Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 29. apríl 2009 3 Um þriðjungur erlendra ferða- manna notuðu ferðahandbókina Á ferð um Ísland í fyrra. Ferðahandbókin Á ferð um Ísland er komin út nítjánda árið í röð. Útgáfufélagið Heimur gefur ferðahandbókina út og er hún á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. Ritunum er dreift ókeypis í 100.000 eintökum á alla helstu ferðamannastaði landsins, eða um fimm hundruð staði. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta, þjónustulistar sem eru uppfærðir árlega í samstarfi við heimamenn, ásamt kortum þar sem gististað- ir, tjaldsvæði og sundlaugar eru númeraðar á svæðum utan þétt- býlis. Sambærileg kort eru einnig frá helstu þéttbýlisstöðum lands- ins. Þá er einnig að finna hálendis- kafla með hálendiskorti og þjón- ustulistum í bókinni. Fremst í bókinni er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu og margt fleira. Í fyrrasumar var gerð könn- un meðal erlendra ferðamanna á notkun bókanna og kom í ljós að meira en þriðjungur þeirra notaði bækurnar og 48% þýskumælandi ferðamanna notaði Rund um Island. Sjá nánari útlisting- ar á www. heimur.is Á ferð um Ísland Margt forvitnilegt er um að vera á Safnadegi Eyjafjarðar sem er á laugardaginn. Eyfirski safnadagurinn verður haldinn laugardaginn 2. maí. Alls nítján söfn og sýningar eru í boði og er opið frá klukkan 11 til 17 en aðgangur er ókeypis. Hægt verður að hoppa upp í rútu og fá þá beint í æð sögulega fræðslu um staðina og fá um leið að kynnast landslaginu og söfnun- um við Eyjafjörð. Frítt er í rútuna og einnig er frítt í ferjuna til Hrís- eyjar. Einnig geta þeir sem vilja fá far á milli safnanna á Akureyri tekið frían strætó sem keyrir sér- staklega á milli safnanna. Í Hrísey er hægt að skoða hús Öldu nokkurrar Halldórsdóttur. Húsið er merkileg heimild um það hvernig dæmigert heimili alþýðu- fólks leit út fyrr á tímum. Á Siglufirði verður hægt að líta inn í Síldarminjasafnið og í Þjóð- lagasetur sr. Bjarna Þorsteinsson- ar. Á Ólafsfirði er það Náttúru- gripasafnið sem forvitnilegt er að skoða. Á Minjasafninu á Akureyri ætlar Hörður Geirsson safnvörð- ur að segja frá því hvernig nálgast eigi gamlar ljósmyndir með nýrri tækni. Laufáshópurinn svokallaði ætlar að sýna áhugasömum hvernig eigi að bera sig að við rósaleppa- gerð, skógerð og ostagerð. Þá ætla Zonta-konur að vera með leiðsögn um Nonnahús á Akureyri. Á vefsíðunni www.sofn.is er að finna upplýsingar um hvað verður um að vera þennan dag. Einnig er þar tímatafla um brottfarartíma rúta og strætóa. - vg Eyfirski safnadag- urinn í þriðja sinn Laufásbærinn er búinn húsmunum og áhöldum frá því um aldamótin 1900. Ferðahand- bókin Á ferð um Ísland er ókeypis. VERSLUN / VERKSTÆÐI Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður Sími 555 4900 Allar nánari upplýsingar um þjónustu og vörur á www.rotor.is. lang - stærsti húsbílavefurinn Viðgerðir Kæliskápar Reiðhjólagrindur Ferðasalerni Fortjöld Húsbílaþjónusta og fylgihlutir í ferðalagið Allt í húsbílinn... ...í settum fyrir handlagna Rótor ehf býður upp á viðgerðaþjónustu á rafbúnaði húsbíla og vagna ásamt uppsetningu og tengingu á þeim búnaði sem við seljum á einu besta þjónustuverkstæði landsins. Gasmiðstöðvar 1900 - 2800W Vatnshitarar 13L gas / 220V Sólarsellusett í úrvali. Auglýsingasími – Mest lesið Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.