Morgunblaðið - 22.11.2008, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Það var kom-inn tími tilað ríkis-
stjórnin ákvæði að
afnema þýðingar-
mestu atriði eftir-
launalaganna sem veittu
þingmönnum, ráðherrum og
embættismönnum ríflegri líf-
eyrisréttindi en öðrum. Að
því var stefnt samkvæmt
stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar að koma á meira sam-
ræmi milli eftirlauna ráða-
manna og almennings.
Afnám þessara sérréttinda
núna sýnir að ríkisstjórnin er
farin að hlusta betur á það
sem almenningur hefur að
segja. Það hefur verið hávær
krafa á flestum baráttu-
samkomum síðustu vikur að
þessi réttindi verði færð í
fyrra horf og nær því sem fólk
á almennum vinnumarkaði
nýtur.
Ákvörðun ríkisstjórnar-
innar sýnir líka að Samfylk-
ingin, ekkert síður en Sjálf-
stæðisflokkurinn, getur
komið sínum áherslumálum á
dagskrá og fengið þau í gegn.
Í því ljósi er sérstaklega at-
hyglisvert að tveir ráðherrar í
ríkisstjórninni vilji hlaupa frá
þeim björgunarleiðangri sem
nú stendur yfir og boða til
kosninga í upphafi endur-
reisnarinnar. Það er eins og
viðskipta- og umhverfis-
ráðherra hafi ekki trú á þeim
verkefnum sem ríkisstjórnin
vinnur sameig-
inlega að.
Nú reynir á
styrk Samfylking-
arinnar. Þing-
menn flokksins
verða að sýna fram á að þeim
sé treystandi til að leiða þjóð-
ina áfram í gegnum erfiða
tíma jafnt sem góða. Geti þeir
það ekki bregðast þeir miklu
frekar trausti kjósenda en
samstarfsflokksins. Yfirlýs-
ingar ráðherranna hafa rýrt
dýrmætan trúverðugleika
ráðamanna á ögurstund.
Höggin eru mörg í miklum
mótvindi hér á Norður-
Atlantshafi. Stjórnmálamenn
verða þá að hafa pólitískt
þrek til að taka miðin og vísa
fólki veginn. Geti þeir það
ekki ber þeim að hætta í rík-
isstjórn.
Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir sýndi í gær að hún ætti að
geta talið sínu fólki trú um að
langtímaverkefnið sé að vinna
að lausn þess vanda sem þjóð-
in glímir nú við. Hér skipta
flokkshagsmunir minna máli
en hagsmunir fólks og fyr-
irtækja í landinu.
Vilji ríkisstjórnarinnar til
að lækka laun þeirra sem
heyra undir kjararáð og op-
inberra hálaunamanna sýnir
líka vilja ráðamanna til að
deila kjörum með þjóðinni.
Samkennd og samheldni eru
mikilvægir ferðafélagar í erf-
iðri vegferð framundan.
Yfirlýsingar ráð-
herranna hafa rýrt
trúverðugleika }
Sérréttindi afnumin
Fjölsmiðjanveitir ungu
fólki, sem af ein-
hverjum ástæðum
hefur ekki náð að
fóta sig í námi eða
starfi, þjálfun og þekkingu.
Og þar með von.
Fjölsmiðjan er afkvæmi
Rauða kross Íslands, félags-
málaráðuneytisins og sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu,
auk þess sem náið samstarf er
við Vinnumálastofnun og
menntamálaráðuneytið. Í
vinnusetrinu, eins og Fjöl-
smiðjan er réttilega nefnd, er
ungt fólk á aldrinum 16-24
ára. Sumir hafa hætt námi
eða flosnað upp úr því af ýms-
um ástæðum, aðrir þurft að
glíma við fíkn og misst fót-
anna um stund af þeim orsök-
um.
Starfsemi Fjölsmiðjunnar,
sem er rekin að danskri fyrir-
mynd, hefur ekki farið hátt.
Þarna eru þó yfir 70 nemar
hverju sinni og fást við hin
fjölbreytilegustu verkefni.
Fjölsmiðjan rekur trésmíða-
deild, hússtjórnardeild, bíla-
deild, rafdeild og
sjávarútvegs-
deild, tölvu- og
prentdeild og
hönnunardeild.
Nemarnir fá ekki
aðeins tilsögn í vinnubrögð-
um og þjálfun í samskiptum á
vinnustað, heldur taka að sér
ýmis verkefni fyrir ein-
staklinga, stofnanir og fyr-
irtæki og fá þannig að kljást
við raunveruleg viðfangsefni
vinnumarkaðarins.
Ef ekki væri fyrir Fjöl-
smiðjuna ætti þetta unga fólk
erfitt með að vinna upp glat-
aðan tíma. Þessi hópur, sem á
allt lífið framundan, væri þá
dæmdur til að vera á skjön við
samfélag sitt. Þess í stað veit-
ir Fjölsmiðjan hópnum styrk
og sjálfstraust, sem er grund-
völlur þess að unga fólkið geti
tekist á við nám eða vinnu.
Aðsóknin hefur aukist dag
frá degi og Þorbjörn Jensson
forstöðumaður vill gjarnan
fjölga í nemahópnum. Von-
andi verður sú raunin, því
starfið í Fjölsmiðjunni er
gríðarlega mikilvægt.
Fjölsmiðjan veitir
nemum styrk og
sjálfstraust }
Gott starf í Fjölsmiðjunni
Þ
egar hringekjan sló í gegn í Evrópu
var henni haldið leyndri innan
kastalaveggja og enginn mátti sjá
hana af því að hún var ekki bara
leikfang heldur æfingatæki fyrir
hermenn. Hringekjur voru ekki leyfðar í al-
mennu opnu rými og það var ekki fyrr en löngu
síðar að Gunna og Jón og þú og ég máttum vera
með í hringekju í tívólí.
Ég veit ekki hvenær fyrsta hringekjan kom
til Íslands en ég veit hitt að við erum meistarar
í nýtískulegum hringekjuleik sem virðist engan
endi ætla að taka.
Hver ber ábyrgð á hruninu er spurt, og
hringekjan fer af stað. Ríkisstjórnin bendir á
Seðlabankann sem bendir á ríkisstjórnina sem
bendir á Fjármálaeftirlitið sem bendir á ríkis-
stjórnina sem bendir á Fjármálaeftirlitið sem bendir á
Seðlabankann sem bendir á ríkisstjórnina sem bendir á
Seðlabankann. Og Bjarni Harðarson segir af sér.
Hver ákvað hækkun stýrivaxta er spurt, og hringekjan
gefur í. Ríkisstjórnin hrópar Ingibjörg, Seðlabankinn
hrópar Össur, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hrópar Árni og
allir fara glaðbeittir saman í næsta hring. Guðni Ágústs-
son segir af sér.
Hver sat þessa fundi alla þar sem varað var við og kall-
að á aðgerðir er spurt, og hringekjan ætlar um koll að
keyra. Ha, ég? Ekki ég, hver þá nei þú já þú, ekki satt!
Hver þá?
Og hringekjan fer hring eftir hring og óskar sjálfri sér
til hamingju með nýja stóra lánið sem ungar
axlir upprennandi kynslóða skulu bera. „Til
hamingju,“ segja ráðherrar á þingi þegar lán
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er til umræðu, „til
hamingju!“ Stjórnarráð Íslands eftir Dario Fo.
Við eigum heimsmet í ráðherrafjölda miðað
við höfðatölu og þeir sitja í hringekju innan
kastalaveggja þar sem enginn má sjá eða heyra.
Það var einmitt svona sem margrómuð útrás fór
hring eftir hring í hringekju krosseignatengsla,
leyndarmála, sýndarveruleika. Hin átakanlega,
blákalda staðreynd er sú að engin uppstokkun
fer fram: björgunarleið meðsekra stjórnvalda er
hringekjan til glötunar.
Ég segi NEI. Nei, ég treysti ekki þessu
fólki, þessari hringekju sömu valdhafa ábyrgð-
arleysis, ég treysti ekki Stjórnarráði Darios
Fos til að fara með þúsund milljarða fyrir hönd ókominna
kynslóða. Það er raunveruleg hætta að lánin sem nú eru
tekin sturtist niður á mettíma og íslenskt samfélag sitji
eftir enn skuldugra en áður. Það er verið að drepa at-
vinnulíf og heimili með glæpsamlega háum vöxtum í firrtri
stefnu. Á dagskrá er lokun fæðingardeilda, áframhaldandi
náttúrueyðing. Ég segi nei.
Er ég á móti öllu? Nei. En mér hugnast illa stjórnvöld
sem firra sig ábyrgð og halda áfram að keyra okkur í kaf.
Því fallegasta og besta við Ísland verður að bjarga, en
kastalaveggi hringekjunnar verður að mylja til grunna ef
hugsjón um betra samfélag á að eiga sér von.
liljagretars@gmail.com
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Pistill
Hringekjan sem aldrei hættir
Séreignarsparnaður
aftur til ársins 2006
FRÉTTASKÝRING
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
D
æmi eru um að við-
skiptavinir lífeyrissjóð-
anna hafi tapað þriggja
ára ávöxtun af séreign-
arsparnaði sínum
vegna hruns bankanna og lægra
hlutabréfaverðs. Staðan er misjöfn.
Bankamenn í Kaupþingi sem áttu
séreignarsparnað sinn eingöngu í
bréfum í bankanum hafa til dæmis
glatað öllum sínum.
Lífeyrissjóður verslunarmanna
hefur tapað 23,4 prósentum af upp-
söfnuðum sparnaði sínum, sem er
með því mesta sem gefið hefur verið
upp, Gildi lífeyrissjóður skerti tvær
séreignarsparnaðarleiðir sínar um
tólf prósent og allar séreignarleiðir
Lífeyris, Sameinaða lífeyrissjóðsins,
bera neikvæða ávöxtun frá áramót-
um, frá 1,5 prósentum og upp í fjög-
ur.
Þeir þrettán þúsund virku sjóð-
félagar sem lögðu viðbótarlífeyris-
sparnað sinn í Almenna lífeyrissjóð-
inn þurfa nú að sætta sig við að öll
ávöxtun Ævisafns I frá ársbyrjun
2006 er horfin. Ævisafn II er nú í
sömu stöðu og í ágúst 2006, Ævisafn
III fór aftur til apríl 2006 og Ævisafn
IV til ágúst 2007. Þessi staða er ekki
einsdæmi.
Við endurmetum stefnuna
Gunnar Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðs-
ins, sem rekinn er af Glitni, segir erf-
itt að sætta sig við að erfiði og
árangur síðustu ára sé fyrir bí, en
staða sjóðsins sé sterk. „Eftir á að
hyggja hefðum við viljað gera hlutina
öðruvísi og dreifa eignum meira,“
segir hann en ítrekar: „Við gerðum
alltaf það sem við töldum rétt og með
hagsmuni sjóðsins að leiðarljósi. Við
höfum alltaf verið innan stefnunnar
og innan laga. En auðvitað lærum við
af svona þróun.“ Hann segir að stað-
an hefði verið þolanlegri hefði aðeins
einn bankanna farið í þrot og hálfs til
eins árs ávöxtun tapast. Áfallið við
hrun þriggja banka sé of mikið og því
verði lagt til að fjárfestingarstefn-
unni verði breytt með það að mark-
miði að auka áhættudreifinguna.
„Við munum leggja til að eign í
hverjum aðila verði aðeins fimm pró-
sent en ekki tíu eins og lög heimila.“
Einnig sé í skoðun að sjóðurinn fjár-
festi ekki bæði í hlutabréfum og
skuldabréfum sama fyrirtækis. Þá
verði sjóðnum óheimilt að fjárfesta í
eignarhaldsfélögum sem byggi af-
komu sína á hlutabréfum sem sjóð-
urinn fjárfesti svo einnig í. Þar vísar
hann til félaga eins og Stoða, Sam-
sonar, Existu. „Við höfum líka verið
að skoða að auka vægi ríkisskulda-
bréfa.“ Þau tapist ekki þótt þau
sveiflist í verði. Sjóðurinn verði alltaf
að ná langtímamarkmiði sínu sem sé í
það minnsta 3,5 til 5 prósenta raun-
ávöxtun; það er ávöxtun umfram
verðbólgu. Aðrir sjóðir endurmeti
örugglega einnig stefnu sína.
Enn eiga stórir lífeyrissjóðir eftir
að gefa upp stöðu séreignarsjóða
þeirra, þar á meðal sá stærsti, Lífeyr-
issjóður starfsmanna ríkisins, en
hann er ríkistryggður og skaði sjóð-
félaga enginn heldur ríkisins.
Fjöldi lífeyrissjóða hefur ekki
reiknað upp hvort og þá hver skerð-
ing verður. Stafir lífeyrissjóður og
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, sem
eru meðal þeirra stærstu, stefna á að
gefa upp stöðuna í næstu viku. Þeir
vildu ekki áætla tapið.
Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri
Festu, gerir það og segir áætlað að
skaði deildarinnar vegna hruns bank-
anna sé á bilinu níu til tólf prósent.
„Miðað við þetta hefur eignastaða
deildarinnar þrátt fyrir þetta vaxið
um 12 til 16 prósent frá áramótum.“
Morgunblaðið/hag
Áhugasamir sjóðfélagar Nærri 350 viðskiptavinir Almenna lífeyrissjóðs-
ins mættu á stöðufund hans í lok október. Staða sjóðsins er sögð sterk.
BÁÐAR séreignasparnaðarleiðir
Stapa lífeyrissjóðs skila góðri
ávöxtun það sem af er ári. Safn
eitt hefur skilað 24,7 prósenta
vexti síðustu tólf mánuðina og
Safn tvö 21,7 prósenta. Hrun bank-
anna hefur því lítil áhrif á á ávöxt-
unina.
Guðmundur Baldvin Guðmunds-
son, skrifstofustjóri hjá Stapa líf-
eyrissjóði, segir að lífeyrissjóð-
urinn hafi verið búinn að selja nær
öll innlend hlutabréf sín fyrir hrun
bankanna. Sjóðurinn átti þó
skuldabréf í bönkunum, sem enn sé
óljóst um, en engin slík skuldabréf
eru þó í séreignasjóðum Stapa.
„Okkur óraði ekki fyrir því að
svona færi [og bankanir hryndu]
en við seldum innlendu hlutabréfin
þar sem við töldum að lítil hækkun
yrði á innlenda hlutabréfamark-
aðinum.“ Stapi lífeyrissjóður er
sameinaður lífeyrissjóður Norður-
lands og Austurlands frá árinu
2007. Hann er sjötti stærsti sjóður
landsins.
Guðmundur segir Safn 1 nær ein-
göngu byggjast á ríkisskuldabréfum
en 70 prósent af Safni 2 séu rík-
isskuldabréf og 30 prósent erlendar
eignir: „Jafnvel þó að þær eignir
hafi verið í niðursveiflu hefur gengi
krónunnar vegið það upp og gott
betur.“
ÖNNUR STEFNA
SJÓÐUR Í GRÓÐA