Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 8
8 29. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR 1. Hversu margir eru áskrifend- ur að Eve-online tölvuleiknum? 2. Hvaða íslenska stuttmynd verður á Cannes-hátíðinni í ár? 3. Hversu mörg fyrirtæki urðu gjaldþrota fyrstu þrjá mánuði ársins? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast. Þvottavélar - Verð frá kr. 154.995 Þurrkarar - Verð frá kr. 129.995 TILBOÐ Sparaðu með Miele Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is LÖGREGLUMÁL Þrír menn hafa reynt að brjótast inn víðs vegar á höfuð- borgarsvæðinu um tveggja vikna skeið. Talsverðar skemmdir hafa orðið vegna þessara tilrauna þeirra, en þeim hefur ekki orðið ágengt enn sem komið er. Lögregl- an leitar þessara manna sem bæði hafa reynt að brjótast inn í hrað- banka og verslanir í Reykjavík, Kópavogi og Grafarvogi. „Við viljum hafa upp á þeim áður en þeim tekst að komast einhvers staðar inn,“ segir Ómar Smári Ármannsson yfirmaður fjármuna- brotadeildar. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá lögreglunni eru mennirn- ir taldir vera um þrítugt og eru „útlendingslegir“ á að líta. Með- fylgjandi myndir hafa náðst af þeim úr eftirlitsmyndavélum. Þeir sem telja sig þekkja mennina eða búa yfir upplýsingum um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höf- uðborgarsvæðinu í síma 444 1100. - jss EFTIRLÝSTIR Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir þessum þremur mönnum vegna síendurtekinna tilrauna þeirra til innbrota. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir þremur mönnum: Reyna ítrekað að brjótast inn STJÓRNMÁL Ríkisstjórnarflokkarn- ir, sem nú vinna að endurnýjun samstarfs síns, lögðu fram marg- orða stefnuyfirlýsingar í aðdrag- anda nýafstaðinna kosninga. Viku þeir að flestum sviðum samfélagsins og útlistuðu hvaða umbætur þeir vildu ráðast í. Báðir flokkar boðuðu breyting- ar á skattheimtu, breytt fiskveiði- stjórnunarkerfi, afnám verðtrygg- ingar, margvísleg úrræði fyrir heimili og fyrirtæki í fjárhags- vanda og umfangsmiklar aðgerðir til að stuðla að stórkostlegri fjölg- un starfa. Rík áhersla var lögð á að efna- hagslegur stöðugleiki verði endur- heimtur með lægri verðbólgu og vaxtalækkunum í framhaldinu. Lýðræðisumbætur voru ofarlega á dagskrá; stjórnarskrárbreyting- ar og stjórnlagaþing. Þá fjölluðu þeir ítarlega um áform sín í velferðarmálum og hétu alls kyns úrræðum á því sviði. Að öllu samanteknu blasir við að verði af áframhaldandi stjórnar- samstarfi Samfylkingarinnar og VG mun mörgu verða breytt á kjörtímabilinu. Í það minnsta ef marka má loforðalistana, sem svo eru nefndir. bjorn@frettabladid.is Langir loforðalistar stjórnarflokkanna Samfylkingin og VG kynntu ítarlega verkefnalista fyrir nýja ríkisstjórn í kosn- ingabaráttunni. Starfi flokkarnir áfram saman blasa við margvíslegar breyting- ar í samfélaginu, til dæmis á kvótakerfinu, skattkerfinu og verðtryggingunni. MÁLIN RÆDD Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eiga ærið verk fyrir höndum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Sækja á um aðild að ESB (S) ■ Skapa á fleiri en 20 þúsund störf (S) ■ Aðgerðaáætlun til langs tíma um samdrátt í losun gróðurhúsaloftteg- unda er forgangsmál (S) ■ Friða á Þjórsárver (S) ■ Endurreisa á Þjóðhagsstofnun (S) ■ Hækka á vaxtabætur (S) ■ Lengja á í lánum (S) ■ Frysta á lán (S) ■ Bæta á skattaeftirlit (S) ■ Draga á úr jaðarskattaáhrifum vegna tekjutengdra bóta (S) ■ Laun ríkisstarfsmanna og starfs- manna fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins eiga ekki að vera hærri en laun forsætisráðherra (S) ■ Takmarka á bankaleyndina (S) ■ Setja á reglur um dreifða eignaraðild fyrirtækja (S) ■ Auka á hlutverk sveitarfélaga í vel- ferðarþjónustu við börn, fatlað fólk, aldraða og fjölskyldur (S) ■ Minnka á greiðsluþátttöku almenn- ings í heilbrigðisþjónustunni, svo sem vegna lyfja og þjálfunar (S) ■ Skólamáltíðir í grunnskólum eiga að vera gjaldfrjálsar (S) ■ Innkalla á allar aflaheimildir eins fljótt og auðið er og að hámarki á 20 árum (S) ■ Stefna á að því að allur fiskur verði seldur á markaði (S) ■ Vinna á gegn staðalímyndum kynjanna (S) ■ Stuðla á að auknum hlut kvenna í stjórnum og ráðum á almennum vinnumarkaði (S) ■ Taka ber upp tímabundna kynja- kvóta (V) ■ Færa á lagasmíð í auknum mæli úr ráðuneytum inn í þingið (V) ■ Tryggja á að eignarhald fyrirtækja sé gagnsætt (V) ■ Tryggja á faglegar ráðningar í stjórn- sýslunni (V) ■ Styrkja á þátttöku minnihlutahópa í samfélaginu (V) ■ Íbúðalánasjóður á að veita tekju- lægra fólki viðbótarlán (V) ■ Hækka á vaxtabætur (V) ■ Frysta á hluta hækkunar höfuðstóls verðtryggðra fasteignalána (V) ■ Skólamáltíðir í grunnskólum eiga að vera gjaldfrjálsar (V) ■ Hækka á atvinnuleysisbætur hjá fjölskyldu- og barnafólki (V) ■ Jafna á kjör (V) ■ Innkalla á aflaheimildir (V) ■ Tekjuskattskerfið á að vera þrepa- skipt með álagi á laun yfir 600 þúsund krónum (V) ■ Auka á tekjur ríkissjóðs með breyt- ingum á fjármagnstekjuskatti (V) ■ Koma á í veg fyrir undanskot í skattaskjól (V) ■ Skera á niður alla hernaðartengda starfsemi og leggja niður Varnar- málastofnun (V) ■ Kyrrsetja á tímabundið eignir fyrrver- andi stjórnenda, eigenda og tengdra aðila þeirra fjármálastofnana sem ríkið hefur yfirtekið (V) ÚR KOSNINGAPLÖGGUM SAMFYLKINGARINNAR OG VG Auglýsingasími – Mest lesið NOREGUR Morten Bjørnsen, fyrr- verandi bankastjóri BNbank sem áður hét Glitnir í Noregi, fékk 14,3 milljónir norskra króna í starfslokasamning þegar hann lét af störfum í janúar síðastliðnum, þrátt fyrir að bankinn hafi fáein- um mánuðum fyrr fengið neyðar- lán frá norska ríkinu til að kom- ast hjá gjaldþroti. Norska dagblaðið Dagens Nær- ingsliv skýrir frá þessu. Starfs- lokasamningurinn nemur um 280 milljónum íslenskra króna. Kjell Førdal, sem situr í banka- stjórn BNbank segir upphæðina alltof háa og vonast til þess að slíkt komi ekki fyrir aftur. - gb Bankastjóri Glitnis í Noregi: Fær háar starfs- lokagreiðslur STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþing- is vekur athygli á því í áliti sínu, sem birt var í gær, að nauðsynlegt gæti verið að tryggja réttarstöðu transgenderfólks. Vísar hann því til dóms- og kirkjumálaráðherra og Alþingis að nauðsyn sé að taka afstöðu til þess hvort þörf sé á að setja skýr- ari og fyllri reglur um rétt þess- ara einstaklinga til að óska eftir breytingu á skráningu nafns og eftir atvikum kyns í Þjóðskrá. Vísar umboðsmaður sérstaklega til þess að réttur einstaklings til auðkennis, sjálfsímyndar og nafns sé varinn af ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs. Þá vill hann vekja athygli heilbrigðisráð- herra, dóms- og kirkjumálaráð- herra og Alþing- is á nauðsyn þess að mæla skýrar fyrir í lögum um þær reglur sem eigi að gilda um möguleika einstaklinga á kyn- skiptiaðgerð. Þar vísar hann sérstaklega til þess að ekki er fyrir hendi kæru- meðferð fyrir þá sem er hafnað slíkri meðferð. Upphaf málsins var það að ein- staklingur, sem fæddur var karl- maður, en hafði lifað félagslega sem kona í 12 ár, kærði það til umboðsmanns að fá ekki að breyta nafni sínu í Þjóðskrá til samræmis við það nafn sem hún gekk dags- daglega undir. Eftir að umboðsmaður hóf athugun sína komust stjórnvöld að þeirri niðurstöðu að ekki væri nauðsynlegt að krefjast þess að kynskiptiaðgerð væri lokið til að karlmannsnafni væri breytt yfir í kvenmannsnafn, heldur væri nægjanlegt að viðkomandi hefði lokið hormónameðferð í eitt ár. - ss Umboðsmaður Alþingis um réttarstöðu transgenderfólks: Stjórnarskárvarinn réttur til nafns RÓBERT SPANÓ VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.