Morgunblaðið - 22.11.2008, Page 61

Morgunblaðið - 22.11.2008, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 GESTIR þátt- arins Orð skulu standa í dag eru Lára Helga Sveinsdóttir lög- fræðingur og Kristján Guy Burgess ráðgjafi. Á milli þess sem þau fást við m.a. „ástarbragð“ og „krútt“ botna þau þennan fyrripart um óvenjumikið mannfall meðal þingmanna Fram- sóknarflokksins: Tregt er oss tungu að hræra. Tveir eru fallnir í valinn. Í fyrri viku var ort að gefnu ýmsu tilefni: Krónan okkar agnarsmá á nú slæma daga. Í þættinum botnaði KK: Ég ræddi það við Ragnar Má ráðgjafa hjá Saga (Capital) Og (þessi er raunar í boði málfars- ráðunautar Ríkisútvarpsins): Það tóku hana tröllin grá og týndu úti í haga. Davíð Þór Jónsson nennti engu krepputali en tók að sér að botna frekar tíu sinnum um allt annað sem hugsast gat: Yfir kalda eyðiblá einn um nótt ég kjaga. --- Fegurst kvenna Fróni á finnst mér Helga Braga. --- Yfir fjöllin fimbulhá flýgur þessi baga. --- Á bylgjum útvarps banna á blaður milli laga. --- Fögur tré og feikihá flestir ormar naga. --- Börnin okkar blessuð má beita meiri aga. --- Áfram má hér eflaust sjá ísbirni á Skaga. Drottinn! Okkar eina þrá er oss frá synd að draga. --- Sérhver gæta sjálfur á sinna heimahaga. --- Hvað er aftur Óli Pá? Er það Gísla saga? Úr hópi hlustenda botnaði Guðni Þ.T. Sigurðsson: Því bankagaur í leyni lá lengi hana að naga. Arnór Halldórsson: Er heimskreppuna herðir má þó hæla Davíðs naga. Magnús Halldórsson á Hvolsvelli: Kveisupest mun kerlu hrjá. Var kappátið til baga? Unnur Sólrún Bragadóttir m.a.: Hverju skal nú hagnast á, hvaða stoðir naga? Halldór Halldórsson fyrrverandi skipstjóri: Forustuna fella má og fjármál landans laga. Jónas Frímannsson m.a.: Eru döpur augun blá og illt er henni í maga. Þorkell Skúlason í Kópavogi: Ágirnd, græðgi, bleik á brá bakfisk hennar naga. Björg Elín Finnsdóttir: Einu sinni ansi kná öllum nú til baga. Sigurþór Heimisson m.a.: Þau innanmein sem hana hrjá er heimskulegt að laga. Erlendur Hansen á Sauðárkróki: Áður þótti himinhá, hana tókst að laga. Sigurður Einarsson í Reykjavík: Ábyrgð hárra herra þá í hel er reynt að þaga. Síðast en ekki síst Auðunn Bragi Sveinsson: Henni verður hjálp að ljá; hana þarf að laga. --- Bankavöldin breið og há brauð frá okkur naga. Ástarbragð og krútt Þátturinn er að vanda á dagskrá Rásar 1 kl. 16.10 í dag. Hlustendur geta sent botna sína, tillögur að spurningum og önnur erindi í net- fangið ord@ruv.is eða til Orð skulu standa, Ríkisútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Orð skulu standa Kristján Guy Burgess GÓÐVINUR Kaupþings sáluga, breski leikarinn John Cleese, á í ástarsambandi við konu sem er 42 árum yngri en hann. Cleese, sem er 69 ára, er að slá sér upp með ameríska skemmti- kraftinum Barbie Orr, sem er 27 ára. Parið sást kyssast og haldast í hendur á stefnumóti í Santa Monica á miðvikudaginn. Fyrr á þessu ári var því haldið fram að Cleese ætti í ástarsam- bandi við hina 34 ára Veronicu Smi- ley. Í janúar skildi hann við þriðju konu sína, Alyce Faye Eichelber- ger, eftir sextán ára hjónaband. Skilnaðardeila þeirra stendur enn. Reuters Ást John Cleese á 27 ára kærustu. Kvensamur Cleese / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ 550 krr SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK FRÁ MANNÖPUNUM SEM FÆRÐU OKKUR SHREK ÍSLENSKT TAL EIN FLOTTASTA ÆVITÝRAMYND ÁRSINS MEÐ ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU AFAÐALHLUTVERKUNUM. SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Á SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Á SELFOSSISÝND Á SELFOSSI saga umdeildasta stjórnmálamanns aldarinnar. Frá óskarsverðlaunaleikstjóranum Oliver Stone ATH. SÝND MEÐ ÍSLEN SKUT ALI ÓTRÚLEG UPPLIFUN, SJÓN ER SÖGU RÍKARI! FYRSTATEIKNIMYNDIN SEM ER FRAMLEIDD MEÐ ÞRÍVÍDD Í HUGA! SÝND Á SELFOSSI OG KEFLAVÍK SÝND Á SELFOSSI AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, SÝND Í ÁLFABAKKA, MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ MADAGASCAR 2 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ BODY OF LIES kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ RESCUE DAWN kl. 10:20 B.i. 16 ára GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ - ROGER EBERT - SÆBJÖRN, MBL - GUÐRÚN HELGA, RÚVÁSGEIR - SMUGAN MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ QUANTUM OF SOLACE kl. 5:50 - 8 Síðasta sýningarhelgi! B.i. 12 ára QUARANTINE kl. 10:20 B.i. 16 ára HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ THE WOMEN kl. 5:50 Síðasta sýning! B.i. 16 ára PATHOLOGY kl. 8 B.i. 16 ára RIGHTEOUS KILL kl. 10:20 B.i. 16 ára SKJALDBAKAN OG... m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ MADAGASCAR 2 kl. 2 LEYFÐ BODY OF LIES kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára HOW TO LOSE FRIENDS &... kl. 6 - 8 B.i. 12 ára JAMES BOND: QUANTUM OF... kl. 10:20 B.i. 12 ára Síðasta sýningarhelgi! HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 1:30 LEYFÐ JOURNEY TO THE CENTER OF... kl. 4 LEYFÐ GEIMAPARNIR kl. 6 LEYFÐ SKJALDBAKAN OG HÉRINN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK ZACH EFFRON OG VANESSA HUDGENS GERA ALLT VITLAUST Í HIGH SCHOOL MUSICAL 3! Josh Brolin Elizabeth Banks Thandie Newton Richard Dreyfus James Cromwell forsýnd í dag! SÝND Á SELFOSSI OG KEFLAVÍK - V.J.V., -TOPP5.IS/FBL - Ó.H.T., Rás 2- Þ.Þ., DV -S.V., MBL -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS - D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.