Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 42
26 29. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR > LYKILMAÐURINN Andri Ólafsson er þrátt fyrir ungan aldur einn allra reyndasti leikmaður Eyjamanna. Hann er ekki nema 23 ára gamall en á engu að síður 66 leiki að baki í efstu deild með ÍBV þó svo að Eyjamenn hafi ekki verið í hópi þeirra bestu síðan 2006. Hann á þar að auki baki leiki með þremur yngri landslið- um Íslands. Andri er mið- vallarleikmaður og kemur til með að skipa veigamikið hlutverk í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR ÍBV 10. SÆTINU Í PEPSI-DEILDINNI SUMARIÐ 2009 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2008 1. sæti í B-deild 2007 4. sæti í B-deild 2006 10. sæti í A-d. 2005 8. sæti í A-deild 2004 2. sæti í A-deild 2003 5. sæti í A-deild AÐRIR LYKILMENN MATT GARNER PÉTUR RUNÓLFSSON ALBERT SÆVARSSON GENGI Á VORMÓTUNUM Sigrar Jafntefl i Töp 2 3 > X-FAKTORINN Úgandamennirnir eru nú orðnir þrír í liði ÍBV en sá fyrsti, Andrew Mwesigwa, hefur leikið með liðinu síðan 2006 og síðan þá hafa þeir Augustine Nsumba og Tonny Mawejje bæst í hópinn en allir eru þeir lands- liðsmenn í sínu heimalandi. skipta um dekk hjá Max1 Umfelgun og ný dekk á góðu verði Umfelgun og jafnvægisstilling á 4 fólksbíladekkjum á 12–16 tommu stálfelgum 6.458 kr. Kauptu sumardekkin hjá Max1 á góðu verði. Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a, Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2. Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5. Skoðaðu www.max1.is Sparaðu, láttu Ný sumardekk Dekkjaskipti 9. HVER VINNUR! SJÁÐ U MYN DINA SPIL AÐU LEIKI NN FÁAN LEGU R FYRI R AL LAR LEIKJ ATÖL VUR FARÐU INN Á WWW.SENA.IS/XMEN HEIMSFRUMSÝND 29. APRÍL VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, GOS, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS ESL XMV Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! 149 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Lið ÍBV vann sér sæti í efstu deild karla á ný í fyrra eftir tveggja ára fjarveru. Heimir Hall- grímsson er þjálfari liðsins og er sáttur við spá Fréttablaðsins. „Ég yrði ánægður með tíunda sætið,“ sagði Heimir sem segir undirbúningstímabilið ekki hafa gengið eins og hann hefði kosið. „Við erum eina liðið sem er að æfa á gamla mátann. Það hefur einn hópur verið að æfa hér í Eyjum og svo annar í Reykjavík – sá þriðji svo í Úganda,“ sagði hann í gamansömum tón. ÍBV er nú með þrjá landsliðsmenn Úganda á sínum snærum. „En gengi liðsins í leikjum í vetur hefur ekki verið neitt sérstakt. Enda er stærsti gallinn við okkar fyrirkomulag að liðið hefur ekki spilað jafn mikið saman og önnur lið í deildinni. Við höfum reynt að koma saman um helgar á þriggja vikna fresti eða svo og þá reynt að spila helst þrjá æfingaleiki. En í staðinn fórum við í æfingaferð til Spánar þar sem ég var með hópinn saman í góða viku. Þar æfðum við mikið og reyndum að fá eins mikið út úr ferðinni og við gátum,“ sagði Heimir. ÍBV hefur misst tvo mikilvæga leikmenn frá síðasta tímabili - þá Atla Heimisson sem fór í neðrideildarlið í Noregi og Bjarna Hólm Aðal- steinsson sem fór í Keflavík. „Það var agalega sárt að missa þessa tvo. Þeir voru mikilvægir í fyrra og get ég bara vonað að önnur lið hafi líka veikst á milli ára. Það verður að segjast að það er sjaldgæft að lið komi sér upp um deild en veikist um leið.“ Eyjamenn hafa þó fengið nokkra efnilega leikmenn, þeirra á meðal sóknarmanninn Viðar Örn Kjartansson sem lék með Selfyssingum á síðasta tímabili. Yrði ánægður með tíunda sætið STJARNAN - FRAM 38-31 Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsd. 8 (8), Kristín Clausen 8 (10), Alina Petrache 8/3 (11/3), Þorgerður Atlad. 8 (13), Sólveig Kjærnested 5 (6), Harpa Eyjólfsd. 1 (2), Þórhildur Gunnarsd. (1) Varin skot: Sólveig Björk Ásmundardóttir 17 (47/1 36,2%), Hildur Guðmundsdóttir (1/1 0%) Hraðaupphlaup: 7 (Sólveig 3, Kristín 2, Þor- gerður 2) Fiskuð víti: 3 (Elísabet 2, Harpa) Utan vallar: 8 mínútur Mörk Fram: Hildur Knútsdóttir 6/1 (8/1), Sara Sigurðardóttir 5 (9), Karen Knútsdóttir 5 (9), Stella Sigurðardóttir 4/1 (10/1), Anett Köbli 3 (5), Ásta Gunnarsd. 3 (6), Guðrún Hálfdánard. 2 (2), Þórey Stefánsdóttir 2 (4), Marthe Sördal 2 (6), Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 3 (32/1 9,4%), Karen Einarsdóttir 4 (13/2 30,8%) Hraðaupphlaup: 5 (Guðrún 2, Hildur, Stella, Ásta) Fiskuð víti: 2 (Sara, Hildur) Utan vallar: 8 mínútur HANDBOLTI Stjarnan lagði Fram, 38- 31, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna í Mýrinni í gærkvöld. Stjarnan var mun betri aðilinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síð- ustu og var allan tíman ljóst í hvað stefndi. Stjarnan byggði hægt og örugglega upp forskot í fyrri hálf- leik og fór með sex marka forystu í hálfleikinn, 21-15. Stjarnan náði mest átta marka forystu í síðari hálfleik og vann auðveldan sjö marka sigur, 38-31. Eins og tölurnar gefa til kynna var fátt um varnir og þá var varnar- leikur Fram sérstaklega slakur og markvarslan í algjöru lágmarki. Stjarnan lék án síns besta leik- manns, Florentinu Stanciu, sem tók út leikbann en varamarkvörð- ur liðsins, Sólveig Björk Ásmund- ardóttir komst vel frá sínu og varði mun betur en kollegar hennar í marki Fram. Kristín Clausen fyrirliði Stjörn- unnar var ánægð með hvernig liðið brást við því að leika án Florent- inu. „Það er oft þannig þegar einn leikmaður dettur út þá þjappast hópurinn saman og það gerði það í [gær],“ sagði Kristín. Einar Jónsson þjálfari Fram gaf ekki mikið fyrir það að gullið tæki- færi hafi runnið úr greipum Fram að vinna í Mýrinni þar sem Flor- entina var ekki með. „Mér fannst það ekki skipta máli. Sólveig stóð sig vel í mark- inu og varði nokkur dauðafæri. Ég spái ekkert í það hver sé í mark- inu hjá þeim. Það hefði engu skipt þó Florentina hefði verið í mark- inu í [gærkvöldi], við hefðum samt fengið 38 mörk á okkur. Það er það sem við þurfum fyrst og fremst að laga,“ sagði Einar. -gmi Fjarvera Florentinu Stanciu markvarðar hafði engin áhrif á Stjörnuna: Auðveldur sigur Stjörnunnar ÁTTA MÖRK Fjórir leikmenn Stjörnunnar skoruðu átta mörk í leiknum í gær. Alina Petrache var ein þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Barcelona og Chelsea skildu í gær jöfn í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meist- aradeildar Evrópu. Leikurinn fór fram í Barcelona en ekkert mark var skorað í honum. Úrslitin voru því jákvæð fyrir þá ensku sem eiga síðari leikinn á heimavelli í næstu viku. Takist leikmönnum Chelsea að skora í leiknum dugir þeim jafntefli til að tryggja sér sæti í sjálfum úrslita- leiknum sem fer fram í Rómarborg í næsta mánuði. Börsungar hafa farið á kost- um í bæði spænsku úrvalsdeild- inni og Meistaradeildinni í vetur en í fyrsta sinn á tímabilinu tókst liðinu ekki að skora á heimavelli sínum. Segja má því að herbragð Guus Hiddink, stjóra Chelsea, hafi virkað. Til marks um það var Lionel Messi, af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumað- ur heims, heillum horfinn í leikn- um – sér í lagi í síðari hálfleik. „Þeir voru mikið með boltann en við vorum mjög þéttir fyrir,“ sagði John Terry, fyrirliði og varnar- maður Chelsea. „Við skoðuðum mikið af upptökum af leikjum Bar- celona og við vissum að þeir eru hrifnir af því að spila stuttum bolt- um í gegnum vörn andstæðingsins. Við náðum hins vegar að stöðva það,“ sagði Terry. „Þetta voru frábær úrslit fyrir okkur og nú förum við í síðari leik- inn á Brúnni klárir í slaginn.“ Didier Drogba fékk besta færi Chelsea í leiknum undir lok fyrri hálfleiks er hann var einn gegn Victor Valdes markverði eftir varnarmistök Rafael Marquez. Drogba lét hins vegar Valdes verja frá sér í tvígang. Terry neit- aði að skella skuldinni á Drogba fyrir að skora ekki. „Mér fannst Didier óheppinn í báðum skotunum. Við sköpuðum vissulega ekki mikið af færum í leiknum en héldum líka okkar marki hreinu.“ Besta færi Barcelona fékk vara- maðurinn Bojan Krkic í blálok leiksins. Hann fékk sendingu frá Dani Alves á hægri kantinum en skallaði yfir af um tveggja metra færi. Annar varamaður, Alexand- er Hleb, komst einnig í gott færi stuttu síðar en fór sömuleiðis illa með það. Leikmenn fengu nokkur færi til viðbótar í leiknum sem einkennd- ist af stórum hluta af því að Petr Cech, markvörður Chelsea, spark- aði boltanum langt fram á völlinn og beint fyrir fætur leikmanna Barcelona. Þeir reyndu hvað þeir gátu en tókst sjaldan að vinna bug á gríðarsterkum varnarleik þeirra ensku. eirikur@frettabladid.is Herbragð Hiddink virkaði Chelsea náði að halda jöfnu á heimavelli Barcelona er liðin mættust í undan- úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Þeir ensku eru því í lykilstöðu fyrir síðari viðureignina sem fer fram á Stamford Bridge á miðvikudaginn í næstu STOPP Varnarmaður Chelsea, Alex, reynir hér að stöðva Lionel Messi. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.