Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS stendur fyrir örgöngum um nágrenni Grafarholts nokkra miðvikudaga í röð. Í dag, 29. apríl, hefst gangan klukkan 19. Gengið er frá hitaveitugeymunum eftir göngustígnum sunnan byggðarinnar að Sæmundarskóla, með Reynisvatni norðanverðu, um austurhlíðar Reynisvatnsássins og yfir ásinn niður að Reynisvatni austanverðu. „Fólk var opið og vingjarnlegt og bauð okkur upp á það besta sem það mögulega gat,“ segir hinn tví- tugi Gunnlaugur Bragi, sjálfboða- liði hjá Rauða krossinum, eftir vikuferð til Palestínu ásamt Krist- ínu Helgu Magnúsdóttur. „Við vorum reyndar átta saman á aldr- inum 18 ára til tvítugs sem vorum send af landsfélögum Rauða kross Íslands, Danmerkur, Frakklands og Ítalíu og auk þess var farar- stjóri frá hverju landi. Erindið var að kynnast aðstæðum ungs fólks í þessu stríðshrjáða landi. Við heimsóttum fjölskyldur sem áttu fjögur til sex börn, fengum að spjalla við þau, heyra þeirra sögur og hvernig hefðbundinn dagur er hjá þeim.“ Gunnlaugur kveðst hafa verið hjá sömu fjölskyldunni obbann af þremur dögum. Móðirin var heimavinnandi en faðirinn hafði vinnu að nafninu til hjá bygging- arfyrirtæki. „Þau búa í afar þétt- býlli borg sem heitir Qalqilya og þar er búið að byggja á öllu land- svæði sem til er þannig að lítið er um framkvæmdir. Þar af leiðir að innkoman er lítil. Samt sem áður var okkur boðið upp á afar góðan og mikinn mat. Þótt hver og einn borði yfirleitt með áhöldum af matarfatinu var komið með diska handa okkur gestunum og fyllt vel á þá.“ Heimsókn í skóla sem bjóða upp á sálrænan stuðning við börn eftir venjulegan skóladag var eitt aðalerindi ferðarinnar, að sögn Gunnlaugs Braga. „Kennararnir leiðbeina launalaust og hafa feng- ið til þess þjálfun palenstínska Rauða hálfmánans með stuðningi Íslands og hinna landanna þriggja sem áttu fulltrúa í ferðinni. Með leikjum og verkefnum er unnið með tilfinningar barnanna og þau eru hvött til að rifja upp erfið atvik sem hafa haft áhrif á þau því ofbeldi er mikið í kringum þau og það smitar út frá sér. En tjáningin hefur orðið til að bæta samskipt- in þeirra á milli og auka lífsgleði. Þetta verkefni byrjaði smátt um 2000 en hefur farið vaxandi og er komið í marga skóla á svæðinu. Allir töluðu um að það hefði borið mikinn árangur, kennarar, for- eldrar og krakkarnir sjálfir.“ Gunnlaugur Bragi segir krakk- ana í Palestínu leggja hart að sér í skólum, jafnvel þótt óvissa sé um atvinnu í framhaldinu. „Fólk er almennt ótrúlega jákvætt og bjartsýnt,“ segir hann. „Það trúir því að lífið fari að lagast.“ gun@frettabladid.is Vika á Vesturbakkanum Gunnlaugur Bragi Björnsson naut gestrisni fátækrar fjölskyldu í Palestínu, kynntist krökkum sem stefna hátt og komst að því að sálrænn stuðningur sem Rauði krossinn veitir börnum skilar góðum árangri. „Unga fólkið í Palestínu er bjartsýnt þrátt fyrir að aðstæður séu erfiðar og mikið um atvinnuleysi,“ segir hinn tvítugi Gunnlaugur Bragi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.