Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEILBRIGÐISMÁL „Við erum á fullu að vinna í því að setja gáttina upp og fara að vinna gegn svínaflensunni í Mexíkó,“ segir Magnús Ingi Stef- ánsson, verkefnastjóri hjá TM Software, dótturfélagi Nýherja. Magnús fer fyrir teymi sem vinnur að þróun og hönnun upp- lýsinga- og samskiptagáttar fyrir Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) sem notuð verður til að samræma starf björgunarsveita og lækna á ham- farasvæðum víða um heim. Að sögn Magnúsar Inga var ákveðið á símafundi með ráðu- neytisstjóra heilbrigðisráðuneytis Mexíkós síðdegis í gær að búnað- inum yrði skilað í dag, miðviku- dag. „Þetta gengur mjög vel og er nú gert ráð fyrir að þeir sem stýra aðgerðum úti taki búnaðinn í notkun á fimmtudag [morgun],“ segir hann. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að svínainflúensan sé orðin heims- faraldur. Tveir íslenskir einstakl- ingar, nýkomnir frá Bandaríkjun- um þar sem flensan hefur greinst, höfðu sýnt einkenni hennar í gær, þótt ólíklegt þætti að þeir væru smitaðir. Viðbúnaðarstig hér á landi var fært upp í gær og flokkast nú undir hættustig. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin hefur hækkað hættu- stig úr 3. stigi í 4. stig, sem þýðir aðgerðir gegn hópsýkingum. „Við leggjum til að ferðamenn sem eru að koma frá Bandaríkjum Norður-Ameríku eða Mexíkó hingað til lands verði upplýstir um að hafa samband við lækni finni þeir fyrir einhverjum flensueinkennum,“ segir Haraldur Briem sóttvarna- læknir sem kveður landinu ekki verða lokað. „Hins vegar ráðleggj- um við fólki að fara ekki til Mexíkó nema brýna nauðsyn beri til.“ Svínainflúensan hafði í gær borist til Bandaríkjanna, Kanada, Skotlands, Nýja-Sjálands, Spán- ar og Ísraels, svo staðfest sé, auk Mexíkós, þar sem upptökin virðast vera. Auk þess lék grunur á smiti í Frakklandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Síðdegis í gær höfðu rúmlega 150 manns látist í Mexíkó af völd- um lungnabólgu. Grunur leikur á að þar hafi svínaflensan verið að verki í öllum tilvikum, en stað- festing hafði þó aðeins fengist á 20 þeirra. - jab, jss, gb / sjá síðu 4 og Markaðinn MIÐVIKUDAGUR 29. apríl 2009 — 101. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS stendur fyrir örgöngum um nágrenni Grafarholts nokkra miðvikudaga í röð. Í dag, 29. apríl, hefst gangan klukkan 19. Gengið er frá hitaveitugeymunum eftir göngustígnum sunnan byggðarinnar að Sæmundarskóla, með Reynisvatni norðanverðu, um austurhlíðar Reynisvatnsássins og yfir ásinn niður að Reynisvatni austanverðu. „Fólk var opið og vingjarnlegt og bauð okkur upp á það besta sem það mögulega gat,“ segir hinn tví-tugi Gunnlaugur Bragi, sjálfboða-liði hjá Rauða krossinum, eftir vikuferð til Palestínu ásamt Krist-ínu Helgu Magnúsdóttur. „Við vorum reyndar átta saman á aldr-inum 18 ára til tvítugs sem vorum send af landsfélögum Rauða kross Íslands, Danmerkur, Frakklands og Ítalíu og auk þess var farar-stjóri frá hverju landi. Erindiðvar að kynnast ð heimavinnandi en faðirinn hafði vinnu að nafninu til hjá bygging-arfyrirtæki. „Þau búa í afar þétt-býlli borg sem heitir Qalqilya og þar er búið að byggja á öllu land-svæði sem til er þannig að lítið er um framkvæmdir. Þar af leiðir að innkoman er lítil. Samt sem áður var okkur boðið upp á afar góðan og mikinn mat. Þótt hver og einn borði yfirleitt með áhöldum afmatarfatinu var komiðh d sem áttu fulltrúa í ferðinni. Með leikjum og verkefnum er unnið með tilfinningar barnanna og þau eru hvött til að rifja upp erfið atvik sem hafa haft áhrif á þau því ofbeldi er mikið í kringum þau og það smitar út frá sér. En tjáningin hefur orðið til að bæta samskipt-in þeirra á milli og auka lífsgleði. Þetta verkefni byrjaði smátt2000 en h f Vika á VesturbakkanumGunnlaugur Bragi Björnsson naut gestrisni fátækrar fjölskyldu í Palestínu, kynntist krökkum sem stefna hátt og komst að því að sálrænn stuðningur sem Rauði krossinn veitir börnum skilar góðum árangri. „Unga fólkið í Palestínu er bjartsýnt þrátt fyrir að aðstæður séu erfiðar og mikið um atvinnuleysi,“ segir hinn tvítugi Gunnlaugur Bragi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Hins vegar ráðleggjum við fólki að fara ekki til Mexíkó nema brýna nauðsyn beri til. HARALDUR BRIEM SÓTTVARNALÆKNIR VEÐRIÐ Í DAG GUNNLAUGUR BRAGI BJÖRNSSON Naut gestrisni fátækrar fjölskyldu • ferðir Í MIÐJU BLAÐSINS Friður og vinátta Alþjóðlegi dansdagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. TÍMAMÓT 18 BADDI Í JEFF WHO? Flott kynningarpartí fyrir íslenska tónlist Leikari úr Grey‘s Anatomy meðal gesta í LA FÓLK 30 Sköllóttum fjölgar Tryggvi Þór Her- bertsson einn þriggja sköllóttra nýliða á Alþingi. FÓLK 30 sex saman í p akka VIÐSKIPTI Lýður og Ágúst Guð- mundssynir, Bakkavararbræður, segja það ekki vera markmið sitt að komast yfir hlut annarra hlut- hafa í Exista. Þetta kemur fram í grein sem þeir skrifa í Frétta- blaðið í dag. Nýlega sendu Lýður og Ágúst þúsundum hluthafa í Exista gögn vegna yfirtökutilboðs. Þeir segja það eingöngu tilkomið vegna lagalegra kvaða um að bjóða öðrum hluthöfum að velja hvort þeir selji hlutabréf sín eða kjósi að vera áfram hluthafar. Þeir hvorki letji né hvetji hluthafa til að selja hlut sinn. Sjá síðu 16 Bakkavararbræður um Exista: Segjast ekki stefna á yfirtöku „Ég hló og grét frá fyrstu blaðsíðu.“ ADELE PARKS FRUMÚTGÁFA í kilju HLÝTT Í dag verður stíf suðaustan átt 8-15 m/s hvassast suðvestan til. Rigning suðaustanlands, hætt við vætu sunnan og vestan til annars þurrt og léttskýjað fyrir norðan. Hiti allt að 17 stigum hlýj- ast nyrðra. VEÐUR 4 9 10 16 12 7 Íslenskt forrit gegn flensunni Sameinuðu þjóðirnar fá í dag íslenskan hugbúnað til að samræma starf þeirra sem stýra aðgerðum gegn svínaflensunni í Mexíkó. Tveir Íslendingar bíða læknisskoðunar. Landlæknir varar við ferðum til Mexíkó. LÖGREGLUMÁL Talið er að þrjár konur hafi beðið í bíl fyrir utan hús eldri hjóna á Arnarnesinu á laugar- dagskvöld á meðan tveir karlmenn fóru inn og rændu fólkið með vopnavaldi. Ein kvennanna er barnabarn fólksins, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Hún hefur verið í óreglu. „Við höfum það alveg þokkalegt miðað við aðstæð- ur,“ segir Ásgerður Helgadóttir. Hún segir erfitt til þess að hugsa sé það rétt að barnabarn hennar teng- ist málinu. Annar ræningjanna sló Ásgerði í höfuðið, en hún segist öll að koma til. Það sé léttir að árásarmenn- irnir sitji bak við lás og slá eftir snör viðbrögð lög- reglu. Mennirnir, sem voru grímuklæddir og vopnaðir hnífum, hótuðu fólkinu lífláti. Þeir voru úrskurðað- ir í gæsluvarðhald til 19. maí í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Lögregla fór fram á varðhaldið vegna almannahagsmuna, segir Friðrik Smári Björgvins- son, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar hjá Lög- reglu höfuðborgarsvæðisins. Tveir karlar og tvær konur voru handtekin vegna málsins á mánudag. Karlarnir og önnur konan ját- uðu þátt sinn í málinu. Þá var kona handtekin í gær, og játaði hún einnig að tengjast málinu. Konunum var sleppt úr haldi í gær. Málið er nú talið upplýst að mestu, en eftir er að hnýta lausa enda, segir Friðrik Smári. - bj, jss Menn sem rændu eldri hjón á Arnarnesi úrskurðaðir í þriggja vikna varðhald: Barnabarnið beið í bílnum Markalaust í Barcelona Chelsea og Barcelona skildu jöfn í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar- innar. ÍÞRÓTTIR 26 Í GÆSLUVARÐHALD Mennirnir tveir sem réðust inn á eldri hjón á Arnarnesinu á laugardagskvöld voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vinnur að sólóplötu Hallvarður Þórsson er dauðvona en ætlar að ljúka við fyrstu plötu sína áður en hann kveður. FÓLK 30 LÝÐUR GUÐMUNDSSON ÁGÚST GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.