Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 33
33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
Skuggaleg lög Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætla að lækka umdeild eftirlaun æðstu embættis-
manna. Þeir fá til dæmis ekki að þiggja eftirlaun og laun á sama tíma eftir 1. júlí 2009.
Ómar BLOG.IS
ÞAÐ gleymir enginn
þessum magnþrungnu
lokaorðum forsætisráð-
herra í ávarpi sem hann
flutti þjóðinni mánudag-
inn 6. október til að til-
kynna að frumvarp um
neyðarlög yrði lagt fyrir
Alþingi síðar um daginn.
Sama kvöld varð frum-
varpið að lögum, strax í
kjölfarið fór ein af skila-
nefndum Fjármálaeft-
irlitsins inn í Landsbankann og á
fimmtudeginum í sömu viku voru
skilanefndir búnar að taka yfir alla
viðskiptabankana þrjá. Þann dag var
bankaráðsfundur í Seðlabankanum
og undirrituð skoraði á bankastjórn-
ina að fara frá og sagði sjálf af sér í
kjölfarið.
Í yfirlýsingunni sem ég las upp á
fundinum og sendi fjölmiðlum undir-
strikaði ég að sátt verði að ríkja með-
al þjóðarinnar um stjórn Seðlabank-
ans til að sem bestur friður náist um
það uppbyggingarstarf sem fram-
undan er. Til að svo gæti orðið væri
mikilvægt að stjórn Seðlabankans
segði af sér tafarlaust. Eins og alþjóð
veit hefur bankastjórnin ekki tekið
áskorun minni.
Undraland
Árið 2002 kom ég heim frá hag-
fræðinámi í Svíþjóð. Þar hlaut ég
strangt hagstjórnaruppeldi, enda
höfðu Svíar lært sína lexíu eftir alvar-
lega bankakreppu þar í landi í upphafi
tíunda áratugarins. Á Íslandi giltu
aftur á móti önnur lögmál, hér var
Undraland. Einkavæðing bankanna
var í fullum gangi og ef litið hefði ver-
ið til reynslu annara ríkja hefði mátt
búast við þeirri miklu útlánaaukningu
sem kom í kjölfarið. Á sama tíma var
verið að undirbúa einhverjar stærstu
framkvæmdir Íslandssögunnar á
Kárahnjúkum og Reyðarfirði. Ríkis-
stjórnin gaf fyrirheit um aukna út-
lánamöguleika Íbúðalánasjóðs og í
kjölfarið sóttu bankarnir harðar inn á
fasteignalánamarkaðinn.
Í ríkisfjármálum ríkti fullkominn
absúrdismi. Hagkerfið hitnaði og
hitnaði og ríkisstjórnin hellti olíu á
eldinn. Hátekjuskattur var afnuminn,
tekjuskattur lækkaður, eignaskattur
afnuminn, skattar á fyrirtæki lækk-
aðir og rétt fyrir kosningar vorið 2007
var matarskattur lækkaður. Fjár-
málaráðherra tönnlaðist á því að
tekjur ríkissjóðs ykjust þrátt fyrir
skattalækkanir. Á sama tíma hækk-
uðu þó útgjöld ríkisins sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu. Útgjalda-
samdráttar gætti helst á sviði al-
mannatrygginga og afsláttar- og
bótaþáttar skattkerfisins.
Seðlabankanum tókst illa að fóta
sig í nýju hlutverki með verðbólgu-
markmið sem peningamálastefnu,
enda skal engan undra að erfitt hafi
verið að hemja verðbólgu við slíkar
aðstæður. Stýrivaxtatækið beit lítið á
þenslu hagkerfisins en hélt uppi óeðli-
lega háu gengi. Baráttan var nánast
vonlaus með lítinn gjaldmiðil í gal-
opnu yfirkeyrðu hagkerfi með hams-
lausa banka og ófullkomið regluverk.
Ekki benda á mig
Í ávarpi sínu gaf forsætisráðherra
tóninn fyrir þá stefnu sem stjórnvöld
hafa valið að fylgja
gagnvart þjóðinni eft-
ir hrun fjármálakerf-
isins og gjaldmiðils-
ins. Okkur var sagt að
sýna samstöðu og
æðruleysi og slíðra
sverðin á hinum póli-
tíska vettvangi. Ekki
mátti persónugera
vandann, ekki leita að
sökudólgum og þeir
sem leyfðu sér að
brjóta gegn þessu
voru sakaðir um
nornaveiðar. Kerfishruninu var lýst
sem náttúruhamförum þar sem
mannshöndin kom hvergi nærri og
þar af leiðandi án mennskrar ábyrgð-
ar.
Margir höfðu haldið uppi gagnrýni
á hagstjórnina og taumleysi í fjár-
festingum en það var erfitt að ná í
gegnum hávaðann sem fylgdi há-
snúningi hagkerfisins. Þegar kerfið
lét undan með látum var tjónið mikið
og áfallið þeim mun meira. Eignir
urðu að engu, fyrirtækin eru á helj-
arþröm og í vændum skelfilegt at-
vinnuleysi. Íslenska þjóðarsálin er
vöknuð af dvala og neitar að láta múl-
binda sig af valdhöfunum sem keyra
vagninn og fordæma alla sem vilja
kalla þá til ábyrgðar. Valdhafar og
auðmenn hafa með hroka og sið-
blindu marið allt undir sig og vegið
hefur verið að orðstír þjóðarinnar
með óskiljanlega klaufalegum sam-
skiptum við umheiminn. Á næsta
áratug þurfum við að vinna okkur út
úr hinum efnahagslega vanda og
endurvinna traust á stofnunum sam-
félagsins.
Samstaða
Fyrsta skrefið á þeirri vegferð er
að þeir sem voru í forsvari fyrir fjár-
málakerfið og hagkerfið í aðdrag-
anda hrunsins, fari frá. Valdhafar
virðast ekki skilja hvað í þessari
kröfu felst. Við viljum að þeir fari frá
til að friður skapist um þau embætti
sem gegna lykilhlutverki í að vinna
landið út úr vandanum. Þeir eiga að
víkja til hliðar og gefa þar með til
kynna að þeir ætli ekki að standa í
vegi fyrir framtíðinni. Það þarf að
losa embættin undan þeim grun að
verið sé að hylma yfir einhverju sem
gerðist í fortíðinni. Í því felst ekki
áfellisdómur um að einhver hafi gert
eitthvað af sér heldur viðurkenning á
því að persónur þeirra standi í vegi
fyrir nauðsynlegri uppstokkun.
Uppstokkun er ekki eingöngu
efnahagslega æskileg heldur lýðræð-
isleg nauðsyn. Samstaða næst ekki
með valdboði, heldur þarf að skapa
nauðsynlegar forsendur fyrir trún-
aðartrausti.
Guð blessi Ísland
Eftir Sigríði Ingi-
björgu Ingadóttur
Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir
Höfundur er hagfræðingur.
» Fyrsta skrefið
á þeirri vegferð
er að þeir sem voru í
forsvari fyrir fjár-
málakerfið og hagkerfið
í aðdraganda hrunsins,
fari frá. Valdhafar virð-
ast ekki skilja hvað í
þessari kröfu felst.
Á SÍÐUSTU mán-
uðum hafa ómæld verð-
mæti Íslendinga glat-
ast. Ástæðurnar eru
margar en grundvallar-
ástæða þess hvernig
fór var óskynsamleg
skuldsetning. Helstu
fyrirtæki landsins voru
og eru skuldsett úr hófi
fram og hafa komið sér
upp vonlausri fjár-
magnsskipan. Íslenskir bankar lán-
uðu til fyrirtækja og hluthafa
þeirra á óskiljanlegan hátt þar til
niðurstaðan gat ekki orðið önnur
en sú sem við nú horfum upp á.
Undirritaður hefur rekið fjár-
festingarfélag um allnokkurt skeið.
Síðustu þrjú árin datt okkar félag
hægt og rólega út af íslenskum
fjármálamarkaði, nánast gegn eig-
in vilja. Ástæða þess var að allt
sem við buðum í seldist fyrir mun
hærra verð en við töldum við-
unandi. Steininn tók úr í byrjun árs
2007 þegar fyrirtæki sem við buð-
um í seldist fyrir sexfalda þá upp-
hæð sem við töldum eðlilega.
Síðustu þrjú árin skipti nefnilega
ekki máli hvað fyrirtæki kostuðu;
eina sem skipti máli var hvernig
hægt væri að fjármagna kaupin. Í
þessu umhverfi urðu til orð eins og
„fjárfestingargeta“. Þetta er vita-
skuld delluhugtak en það mælir
hversu djarfir menn eru í því að
bæta við lánum ofan á eigið fé sitt,
sem vel á minnst var oft einnig tek-
ið að láni, að hluta eða öllu leyti.
Þetta orð dúkkar upp í Morgun-
blaðinu fyrst árið 2003 í umfjöllun
um Bakkavör og nú síðast fyrir um
ári í sambandi við REI. Fjárfestar
sem notuðu mælieiningu eins og
„fjárfestingargetu“ hefðu klárlega
átt að finna sér annað að sýsla við
en að fjárfesta. Og bankar hefðu að
sjálfsögðu átt að átta sig á því risa-
stóra rauða flaggi sem orðið „fjár-
festingargeta“ stendur fyrir. Það
gerðu þeir því miður
ekki.
Of seint er að
vinda ofan af þessum
hugsunarhætti. Af-
leiðingarnar eru í
dag öllum ljósar. Það
sem skiptir hins veg-
ar máli núna er að
fara vel og rétt með
þau verðmæti sem
við þó eigum eftir.
Og verðmæti Ís-
lendinga í dag eru
bundin í íslenskum
fyrirtækjum. Vandi þeirra er hins
vegar skuldsetning langt úr hófi
fram. Af þessum sökum eru mörg
þessara fyrirtækja í raun í eigu
skattgreiðenda þar sem þeir eru
eigendur nýju viðskiptabankanna
þriggja.
Því er nú lag fyrir skattgreið-
endur að fá að njóta þess í framtíð-
inni ef það heppnast að búa til
verðmæti úr ofurskuldsettum ís-
lenskum fyrirtækjum. Ástæða þess
er að þegar félag kemst í þrot og
getur ekki greitt af skuldum sínum
á að vera um tvennt að ræða.
Fyrsti möguleikinn er að sá að
hluthafar félagsins setji meira
hlutafé inn í reksturinn, hugsan-
lega með einhverri hjálp frá kröfu-
höfum. Ef hluthafarnir eru hins
vegar auralausir eiga bankarnir,
nánast án undantekninga, að taka
yfir hlutafé og rekstur þessara fyr-
irtækja, finna nýja fjárfesta og
helst breyta hluta af sínum kröfum
í hlutafé. Með því móti gætu skatt-
greiðendur tekið þátt í þeirri verð-
mætaaukningu sem ætti að geta
orðið á næstu árum. Þannig fengju
skattgreiðendur til baka eitthvað
af því sem af þeim hefur verið tek-
ið.
Að sjálfsögðu vilja núverandi
hluthafar „fjárhagslega endur-
skipulagningu“, orðatiltækið sem
hefur tekið við af „fjárfestingar-
getu“. Það er huggulegra orðalag
en „eftirgjöf skulda“. En hverjum
væri slík aðgerð í hag? Þegar ís-
Eftir Hallbjörn
Karlsson » Fjárhagsleg end-
urskipulagning“
mjög skuldsettra félaga
útrásarmanna á ekki að
líðast. Sala eigna án
þess að tryggt sé að við
skattgreiðendur fáum
bestu kjörin á ekki að
líðast.
Hallbjörn Karlsson
Höfundur er meðeigandi í fjárfesting-
arfélaginu Vogabakka ehf.
„Fjárhagsleg endurskipulagning“
lenskt fjárfestingarfélag, sem fyrir
nokkrum mánuðum var hvað mest
skuldsett allra félaga á Íslandi, og
því með glæsilegustu „fjárfesting-
argetuna“, fer fram á „fjárhags-
lega endurskipulagningu“ hjá ein-
um viðskiptabankanna okkar, er
það í raun að biðja skattgreiðendur
um að gefa sér pening. Væri það nú
það skynsamlegasta í stöðunni eftir
það sem á undan er gengið? Eða
væri meira vit í því fyrir skatt-
greiðendur, í krafti sinna banka, að
yfirtaka fjárfestingarfélagið og
eignir þess, og reyna að gera sér
mat úr þeim eignum sem þó standa
eftir? Svarið við þessu á að vera
augljóst hverjum Íslendingi.
Hættan er sú að bankarnir og
skilanefndir þeirra séu ekki nægj-
anlega fljót að átta sig á hinu nýja
hlutverki sínu, sem er að hámarka
hag sinna nýju hluthafa; íslenskra
skattgreiðenda. Sala á eignum fé-
laga sem eru í greiðslustöðvun til
stórra hluthafa án úboðs á ekki að
líðast. „Fjárhagsleg endur-
skipulagning“ mjög skuldsettra fé-
laga útrásarmanna á ekki að líðast.
Sala eigna án þess að tryggt sé að
við skattgreiðendur fáum bestu
kjörin á ekki að líðast.
Ef það er ekki tryggt að hæstu
tilboða sé leitað hverju sinni með
opnu og gagnsæu ferli er verið að
hlunnfara Íslendinga, enn eina
ferðina. Það má ekki gerast.
Stefán Friðrik Stefánsson | 21. nóvember
Hélt forsetinn Hillary í gíslingu á Bessastöðum?
Eitt af því merkilegasta í bókinni um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Ís-
lands, er frásögnin af fundi Hillary Rodham Clinton, verðandi utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna og þáverandi forsetafrúar, með Ólafi í októ-
ber 1999 þegar hún kom hingað til landsins á kvennaráðstefnuna
Konur og lýðræði í Reykjavík. Þar er gefið í skyn að Ólafur Ragnar hafi
haldið Hillary á Bessastöðum mun lengur en skipulögð dagskrá gerði
ráð fyrir til að skaprauna Davíð Oddssyni. … „Það var svo ekki fyrr en
komið var klukkutíma framyfir tímann sem dyrnar loks opnuðust á skrifstofu forset-
ans og hann fylgdi frú Clinton til dyra. Það mátti sjá rjúka úr henni af reiði, en hún
beit saman tönnum og passaði að vera diplómatísk. Svo var keyrt af stað í loftköst-
um, því forsetafrúin var orðin of sein í heiðurskvöldverð forsætisráðherra í Perlunni
vegna þessarar tafar. En hún komst auðvitað ekki á hótelið til að skipta um föt, en
það var á upprunalegu dagskránni. Fyrir vikið sat hún eins og illa gerður hlutur í veisl-
unni í krumpaðri ferðadragt sem hún hafði farið í við brottförina frá Washington. Hin-
ar konurnar voru hins vegar uppstrílaðar í sínum fínustu kjólum, þannig að næsta víst
er að heiðursgesturinn var ekki beint að fíla sig í veislunni miklu.“