Morgunblaðið - 22.11.2008, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 22.11.2008, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Doðranturinn um dýrin erekki hentug lesning uppi írúmi fyrir svefninn – trúðu mér, ég er búin að prófa það. Bókin er líka svo sneisafull af fróðleik að meðallöng manns- ævi dugar varla til að lesa hana frá upphafi til enda. Það er JPV útgáfa sem nýlega sendi frá sér bókina Dýrin: Leið- sögn í máli og myndum. Bókin er í sama flokki fræðibóka og Jörðin sem útgáfan sendi frá sér fyrir nokkrum árum. David Burnie er aðalritstjóri Dýranna en að samningu hennar unnu meira en sjötíu dýrafræð- ingar, líffræðingar og náttúru- fræðingar af ýmsum þjóðernum. Guðni Kolbeinsson færði hana svo yfir á íslensku.    Fjallað er um meira en tvö þús-und dýrategundir í Dýr- unum. Í innganginum segir að hún sé óður til fjölbreytileika dýraríksins og í henni er að finna nákvæmt yfirlit um veröld dýr- anna, frá kunnuglegum tegundum upp í sárasjaldgæf dýr. Bókin er einkar vönduð og vel upp sett, bara inngangurinn tók mig nokkra klukkutíma í lestri, í honum er fjallað um dýrin, líf þeirra og flokkun. Á eftir honum kemur langur kafli um búsvæði dýra og svo er farið í dýraríkið sem er skipt í spendýr, fugla, skriðdýr, froskdýr, fiska og hryggleysingja. Strax á blaðsíðu 14, af 618, rakst ég á þá merkilegu stað- reynd að 97 prósent af dýrum jarðar eru hryggleysingjar, aðeins þrjú prósent eru hryggdýr. Aldrei hefði mér dottið í hug að hrygg- leysingjarnir væru í svona miklum meirihluta. Auðvitað blekkir það mann að hryggdýrin eru yfirleitt í forystuhlutverki í dýraríkinu, þau eru stærri, feitari og frekari, en hryggleysingjarnir eru smávaxnir, sumir sjást varla, og eiga heima á stöðum sem menn komast ekki á.    Ég verð nú að segja að litlukvikindin hafa aldrei heillað mig svo þegar ég fletti bókinni fór ég strax í spendýrakaflann. Í umfjöllun um hunddýr komst ég meðal annars að því að blöku- refur er með næstflestar tennur af öllum spendýrum, átta jöxlum meira en ættingjarnir. Vinninginn í tannfjölda hafa pokadýrin. Þrátt fyrir spenning yfir spendýrunum var ég kominn í hryggleysingjana áður en ég vissi af. Líklega út af því að þeir eru flestir framandi og fjarlægir a.m.k enn sem komið er, spurning hvað hlýnun jarðar fær- ir okkur hér á klakann í framtíð- inni. Það voru beiðurnar sem drógu mig strax til sín en þær eru einu skordýrin sem geta snúið höfðinu í 180 gráður og horft aftur fyrir sig. Líklega var það ótrúlega heillandi mynd af beiðu, sem lítur svolítið út eins og geimvera, sem varð til þess að ég fór að skoða þessa skordýrategund. En meðal mynda í bókinni eru verðlauna- verk fremstu náttúrulífsljósmynd- ara veraldar og sárasjaldséðar myndir sem fundust eftir ráðgjöf sérfræðinga og mikla leit. Ljós- myndirnar eru ekki eingöngu fal- legar heldur sýna þær fjölbreyti- leiki dýranna vel og draga lesandann inn í heim þeirra.    Þó að mannskepnan haldi aðhún sé búin að kanna öll skúmaskot heimsins er fjallað um nokkur dýr í bókinni sem teljast viðbætur við dýraríkið. Þar á meðal eru nýuppgötvuð apateg- und, þriðja fílategundin og nokkr- ar sjaldgæfustu hvalategundir heims. Dýrin var mörg ár í vinnslu en sjö ár eru síðan bókin kom fyrst út í Bretlandi. Á meðan á gerð hennar stóð hurfu um fimm þús- und dýrategundir af sjónarsvið- inu, og líklega einhverjar í viðbót á meðan hún var unnin yfir á ís- lensku. Flestar þeirra voru smáir hryggleysingjar en aðrar mun sýnilegri. Blessuð sé minning þeirra. ingveldur@mbl.is Spendýr, fuglar, skriðdýr, froskdýr, fiskar og hryggleysingjar » Auðvitað blekkir þaðmann að hryggdýrin eru yfirleitt í forystu- hlutverki í dýraríkinu, þau eru stærri, feitari og frekari, en hrygg- leysingjarnir eru smá- vaxnir, sumir sjást varla, og eiga heima á stöðum sem menn kom- ast ekki á. Reuters Ungi Flóðhestar lifa að miklum hluta í vatni og eru taldir skyldari hvölum en öðrum klaufdýrum. Þeir geta verið í kafi í meira en 5 mínútur. AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir CAFE ROSENBERG Sunnudag 23. nóv. kl. 20:00 Hljómsveitin flytur stóra efnisskrá verka eftir Thad Jones (1923-86), einn helsta meistara big band tónlistar síðustu áratuga. Jones var trompetleikari með hljómsveit Count Basie á árunum 1954-63. Ásamt trommuleikaranum Mel Lewis stofnaði hann árið 1965 The Thad Jones/Mel Lew- is Jazz Orchestra, en sú hljómsveit leikur enn á hinum þekkta jazzklúbbi The Village Vanguard í New York undir nafninu The Village Vanguard Jazz Orchestra. Thad Jones strjórnaði síðar Stórsveit danska Ríkisútvarpsins og tók við stórsveit Count Basie eftir hans dag. Kraftmikil stórsveitatónlist eins og hún gerist best. Aðgangur kr. 1000 Námsmenn og eldri borgarar kr. 500 Stjórnandi er Sigurður Flosason Stórsveit Reykjavíkur spilar THAD JONES Nýtt sölugallerý Vönduð olíumálverk á hreint ótrúlegu verði! Verið velkomin, sjón er sögu ríkari. Opnunartími: mán-fös 10-18 lau og sun 12-17 Rauðarárstíg 6 Sími: 567-7888 www.art2b.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.