Fréttablaðið - 29.04.2009, Side 12

Fréttablaðið - 29.04.2009, Side 12
12 29. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR STÍFLUÐ STÍFLA Sjálfboðaliðar unnu hörðum höndum við að hreinsa rusl í ómældu magni úr stíflulóni skammt frá bænum Krichim í Búlgaríu. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari telur að sú túlkun héraðsdóms, að það að hjóla á mann vísvitandi teljist ekki endilega líkamsárás, sé í andstöðu við viðurkennd sjónar- mið. Hann áfrýjar því sýknudómi um þetta til Hæstaréttar. Málið fjallar um mann sem hjólaði á lögreglukonu, en hún var við skyldustörf. Hafði komið fram að maðurinn hefði aukið hraðann á hjólinu þegar hann nálgaðist konuna, og honum hafði verið bent á að stöðva hjólið. Maðurinn var sýknaður af ofbeldisbroti gegn valdstjórn- inni, en ríkissaksóknari vill fá því hnekkt. - kóþ Ríkissaksóknari áfrýjar máli: Telur ofbeldi að hjóla á mann Vinningur í hverri viku BRETLAND, AP Þrír menn, sem grun- aðir voru um aðild að sprengju- árásunum í London 7. júlí 2005, voru í gær sýknaðir af ákærum. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að þeir Waheed Ali, Sadeer Saleem og Mohammed Shakil, sem taldir voru hafa aðstoðað árásarmennina, hafi ekk- ert haft með málið að gera. Þessi niðurstaða þykir áfall fyrir ákæruvaldið í Bretlandi. Litl- ar vonir þykja nú til þess að nokk- urn tímann komist upp um vitorðs- menn árásarmannanna, hafi þeir nokkrir verið. Árásarmennirnir voru fjórir, með jafnmargar sprengjur sem sprungu í neðanjarðarlestum eða strætisvögnum á fjórum stöðum í London. Árásirnar kostuðu 52 manns lífið, en fjöldi manns særð- ist að auki. Jacqui Putnam, einn þeirra sem særðust, sagðist vonsvikinn vegna þess hve illa hefur gengið að draga nokkurn til ábyrgðar vegna árás- anna. „Það hefur verið sársaukafullt að fylgjast með réttarhöldunum, og það er jafn sársaukafullt að vera hér, nærri fjórum árum eftir árásirnar 7. júlí, þegar svo mörg- um spurningum er enn ósvarað,“ sagði hann í yfirlýsingu. Í síðustu viku voru látnir lausir í Bretlandi tólf menn, sem hand- teknir voru fyrr í mánuðinum vegna gruns um hryðjuverkastarf- semi. - gb Þrír sýknaðir af ákærum fyrir aðild að hryðjuverkum: Niðurstaðan áfall fyrir ákæruvaldið SPRENGJUMENNIRNIR FJÓRIR Mynd náðist af þeim að morgni 7. júlí 2005 áður en þeir sprengdu sig í loft upp. Sakborningarnir þrír reyndust ekki vitorðsmenn þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL „Þingflokkurinn sam- þykkti einróma að mynda félags- hyggju- og velferðarstjórn með Samfylkingu og það eru viðræður í gangi milli flokkanna um lausn í þessu ESB-máli og ég bíð hennar,“ segir Atli Gíslason, þingmaður VG. Hann var spurður hvort rétt væri að hann styddi ekki ríkisstjórn sem hafi ESB-aðildarviðræður að markmiði, en Atli hefur sagt að réttast væri fyrir Samfylkingu að leita samstarfs við aðra flokka um slíkar viðræður. Atli neitar því að hann sé ósam- mála ályktun landsfundar VG um að ESB-aðild skuli leidd til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hafi ávallt talað fyrir því að fram fari lýðræðisleg og upplýst umræða um ESB og þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildina. „Ég held að allir séu á því, það er bara spurning um hvenær hún verður, á hvaða stigi málsins,“ segir Atli. Spurður hvort ekki sé vit í því að athuga hvað sé í boði hjá ESB, áður en aðild er hafnað, segir Atli að hann telji að „við vitum 95 prósent hvað við fáum“. En sakar að ganga úr skugga um það? „Nei, nei. Það er líka inni í umræðunni að skoða það betur,“ segir hann. En hvaða leið telur Atli betri, til dæmis í gjaldeyrismálum, en ESB- aðild? „Það eru ýmsar aðrar leið- ir. Tenging við annan gjald- miðil, dollar- ann eða norsku krónuna,“ segir hann. Forsætisráð- herra Noregs hefur hafnað myntsamstarfi ríkjanna tveggja, en Atli minnir á að ekki hafi verið látið reyna á þetta í samningaviðræð- um. Eins komi til greina að taka upp evru án þess að ganga í ESB. Hann hefur þó ekki skoðað þessar leiðir sjálfur. - kóþ Atli Gíslason vill að fram fari lýðræðisleg og upplýst umræða um ESB-aðild: Sakar ekki að sjá hvað er í boði ATLI GÍSLASON MENNTUN Leikskólabörn hafa aldrei verið fleiri hér á landi, en í desem- ber 2008 voru þau 18.278. Þá hafði þeim fjölgað um 4,1 prósent á einu ári, eða um 717. Fjölgunin skýrist annars vegar af stærri árgöng- um á leikskólaaldri og hins vegar af hlutfalli þeirra sem sækja um leikskólapláss fyrir börn sín. Það á sérstaklega við um yngstu börn- in. Að sama skapi hefur starfsfólk leikskóla aldrei verið fleira, en í desember störfuðu 5.568 starfs- menn í 4.761 stöðugildi á leikskól- um landsins. Þeim hafði fjölgað um 7,9 prósent á einu ári, eða um 409. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Hagstofu Íslands. - kóp Börnum og starfsfólki leikskólanna fjölgar: Leikskólabörnin hafa aldrei verið fleiri LEIKSKÓLABÖRN Aldrei hafa fleiri börn verið á leikskóla hér á landi. E. ÓL. NOREGUR ESB-umræða Íslendinga hefur vakið athygli í Noregi eftir alþingiskosningarnar, sérstak- lega sú staðreynd að Samfylkingin getur myndað ríkisstjórn og geng- ið til aðildarviðræðna við Evrópu- sambandið, ESB, þannig að Íslend- ingar verði komnir með evruna innan nokkurra ára. Norðmenn velta fyrir sér hvort og þá hvaða áhrif þetta hafi á norsk stjórnmál og EES-samninginn. Heming Olausssen, forsprakki hreyfingarinnar Nei við ESB, sagði í viðtali við NRK að niður- staða kosninganna hefði engin áhrif á afstöðu Norðmanna til ESB-aðildar. Það væri í hæsta máta ólíklegt að Ísland yrði aðili að ESB. Íslendingar ættu eftir að sækja um og fara í aðildarviðræð- ur og síðan ætti eftir að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Dagfinn Høybråten, leiðtogi kristilegra, telur að langt sé þang- að til Íslendingar fái aðild að ESB. Afstaða Íslendinga sé ekkert skýr- ari en áður. EES-samningurinn sé fyrst og fremst samningur milli Norðmanna og ESB. - ghs Kosningar og ESB-umræða rætt í Noregi: Áhrifin umdeilanleg REYKJAVÍK Unnið er að því að stofna viðamikið Trjásafn í hlíðum Esjunnar, rétt fyrir ofan Mógilsá. Trjáræktarklúbburinn hefur að markmiði að auka fræðslu um trjágróður og náttúrufar. Sveinn Þorgrímsson, formaður klúbbsins, segir að besta leiðin til þess að ná markmiðinu sé að koma upp sýnilegu safni þannig að menn geti séð mismunandi trjátegundir. Trjáklúbburinn hafi lengi safnað fræjum til að leggja inn í Trjá- safnið. - ghs Trjáræktarklúbburinn: Plantað í Trjá- safn eftir eitt ár

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.