Morgunblaðið - 22.11.2008, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.11.2008, Qupperneq 39
Umræðan 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 NIÐRI á Austurvelli er að verða til Nýja Ís- land – ekki inni í þinghúsi – þar kvarta allir um slen og slapp- leika og segjast ekki fá að vera með – nei – úti á vellinum sjálfum á laugardögum klukkan 3 eftir há- degi er að verða til Nýja Ísland. Það hefur farið hægt og seint á fætur en með hverjum laugardegi vex því ásmegin og næsta laug- ardag verður það næstum því búið að ná vopnum sínum og tilbúið til átaka við sögulegt hlutverk sitt sem verður það að sópa burt af þjóðarlíkamanum þeim sem hafa leitt ógæfu og smán yfir þjóðina – borna sem óborna. Nú er veður til að skapa. Nú þarf allt venjulegt fólk, sem ekki hefur gleymt sér í Hrunadansi bréfabullsins að taka höndum saman og koma á nýjum sáttmála um mennsku og mannúð í samfélagi sem verður laust við of- dramb, prjál og mikilmennsku – þessar þurslegu systur minnimátt- arkenndarinnar. Allt byrjaði þetta með kvótanum Þegar Alþingi veitti útvöldum hópi manna auðlindir hafsins til einkaafnota og samþykkti síðan að sömu menn hefðu veðheimild yfir þeim varð í fyrsta sinn á Íslandi til veðandlag fyrir milljarða hjá ein- staklingum. Þar með hófst Hruna- dans bréfabullsins og raunveruleg verðmæti urðu ekki lengur gjald- myntfótur heldur urðu óveiddur fiskur í sjó, hugarórar eða jafnvel gróðablik í auga undirstaða fjár- mála á Íslandi – þá varð til það þjóðfélag sem við höfum öll búið í undanfarin ár og mér hefur stund- um dottið í hug að væri ekki þjóð- félag heldur þjófafélag. Þá hófust upp menn sem ekki áttu aðeins svo sem eitt skuldlaust hús og góðan bíl eins og dugði dugnaðarmönnum í sjávarplássum bernsku minnar heldur komu fram milljarðamenn miklir á velli sem fóru mikinn og vildu kaupa upp Ísland og síðan all- an heiminn á augabragði. Fremstur fór svo sjálfur forsetinn í klappliði auðvaldsins og sagði slíkar sögur af yfirburðum Íslendinga að ekki höfðu heyrst síðan Jóhann Magnús Bjarnason sagði sögur af hvass- brýndum og orðfáum, dreng- lunduðum og dugmiklum, íslenzk- um útrásarmönnum á sléttum Kanada fyrir margt löngu. Og ekki lét hinn mikli leiðtogi sitt eftir liggja. Maðurinn sem hefur verið eins og heilagur andi yfir og undir og allt um kring í þjófafélagi und- anfarin ár. Hann situr nú fastur í bönker sínum við Arnarhól og bíð- ur þess eins og maðurinn í bön- kernum í Berlín að örlögin snúist aftur á sveif með honum. Hvað á að gera? Í fyrsta lagi á tafarlaust að kalla inn allar veiðiheimildir og dreifa þeim beint til þjóðarinnar – ekki – alls ekki til ríkisins, því þá fá stjórnmálamenn auðlindina aftur til sín og þeir vita aldrei hvar þeir hafa hendurnar. Þeir væru vísir til að gefa einhverjum öðrum auð- lindina – þessa uppsprettu verald- legrar velferðar Íslendinga fyrr og síðar og oftar en menn halda and- legrar líka. Það á að senda sér- hverjum Íslendingi sem fæddur er 1. desember ár hvert veiðiheimild- irnar heim til sín um áramótin. Það þarf meira segja ekki að senda bréf. Það er nóg að ákveða hve mikið skuli veitt og allir Íslend- ingar fá sinn hlut og geta ráðstafað til leigu á hverju ári. Það væri full- kominn, milliliðalaus jöfnuður og myndi til dæmis leiða til þess að kvótaverð stórlækkaði og yrði skaplegt og hefði þá skemmtilegu aukaverkun að styðja við barna- fólk! Ríkið tæki sinn hlut með venjulegum tekjuskatti. Í öðru lagi á að taka upp nýja stjórnskipan. Leggja niður forseta- embættið í núverandi mynd og breyta því frá því að vera einhvers konar auglýsingastofa fyrir hégóma og klappstýra fyrir fjárplógsmenn í að verða raunverulegt valdaemb- ætti – með öðrum orðum það á að kjósa forseta á fjögurra ára fresti til að fara með framkvæmdavaldið og mynda sex manna ríkisstjórn, afnema þingræðið og kjósa löggjaf- arþing með 31 þingmanni sem kjörnir væru úr einu kjördæmi og hefði sérhver kjósandi 5 atkvæði sem greidd væru persónum en ekki flokkum. Þingmenn gætu eftir sem áður myndað flokka og bandalög á þinginu. Þingið yrði löggjafarþing og um leið hefði það ríka aðhalds- skyldu fyrir framkvæmdavaldið. Í þriðja lagi á að leggja embætti utanríkisráðherra niður, selja öll sendiráðin og gera samning við Norðmenn um að erindast fyrir Ís- land í tímavinnu erlendis. Utanrík- isþjónustan er löngu gengin úr öll- um takti við þjóðina og aldrei þó eins rækilega og þegar við vorum látin ganga svipugöngin hjá Sam- einuðu þjóðunum og höfð að háði og spotti um víða veröld. Nú er veður til að skapa. Á Austurvelli á laugardögum klukkan þrjú er verið að búa til Nýja Ís- land. Við skulum fjölmenna þangað öll – ekki til að fara illa með mat- væli – heldur til að hrista af okkur þá óværu sem hefur komið okkur á vergang og ætlar afkomendum okkar að bera betlistafinn til þess að bæta fyrir gegndarlausa og taumlausa græðgi þeirra – og til þess að styrkja hvert annað til að ganga á móti nýjum örlögum og nýjum áskorunum og til barátt- unnar fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi. Nú er veður til að skapa Bárður G. Halldórsson á sæti í framkvæmdastjórn og miðstjórn Frjálslynda flokksins. ÞAÐ er erfitt fyrir sauðsvartan almúgann að átta sig á umræðunni í samfélaginu á undanförnum vik- um. Menn tala út og suður, austur og vestur, en hergi virðist vera hægt að ganga að óyggjandi sann- indum. Við skulum líta á eitt lítið dæmi. Eftir bankahrunið hafa umræð- urnar að stærstum hluta snúist um innstæður á reikningum Lands- bankans erlendis. Hver á að borga? Ég lagði fram þá spurningu í grein í Morgunblaðinu á dögunum, hvað hefði orðið um þessa peninga? Því hefur hvergi ver- ið svarað, að því er ég best veit. Hins vegar kom bankaráðsformaðurinn fram í sjónvarpi og fullyrti, að eignir Landbankans ættu að duga til að borga þessar innstæður. Guð láti á gott vita, segir þá utan- ríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formað- ur Samfylkingarinnar, og fagnar þessum fréttum. Virðist koma af fjöllum. Í hvaða leikriti hefur hún verið undanfarnar vikur? Hefur ekki legið fyrir hverjar eignir bankans eru? Gátu ráðherrar og und- irsátar þeirra ekki kynnt sér stöðuna með því að skoða uppgjör bankanna? Vita stjórnvöld í raun hvað þau hafa verið að gera, hvað þau eru að gera og hvað þau ætla að gera? Ég er farinn að efast um það eftir síðustu fréttir. Við getum skoðað annað dæmi. Það kom í ljós eft- ir að bankarnir höfðu verið endurreistir, að mán- aðarlaun nýrra bankastjóra verða um tvær milljónir króna á mánuði. – Hvað, þetta vissi ég ekki, þetta getur ekki verið, sagði bankamálaráðherra Samfylk- ingarinnar og virtist koma af fjöllum. Þessir bankar eru þó ríkisstofnanir í dag, rétt eins og Rík- isútvarpið. Forstjórinn þar, útvarpsstjórinn, hefur svipuð laun og bankastjórarnir. Þessir ríkisfor- stjórar hafa hærri laun en forsetinn og ráðherrar. Þar að auki eru næstu undirsátar útvarpsstjóra á ráðherralaunum. Svona gerum við ekki, hefði ónefndur maður sagt. Ég tek undir það og set fram þá kröfu, að laun yfirmanna hjá ríkinu verði skrúfuð niður fyrir milljón á mánuði með lögum, ef viðkom- andi starfsmenn hafa ekki döngun í sér til að óska sjálfir eftir lækkun. Þeir ættu þó að sjá sóma sinn í því, eins og ástandið er í þjóðfélaginu. Ég get nefnt fleiri dæmi um hringlandaháttinn í umræðunni á undanförnum vikum, en það væri að æra óstöðugan. Það er ekki undarlegt, þótt íslenska þjóðin sé ráðvillt þegar fullyrðingar ráðamanna stangast á. Fjölmiðlar hafa heldur ekki staðið í stykkinu, þótt þeir hafi vissulega átt góða spretti. Þeir virðast hvorki hafa getu né þekkingu til að kafa ofan í þessa hluti og leggja staðreyndir á borð- ið. Þess í stað er hlaupið á eftir meintum sérfræð- ingum, sem segja sína meiningu, sem oftar en ekki er lituð af stjórnmálaskoðun viðkomandi „sérfræð- ings“. Þjóðin þarf ekki á slíku að halda. Þessi óvissa í samfélaginu hefur gefið athygl- issjúkum einstaklingum tækifæri til að að blása til ófriðar með mótmælafundum. Fréttastofa Rík- isútvarpsins og dagskrárgerðarmenn þar á bæ hafa markvisst verið nýttir til að kynda undir þessum ófriði. Það fer ekki á milli mála, að vinstri „elítan“ hefur tekið völdin þar á bæ. Hún skýlir sér á bak við fagleg vinnubrögð, sem oftast eru reyndar stunduð af kappi. Enda eru margir mætir fagmenn við störf á fréttastofunni. En stundum hleypur pólitíkin með fréttamenn í gönur, ekki endilega við matreiðslu efnisins; oftar í vali á fréttum og viðmælendum. Þar að auki eru fjölmiðlamenn á góðri leið með að tala þjóðina ofan í kolsvart hyldýpi þunglyndis, með því að hamra á því neikvæða dag eftir dag, án þess að gefa gaum að ljóstýrum í myrkrinu. Þær eru þó til, sem betur fer. Ég skil vel að fólk sé hrætt vegna óvissunnar og það er mál að linni. Stjórnvöld verða að sýna öll spil- in og tala tæpitungulaust. Forsætisráðherra sagði í upphafi leiks, að íslenska þjóðin yrði ekki kúguð. Samt skrifaði hann undir samkomulag við grann- þjóðir okkar um að gangast í ábyrgðir vegna þeirra peninga, sem voru á reikningum bankanna erlendis. Við eigum sem sé að borga þær skuldir, sem „óreiðumenn“ hafa stofnað til í útlöndum. – Annað er ekki hægt, því ef við göngum ekki að þessu sam- komulagi fáum við engin lán, sagði Geir Haarde. Ef þetta er ekki kúgun, þá veit ég ekki hvað kúgun er. Meintar vinaþjóðir okkar sparka í liggjandi „vin“. Að vísu lét ráðherrann þess getið í framhaldinu, að ef til vill þyrftum við ekki að borga svo ýkja mikið, því eignir bankanna dygðu sennilega fyrir þessum innstæðum og jafnvel gott betur. Þetta vekur enn og aftur spurninguna; vita stjórnvöld ekki fyrir víst hver staðan er? Liggur enn ekki fyrir, hvað bank- arnir eiga upp í skuldir? Þjóðin verður að fá um það upplýsingar strax, hvað mikið stendur út af. Hvað það eru margar krónur sem hver og einn þjóðfélags- þegn þarf að borga? Erum við rík, fátæk eða ef til vill gjaldþrota? Ég bara spyr. Erum við rík, fátæk eða gjaldþrota? Sverrir Leósson, útgerðarmaður á Akureyri. Margir spyrja sig þessa dagana hvernig í ósköpunum Íslendingar gátu komist svo í hann krappan sem raun ber vitni. Það vantar ekki að fjölmargir, þar á meðal ég, hafi varað við gríðarlegri skuldsetningu sem er ein meg- inorsökin fyrir hruninu. Mín skoðun er sú að aðalvaldurinn sé samtrygging hagsmunamyllu verkalýðsfélaga, hagsmunahópa, s.s. LÍÚ, embættismanna, auðmanna og fjölmiðla sem end- urómuðu sama góðærissönginn og voru samtaka um að þagga niður alla málefnalega gagnrýni. Það er sama hvaða gagnrýni kom fram, hvort sem hún var á bóluna á íbúðamarkaði, skuldasúpuna í sjávarútvegi eða hlutafjárbóluna, þá sam- einaðist þessi svikamylla um annaðhvort að lýsa frati á viðkomandi gagn- rýni eða þegja hana í hel. Stundum kom að vísu upp einhver málamyndagagnrýni, s.s. þegar verkalýðsfélögin gagnrýndu ofurlaun og kaupréttarsamninga, en gagn- rýnin á bak við hana var ekki meiri en svo að fulltrúar launþega voru í stjórnum lífeyrissjóða sem fjárfestu í viðkomandi félögum og jafnvel í stjórnum þeirra sjálfra sem úthlutuðu ofurlaunum eins og dæmið sannar í VR. Öll framangreind öfl virtust sömuleiðis samtaka í því að þagga niður mannréttindabrot á sjómönnum sem fengið höfðu álit mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna um að þeir ættu að fá bætur. Enginn í myll- unni bar hönd fyrir höfuð þeirra, hvað þá að nokkur vildi rétta hlut þeirra. Eflaust hefur verkalýðshreyfingin verið hrædd um að ef hlutur þeirra yrði réttur myndi kerfið sem hún hafði fjárfest í riða til falls, þ.e. kvótakerfið í sjávarútvegi. Nú leita menn leiða út úr þessum ógöngum sem vonlegt er, ef þjóðin á að komast út úr ástandinu er engin billeg leið sem gagnast til framtíðar eins og margur heldur fram, s.s. taka upp evru, ganga í Evrópusambandið, slá lán eða knýja fram afsagnir einstakra manna eins og Davíðs Oddssonar, Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Auðvitað þurfa menn að axla ábyrgð, umskipti þurfa að verða algjör bæði í stjórnsýslunni og stjórnmálunum. Þá þarf að búa svo um hnúta að ný andlit birtist ekki einfaldlega í gömlu myllunni, þvert á móti þarf að verða kerfisbreyting og umræðan þarf að verða hreinskilnisleg um það hvernig almannahagur verði sem best tryggður. Hagsmunamyllan Sigurjón Þórðarson, líffræðingur. Laugardaginn 15. nóvember sl. birti Bjarni Harð- arson, bóksali á Selfossi, grein hér í Morg- unblaðinu undir fyrirsögninni „Hvenær er kom- ið nóg, Edda Rós“. Bjarni vísar í grein mína frá því 10. nóvember en virðist hafa mis- skilið inntak hennar. Í upphafi grein- ar sinnar fullyrðir Bjarni ranglega að ég leggi til að krónunni verði skipt út strax fyrir evru á genginu 195 kr./ evran. Síðan fjallar hann ítarlega um hve slæm áhrif slík aðgerð hefði á fjárhag heimila og fyrirtækja og ég get tekið undir það með honum. Bjarni gerir mér sem sagt upp skoðanir sem verða honum síðan til- efni mikillar hneykslunar og reiði í minn garð. Hann skrifar m.a.: „Mið- að við nýjustu fréttir veit ég ekki hvort hægt verður að telja evruþjóð- irnar til vina okkar. En að tala fyrir gjaldmiðilsbreytingu sem fyrsta skrefi við núverandi gengisvísitölu er óvægin aðför að sparifjáreig- endum og gagnast engum nema þeim sem ólmir vilja taka annan hring á íslenskum sparifjáreig- endum og efnahagskerfi. Og ég sem hélt kannski að það væri komið nóg, Edda Rós.“ Krónan getur styrkst Ástæða er til að rifja upp grein mína. Þar segi ég m.a. frá því hvern- ig fall krónunnar hefur leitt til þess að verð evru hefur hækkað um 93% á einu ári og verð á vinsælustu skulda- myntinni, japanska jeninu, um 160%. Í framhaldi af því skrifa ég: „Þar sem mikill meirihluti af skuldum fyr- irtækja og 20% af skuldum heimila eru í erlendri mynt, hefur gengisfall krónunnar leitt til gríðarlegrar skuldaaukningar. Að óbreyttu er eigið fé meirihluta fyrirtækja og hluta heimila gufað upp og stór hluti þeirra er í raun gjaldþrota.“ Síðar í greininni segi ég: „Fyrirsjáanlegt framleiðslutap þjóðarbúsins er því einnig óljóst, en það verður meira eftir því sem gengisóvissan varir lengur. Því er það eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda að finna „rétt“ gengi á krónuna; gengi sem er raun- hæft og þar með stöðugt. […] Eng- inn vafi er á því að krónan hefur veikst töluvert umfram það sem eðli- legt má telja út frá langtíma- jafnvægi. Ef vel tekst til við að end- urræsa gjaldeyrismarkaðinn, má því gera ráð fyrir að krónan styrkist og skuldastaða fyrirtækja og heimila batni.“ Af þessu sést að það er skoðun mín að krónan þurfi og geti styrkst. Ég gef hvergi til kynna að hana eigi að tengja við evruna á núverandi gengi. Slík túlkun byggist á mis- skilningi. Það er hins vegar einlæg skoðun mín að tafarlaus yfirlýsing um að Íslendingar hyggist taka upp evru geti flýtt fyrir styrkingu krón- unnar og lækkun vaxta og þannig létt á skuldum heimila og fyrirtækja. Því skrifa ég í lok greinarinnar: „Ákvörðun um upptöku evru hefði jákvæð áhrif á trúverðugleika og vaxtastig og gæti flýtt fyrir end- urreisn hagkerfisins. Spurningin um framtíð krónunnar er því viðfangs- efni dagsins í dag en ekki morg- undagsins.“ Ég vísa til frumheimildar Það er von mín að Bjarni hafi tækifæri til að endurlesa greinina mína. Sömuleiðis vona ég að þeir fjölmörgu sem lásu grein Bjarna og tjáðu sig um meintar skoðanir mín- ar, hafi tækifæri til að lesa greinina sjálfa í stað frásagna af henni. Að lokum vil ég nota tækifærið og kvitta fyrir kveðju Bjarna til mín á vefsíðu sinni hinn 5. nóvember. Þar fullyrðir hann að ég hafi stofnað Ice- Save-reikningana, sem er rangt. Í samræmi við leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins kom ég, sem forstöðumaður greiningardeildar gamla Landsbankans, ekki að rekstri bankans, hvorki innlánum, útlánum né vöruþróun. Ég bar hins vegar ábyrgð á útgáfum greining- ardeildarinnar, þar á meðal spám sem ekki rættust. Nú er einmitt komið nóg Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.