut í tveimur fjárfestingarfélögum sem heita Þáttur ehf. og Máttur ehf. Þáttur var eignarhaldsfélag um 5,59 prósenta hlut í Glitni banka áður en hann féll og Máttur átti í ýmsum skráðum og óskráðum inn- lendum félögum. Þór segir að þessar eignir hafi verið færðar yfir til Milestone á þessu ári og því hafi Sjóvá ekki tekið á sig áfall vegna þeirra þegar bankarnir hrundu. Milestone lagði til eignir  Sjóvá átti miklar fjárfestingareignir um síðustu áramót  Milestone lagði hluta þeirra inn í Sjóvá til að jafna út viðskiptaskuld  Askar Capital sá um eignakaup Í HNOTSKURN » Eigið fé Sjóvár var 10 milljarðar krónaum síðustu áramót. »Sjóvá skuldaði 40 milljarða krónavegna lánveitinga á þeim tíma. Þorri skuldanna var í erlendum gjaldmiðlum. » Stærstu einstöku eignir Sjóvár voru er-lendar fasteignir sem bókfærðar voru að virði 49 milljarðar króna. Þær eru meðal annars í Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.