Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 29. APRÍL 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar skrifar „Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skil- ið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatns- flösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krón- unni í Mosfellsbæ. Flaskan, sem er með venjulegu lindarvatni og flutt inn frá Danmörku, var seld með 55 prósenta af- slætti, eða á 29 krónur stykkið, enda síðasti söludag- ur skammt undan. Tappinn var settur á flöskuna í apríllok 2008. „Mér fannst merkilegt að við flyttum inn vatn frá Danmörku á sama tíma og Kaupmannahafnarbúar sjá fram á varanlegan vatnsskort. En ég var samt miklu meira hissa þegar ég sá að þetta sjálfsagt ágæta vatn hefði verið flutt til Danmerkur frá Tyrklandi,“ segir hann. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri hjá Kaupási, segir að fjörutíu feta gámur, eða um fimmtíu bretti, af tyrk- nesku vatni hafi verið fluttur til landsins og vatnið selt í tilraunaskyni í öllum stóru Krónubúðunum. „Við gerðum prufu til að sjá hvernig þetta kæmi út. Það er mjög mikil sala á vatni, bæði hreinu og blönd- uðu með til dæmis sítrónu eða ávöxtum, og það var gott verð á þessu vatni.“ Móttökurnar hafa verið góðar en Kristinn telur að vatnið komi ekki aftur. „Við erum alltaf að kanna hvað markaðurinn vill. Fólk er hrifnara af íslensku vatni, Kristal og Toppi, en erlendu vatni.“ Stefán bendir á að kranavatn sé miklu ódýrara og betra en innflutt vatn. „Mikil orka fer í að framleiða umbúðir og flytja vatnið þannig að þetta er fárán- legt. Það er líka fáránlegt að Íslendingar kaupi vatn í flösku úti í búð þótt það sé framleitt innanlands vegna þess að vatnsframleiðslan kostar meira, þarf meiri orku og vatnið er verra hvað gæðin varðar.“ Stefán sagði frá vatnskaupunum á bloggsíðu sinni og fékk meðal annars viðbrögðin: „Getur það verið að við séum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa þetta af Dönum?“ Kristinn segir að vatnið hafi verið keypt og flutt inn fyrir bankahrun. Tyrkneskt vatn flutt inn í plastflöskum Kaupás flytur inn vatn á flöskum frá Tyrklandi. Stutt er í síð- asta söludag og vatnið selt með helmings afslætti. VATN FRÁ TYRKLANDI Stefán Gíslason umhverfisfræðingur keypti hálfslítra flösku með nafninu Pinar í Krónunni um daginn. Flaskan kostaði 29 krónur með 55 prósenta afslætti og er vatnið frá Tyrklandi. Stefán segist samt ekki skilja hvers vegna vatn sé flutt inn þegar Íslendingar eigi miklu betra og ódýrara kranavatn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GÍSLASON G E N G I S Þ R Ó U N „Við erum á fullu að vinna í því að setja gáttina upp og fara að vinna gegn svínaflensunni í Mex- íkó,“ segir Magnús Ingi Stefáns- son, verkefnastjóri hjá TM Soft- ware, dótturfélagi Nýherja. Magnús fer fyrir teymi sem vinnur að þróun og hönnun upp- lýsinga- og samskiptagáttar fyrir Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) sem notuð verður til að samræma starf björgunarsveita og lækna á ham- farasvæðum víða um heim. Þetta er nýjung í starfi SÞ, sem hefur aldrei haft yfir viðlíka tóli að ráða. Upphaflega var stefnt á að keyra búnaðinn upp um miðj- an næsta mánuð. Þegar svína- flensan kom upp í Mexíkó um helgina var ákveðið að setja allt á fullt og koma búnaðinum í gagn- ið ytra sem fyrst. Eins og staðan var um hádegis- bil í gær átti TM Software að skila af sér öllu efni fyrir klukkan tíu um kvöldið. Tveir menn frá Mic- rosoft ytra unnu að sleitulaust alla fyrrinótt að uppsetningu á vélbún- aði í Mexíkó til að taka samskipta- gáttina í notkun. „Ef allt gengur vel ætti þetta að vera komið upp í fyrramálið [í dag],“ sagði Magn- ús í gær. Grunnur var lagður að gáttinni í kjölfar björgunarstarfa í Myan- mar í maí í fyrra og þróaði TM Software búnaðinn áfram í fyrra- haust. TM Software vinnur af málinu í samstarfi við Microsoft í Banda- ríkjunum og SÞ en hún byggir á Microsoft-lausninni Sharepoint, sem heldur utan um skjöl, verk- efni, ferla og ýmis konar upplýs- ingar. Magnús segir Gísla Ólafs- son, sem hefur unnið hjá Micro- soft um árabil, eiga mestu þakk- ir skildar vegna aðkomu Íslend- inga að málinu. Hann vinnur hjá alþjóðadeild Microsoft og aðstoð- ar alþjóðastofnanir á borð við SÞ, Rauða krossinn, og Alþjóðabank- ann við að nýta tölvutækni betur í viðbrögðum við náttúruhamför- um. - jab Íslendingar vinna gegn svínaflensunni TM Software hefur þróað samskiptagátt sem sam- hæfir björgunarstarf á hamfarasvæðum fyrir SÞ. Ríkisstjórn Póllands hefur samþykkt vara- áætlun í evruvæðingu landsins. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir því að landið uppfylli ekki grundvallarskil- yrði til þátttöku í gjaldmiðilssamstarfinu ERM-2 sem er nauðsynlegt fyrir upptök- una. Fyrri áætlun frá í fyrrahaust fól í sér að zloty-inu yrði skipt út fyrir nýjan gjaldmið- il eftir þrjú ár. Reuters-fréttastofan bendir á að þrátt fyrir þetta hafi ríkisstjórn Donald Tusk forsætisráðherra lýst yfir vilja til að gera sitt besta og ná fyrsta skrefi í átt að gjald- miðlasamstarfi á fyrri helmingi ársins þótt flestir hagfræðinga telji það afar ólíklegt. - jab FORSÆTISRÁÐHERRANN Afar ólíklegt þykir að Donald Tusk takist að ganga í myntbandalag Evrópu og skipta út zloty-inu fyrir evrur innan þriggja ára. MARKAÐURINN/AFP Pólland bíður eftir evrunum GÁTTIN BYGGÐ UPP Ef allt gengur að óskum hafa Sameinuðu þjóðirnar nú tekið í gagnið samskiptagátt TM Software gegn útbreiðslu svínaflensunnar í Mexíkó. MARKAÐURINN/VILHELM Stoðir (áður FL Group) mun ekki skila uppgjöri síðasta árs í lok mánaðar eins og stefnt var að. Í tilkynningu segir að á grund- velli laga um verðbréfaviðskipti sé félögum sem eingöngu hafa skráð skuldabréf heimilt að birta ekki uppgjör í kauphöll að því gefnu að lágmarksfjárhæð hvers skuldabréfs sé að minnsta kosti 50 þúsund evru á útgáfudegi bréf- anna. Talsmaður Stoða, segir í sam- tali við Vísi að þótt ársreikning- urinn verði ekki birtur muni hann verða lagður fram að lokum. - jab Stoðir skila í sumar Vika Frá ára mót um Alfesca 0,0% -21,4% Bakkavör 2,7% -53,8% Eimskipafélagið 0,0% -20,0% Föroya Bank 0,0% -0,8% Icelandair 0,0% -62,4% Marel -12,2% -42,2% Össur -0,8% -9,7% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 218 Úrvalsvísitalan OMXI6 635 *Miðað við gengi í Kaup höll á mánudaginn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.