Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 29. apríl 2009 13 STJÓRNMÁL Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar telur ekki tilefni til að taka út sérstaklega og skoða störf Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, núverandi þingmanns, þegar hann var stjórnarfor- maður Orku- veitu Reykja- víkur. Í svari til hans segir að nú þegar hafi ítarlega verið fjall- að um málefni Orkuveitu og REI, til dæmis hjá stýrihópi borgar- ráðs um málefni REI. Guðlaugur hafði farið fram á úttektina, en í svari til hans er minnt á að umboðsmaður Alþing- is hafi beðið um upplýsingar frá Orkuveitunni, sem kynnu að varpa ljósi á meðferð valds og eftirlits í málinu. Umboðsmaður muni enn vera að skoða það mál. - kóþ Innri endurskoðun Reykjavíkur: Rannsakar ekki Guðlaug Þór GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON VERSLUN Engin áform eru enn uppi um að setja upp kæli í versl- un ÁTVR í Austurstræti, ólíkt fjölda verslana ÁTVR á höfuð- borgarsvæðinu. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir kalda bjórinn vinna á hægt og bítandi. Kælar séu nú komnir í verslunina Heiðrúnu, í Reykja- nesbæ, Dalvegi, Skeifunni, Borg- artúni og í Skútuvogi. Einnig í Kringlu og Smáralind. Í ágúst 2007 stöðvaði þáverandi borgarstjóri sölu kælds bjórs í versluninni í Austurstræti. Sig- rún segir kælingu þar ekki vera á dagskránni í bili. „Við höfum aðallega verið að taka þetta inn í nýju búðirnar,“ segir hún, en aftekur að stefnan sé sú að hafa þessa þjónustu ekki þar sem eftirspurnin sé hvað mest, það er í miðbæ Reykjavíkur. - kóþ Engin áform um Austurstræti: Kaldur bjór bætist í búðir SKOÐANAKÖNNUN Síðasta könnun Capacent Gallup var nær úrslitum kosninga en síðasta könnun Fréttablaðsins ef litið er til kjörfylg- is. Könnun Fréttablaðsins var hins vegar nær réttum þingmannafjölda hvers flokks. Að meðaltali var frávik könnunar Capa- cent Gallup, sem gerð var 21. til 23. apríl, 1,3 prósentustig frá úrslitum kosninga. Mestu frávikin voru frá kjörfylgi Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Capacent Gallup ofmat fylgi Vinstri grænna um 4,6 prósentu- stig og vanmat fylgi Framsóknarflokksins um 2,8 prósentustig. Frávik frá kjörfylgi annarra flokka var innan við eitt prósentu- stig. Fréttablaðið var að meðaltalið 1,5 pró- sentustigum frá úrslitum kosninga. Mestu frávikin voru frá kjörfylgi Framsóknar- flokksins, sem Fréttablaðið vanmat um 3,5 prósentustig, þá vanmat blaðið fylgi Sjálf- stæðisflokks um 1,8 prósentustig. Fylgi Samfylkingar var ofmetið um 2,0 prósentu- stig og fylgi Vinstri grænna var ofmetið um 2,4 prósentustig. Bæði Fréttablaðið og Capacent vanmátu þingmannafjölda Framsóknarflokks um tvo menn og þingmannafjölda Sjálfstæðis- flokks um einn mann. Þá vanmat Capacent þingmannafjölda Samfylkingar um einn, en Fréttablaðið ofmat samfylkingarþingmenn um einn. Þá ofmat Fréttablaðið fjölda þing- manna Vinstri grænna um tvo, en Capa- cent Gallup ofmat fjölda þingmanna Vinstri grænna um fjóra. Fréttablaðið var því með sex þingmenn ranga, en Capacent Gallup átta. - ss Spágildi skoðanakannana fyrir úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga: Fréttablaðið nær réttum þingmannafjölda SVÍÞJÓÐ Atlantshafsbandalagið verður með heræfingu í Georgíu í maí. Rússar hafa gagnrýnt þetta harðlega. Gregory Vashadze, utanríkisráðherra Georgíu, gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Rússa og óttast ekki innrás þeirra. Rússar halda því fram að her- æfingin komi til með að auka spennuna í Georgíu. Georgíski utanríkisráðherrann segir að Rússar eigi að draga hersveitir sínar til baka í samræmi við samninga. Georgía hafi sem sjálf- stæð þjóð rétt til að hafa þær her- æfingar sem hún vilji og í sam- starfi við þá sem hún vilji. - ghs Utanríkisráðherra Georgíu: Litlar áhyggjur af Rússum 35 30 25 20 15 10 5 0% FYLGI OG KJÖRFYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Fréttablaðið 20.-22. apríl Capacent Gallup 21.-23. apríl Kjörfylgi 25. apríl 11 ,3 12 ,0 14 ,8 21 ,9 23 ,2 23 ,7 2 ,6 1, 5 2, 2 1, 2 0, 5 0, 6 7, 1 6, 8 7, 2 31 ,8 29 ,8 29 ,8 24 ,1 26 ,3 21 ,7 Flóttamaður á réttinn Evrópudómstóllinn kvað upp þann úrskurð að bresk hjón verði að víkja af landareign sem þau keyptu á norðurhluta eyjunnar Kýpur. Landar- eignin tilheyrir Kýpur-Grikkja, þrátt fyrir að hann hafi flúið frá norðurhluta eyjunnar þegar Tyrkir lögðu hann undir sig árið 1974. KÝPUR Eignarnám heimilt í Miðfelli Samgönguráðuneytið segir það hafa verið lögmæta ákvörðun hjá Vegagerðinni að taka eignarnámi land undir veg og jarðefni til vegagerðar úr landi Miðfells við Þingvallavatn og hafnar kröfu um að ógilda ákvörð- unina. Kærandi telur að vegafram- kvæmdirnar muni spilla vatni og valda tjóni á ómetanlegu landi. SAMGÖNGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.