Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 22
 29. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR2 FERÐAFÉLAGIÐ ÚTIVIST stendur fyrir dagsferð á fjallið Þyril hinn 3. maí. Lagt verður af stað frá BSÍ klukkan 9.30. www.utivist.is „Við höfum þrískipt þessum ferð- um í borgargolf, sveitagolf og frístundagolf,“ segir Hörður Hilmarsson, framkvæmdastjóri ÍT-ferða, sem hafa nú bryddað upp á því að markaðssetja golfferðir til Íslands. „Þegar menn fara í borgargolf (city golf) er gist í Reykjavík í tvær til sjö nætur eða meira og leiknir vellir á höfuðborgarsvæð- inu. Sveitagolfið (country golf) er þannig að gist er í tvær til sjö nætur á góðum hótelum á Suður- eða Vesturlandi og leiknir golf- vellir sem eru í innan við klukku- stundarfjarlægð frá gististað. Frístundagolfið (leisure golf) er síðan hugsað fyrir ferðamenn sem koma til Íslands, til dæmis á fundi, ráðstefnur eða í öðrum tilgangi, og eru ekki með golfsettið með sér. Kylfingar vilja gjarnan spila golf þegar þeir hafa frítíma og veður er gott. Þá geta þeir hringt í okkur og við bókum golftíma, útveg- um golfsett til leigu og sjáum um akstur frá hóteli á golfvöll. Þetta er fyrir lágmark tvo kylfinga og til að byrja með er þessi þjónusta ein- skorðuð við höfuðborgarsvæðið,“ útskýrir Hörður. Ferðirnar eru hugsaðar fyrir kylfinga almennt en að sögn Harðar vinna ÍT-ferðir mikið með erlendum ferðaskrifstofum. „Við reynum að fá erlendar ferða- skrifstofur til að selja golfferðir til Íslands. Þetta geta verið ferða- skrifstofur sem eru nú þegar að selja golfferðir og þá reynum við að fá þær til að bæta Íslandi við. Síðan eru aðrar sem selja ferðir til Íslands, en eru ekki með golf- ferðir, og þá reynum við að fá þær til að bæta þeim ferðum við. En frístundagolfið hentar ýmsum og vilja mörg hótel fá bæklinga um það,“ segir hann áhugasamur og bætir við: „Ný samtök, Golf Ice- land, er samstarf ferðaþjónust- unnar og Golfsambands Íslands. Þar eru komnir inn nokkrir golf- vellir, bílaleigur, Flugfélag Íslands, Icelandair, hótel og nokkrar ferða- skrifstofur. Verið er að leita allra leiða til að fá ferðafólk til að koma til Íslands þar sem minna er ferð- ast frá Íslandi um þessar mund- ir.“ Íslenskir golfvellir þykja skemmtilegir og nefnir Hörður sem dæmi golfvöllinn í Vestmannaeyj- um. „Sá völlur þykir ævintýraleg- ur og síðan eru nokkrir vellir eins og í Grafarholti í Reykjavík, Keilir í Hafnarfirði, Oddur í Heiðmörk og Kiðjaberg fyrir austan. Þetta þykja einstakir vellir. Óvanalegt er að hafa þetta útsýni á golfvöllum. Ég frétti af þýskum kylfingum í Kiðja- bergi sem gleymdu bara að slá þar sem þeir voru svo uppteknir við að dást að útsýninu,“ segir Hörð- ur og hlær. Upp við Geysi er líka fallegur völlur en erfiður. „Menn geta þar notið einstakrar náttúru, með jökul á eina hlið og sjóinn á hina og engin tré sem trufla útsýn- ið. Kínverjar hafa auk þess verið mjög áhugasamir um að spila golf í miðnætur-sólinni,“ segir hann. Nú þegar hafa ÍT-ferðir bókað hópa frá Noregi og Finnlandi í september. „Við erum að vinna í fleiri bókunum en varðandi norska hópinn í haust þá eru þau að koma í tengslum við landsleik og þykir sniðugt að tengja þetta tvennt saman. Finnski hópurinn ætlar hins vegar að spila fimm golfvelli og fara Gullna hringinn. Einfalt er að tvinna golfið saman við skoðunarferðir en velja má úr fjölmörgum og skemmtileg- um golfvöllum og sveitahótelum,“ segir Hörður bjartsýnn en hann er nú í Noregi að kynna golfferðirnar í samvinnu við Ferðamálastofu og Útflutningsráð. hrefna@frettabladid.is Golfferðir til Íslands ÍT-ferðir hafa nú bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða upp á golfferðir til Íslands og er Hörður Hilmars- son framkvæmdastjóri um þessar mundir að kynna ferðirnar fyrir áhugasömum í Noregi. Hörður segir fjölmarga skemmtilega og einstaka golfvelli á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum þykir einstakur en þar fara saman góður golfvöllur og glæsilegt útsýni. Samstarfssamningur Selaseturs Íslands, Veiðimálastofnunar og Hólaskóla um nýja rannsóknar- deild, var undirrituð síðasta vetrardag. Munu starfsmaður bæði frá Veiðimálastofnun og Hólaskóla hafa aðsetur í setrinu á Hvamms- tanga. Starfsmaður Veiðimálastofnunar er Sandra Magdalena Granquist og mun hún stunda selarannsóknir en starfsmaður Hólaskóla er Per Åke Nilsson sem auk kennslu við skólann mun sinna rannsóknum á sviði náttúrutengdrar ferðaþjón- ustu. Að formlegri undirskrift lokinni var gestum boðið upp á kynningu á alþjóðlega samstarfsverkefninu The Wild North, sem verkstýrt er frá Selasetrinu en þess má geta að í sumar verða starfsmenn seturs- ins sjö talsins. Rannsóknir í Selasetri Íslands RANNSÓKNARDEILD SELASETURS ÍSLANDS Á HVAMMSTANGA VAR OPNUÐ SÍÐASTA VETRARDAG. Selarannsóknir verða stundaðar við Selasetur Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G O LF SA M B A N D ÍS LA N D S Helmingi færri fara út sem skiptinemar í ár en í fyrra. Bandaríkin, Ítalía og Dómíníska lýðveldið eru meðal vinsælustu áfangastaðanna. Flestir þeirra íslensku unglinga sem fara út sem skiptinemar á vegum AFS vilja fara til Banda- ríkjanna. Í sumar fara fjórtán skiptinemar á aldrinum fimmtán til átján ára þangað á vegum sam- takanna. Ítalía, Frakkland, Nýja- Sjáland og Dómíníska lýðveldið eru líka vinsælir áfangastaðir. Hingað til lands koma fimmtíu skiptinemar í ágúst. Enn er opið fyrir umsóknir vegna sumarbrottfara til fjölda landa. Á morgun klukkan sex held- ur AFS kynningarfund á skrif- stofu samtakanna á Ingólfsstræti 3. Þar munu erlendir skiptinemar segja frá reynslu sinni á Íslandi og kynna sín eigin lönd. Á fundinum verður sjálfboða- liðadvöl einnig kynnt, en það er nýjung hjá AFS sem býðst fólki átján ára og eldri. „Fólk getur þá valið um að vera úti í einn til tólf mánuði sem sjálfboðaliðar, svo sem við að kenna ensku í Taílandi eða í heilsugæslu í Gvatemala,“ segir Ólöf Daðey Pétursdóttir, deildar- stjóri íslenskra nema hjá AFS. Í fyrra fór metfjöldi skipti- nema frá Íslandi, eða 145. Í ár verða þeir á bilinu sjötíu til átta- tíu og því greinilegt að efnahags- ástandið hefur sín áhrif. Ólöf hvet- ur þó alla sem eiga þess kost að drífa sig út í skiptinám. „Helsti ávinningurinn af skiptinema- dvöl er víðsýnin sem maður öðl- ast. Maður kynnist nýju fólki og þarf að venjast nýjum siðum. Við það öðlast maður umburðarlyndi gagnvart ólíkum hefðum og menn- ingu, sem er ómetanleg og þrosk- andi reynsla.“ - hhs Flestir fara til Bandaríkjanna Ítalía er vinsæll áfangastaður íslenskra skiptinema. Ítalir sækja líka hingað og í ár koma tólf nemar til Íslands frá Ítalíu. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.