Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 6
MENNING Svo gæti farið að steinda glugganum í kórglugga Akureyrar- kirkju yrði skilað til Bretlands, fari kirkjustjórnin í Coventry fram á það. Glugginn er upphaflega úr dóm- kirkju heilags Mikjáls í Coventry, og er einn af þeim gluggum sem talið er að hafi verið stolið áður en þeir komust í eigu íslensks kaupanda á stríðsárunum. Þær voru teknar úr dómkirkjunni árið 1939 áður en Þjóðverjar gerðu loft-árásir á borg- ina. Fimm þeirra eru nú í Áskirkju, ein í íbúðarhúsi að Dyngjuvegi 4 í Reykjavík og ein í Akureyrarkirkju sem fyrr segir. Dr. David Porter, dómprófastur frá Coventry, mun halda til Akur- eyrar og ræða um friðar- og sátta- starf sem unnið hefur verið frá því að dómkirkjan varð fyrir eyðilegg- ingunni. Með honum verður dr. Kanyon Wright prestur, en hann reyndi að koma á sambandi milli Akureyrarkirkju og dómkirkjunn- ar í Coventry eftir að dagblað þar í borg greindi frá því að einn af gluggunum væri að finna á Akur- eyri. Hjálmtýr Heiðdal vinnur nú að heimildarmynd um þessa sögu og segir hann að David Porter sé í raun ekki líklegur til að bera fram kröfur um að rúðunum verði skil- að. Bæði vegna þess að hann sé sátt- fús maður og eins gæti reynst afar flókið að sýna fram á það lagalega að dómkirkjan í Coventry væri rétt- mætur eigandi. „En ef þeir myndu sækja það fast að fá rúðurnar þá tel ég að sóknarnefndin myndi ekki vilja standa í vegi fyrir því,“ segir Rafn Sveinsson, formaður sóknar- nefndar Akureyrarkirkju. Birgir Arnar, kollegi hans í Áskirkju, er hins vegar ekki þeirrar skoðunar. „Eftir því sem við best vitum þá voru þessir gluggar fengnir með löglegum hætti og síðan gefnir kirkjunni af góðum hug þannig að það var ekki neitt ólöglegt í kring- um það,“ segir hann. „Og ef allir hlutir eiga að fara á sína uppruna- legu staði þá yrði tómlegt á söfn- unum hjá Bretum svo þetta yrði óheppileg krafa hjá þeim.“ Hjálmtýr segir að vísbendingar um að þessa glugga sé víðar að finna hér á landi en vill þó ekki láta meira uppi um það. jse@frettabladid.is Er þú sátt(ur) við úrslit alþingis- kosninganna? Já 59,4% Nei 40,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttast þú að svínaflensan berist til Íslands? Segðu þína skoðun á visir.is 6 29. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR Stolnir breskir kirkjugluggar í guðshúsum og íbúðarhúsi Steinda glugga úr breskri dómkirkju er að finna í tveimur íslenskum kirkjum og einu íbúðarhúsi hér á landi. Formaður sóknarnefndar Akureyrarkirkju segir að vilji Bretarnir fá rúðurnar verði líklega orðið við því. 1939 Gluggarnir teknir úr dóm- kirkjunni og komið fyrir á „öruggum“ stað. Flestir þeirra höfðu verið settir í kirkjuna á árunum 1853 til 1871 ein- hverjir voru þó frá 15. öld. 1940 Þjóðverjar gera loftárásir á ensku borgina Coventry. 1942/3 Helgi H. og Kristján Zöega kaupa rúðurnar í fornmuna- og listaverkaverslun í London. Þær upplýsingar fylgja þeim að þær hafi verið það eina sem ekki eyðilagðist í dómkirkju heilags Mikjáls í Coventry. Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri á Akureyri, kaupir eina af þessum rúðum sem passar í kórgluggann á Akureyrarkirkju. Hann gefur kirkjunni gluggann. 1960 Gerðar eru eftirmyndir af henni, þær eru í gluggum sitt- hvoru megin við kórgluggann. 1984 Unnur Ólafsdóttir listakona og maður hennar Óli M. Ísaksson, höfðu keypt aðrar myndarúður sem hingað komu frá dómkirkjunni í Cov- entry. Unnur lést árið 1983 og ári síðar gaf Óli, sem lengi var kenndur við bílaumboð- ið Heklu, Áskirkju rúðurnar nema eina sem hann heldur eftir á heimili sínu að Dyngju- vegi 4 í Reykjavík. Hún er þar enn. 1981 Grein birtist í dagblaði frá Coventry sem segir frá því að rúðurnar úr dómkirkjunni séu í kirkju á Íslandi; Akur- eyrarkirkju. Kirkjustjórnin í Coventry óskar þess að koma á sambandi milli kirknanna tveggja. Því er vel tekið en málið lognast svo útaf. Sú krafa heyrist í Bretlandi að þeir fái rúðurnar aftur. 2009 Dr. David Porter dómprófastur frá Coventry og dr. Kanyon Wright, sem vildi koma á sam- bandi kirknanna árið 1981, munu fara til Akureyrar 9. maí. MYNDARÚÐURNAR FRÁ COVENTRY NÝLAGAÐUR PLOKKFISKUR GLÆNÝR ÞORSKUR ÚR BREIÐAFIRÐI KRISTUR Í ÁSKIRKJU Fimm steinda glugga úr dómkirkjunni í Coventry er nú að finna í Áskirkju í Reykjavík. LÖGREGLUMÁL Samkomulag hefur náðst í kjaradeilu lögreglumanna og Lögreglu höfuðborgarsvæðis- ins. Fyrirhuguðum breytingum á vinnufyrirkomulagi lögreglu- manna á vöktum hefur að mestu verið frestað til hausts. „Við munum leggja mikla vinnu í að ná sátt í málinu og sú vinna mun hefjast strax í fyrramálið,“ segir Arinbjörn Snorrason, for- maður Lögreglufélags Reykjavík- ur. Fjölmennur félagsfundur var haldinn vegna málsins seinnipart dags í gær. Lausn málsins byggir á mála- miðlunartillögu lögreglufélags- ins. Henni hafði áður verið hafnað af yfirstjórn lögreglunnar. „Þetta er hið besta mál, ég vona að þetta lægi öldurnar,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðsins. Hann segir að nú verði unnið hörð- um höndum að því að ná samkomu- lagi fyrir júníbyrjun um valkvæð- an vinnutíma lögreglumanna frá og með 1. september. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær snýst deilan um breyt- ingar á vinnufyrirkomulagi. Forsvarsmenn lögreglufélags- ins töldu að verið væri að bæta við þremur vinnudögum í mánuði án þess að auknar greiðslur kæmu á móti. - bj Samkomulag í kjaradeilu lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu eftir félagsfund: Breytingum frestað til hausts FUNDAÐ Talsverður fjöldi lögreglu- manna ræddi vinnufyrirkomulag á fundi í gær. Fremstur er Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Heimildir meðal annars fengnar úr grein Karls Smára Hreinssonar í Les- bók Morgunblaðsins, 23. apríl 2005. „Ég vissi ekkert um þessa sögu þar til um síðustu helgi, þetta var bara fínn gluggi í mínum huga,“ segir Björn Fróðason sem býr í húsinu að Dyngjuvegi 4. Síðasta laugardag fékk síðan Karl Smári Hreinsson að taka kvikmynd í húsinu fyrir heimildarmyndina sem hann er að gera með Hjálmtý Heiðdal og þá fékk Björn alla sólarsöguna. „Maður lítur á glugg- ann með mun meiri lotningu núna,“ bætir hann við. Írene Liberopoulos, eigandi hússins, er hálfgrísk og segir það nokkuð undarlega tilhugsun að vera með eitthvað í húsinu sem Bretar kunni að gera tilkall til. eir eru nú með ótal fornmuni frá Grikklandi og jafnvel búnir að skemma hluta af þeim, rúðan er hins vegar vel geymd,“ segir hún kankvís. LÍTUR Á GLUGGANN MEÐ MEIRI LOTNINGU EN ÁÐUR Á DYNGJUVEGINUM Steindi glugginn úr dómkirkjunni í Coventry vekur eiganda hússinn meiri lotningu eftir að hún komst að uppruna hans. Innfelda myndin er nærmynd af glugganum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TRÚMÁL Álag á Hjálparstarf kirkjunnar hefur aldrei verið meira en nú, og hjálparbeiðn- um fjölgar stöðugt eftir því sem fleiri missa vinnuna, sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í ræðu sinni á prestastefnu í gær. Þegar skoðaðar eru tölur frá hjálparstarfinu kemur fram að fjölgun þeirra sem sækjast eftir aðstoð er mest í yngsta aldurs- hópnum, sagði Karl. Framlög sókna og ýmissa félagasamtaka og fyrirtækja hafa verið með mesta móti í vetur, og fleiri sjálfboðaliðar komið til aðstoðar, sagði biskup. - bj Biskup Íslands á prestastefnu: Mikið álag á hjálparstarfið WASHINGTON, AP Bandaríski öld- ungardeildarþingmaðurinn Arlen Specter tilkynnti í gær að hann hafi gengið til liðs við Demókrata- flokkinn, en hann hefur verið þingmað- ur Repúblík- anaflokksins fyrir Pennsil- vaníuríki frá árinu 1981. Specter gagnrýndi stefnu Repúblíkana- flokksins og sagði flokkinn hafa færst of mikið til hægri. Hann telji sig þess vegna eiga meiri samleið með demókrötum. Demókratar réðu áður yfir 58 þingsætum af 100 í öldungadeild- inni, en hafa nú aukið meirihluta sinn um einn mann. Þeir buðu Specter í gær vel- kominn. - bj Söðlar um í öldungadeildinni: Demókrötum fjölgar um einn ARLEN SPECTER BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í gær rannsókn á tildrögum þess að þota forsetaembættisins flaug lágflug nærri Frelsisstyttunni í New York-borg í gær. Talið er að rannsóknin muni taka eina viku. Lágflug forsetaþotunnar og orrustuþotu sem fylgdi henni olli fjölmörgum borgarbúum ótta, enda árásir á tvíburaturnana 11. september 2001 borgarbúum enn í fersku minni. Tilgangurinn var að ná mynd- um af þotunni með frelsistytt- una í bakgrunni. Talsmaður Obama sagði í gær að forsetinn væri „æfur“ yfir þessum mistökum. - bj Þota forsetans olli ótta: Hringsólaði við frelsisstyttuna KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.