Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 10
10 29. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Kona hefur verið dæmd í sjötíu og fimm daga fangelsi fyrir að reyna að smygla eitur- lyfjum inn í fangelsið á Litla- Hrauni í leggöngum sínum. Þessa tilraun gerði konan í desember á síðasta ári. Henni varð þó ekki ágengt því fíkni- efnahundur þefaði þau uppi í fangelsinu. Efnin sem konan hafði komið fyrir innvortis voru amfetamín, kókaín og óþekktar lyfjatöflur. Efnin fundust við líkamsleit. Konan var jafnframt svipt ökuréttindum ævilangt, því lög- regla hafði tekið hana undir stýri undir áhrifum amfetamíns. - jss Gestur á Litla-Hrauni: Með eiturlyf í leggöngunum Ó ! · 1 2 5 9 5 Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital | Skógarhlíð 22 | 105 Reykjavík | sími 545 2600 | sagacapital. is Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital veitir fyrirtækjum, eignarhaldsfélögum og öðrum fjárfestum óháða og faglega ráðgjöf. • Fjárhagsleg endurskipulagning • Kaup, sala og sameining • Vöktun kaup- og sölutækifæra • Stöðumat og verðmat • Samningaviðræður og samningsgerð • Umsjón með áreiðanleikakönnunum Starfsmenn Fyrirtækjaráðgjafar Saga Capital hafa sjálfir umfangsmikla reynslu af stjórnun fyrirtækja og þekkingu á viðskiptum með fyrirtæki. VATNIÐ KÆLIR Krakkarnir í Katmandu í Nepal leika sér að því að stökkva út í tjörn í sumarhitanum, bæði til þess að kæla sig og skemmta sér. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Þráinn Bertelsson, nýkjörinn alþing- ismaður Borgarahreyfingarinnar, hyggst ekki afsala sér heiðurslaunum listamanna sem Alþingi hefur um árabil samþykkt honum til handa. „Góðviljaðir aðilar hafa ráðlagt mér að kaupa mig undan þessari athygli með því að gefa andvirði heiðurslauna til einhvers líkn- arfélags en þeirri lausn hafna ég, enda þarf ég ekki að kaupa mér siðferðilega aflausn haf- andi ekkert af mér brotið - annað en þiggja án umsóknar æðstu viðurkenningu sem íslenska þjóðin kann að veita listamönnum sínum,“ segir Þráinn í yfirlýsingu. „Það er illt til þess að vita að heiðurslaun mín sem nema eitthundrað og fimmtíu þúsund krónum á mánuði fyrir skatta - og hafa ekkert með starfslaun listamanna að gera - skuli hafa valdið svona mikilli fjölmiðlaathygli og vand- lætingu,“ bætir Þráinn við og segir mörg for- dæmi fyrir því að alþingismenn þiggi önnur laun en þingfararkaup. „Jafnframt er það regla fremur en undantekning að heiðurslaunaþegar þiggi laun eða eftirlaun fyrir önnur störf, enda væru heiðurslaun ekki annað en fátæktargildra ef ekki væri heimilt að afla tekna umfram þau.“ Í tillögu sem stjórn Borgara- hreyfingarinnar samþykkti og sendi þingmönnum sínum í gær kemur fram að stjórnin telji starf þingmanns vera fullt starf og að þingmenn eigi ekki að taka laun frá Alþingi fyrir önnur störf ótengd þingstörf- um meðan á þingsetu stendur. Slíkum laun- um eigi annað hvort að afsala eða láta renna til góðgerðar- mála. „Í tilfelli Þráins Bertelssonar þá telur stjórnin að hafa beri í huga að heiðurslaun til listamanna eru verðlaun fyrir áður unnin störf og fyrir framúrskarandi árangur á sviði lista, en ekki hefðbundin laun í skilningi þess orðs, þótt verðlaunin séu greidd út reglulega og yfir langt tíma- bil. Því er það á hans færi að ákveða með hvaða hætti hann nýtir þau laun,“ segir stjórn Borg- arahreyfingarinnar. - gar Þráinn Bertelsson hyggst ekki afsala sér heiðurslaunum og hafnar því að gefa peningana til líknarmála: Þarf ekki að kaupa siðferðilega aflausn ÞRÁINN BERTELSSON „Það sem miður góðviljaðir aðilar hafa rætt og ritað um þetta sýnir aðeins þeirra innræti en ekki mitt og er þar af leiðandi þeirra vandamál en ekki mitt,“ segir á bloggsíðu nýkjörins alþingismanns vegna umræðu um heið- urslaun hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAG VARNARMÁL Ólíklegt er að finnskar orrustuþotur muni taka þátt í að sinna loftrýmiseftirliti yfir Íslandi. Að því er finnska dagblaðið Helsingin Sanomat hefur eftir heimildarmönnum í finnska stjórnarráðinu eru efnahagslegar, pólitískar og lagalegar hindranir fyrir slíkri þátttöku. Upp á henni var stungið í tillögum sem Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, vann fyrir Norrænu ráðherranefndina og kynntar voru í febrúar. „Þetta verkefni væri einum of langt gengið. Jafn- vel þótt nægar fjárveitingar væru fyrir hendi væru pólitísk atriði í veginum,“ hefur blaðið eftir einum heimildarmanninum. Í Stoltenberg-skýrslunni er nefnt að meðal þess sem Norðurlöndin gætu gert til að efla samstarf sitt og samheldni á sviði öryggis- og varnarmála væri að Norðurlöndin fjögur sem reka flugheri tækju öll þátt í loftrýmiseftirliti yfir Íslandi, sem annars er skipu- lagt af Atlantshafsbandalaginu. Að Svíar og Finnar, sem eiga ekki aðild að NATO, tækju þátt í því væri enn einn áfanginn að því að binda báðar þjóðir nán- ari böndum við bandalagið. Ekki er vænst formlegrar niðurstöðu í málinu fyrir hönd finnskra stjórnvalda fyrr en í lok maí. - aa LOFTRÝMISEFTIRLIT Dönsk orrustuþota á eftirlitsflugi. Rætt er um að finnskar og sænskar taki líka þátt. NORDICPHOTOS/AFP Norræn tillaga um að Finnar og Svíar taki þátt í lofthelgiseftirliti yfir Íslandi: Ólíklegt að Finnar verði með STJÓRNMÁL „Frjálslyndi flokkur- inn er ekki að deyja,“ segir Guð- jón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sem tapaði öllum sínum þingsætum á laug- ardag. „Ég held áfram að vinna fyrir minn flokk ef fólk vill það.“ Raddir eru uppi innan flokksins um að Guðjón og forystan öll segi af sér og boðað verði til lands- fundar. Guðjón Arnar minnir hins vegar á að stutt sé liðið frá síðasta landsfundi, þar sem hann hafi hlotið afdráttarlausa kosningu í formannsembættið. „Það er hins vegar ekki mitt að ákveða hvort boðað verði til landsfundar heldur miðstjórnar flokksins. Hún hittist á morgun.“ Guðjón segist ekki eiga von á öðru en að flokkurinn bjóði fram í sveitarstjórnarkosningum að ári. - bs Guðjón Arnar Kristjánsson: Flokkurinn er ekki að deyja

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.