Morgunblaðið - 22.11.2008, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
Í FRUMVARPI viðskiptaráðherra
um breytingar á lögum um verð-
bréfaviðskipti, sem hann lagði fram á
Alþingi í gær, fel-
ast mikilvægar
breytingar sem
eru til þess falln-
ar að styrkja þá
lagaumgjörð sem
gildir um yfir-
tökuskyldu og
samstarf hluthafa
í skráðum hluta-
félögum.
Kveðið verður
á um það, með
nánari hætti en nú er, hvenær hlut-
hafar teljast vera í samstarfi. Yfir-
tökuskylda mun jafnframt myndast
við 33% eignarhlut í stað 40%, ef
frumvarpið verður að lögum. Aðal-
steinn E. Jónasson, dósent við laga-
deild Háskólans í Reykjavík, segir að
upp hafi komið vandamál við túlkun
á því hvenær samstarf var til staðar,
þegar kom að eignarhlutum í fé-
lögum, og hvenær ekki, í tíð gildandi
laga.
Ákvæðið víkkað út
Aðalsteinn segir að breyting um
lækkun yfirtökuskyldu úr 40% í 33%
sé í samræmi við gildandi löggjöf í
Noregi og Danmörku, þótt þar sé
reyndar miðað við að viðkomandi
hluthafi eða hluthafar ráði yfir meira
en 1⁄3, en ekki 33%.
„Meðal röksemda sem menn hafa
horft til þar um þessi viðmiðunar-
mörk er að til þess að ná fram breyt-
ingu á samþykktum félags þarf sam-
þykki 2⁄3 hluta hluthafa. Sá sem
ræður yfir meira en 1⁄3 af atkvæðis-
rétti í félagi er því kominn í stöðu til
þess að stöðva slíkar breytingar og
getur þar með haft umtalsverð áhrif
á félagið. Í framkvæmd hafa menn
jafnframt rekið sig á að þeir sem
ráða yfir meira en 1⁄3 í félagi, en samt
minna en 40%, hafa í sumum tilvik-
um virk yfirráð í félaginu, t.d vegna
þess hvernig er mætt á hluthafa-
fundi. Ef það er t.d einungis 70%
mæting eykst vægi atkvæða annarra
hluthafa, sem getur í sumum tilvik-
um leitt til þess að hluthafar sem
ráða yfir atkvæðisrétti innan við 40%
mörkin geti kosið meirihluta stjórn-
ar viðkomandi félags.“
Hertar reglur gegn blokkum
Ekki myndast yfirtökuskylda
nema sýnt sé fram á að samanlagðir
atkvæðishlutir fleiri hluthafa séu yfir
mörkum og það liggi fyrir að viðkom-
andi hluthafar séu í samstarfi.
Í 3. mgr. 100. gr. gildandi laga um
verðbréfaviðskipti er að finna skil-
greind tilvik þar sem löggjafinn
mælir fyrir um löglíkur á samstarfi.
Ein mikilvæg breyting sem mælt er
fyrir um í frumvarpinu er nýr tölulið-
ur undir 3. mgr. 100. gr. þar sem seg-
ir að samstarf skuli alltaf talið vera
fyrir hendi ef rík hagsmunatengsl
eða persónuleg tengsl eru milli hlut-
hafa, reist á skyldleika, tengdum eða
vináttu, eða tengsl reist á fjárhags-
legum hagsmunum eða samningum,
sem líkleg eru til að leiða til sam-
stöðu um að stýra málefnum viðkom-
andi félags.
Verði þetta frumvarp að lögum
munu möguleikar eftirlitsaðila til að
sanna samstarf verða betri. „Ef tveir
eða fleiri fjárfestar hafa t.d. til lengri
tíma staðið saman að fjárfestingum
og átt með sér ríka samvinnu kunna
þeir að falla undir þessa löglíkinda-
reglu. Slíkir hluthafar þyrftu þá að
sanna að þeir væru ekki í samstarfi,
en sú sönnunarbyrði kann að reynast
þung ef á reynir,“ segir Aðalsteinn.
Önnur breyting með frumvarpinu
er að gert er ráð fyrir að löglíkur séu
á samstarfi barna og foreldra þeirra,
óháð því hvort börn séu ófjárráða
eða ekki. Ákvæði gildandi laga ná
einungis til þeirrar aðstöðu þegar
um ófjárráða börn er að ræða.
Reglur um samstarf
hertar gegn blokkum
Mikilvægar breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti
Blokkir Hannes Smárason og Jón Ásgeir voru í samstarfi í FL Group.
Með breytingum á lögum verður auðveldara að sýna fram á samstarf.
Í HNOTSKURN
»Álitamál er hvort breytingsem mælir fyrir löglíkum á
samstarfi fjárráða barna og
foreldra sé skynsamleg því
ekki er sjálfgefið að foreldrar
og börn séu í samstarfi.
»Með breytingum verðureftirlit auðveldað. Hægt
verður að skilgreina fleiri
hluthafa í samstarfi heldur en
á grundvelli gildandi laga.
Aðalsteinn E.
Jónasson
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
HAGAR hf., móðurfélag Hagkaupa,
keypti vörumerki, vörulager og þá
viðskiptavild sem fylgir BT-keðjunni
af þrotabúi BT verslana ehf. Fyrir-
tækið tók hins vegar ekki á sig
skuldir félagsins við kaupin, enda
rennur andvirði kaupverðsins til
þess að gera upp skuldir við kröfu-
hafa þrotabúsins.
Þetta staðfesti Finnur Árnason,
forstjóri Haga, í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi.
Hugsanlega útibú
í Hagkaupum
Fasteignir BT-verslananna fylgdu
ekki með í kaupunum. Að sögn Finns
liggur ekki fyrir hvernig félagið mun
nýta lagerinn og vörumerkið en ekki
hefur loku verið skotið fyrir að BT
verði útibú í verslunum Hagkaupa.
Það mun skýrast í næstu viku.
BT-músin er verðmætt vörumerki
og margir tengja það við ódýr raf-
tæki. Því er verðmæti viðskiptavild-
arinnar umtalsvert. Kaupverð fékkst
ekki uppgefið, hvorki hjá skipta-
stjóra þrotabúsins né hjá Finni. Að
sögn Finns voru kaupin á vörubirgð-
unum hagstæð. „Stærsti hlutinn af
þessum viðskiptum er kaup á vöru-
birgðum. Þær voru ekki keyptar inn
á núverandi gengi. Ef við þyrftum að
flytja inn þessar sömu vörur í dag
yrði verðið töluvert hærra,“ segir
Finnur. Með kaupsamningnum tóku
Hagar jafnframt yfir skuldbindingar
vegna um fjörutíu starfsmanna BT.
Finnur segir að það séu hagsmun-
ir Haga að mál BT skýrist áður en
jólaverslunin hefjist fyrir alvöru.
Hann býst ekki við miklum sam-
drætti í verslun hjá Högum yfir jóla-
vertíðina enda séu helstu eignir fé-
lagsins matvöruverslanir, eins og
samsetning þess er í dag.
Músin mögulega á
stjá í Hagkaupum
Keyptu vörumerkið og lagerinn en
skuldirnar skildar eftir í þrotabúi
Í HNOTSKURN
»BT verslanir ehf. var dótt-urfélag Árdegis ehf. sem
var tekið til gjaldþrotaskipta
hinn 12. nóvember sl.
»Hagar eru í eigu Gaums enGaumur er í eigu Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar og fjöl-
skyldu hans.
„VIÐ bíðum eftir niðurstöðu Sam-
keppniseftirlitsins um samruna Ár-
vakurs og Fréttablaðsins,“ segir
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla,
spurður hvort afstaða eigenda 365
miðla sé óbreytt eftir breytingar á
eignarhaldi félagsins.
„Það er bara tvennt sem getur
komið í veg fyrir þennan samruna.
Neikvæð afstaða Samkeppniseft-
irlits eða neikvæð afstaða hluthafa-
fundar Árvakurs. Þetta er ekki í
okkar höndum,“ segir Ari.
Með kaupum Nýrrar sýnar ehf.,
sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar, á fjölmiðlahluta 365 hf.,
365 miðlum, verða litlar breytingar
á högum Ara. Hann verður stjórn-
arformaður Íslenskrar afþreyingar
í nýrri stjórn félagsins, eins og
greint var frá í Morgunblaðinu í
gær, og hann verður jafnframt for-
stjóri 365 miðla.
Morgunblaðið/Ómar
Forstjóri Ari verður áfram forstjóri
365 miðla, undir Nýrri sýn ehf.
Ari verður yfir
fjölmiðlum
Nýtt og
ferskara
helgarblað
Njóttu sunnudagsins til fulls.
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
Sukk á
sunnudegi
Fóru með
Glitnispeninga
eins og sína eigin
Ítarleg fréttaskýring
Agnesar Bragadóttur
Helga Braga og
Ingveldur Ýr
Systur og vinkonur,
söngkonan og
magadansmærin
Hoppar og skoppar
Ást og hatur á hinni
ófyrirsjáanlegu krónu
F
í
t
o
n
/
S
Í
A