Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 29. apríl 2009 21 20.00 Tangófélagið stendur fyrir tangókvöldi alla miðvikudaga á Kaffi- tári við Bankastræti 8. Opinn tími fyrir byrjendur milli kl. 20-21 en síðan er dansað til kl. 23. Allir velkomnir. ➜ Fyrirlestrar 16.30 Guðrún Vil- mundardóttir fjallar um leikritaskáldið Söruh Kane í erindinu „skáldið hefur (yfirleitt) rétt fyrir sér“ sem hún flytur í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins við Suðurgötu. ➜ Handverkskaffi 16.30 Á miðvikudögum milli kl. 16.30 og 18 er handverkskaffi í Bókasafni Kópavogs við Hamraborg 6a. Þar býðst fólki að skoða blöð og bækur tengdar handavinnu, föndri og listum og boðið er upp á tilsögn fyrir þá sem þurfa. Allir velkomnir, heitt á könnunni og aðgang- ur ókeypis. ➜ Myndlist Einar Hákonarson hefur opnað sýn- ingu á 40 nýjum olíumálverkum að Laugavegi 95. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18. Ólöf J. Guðmundsdóttur hefur opnað sýninguna „móðir, kona og meyja“ í Listasal Iðu-hússins við Lækjargötu þar sem hún sýnir olíumálverk. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9-22. Hafsteinn Austmann hefur opnað sýn- ingu á vatnslitamyndum í Studio Stafni, Ingólfsstræti 6. Opið alla daga kl. 13-17. ➜ Sýningar Ókeypis er á sýn- ingar Þjóðmenn- ingarhússins við Hverfisgötu á miðviku- dögum. Þar stendur nú yfir m.a. sýningin „Að spyrja náttúruna - saga Náttúru- gripasafnis. Á sýningunni er að finna fjölda uppstoppaðra dýra frá öllum heimshornum auk annarra náttúrugripa og muna úr sögu safnsins. Opið alla daga kl. kl. 11-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 29. apríl ➜ Leiklist 20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu 13, flytur verkið Going Ballistic eftir Rostislav Tumanov. Flytj- endur eru Saga Garð- arsdóttir, Björn Leó Brynjarsson, Halldór Halldórsson, Hjört- ur Jóhann Jónsson og Snorri Engil- bertsson. ➜ Tónleikar 20.00 Kvennakór Suðurnesja held- ur vortónleika í Bíósal Duushúsa við Duusgötu í Reykjanesbæ. Á efnisskránni verða bæði íslensk og erlend lög auk syrpu úr Mamma Mia söngleiknum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 20.00 Hulda Jónsdóttir fiðluleikari verður með útskriftatónleika í Saln- um við Hamraborg í Kópavogi. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Moz- art, Messiaen og Árna Björnsson. 20.30 Bubbi Morthens verður með tónleika í Egilsbúð við Egilsbraut á Nes- kaupsstað. Á efnisskránni verða ný lög í bland við eldra efni. 104 hljómsveitir hafa sent inn efni í hljómsveitarkeppnina Þorska- stríðið sem útgáfufyrirtækið Cod Music stendur fyrir. Fjöldinn er þegar orðinn meiri en í fyrra þegar 102 sveitir sendu inn efni í keppnina. Hljómsveitir hafa enn nokkra daga til að taka þátt því ekki verður lokað fyrir inn- sendingar fyrr en næstkomandi föstudag. Úrslitin verða kynnt 15. maí. Sigurvegarinn getur unnið útgáfusamning við Cod Music en telji dómnefnd hann ekki tilbúinn í plötu vinnur viðkomandi hljóð- verstíma með upptökustjóra til að fullklára eitt lag. Sigurvegarinn í Þorskastríðinu í fyrra var hljóm- sveitin Steini og vann hún útgáfu- samning við Cod Music. 104 í Þorskastríði STEINI Hljómsveitin Steini vann Þorska- stríðið á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sextett Ólafs Gauks með Svan- hildi Jakobsdóttur og Kristjáni Kristjánssyni, KK, heldur tón- leika í Fríkirkjunni á fimmtu- dagskvöld klukkan 21. Síðustu tónleikar þeirra voru einmitt í Fríkirkjunni á Vetrarhátíð í Reykjavík í febrúar þar sem 700 manns skemmtu sér konunglega. „Við ákváðum að prófa þetta aftur vegna fjölda áskorana,“ segja þau Ólafur og Svanhild- ur og lofa upplífgandi tónleikum á þessum krepputímum sem nú eru. Með þeim Ólafi, Svanhildi og KK spila á tónleikunum þeir Carl Möller, Stefán S. Stefánsson, Stef- án Ómar Jakobsson, Eric Qvick og Finnbogi Kjartansson. Upplífgandi í kreppunni ÞRJÚ SAMAN Ólafur Gaukur, Svanhildur og KK spila í Fríkirkjunni á fimmtudagskvöld klukkan 21. ➜ Tangó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.