Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 44
44 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Það er alveg víst að allir sem þekktu ömmu eiga eftir að sakna hennar sárt og er ég þar með talin. Það er margt sem gerði ömmu að þeirri einstöku og ástríku konu sem hún var. Henni var mjög annt um að koma fjölskyldunni saman og stóð því fyrir allskyns fjölskylduboðum og uppá- komum til þess að gera þessa stóru fjölskyldu samrýndari. Ást hennar á fjölskyldunni leyndi sér heldur ekki þegar kom að nýjasta meðlimnum, en hún amma var ekkert lítið spennt fyr- Jakobína Guðmundsdóttir ✝ Jakobína Guð-mundsdóttir fæddist á Akureyri 16. júlí 1935. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut hinn 12. nóv- ember síðastliðinn. Útför Jakobínu fór fram frá Fossvogs- kirkju 21. nóvember sl. – Í blaðinu í gær birtust greinar um Jakobínu eftir Rakel Maríu annars vegar og Ásdísi og Önnu Sif hins vegar. Uppsetn- ingin misfórst hjá okkur og birt- um við greinarnar hér aftur um leið og við biðjumst velvirðingar á þessari handvömm. ir því að fá Öglu Mar- gréti í heiminn. Enda voru hennar fyrstu viðbrögð við fréttun- um að koma heim frá Kanaríeyjum með nægan fatnað sem duga mun litlu píunni fram að fermingu. En hún var einnig mikið til staðar og fannst fátt skemmtilegra en að fá hana í heimsókn til sín, og þó svo að Agla sé ennþá svo ung að hún hafi ekki fengið að kynnast ömmu sinni mun- um við sjá til þess að hún fái að vita hversu einstök kona hún var og hversu mikið hún hélt upp á hana og þannig mun minning hennar lifa um ókomna tíma. En þrátt fyrir þetta á ég þó mest eftir að sakna hversdagslegu hlut- anna eins og þess að koma í heimsókn til ömmu og afa, þar sem maður gat verið viss um það að fá faðmlag, og að amma klikkaði ekki á því að vera búin að bæta einhverju við í dótakassann eða með tilbúna spólu fyrir mann til að horfa á. Svo var það ekki alvöru heimsókn til ömmu og afa nema að fá vanilluís með súkkulaði sósu. Eitt er þó alveg víst að það er mik- ill missir fyrir alla að amma var tekin frá okkur en við þurfum bara, í henn- ar anda, að vera jákvæð og hugsa um það að hún er áreiðanlega komin á betri stað. Rakel María. Ástkær amma. Þakka þér, elsku besta amma mín, fyrir allt það sem þú gafst af þér. Styrkur þinn, ráðvendni og hlýja lýsti ávallt minn lífsveg. Þú varst ætíð frábær fyrirmynd, sér í lagi það hve jákvæð þú varst og gæska þín gagnvart öllu og öllum. Aldrei misstir þú sjónar á því góða í lífinu og í sér- hverju augnabliki var bjartsýni til staðar. Ég gat ávallt leitað á náðir þín- ar og stólað á að finna hjá þér skilning, leiðsögn og frábæran félagsskap. Ég hugga mig við minningar um samtöl og samverustundir okkar tveggja. Ég mun reyna að hafa í heiðri og að leið- arljósi bjartsýni þína og það að vera jákvæð. Í djúpum míns hjarta er örlítið leynihólf innst, sem opnast af skyndingu þegar mig varir minnst og hugskotsins auga með undrun og fögnuði sér eitt andartak birtast þar mynd síðan forðum af þér. (Jón Helgason.) Þín verður sárt saknað. Friður sé með þér. Þín, Ásdís og Anna Sif. Kveðjuorð til Bíbíar. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Eftir þessu lifðir þú, Bíbí. Eftir langa og erfiða baráttu þína, Bíbí okkar, við veikindi þín, ertu dáin. Okkur langar til að skrifa nokkr- ar línur og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur hér í fjölskyld- unni. Pabbi kynntist þér og þið hófuð ykkar samveru árið 1981 og giftuð ykkur síðan árið 1993. Árið 1981 var elsta dóttir okkar Ásdís Birna um eins árs og hún hefur alla tíð getað talað við þig og þið verið miklar vinkonur og hún sagði við þig Bíbí amma. Þú hefur líka haldið saman okkur systkinum Dúnu, Sigmari, Brynju, Agli og fjöl- skyldum, Braga syni þínum og fjöl- skyldu hans og þar á meðal voru alltaf samverustundir okkar á jólunum góð- ar. Fyrstu árin hjá ykkur og síðan þegar þið pabbi voruð orðin eldri þá var það til skiptis hjá okkur systkin- um. Þú hefur alla tíð sýnt mikinn áhuga á því sem við vorum að gera í okkar lífi. Þar á meðal þegar við vor- um í námi í Danmörku og þið komuð í heimsókn þangað þegar Dúna útskrif- aðist. Við heimsóttum ykkur til Gran Canary, frá Danmörku. En á Gran Canary, þar sem þið dvölduð mikið saman var ykkar annað heimili og þar voruð þið í góðu yfirlæti með vinum ykkar. Þú sagðir alltaf að „þið yrðuð að vera komin heim til Íslands áður en ákveðnir atburðir í lífi okkar í fjöl- skyldunni yrðu“, s.s. gifting, barns- fæðing, skírn eða ferming barna okk- ar. Þú vildir ekki missa af neinu sem gerðist hjá okkur og sýndir því mikinn áhuga og deildir því með vinum ykkar. Þú og pabbi áttuð ykkar góðu ævi saman í æðruleysi og edrúmennsku. Eftir því sem árunum fjölgaði bætt- ist í fjölskylduna hjá okkur systkin- um. Sigmar eignaðist Jóhann Örn og Herbert, en fyrir átti hann stjúpson, Barða, og Brynja eignaðist Rakel Maríu og síðar Tomma og Dúna eign- aðist Agnesi Evu og Hermann Haf- stein. Bragi giftist Jolly og þau eign- uðust Jón Emil (skírður í höfuðið á Jóni Emil yngri syni þínum, sem dó mjög ungur) og nú á þessu ári, þegar þú hélst að allir væru hættir barn- eignum þá fæddist Agla Margrét hjá Brynju og Kalla og það gladdi þig mikið. Þú gast þá haldið áfram að kaupa úti á Gran Canary, föt á barn í fjölskyldunni. Kalli á fyrir Tómas. Eg- ill og Laufey búa í Ástralíu og eru barnlaus. Þrátt fyrir legu þína á LSH síðustu 7 mán. vildir þú ekki missa af því sem var að gerast hjá okkur í fjöl- skyldunni þ. á m. giftust Ásdís Birna og Anna Sif og þar varstu í hjólastól og gladdist með okkur. Á ættarmót (Einars afa) okkar í FÍH-húsinu mættir þú og hafðir gam- an af. Og enn og aftur talaðir þú um að þú ætlaðir að vera orðin góð þegar nafngift Öglu Margrétar yrði í byrjun nóv. sl. Af æðruleysi þínu tókstu öllu með jafnaðargeði sem á dundi í þínu lífi og okkar hinna í fjölskyldunni. Takk fyrir allt og allt, Bíbí okkar. Megi guð gefa þér, pabbi, afi, styrk í þinni sorg og einnig ykkur öllum í fjöl- skyldunni óskum við alls hins besta og megi guð styrkja ykkur í sorginni. Guðrún Hanna, Gísli, Agnes Eva og Hermann Hafsteinn. Ég kveð vin minn Úlf Hjörvar með söknuði. Úlfur var ein af mínum fáu tengingum á meg- inlandinu við landið í norðri. Þaðan sem kaldir vindar blása oft á tíðum í stað þess að vera það fyrirmyndarríki, sem það vel gæti verið. Á því sviði ræddum við félagarnir oft um „ástand og horfur“ og sjaldan hef ég kynnst manni sem bar hag síns föðurlands meira fyrir brjósti en Úlfur. En hann gjörþekkti einnig samlanda sína og lagði sig fram við að skilja hvers vegna þróunin var fremur til sundr- ungar en sameiningar. Frá öðrum góðum vini bárust mér þau skilaboð að það sem skipti öllu máli hér í jarð- vistinni væri að vera góður nemandi. Einmitt þannig sé ég vin minn Úlf, hann var einmitt góður nemandi. Og mér eru minnisstæðar nokkrar bæk- ur sem hann léði mér. Dansk-þýddar bækur um svokölluð æðri málefni þar sem litið er á heimstildrið allt frá nýju sjónarhorni. Slíkar bækur finnast merkilegt nokk í Danmörku og Úlfur keypti þær og las og lét þær svo fara áfram til að þær hefðu enn meiri áhrif. Úlfur Hjörvar ✝ Úlfur Hjörvar,rithöfundur og þýðandi, fæddist í Fjalakettinum við Aðalstræti í Reykja- vík 22. apríl 1935. Hann lést á heimili sínu í Kaupmanna- höfn 9. nóvember sl. Útför Úlfs var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 21. nóv. sl. Þeir sem leggja sig eftir bókum fræðast meira en hinir sem láta það vera. Og ef það er nokkuð sem Úlfur er sér- staklega þekktur fyrir, þá er það áhugi á bókum. Ekki bara skrifaði hann bækur og þýddi, heldur safnaði bókum. Ég er ekki frá því að honum hafi tekist að smita mig eilítið í þessa veru. Og ég þakka fyrir mig. Mínar og okkar hjónanna sér- stöku kveðjur vegna fráfalls heimilis- föðurins, Úlfs, gilda vinkonu okkar, ekkju hans Helgu, börn og barna- börn. Ég kann ekki að nefna þau öll, en þið vitið sjálf hver ég meina. Ég kveð vin minn í nafni hins nafnlausa æðsta, þaðan sem við eigum öll okkar upphaf. Einar Þorsteinn. Það vill stundum vera nokkurt streð hjá rithöfundum að fá útgef- anda. En látum það liggja milli hluta. Mér vitanlega gat aðeins einn maður státað af því, að hafa sent frá sér bók, þar sem á titilblaði stendur: Útg.: Nokkrar konur í Reykjavík. Þetta var Úlfur Hjörvar, sem hér skal kvaddur nokkrum orðum. Bókin sú arna ber hið yfirlætis- lausa heiti „Sjö sögur“ og kom út árið 2002. „Undarlegt,“ hugsaði ég með mér, þegar ég las bókina, sem eins og titillinn bendir til, er smásagnasafn. „Já, undarlegt, en það er eins og sög- urnar séu skrifaðar af manni, sem fæddur er fyrir stríð“. Ég ætla ekki að færa rök fyrir þeirri skoðun minni hér; hún er mitt einkamál. En auðvit- að vissi ég, að Úlfur var fæddur fyrir stríð, mér bara láðist að hugsa út í það. Og lái mér hver sem vill. Sannleikurinn er sá, að Úlfur var ævinlega ungur. Með því á ég ekki við, að hann hafi ekki tekið út þann þroska, sem aldri hans hæfði. En hann var ungur í anda. Hann var bar- áttumaður fyrir jöfnuði í samfélaginu. Vonir kvikna og slokkna; það er gang- ur lífsins. Ég hygg, að Úlfur hafi kvatt þennan heim aðeins of snemma til að sjá austrið roða slegið. Að vísu ekki á sama hátt og hann lét sig dreyma um forðum tíð, en samt… Úlfur stóð ekki fremstur í flokki róttækrar baráttusveitar sinnar kyn- slóðar. Líkt og íslensku hirðskáldin forðum sat hann svo nærri öndvegi, að vel mátti heyra og sjá. Brá og sverði, þegar á þurfti að halda. Hann var óþrjótandi sagnabrunnur þess, sem gerðist í Reykjavík um og upp úr miðri öldinni og raunar lengur. Úlfur Hjörvar var manna fágaðast- ur, sem tæpast varð sagt um ýmsa gamla vini og félaga, sem við áttum sameiginlega. Hann var nefnilega du- lítið borgaralegur í háttum, án þess ég hafi látið þess sérstaklega getið á samverustundum okkar. En skemmtilegur frásagnamaður var hann umfram flesta. Úlfur naut lífsins, eins og best verð- ur gert. En þess skal minnst, nú þegar hann heldur á nýjar og fegurri lendur, að hann var vel kvæntur, umfram flesta menn. Ekki þekki ég margt fólk, sem eins vel hefur skilið maka sinn, og unnt honum þess að blómstra á sinn hátt, eins og Helga Hjörvar gerði. Það þarf stórmennsku til. Pjetur Hafstein Lárusson. Þeir lágu saman garðar foreldra okkar, annar í Suðurgötu, hinn í Garðastræti, þá börn er við vorum, Úlfur og ég. Ef til vill eins konar fyr- irboði þess, að árum saman lágu leiðir okkar saman. Fyrst í barnaskóla, eins og grunnskólinn hét í þá daga. Að honum loknum sóttum við nám í Hér- aðsskólann að Laugarvatni og sumrin löng vorum við á Hvanneyri við fjöl- breytt störf. Síðar austur við Sog við byggingu Steingrímsstöðvar. En lífið var ekki bara nám og vinna. Við urðum sósíalistar af lífi og sál og þar með hernámsandstæðingar. Ís- land úr NATO og herinn burt. Gerð- um m.ö.o. sjálfstæði Íslands að okkar herra. Og lágum ekki á liði okkar í baráttunni, enda djarfir menn og hraustir. Draumalandið, sósíalisminn beið þá eins og nú, inni í blámóðu framtíð- arinnar eftir því að fólkið þyrði. Þetta voru kátir dagar. Og áfram hélt lífið. Það komu konur og börn. Fljótlega fór svo að enginn talaði um þig án þess að nefna hana Helgu í sömu and- ránni. Úlfur og Helga var ævinlega sagt. Svo skildi leiðir um tíma en lágu svo saman aftur. Ég flutti með mitt fólk austur í Neskaupstað, nema hvað, í rauða bæinn. Og eitt vorið komuð þið Helga þangað í sumar- vinnu. Þá hygg ég að þau bönd vin- áttu hafi orðið til, milli Helgu og Guð- rúnar, sem ekki brustu meðan Guðrún lifði. Þetta sumar var mikið unnið og mikil pólitík lá í loftinu. Kannski átt- um við öll örlítinn þátt í því að búa til besta bæjarfélag í landinu, með þeim Lúðvík, Jóhannesi, Bjarna og fé- lögum þeirra. Hver veit? „Allir munu vera okkar vinir, sagði hún; því fólkinu líður vel. Og þrælak- istan leggjast niður niður á Bessa- stöðum, sagði hann, því að í landi þar sem fólkinu líður vel eru ekki framdir glæpir. Og við riðum um landið á hvít- um hestum, sagði hún.“ (Halldór Lax- ness.) Að loknum Neskaupstaðarárunum tóku við nokkur ágæt ár í Reykjavík. Þá var oft gestkvæmt á Bergþóru- götu 1, en þar bjuggu þau Úlfur og Helga nokkur ár. Frá þessum tíma er margs að minnast, ekki síst ferða um þetta land, t.d. vora við Breiðafjörð, eyjanna mörgu, sem við komum í, um eggtíð. „Þótti þér ekki Ísland þá yfirbragðsmikið til að sjá?“ (Jónas Hallgrímsson.) Lýkur nú þessum fátæklegu kveðjuorðum til vinar og baráttu- félaga en eftir lifir minningin um vaskan dreng og margar góðar stund- ir. Við Dísa mín sendum Helgu og börnunum einlægar samúðarkveðjur. Ólafur Þ. Jónsson. Mikil eftirsjá er að Úlfi Hjörvar. Nú eru rúm þrjú ár síðan þau Helga sögðu mér að hann hefði greinst með krabbamein í hvekk sem ekki yrði upp skorið. Öllum mátti þá vera ljóst að hverju stefndi, en Úlfur bar sig vel, fullur áhuga á málum líð- andi stundar, einkum bókmenntum og menningarmálum. Hann sýndi ótrúlega seiglu þessi ár, gafst aldrei upp, heldur hélt fyrra striki, hvað sem í skarst. Úlfur var greindur og minn- ugur, en mér þótti hann stundum óþarflega neikvæður og dómharður. En það skýrði ég með þunglyndi sem lengi hafði háð honum. Hann var ljúfur maður og hjálp- samur, og fann ég fyrir því einu sinni þegar þröngt var í búi, þá útveguðu þau hjón mér bæði vinnu við þýðing- ar. Sjálfur þýddu Úlfur margt og af snilld, hann var málamaður og afar vel máli farinn á íslensku. Hann sagði líka vel frá og hafði margs að minnast frá rúmum sjö áratugum, hafði dval- ist í mörgum löndum, kynnst mjög mörgu fólki, og var næmur á sér- kennilegt í fari þess og á spaugileg at- vik. Ég hvatti hann því til að semja endurminningar sínar, en óttast að ekki hafi orðið af því. Síðustu árin urðu honum líka erfið, hann var oft á sjúkrahúsum en stundum hress þess í milli. Ég heimsótti hann síðast viku áður en hann dó. Þá var hann enn málhress en tærður af krabbameini og máttfarinn svo ég stóð ekki lengi við. Auk þýðinga naut málsnilld Úlfs sín sérlega vel í smásögum, enda vann hann til verðlauna á því sviði. Ekki liggur þó eftir hann nema eitt lítið kver með átta sögum. Vonandi leyn- ast fleiri í skúffum hans, því þessar sögur voru sérlega vandaðar. Einkum tókst honum vel upp með sögumann sem er ótrúverðugur, enda þótt frá- sögnin sé í lifandi myndum. Þetta er kannski kalkað gamalmenni, og okk- ur birtist lifandi litrík fortíð í brotum innan um ömurlega gráa nútíð sem sögumaður ræður ekki við. Það er sannarlega leitt að Úlfur skyldi ekki láta eftir sig meira frumsamið efni. En ég held að því hafi valdið skörp sjálfsgagnrýni, honum hafi sjaldan þótt nógu vel unnið. Það er þá líka sjálfsagt ástæðan fyrir því hve vel honum tókst upp í því sem hann lét frá sér fara. Örn Ólafsson. Það er margt sem kemur upp í hug- ann við að minnast Úlfs Hjörvar – þetta nafn Hjörvar hafði fyrir mína kynslóð sérstakan hljóm, Helgi Hjörvar, faðir Úlfs, var mikill þýðandi og lesari, þjóðin hlustaði, stundum var bærinn hljóður og götur auðar! Úlfur talaði og fór með gott mál, skrifaði mjög góða texta og gerðist mikilsmetinn þýðandi. Hann stóð af sér áveðrin sem fylgdu félagshyggju- fólki þeirra tíma – sjálfur numið í Moskvu án þess að blindast. Við kynntumst held ég á Mokka um 1960, þá var hann blaðamaður á Þjóðviljanum. Nokkru seinna stofn- aði nokkur hópur leikfélagið Grímu og hóf að sýna ný verk frá meginland- inu. Þegar ákveðið var að sýna Vinnu- konurnar eftir Genet í þýðingu Vigdísar Finnbogadóttur og í minni leikstjórn, var Úlfur fenginn til sam- ✝ Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSGEIRS BECK GUÐLAUGSSONAR, Urðarstekk 5, Reykjavík. Arndís Lilja Níelsdóttir, Larry Guðlaugur Keen, Kathy Ann Balatoni Keen, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, Guðni Gíslason, Guðrún Ásgeirsdóttir, Guðmundur Tómasson, Lilja Petra Ásgeirsdóttir, Erlendur Magnús Magnússon, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Eiríkur Arnarson, Níels Árni Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.