Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 38
22 29. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Stuðmenn hafa verið í hljóðveri til að taka upp óð um sjálfan Rúnar Júlíusson eftir Valgeir Guðjónsson. Um leið kynna þeir til sög- unnar nýja framlínu sem er samanlagt 36 ára miðað við 110 ára aldur áður. „Vissulega var blóðtaka að missa hina samanlagt 110 ára framlínu, Egil Ólafsson og Raghildi Gísla- dóttur. Hin nýja framlína, Eyþór Ingi og hin sextán ára Steffý, eru 36 ára samanlagt. En hún „lúkk- ar“ betur og „sándar“ betur en elstu menn muna,“ segir Jakob Frímann Magnússon hljómborðs- leikari hljómsveitar allra lands- manna – Stuðmanna. Stuðmenn ætla að starfa af krafti í sumar. Þeir eru að taka upp nýtt efni og vinna að plötu sem koma á út seint á þessu ári. En hljómsveitin mun senda frá sér lög eftir hendinni. Stuðmenn hafa verið við upptökur á nýju lagi sem er um sjálfan Rúnar Júlíusson. Varla er hægt að hugsa sér betri stað en upptökumaður er Björg- vin Baldursson Guðmundssonar Rúnars. „Lagið fjallar um Rúnar, Keflavíkurbítlið og er í Trúbrots- anda,“ segir Jakob Og enn er komin ný framlína í Stuðmenn. Hljómsveitarstjórinn Jakob Frímann er ánægður með hana. Eyþór Ingi náttúrlega sigr- aði glæsilega í söngvarakeppn- inni Bandið hans Bubba nýverið og um hina ungu Steffý má segja að þar sé stjarna fædd. Jakob segir að þeir hafi fundið hana í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Þaðan sem við erum nú allir. Við höfum vakandi auga með þeim mikla listaskóla. Og réðum hana á stundinni.“ Og með þau Eyþór og Steffý sem aðalsöngvara hafa Stuðmenn nú komið fram við góðar undirtektir til dæmis á árs- hátíð 365 og svo í Officeraklúbbi Einars Bárðarsonar. Áður voru þær Hara-systur og Jónsi í framlínunni og hefur Jakob ekki nema gott eitt um það sam- starf að segja. En það hafi hins vegar ekki verið hugsað nema til skamms tíma því verkefni áttu til að rekast á við hljómsveitirnar Elektru og Í svörtum fötum þar sem þau starfa og störfuðu jafn- framt. jakob@frettabladid.is Óður Stuðmanna um Rúna Júl NÝIR OG GAMLIR STUÐMENN Í GEIMSTEINI María Baldursdóttir heldur um snjáðan Fender-bassa Rúnars og upptökumaðurinn, sá skeggjaði, er afabarn þeirra heiðurshjóna, Björgvin Baldursson. Rúni Rúni Heyrðu mig vinur ballið er búið búast til ferðar þarf senn þeir deyja aldrei sem guðirnir elska eilífir æskumenn Afburðadrengur til orðs og til æðis okkar í hjarta á stað friður og ást eru alltaf til svæðis elskan mín bókaðu það Keflavík verður aldrei söm og sem áður uppi á vegg fender bassinn svo snjáður við sem eftir stöndum ætlum ekki að tapa trúnni taktu okkur á orðinu þú eini sanni Rúni Júl… - Rúni Rúni Hljómar og Trúbrot hömruðu stálið hamskipti upplifðum við ornuðum okkur við byltingarbálið báðum um kærleik og frið Geimsteinar steypast stórum í bogum um stjörnur, hnetti og sól ástin hún kraftbirtist ljósum í logum leikur um byggðir og ból Keflavík verður aldrei söm og sem áður… Í annarri og æðri vídd þú nú dvelur allt samkvæmt von þinni og trú sérhver sinn næsta samastað velur sem sannur er – rétt eins og þú > HANDTEKINN Á NÆRBUXUNUM Ástralski leikarinn Eric Bana var hand- tekinn þegar hann heimsótti Banda- ríkin í fyrsta sinn. Þetta var á tíunda áratug síðustu aldar og Bana var á nær- buxunum einum klæða þegar hann var tekinn. Á þessum tíma var hann óþekktur og bláfátækur og svaf í bíl sínum þegar hann átti ekki fyrir hótelgistingu. „Ég var tek- inn fyrir að stelast í sturtu á bensínstöð. Sem betur fer var ég í nærbuxunum,“ segir leik- arinn. Alan Jones, sem keppti í X-Fact- or hér um árið, er að undirbúa sína fyrstu plötu sem er væntan- leg fyrir jól. Hann hefur að und- anförnu tekið upp lög með bræðr- unum Berki og Daða sem áður voru í Jagúar og samstarf með lagahöfundinum Örlygi Smára er einnig að hefjast. Saman ætla þeir að taka upp eigin útgáfu af Michael Jackson-lagi sem kemur út í júní. „Þetta fyrsta lag á eftir að koma fólki á óvart því það er dálítið rokk í því,“ segir Alan, sem er mikill Jackson-aðdáandi. Síðan hann steig fram á sjónarsviðið í X- Factor hefur hann verið duglegur við spilamennsku og vonast til að sú reynsla muni koma að góðum notum við gerð plötunnar. „Ég hef verið að syngja um allt land, allt frá Reyðarfirði til Akureyrar og það hefur gengið mjög vel,“ segir hann. - fb Syngur Jackson-lag Hundraðasti sjónvarpsþátturinn í hinni dularfullu Lost-seríu verður sýndur í Bandaríkjunum í kvöld. Framleiðandinn Damon Lindelof, einn af höfund- um Lost, segist ennþá vera undrandi yfir langlífi þáttanna. Hann átti sannarlega ekki von á þessum vinsældum þegar hann kynnti hugmyndina fyrir stjórnendum ABC-sjónvarpsstöðvarinnar fyrir fjórum árum. „Ég sagði: „Við eigum örugglega ekki eftir að komast lengra en í þrettán þætti. Við skulum vera alveg hreinskilin hvað það varðar“,“ sagði hann. „Ef ég gæti ferðast aftur í tímann til þessa fundar og sagt sjálfum mér að þættirnir yrðu hundrað og að enn væri ein þáttaröð eftir þá hefði ég hlegið upp í opið geðið á mér,“ sagði Lindelof. Lost lýkur göngu sinni eftir næstu þáttaröð. Þetta ákváðu framleiðendurnir til að hægt yrði að undirbúa endalokin af mikilli kostgæfni, enda er mörgum spurningum enn ósvarað í þáttunum. Að sögn Lindelof verður endirinn „mjög flottur og mun ekki valda neinum vonbrigðum“. Hundraðasti Lost-þátturinn LOST Hundraðasti þátturinn í þessari vinsælu seríu verður sýndur í Bandaríkjunum í kvöld. ALAN JONES Alan er að undirbúa sína fyrstu plötu sem er væntanleg fyrir jól. „Þetta er án efa eitt athyglisverðasta band á Norðurlöndunum í dag,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir hjá Nor- ræna húsinu um færeysku hljómsveitina Orku sem er nýkomin til landsins. „Hljóðfærin sem Orka spilar á voru smíðuð á bænum Innan Glyvur í Fær- eyjum, af fjölskyldu og vinum stofn- anda hljómsveitarinnar, Jens L. Thom- sen. Hljóðfærin tengjast flest landbúnaði enda búin til úr verkfærum og öðrum hlutum sem til féllu á bænum, en þeir spila til dæmis á steypuhrærivél, slíp- i rokk og loftpressu. Það er magnað hvað þeir geta fengið fagra tóna úr slípirokkn- um,“ útskýrir Þuríður. Plata Orku, Lif- andi Oyða, hefur hlotið frábæra dóma og í All Scandinavian var meðal ann- ars skrifað að hljómsveitarmeðlimir séu „fáránlega hæfileikaríkir, líklega frum- legasta hljómsveit sem þekkist“. „Orka heldur tónleika í Norræna húsinu annað kvöld klukkan 21, ásamt Eyvöru Pálsdóttur og Ólöfu Arnalds. Eivör mun syngja nokkur lög með Orku, en Ólöf Arnalds spilar fyrir tónleik- ana. Orka er tví- mælalaust hljóm- sveit sem á eftir að vekja athygli og við hjá Norræna húsinu erum mjög ánægð með að geta kynnt svona kröftuga en þó melód- íska fær- eyska tón- list fyrir Íslend- ingum,“ segir Þuríður. - ag Spila á heimagerð hljóðfæri HALDA TÓNLEIKA Á ÍSLANDI Meðlimir Orku eru þeir Jens L. Thomsen, Jógvan Andreas frá Brúnni, Magni Højgaard, Bogi frá Lakjuni og Kári Sverisson. ATHYGLISVERÐ HLJÓMSVEIT Þuríður Helga Kristjánsdótt- ir hjá Norræna húsinu er ánægð með komu hljóm- sveitarinnar Orku til landsins og segir magnað hvað tónlistarmennirnir nái fögrum tónum úr slípirokknum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.