Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 2
2 29. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR SAMFÉLAGSMÁL Tímamót urðu hjá samfélagi mús- lima á Íslandi þegar fyrsta íslenska parið var gefið saman í mosku Félags múslíma á Íslandi um síðustu helgi. Það var Salmann Tamimi, formaður félagsins, sem gaf þau Hjalta Björn Valþórsson og Gunnhildi Ævarsdóttur saman. „Það eru vissulega til Íslendingar sem hafa tekið trú og gifst öðrum sem er okkar trúar en þetta er fyrsta alíslenska hjónabandið hjá okkur,“ segir Salmann. Hann segir enn fremur að íslenskum múslimum fari ört fjölgandi nú síðustu tvö árin. „Fyrir tveimur til þremur árum voru þeir telj- andi á fingrum annarrar handar en nú eru þeir milli 30 og 40. Enda er margt að snúast á sveif með múslimum bæði hér og annars staðar í heim- inum í dag. Nú þegar fólk er að endurmeta gildin þykir mörgum gæfulegt hjá okkur að setja ekki allt okkar traust á vexti en þeir eru bannaðir sam- kvæmt okkar trú. Og er ekki allt að verða vitlaust í heiminum vegna sýkingar í svínum núna. Eins og allir vita borðum við þau ekki svo aftur er gæfan með okkur þar.“ Hann segir að flestir sem gerist múslimar hér á landi séu ungt fólk. „Og það er gríðarlegur áhugi í gangi, það eru fjölmargir að fá upplýsingar hjá okkur um trúna og velta þessu fyrir sér.“ - jse Árni, ætlarðu að halda þínu striki? „Heldur betur og býð öllum þeim sem strikuðu mig út að leita til mín.“ Árni Johnsen alþingismaður færðist niður um eitt sæti vegna útstrikana á lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. STJÓRNMÁL Biðlaunakostnaður Alþingis í kjölfar þingkosninganna á laugardag nemur tæpum 72 millj- ónum króna. Biðlaunin eru þau sömu og slétt og fellt þingfarar- kaup; um 520 þúsund krónur á mánuði. Samtals nýtur 31 stjórnmála- maður biðlauna frá Alþingi og stjórnarráðinu. Nítján fyrrverandi þingmenn fá greidd biðlaun í sex mánuði og átta fá biðlaun í þrjá mánuði. Helgast það af þingsetulengd viðkomandi. Hafi þingmaður setið eitt kjörtíma- bil fær hann biðlaun í þrjá mánuði en hafi hann setið í tvö kjörtíma- bil eða lengur fær hann biðlaun í sex mánuði. Biðlaunakostnaður stjórnar- ráðsins vegna stjórnarskiptanna í febrúar nemur rúmlega 16,5 millj- ónum króna. Þeir sem þá létu af ráðherra- dómi fá greidd ráðherrabiðlaun – 335 þúsund krónur á mánuði – í sex mánuði. Biðlaunaréttur forsætis- ráðherra er ríflegri og fær Geir H. Haarde 415 þúsund krónur á mán- uði. Björgvin G. Sigurðsson afsal- aði sér biðlaunum. Þrír fyrrverandi ráðherrar og þingmenn; Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir fá því 885 þúsund krónur á mánuði næstu mánuði en Geir fær 935 þúsund. Fjórir sitja á þingi og njóta bið- launaréttar vegna setu í síðustu ríkisstjórn. Það á við um Guðlaug Þór Þórðarson, Einar K. Guðfinns- son, Þorgerði Katrínu Gunnarsdótt- ur og Þórunni Sveinbjarnardóttur. Leggjast 335 þúsund krónur ofan á laun þeirra fyrir þingsetu. Ráð- herrar eiga rétt á biðlaunum í sex mánuði, hafi þeir gegnt embætti samfellt í eitt ár en í þrjá mánuði hafi þeir setið skemur. Fyrrverandi þingmenn njóta fullra biðlaunaréttinda svo fremi sem þeir ráði sig ekki til nýrra starfa. Geri þeir það dragast starfslaun þeirra frá biðlaununum og mismunurinn er greiddur út. Séu launin jafn há eða hærri fellur biðlaunarétturinn niður. bjorn@frettabladid.is Biðlaunakostnaður nemur 88 milljónum Nítján sem létu af þingmennsku á laugardag fá greidd biðlaun í sex mánuði. Átta fá biðlaun í þrjá mánuði. Fyrrverandi ráðherrar fá einnig biðlaun sem slík- ir. Fjórir fyrrverandi ráðherrar sem enn sitja á þingi fá biðlaun auk þingkaups. FRÁ ALÞINGI Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru í hópi 31 stjórnmálamanns sem njóta biðlauna. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Á biðlaunum í sex mánuði: Arnbjörg Sveinsdóttir Ágúst Ólafur Ágústsson Ásta Möller Árni M. Mathiesen Björn Bjarnason Einar Már Sigurðarson Ellert B. Schram Geir H. Haarde Guðjón A. Kristjánsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Karl V. Matthíasson Kjartan Ólafsson Kolbrún Halldórsdóttir Kristinn H. Gunnarsson Lúðvík Bergvinsson Magnús Stefánsson Sigurður Kári Kristjánsson Sturla Böðvarsson Valgerður Sverrisdóttir Á biðlaunum í þrjá mánuði: Ármann Kr. Ólafsson Björk Guðjónsdóttir Grétar Mar Jónsson Guðfinna S. Bjarnadóttir Gunnar Svavarsson Helga Sigrún Harðardóttir Herdís Þórðardóttir Jón Magnússon BIÐLAUNARÉTTUR FJÁRMÁL „Það er ekki jafn mikið um að fólk sé að missa bílana eins og almennt er kannski talið,“ segir Jóhann Sigurðsson, lög- maður hjá Lýsingu. Hann kveðst þó ekki vita nákvæmlega hversu marga bíla fyrirtækið hafi leyst til sín í kreppunni. „Það kom hol- skefla en það róaðist mjög fljót- lega eftir hrunið enda erum við með úrræði fyrir fólk. Þetta eru skuldbreytingar, frystingar og aðrar aðgerðir sem hjálpa skuld- urum,“ útskýrir Jóhann sem veit hins vegar ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. „En það er ekki ólíklegt að einhverjir missi bíl- ana í kreppunni.“ - gar Lögmaður Lýsingar: Tökum færri bíla en talið er NÝIR BÍLAR Margir þurfa fyrirgreiðslu til að standa í skilum með bílalán. BESSASTAÐIR Forseti Íslands varð að biðja Carol van Voorst, fráfar- andi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afsökun- ar eftir að henni var fyrir mistök tilkynnt að sæma ætti hana fálka- orðunni. Þetta kom fram í Kast- ljósi Ríkissjón- varpsins í gær. Sendiherran- um var tilkynnt að til stæði að sæma hana orðunni 8. apríl. Hún fékk í kjölfarið leyfi frá Bandarískum stjórnvöldum til að þiggja orðuna. Þegar van Voorst var á leið til Bessastaða síðastliðinn föstudag fékk hún þær fréttir að um misskilning hefði verið að ræða. Í Kastljósinu kom fram að hún hefði verið afar ósátt. - bj Sendiherra svikinn um orðu: Forsetinn baðst afsökunar CAROL VAN VOORST STJÓRNMÁL Samfylkingunni ber skylda til að tryggja að Ísland sæki um aðild að Evrópusam- bandinu (ESB) sem fyrst og leggi samninginn í dóm þjóðarinnar. Náist ekki samkomulag um þetta á flokkurinn ekki að fara í ríkis- stjórn. Þetta kemur fram í ályktun sem Ungir jafnaðarmenn sendu fjölmiðlum í gærkvöldi vegna stjórnarmyndunarviðræðna Samfylkingar og Vinstri grænna. Þar segir að flokkarnir verði að sammælast um að leyfa þjóð- inni að ákveða hvort hún vilji upptöku evru og aðild að ESB. - bj Ungir jafnaðarmenn: Ekki í stjórn án ESB-viðræðna STJÓRNMÁL „Við erum að ná sam- komulagi innan hvers málaflokks fyrir sig,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, eftir fund síðdegis með Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar. Fundinn, sem fram fór í Alþingishúsinu, sátu einnig vara- formenn flokkanna og aðstoðar- menn formannanna. Jóhanna sagði að fyrst og fremst þyrfti að ná niðurstöðu varðandi Evrópusambandið. Rík- isstjórnarflokkarnir hefðu þó tím- ann fyrir sér enda með meirihluta Alþingis á bak við sig. Aðspurður um mismunandi áherslur flokkanna á Evrópu- mál annars vegar og umhverf- ismál hins vegar sagðist Stein- grímur það vitað. „Við þurfum einhvers staðar að mætast í þess- um málum. Það er bara augljóst og það er bara unnið í samræmi við það,“ svaraði Steingrímur. „Hér er það svo að við leggjum líka áherslu á umhverfismálin. Þú mátt ekki gleyma því,“ minnti Jóhanna þá fréttamann á og Stein- grímur hló við. Auk þess sem viðræðuhópur flokkanna tveggja um Evrópumál var skipaður á mánudag tilnefndu flokkarnir í gær tvo fulltrúa hvor í nefnd sem ræða á stjórnkerfis- breytingar. -gar Ríkisstjórnarflokkarnir ræddu áfram um framhald samstarfsins á Alþingi í gær: Samið um hvern málaflokk fyrir sig Íslendingum fjölgar í Félagi múslima hér á landi: Íslenskir múslimar gefnir saman SALMANN TAMIMI Formaður félagsins gaf fyrsta alíslenska parið saman í mosku félagsins í Ármúla þar sem þessi mynd var tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNARMYNDUN Í ALÞINGISHÚSINU Formenn Samfylkingar og Vinstri grænna höfðu bæði varaformenn sína og aðstoðarmenn með sér í áframhald- andi viðræður um nýja ríkisstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SVÍÞJÓÐ, AP „Þetta er furðulegt,“ sagði Carl Bildt, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, um afstöðu stjórnvalda á Sri Lanka, sem neit- uðu að hleypa honum inn í landið. Bildt hugðist fara þangað í för með utanríkisráð- herrum Bretlands og Frakklands, þeim David Mili- band og Bernard Kouchner, til þess að þrýsta á að samið verði um vopnahlé í stríði stjórnarhers eyjunnar við upp- reisnarsveitir tamíla. Sendiherra Sri Lanka í Sví- þjóð segir ástæðuna vera þá, að öfugt við Miliband og Kouchner hafi Bildt ekki skipulagt ferð sína fyrirfram. - gb Utanríkisráðherra Svíþjóðar: Ekki velkominn til Sri Lanka CARL BILDT Eftir mikla uppsveiflu á gengi hluta- bréfa deCode í síðustu viku hefur gengið lækkað talsvert aftur í þessari viku. Það er þó enn 41 sent á hlut sem er tvöfalt hærra en það hafði verið um talsverða hríð. VIÐSKIPTI Gengi Decode sveiflast SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.