Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 17
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 29. apríl 2009 – 17. tölublað – 5. árgangur Veikir markaðir | Helstu hluta- bréfavísitölur lækkuðu á alþjóð- legum hlutabréfamörkuðum í gær vegna svínaflensunnar, sem talin er hafa dregið rúmlega hundrað manns til dauða í Mexíkó. Fyrir- tæki í ferðaþjónustu og matvæla- framleiðslu urðu verst úti í niður- sveiflunni. Pontiac lagt | Bandaríski bíla- framleiðandinn General Motors tilkynnti á mánudag að framleiðslu á bílum af gerðinni Pontiac verði hætt fyrir lok næsta árs. Fyrir- tækið hefur um nokkurra ára skeið glímt við gríðarlega erfiðleika í rekstri og fengið neyðarlán hjá bandarískum stjórnvöldum. Samdráttur í útgáfu | Upplag dagblaða dróst saman um sjö pró- sent að meðaltali í Bandaríkjun- um í mars, samkvæmt nýbirtum tölum. Forráðamenn í bandarískri blaðaútgáfu segja niðurstöðuna sýna að dagblaðalestur á netinu og öðrum miðlum sé að aukast á kostnað prentútgáfunnar. Gjaldþrota frændur | Talið er að nærri því 140 þúsund danskar fjölskyldur séu tæknilega gjald- þrota vegna lækkunar á fasteigna- verði. Fjölskyldurnar keyptu hús- næði sitt á árunum 2006 til 2007 þegar fasteignaverð stóð í hæstu hæðum. VIÐSKIPTI Eitt uppgjör – betri yfi rsýn Nýttu kosti þess að hafa allt á einum stað. Hafðu samband við okkur í síma 560 1600 eða tilbod@borgun.is og við gerum þér tilboð í færsluhirðingu fyrir öll greiðslukortaviðskipti. Græna prentsmiðjan Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar,“ segir Rakel Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo og Viðskiptaráð hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki taki sig á og skili ársreikningum fyrr en seinna. Kostirnir séu margir. Bæði megi fá skýra mynd af stöðu fyrirtækja eftir hrunið í haust auk þess sem það geti hjálpað til við endur- reisn þeirra. „Við vitum ekki hvernig fyrirtækjum reiddi af sem skila ekki ársreikningum,“ segir Rakel og legg- ur áherslu á að mikilvægt sé að byggja á eins ný- legum upplýsingum og völ er á. Því er æskilegt að fyrirtæki hraði skilum sínum svo hægt verði að fá sem skýrasta mynd af áhrifum hrunsins á íslenskt atvinnulíf. Hún útilokar ekki að gamlar, jafnvel úreltar upp- lýsingar hafi komið fyrirtækjum illa fyrir hrun- ið. Stjórnendur hafi lagt fram allt að tveggja ára gamlar upplýsingar þegar lán voru tekin og það hafi komið þeim illa. „Ef við byggjum ekki ákvarðanir á nýjum upplýsingum þá eru auknar líkur á að þær séu ekki réttar,“ segir hún. Rúmlega 90 prósent fyrirtækja erlendis skila árs- reikningum sínum á tilsettum tíma. Hér hefur skila- fresturinn um margra ára skeið runnið út í ágústlok ár hvert. Rakel segir einungis um tíu til fimmtán prósent fyrirtækja vera búin að skila reikningum sínum þegar sá tími rennur upp. Þau gefi hins vegar í þegar skilafrestur er að baki og sé mesta álag- ið fyrstu vikurnar á eftir. Sem dæmi hafi tæplega sautján prósent fyrirtækja verið búin að skila upp- gjörum sínum í september í fyrra. Í byrjun þessa mánaðar áttu enn 75 prósent skila- skyldra fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi fyrir þarsíðasta ár og fimmtungur fyrir árið á undan. Rakel segir ótrúlegt hversu mjög fyrirtæki dragi það að skila ársreikningi. Dæmi eru um fyrirtæki hafi ekki skilað ársreikningi í fimm ár. Ekki eru þó öll fyrirtæki í trassahópnum því ríf- lega þúsund fyrirtæki hafa þegar skilað ársreikn- ingi fyrir síðasta ár. Í fyrrasumar tóku gildi nýjar reglur sem fela í sér að fyrirtæki geta átt yfir höfði sér sekt upp á kvartmilljón vanræki þau skil á árs- eða samstæðu- reikningi á tilsettum tíma. Tefjist skilin tvö ár í röð nemur sektin hálfri milljón fyrir hvert ár. Reiknað er með að heildarsektir gætu numið allt að hálfum milljarði króna vegna vanskilanna frá 2006. Rakel hefur efasemdir um gildi sekta enda kvartmilljón ekki þungur baggi fyrir mörg fyrir- tæki og virðist sem stjórnendum finnist ekki til- tökumál þótt ítrekanir safni ryki. Hún segir nauð- synlegt að beita öðrum ráðum til að bæta heimtur, jafnvel álíka harkalegum og erlendis. Þar eru fyr- irtæki afskráð skili þau ekki reikningi á tilsettum tíma. Þetta er hörð refsing, en virðist duga, að sögn framkvæmdastjóra Creditinfo. Fyrirtæki skila upp- gjörum seint og illa Stjórnendur fyrirtækja hér eru trassar í samanburði við erlenda kollega þeirra þegar kemur að skilum ársreikninga. Tíu til fimmtán prósent skila reikningum á réttum tíma. Guðmundur Arnar Guðmundsson Netið og markaðsstjórar 6 Tyrkneskt vatn á flöskum Einkennilegur innflutningur? 2 Fréttaskýringin Er Ísland gjaldþrota? 4 Skúli Mogensen, fyrrverandi for- stjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oz, hefur tekið sæti í stjórn kanad- íska tæknifyrirtækisins Airborne Technology Ventures ásamt því að fjárfesta í því fyrir hálfa milljón Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 65 milljóna króna að núvirði. Oz vann lengi vel að þróun ým- issa tæknilausna fyrir farsíma og var staðsett í Kanada þegar finnski farsímarisinn Nokia keypti fyrirtækið í fyrrahaust. Fyrirtækið er móðurfyrirtæki Airborne Mobile, sem var stofn- að fyrir áratug og gerir farsíma- notendum kleift að nálgast ýmis konar afþreyingarefni í símum sínum. Skrifstofur þess eru í Montreal í Kanada og eru starfs- menn 52. Haft er eftir Skúla í tilkynningu frá fyrirtækinu að hann telji fyr- irtækið afar spennandi fjárfest- ingarkost í þeirri tæknibylgju sem sé framundan í farsímageir- anum. Ekki náðist í Skúla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær og fyrra- dag. - jab Skúli í Oz enn í símanum SKÚLI MOGENSEN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.