Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 4
4 29. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin, WHO, telur að svína- inflúensan sé orðin heimsfarald- ur. Þetta kom fram í máli Harald- ar Briem sóttvarnalæknis, á fundi með fréttamönnum í gær. Fund- inn sátu einnig Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna ríkis- lögreglustjóra, og Halldór Runólfs- son, yfirdýralæknir. Tveir Íslendingar, nýkomnir frá Bandaríkjunum þar sem flensan hefur greinst, höfðu sýnt einkenni hennar í gær. Þeim var ráðlagt að fara í læknisskoðun. Viðbúnaðarstig hér á landi var fært upp í gær og flokkast nú undir hættustig. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin hefur hækkað hættu- stig úr 3. stigi í 4. stig, sem þýðir aðgerðir gegn hópsýkingum. „Við leggjum til að ferðamenn sem eru að koma frá Bandaríkjum Norður-Ameríku eða Mexíkó hing- að til lands verði upplýstir um að hafa samband við lækni finni þeir fyrir einhverjum flensueinkenn- um,“ segir sóttvarnalæknir. Hann segir ekki í bígerð að loka landinu, einkum vegna þess að enn sé ekki vitað um alvarleika faraldursins. Betri upplýsingar vanti frá Mex- íkó. „Hins vegar ráðleggjum við fólki að fara ekki til Mexíkó nema brýna nauðsyn beri til,“ segir sóttvarna- læknir enn fremur. Hann segir þessi tilmæli ekki eiga við ferða- lög til Bandaríkjanna. Heilsugæslan í landinu hefur verið upplýst um hvað beri að gera greinist svínaflensan hér á landi. Þá verður viðbúnaður á Keflavík- urflugvelli aukinn, þannig að þeir sem eru að koma erlendis frá og finna til einkenna hafi greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu þar. Lyfjadreifing verður skipulögð. Í máli yfirdýralæknis kom fram að inflúensa í svínum hafi aldrei greinst hér á landi. Skimað hafi verið fyrir henni í nokkur ár en hún aldrei fundist. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra leggur áherslu á að upplýsa sína tengiliði og samhæfa viðbrögð samkvæmt fyrirliggjandi áætlun. Svínainflúensan sem nú geisar í Bandaríkjunum og Mexíkó er næm fyrir veirulyfjunum Tamiflu og Relenza. Á Íslandi eru til birgð- ir af þessum lyfjum fyrir þriðjung þjóðarinnar. Íslensk heilbrigðisyfirvöld eru í náinni samvinu við Alþjóðaheil- brigðisstofnunina og sóttvarna- stofnanirnar í Bandaríkjunum og Evrópu. jss@frettabladid.is Í frétt blaðsins í gær um að heið- urslaun Þráins Bertelssonar væru umdeild innan Borgarahreyfingarinn- ar var ónákvæmt orðalag sem er til þess fallið að ala á misskilningi um hversu há launin eru: „… hátt í 200 þúsund krónur á mánuði“ sagði en launin eru, samkvæmt tillögu meiri- hluta fjárlaganefndar við vinnslu fjár- laga, 150 þúsund krónur á mánuði. ÁRÉTTING Hebron-Vinnufatnaður Smiðjuvegi 1, Grá gata www.hebron.is s. 567-6000 20% kynningAr afsláttur til 8. maí V INNUFATNAÐUR FÆST NÚ Í HEBRON VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 23° 13° 13° 23° 17° 13° 19° 19° 19° 20° 20° 20° 21° 19° 17° 21° 19° 12° Á MORGUN 3-8 m/s FÖSTUDAGUR 5-13 m/s 9 9 9 10 14 16 11 12 7 7 8 13 12 9 9 6 10 9 8 10 18 15 8 8 4 14 13 10 8 6 74 HLÝTT Á NORÐUR- LANDI Spáin fyrir norðan- vert landið er með eindæmum góð. Reyndar mun blása nokkuð af suðri eða suðaustri, 5-10 m/s en horfur eru á bjartviðri mjög víða og hitinn víða 15-17 stig, hlýjast líklega í Ásbyrgi og á svæð- um þar í kring. Milt verður reyndar víða en áberandi fl ottast verður þetta fyrir norðan. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Heimsfaraldur svínaflensu og varað við Mexíkóferðum Svínainflúensan er orðin heimsfaraldur að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tveir Íslendingar, nýkomnir frá Bandaríkjunum, hafa sýnt einkenni hennar. Viðbragðsstig hér á landi hefur verið hækkað. Svínainflúensan hafði í gær borist til Bandaríkjanna, Kanada, Skotlands, Nýja-Sjálands, Spánar og Ísraels, svo staðfest sé, auk Mexíkós, þar sem upptökin virðast vera. Auk þess lék grunur á smiti í Frakklandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Síðdegis í gær höfðu rúmlega 150 manns látist í Mexíkó af völdum lungnabólgu. Grunur leikur á að þar hafi svínaf- lensan verið að verki í öllum tilvikum, en staðfesting hafði þó aðeins fengist á 20 þeirra. Í Mexíkó er talið að um 2.000 manns hafi smitast, þótt staðfestingu vanti. Viðbúnaður var aukinn á landamærum víða um heim, þótt WHO telji ekki ástæðu til að takmarka ferðalög annarra en þeirra, sem þegar eru orðnir veikir. TVÖ ÞÚSUND SMITAÐIR Í MEXÍKÓ ÆTTINGJAR EINS HINNA LÁTNU Í Mexíkóborg ganga margir um með klúta fyrir vitum sér, þar á meðal þessir ættingjar Juana Garcia sem lést á sjúkrahúsi af völdum svínaflensu, að því er talið er. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ferðamenn sem koma frá sýktum svæðum skulu gæta að heilsufari sínu, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Ef eftirfarandi einkenni koma fram innan sjö daga frá því að svæðið var yfirgefið skal hafa samband við lækni án tafar: ■ Hiti ■ Öndunarfærasýking, svo sem hósti og nefrennsli ■ Hálssærindi ■ Vöðvaverkir ■ Höfuðverkur ■ Hrollur ■ Þreyta Uppköst eða niðurgangur eru ekki venjuleg einkenni inflúensu en hafa komið fyrir í nýlegum tilfellum af svínainflúensu. EINKENNI SJÚKDÓMSINS STJÓRNMÁL Mest var strikað yfir nafn Steinunnar Valdísar Óskars- dóttur, fjórða frambjóðanda Sam- fylkingar í Reykjavíkurkjördæmi norður, í kosningunum á laugar- daginn. Alls strikuðu 1.443 hana út eða færðu hana niður fyrir áttunda sæti, en það eru ekki nógu margir til að færa hana niður listann. Ekki fengust upplýsingar hjá yfirkjör- stjórn um hve margar útstrikanir hefði þurft til þess. Enginn fram- bjóðandi í kjördæminu færist raun- ar til á lista vegna útstrikana. Kjósendur Samfylkingar í kjör- dæminu breyttu kjörseðlinum mest, eða um nítján prósent þeirra. Strik- að var næstmest yfir nafn Helga Hjörvar í öðru sæti, 657 sinnum, en 656 sinnum yfir Mörð Árnason í því fimmta. Þá strikuðu 403 kjósendur Sjálf- stæðisflokks yfir nafn Sigurðar Kára Kristjánssonar í þriðja sæti en þrjúhundruð yfir nafn Þráins Bertelssonar, sem leiddi lista Borg- arahreyfingar. Yfir nafn Álfheiðar Ingadóttur, í þriðja sæti fyrir VG, strikuðu 296 manns, og 244 yfir nafn Árna Þórs Sigurðssonar. Einungis 21 strikaði út Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í fyrsta sæti Framsóknar. Tölur um útstrikanir úr Reykja- víkurkjördæmi suður ættu að vera tilbúnar í dag. Sagt er að ríflega fjórðungur kjósenda Sjálfstæðis- flokks hafi átt við nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Hann á því á hættu að falla úr efsta sætinu í annað sæti. - kóþ Fjölmargar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi norður, en breyta engu: Steinunn Valdís heldur sætinu STEINUNN VALDÍS ÓSK- ARSDÓTTIR Á fimmtánda hundrað kjós- enda strikuðu yfir eða færðu hana niður fyrir áttunda sætið. Hún heldur þó því fjórða. LÖGREGLUMÁL Maður fótbrotnaði og hlaut áverka á baki þegar hann datt af vélhjóli á göngustíg neðan við Skarðshlíð á Akureyri á sjötta tímanum í gær. Maðurinn, sem er 35 ára, var ekki með próf á vélhjólið. Það var auk þess mótorkross hjól og ekki skráð til notkunar utan sér- stakra æfingasvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Maðurinn var hvorki með hjálm né annan hlífðarbúnað, og átti ekki vélhjólið. Ekki fengust upplýsingar um það í gærkvöldi hvort hann fær sekt fyrir brot sitt. - bj Slasaðist á óskráðu vélhjóli: Var próflaus á göngustígnum STJÓRNMÁL Eyða verður stjórn- málalegri óvissu sem fyrst og móta stefnu landsins til framtíð- ar, að mati nýrrar stjórnar Sam- taka atvinnulífsins (SA). Stjórnin leggur áherslu á að verulegur niðurskurður ríkis- útgjalda sé forsenda þess að Ísland komist hratt upp úr öldu- dalnum. Vinna verði að samstöðu um víðtækan þríhliða stöðug- leikasáttmála milli aðila vinnu- markaðarins og stjórnvalda. - bj Stjórn Samtaka atvinnulífsins: Stjórnmálalegri óvissu verði eytt STJÓRNMÁL Samgönguráðuneyt- ið segir að leitast verði við að nauðsynlegar sparnaðaraðgerðir í kjölfar efna- hagsþrenging- anna komi eins lítið og hægt er niður á þjónustu og hafi ekki áhrif á flug til Ísafjarð- ar. Þetta kemur fram í svari ráðu- neytisins til Hall- dórs Halldórsson- ar, bæjarstjóra á Ísafirði að því er kemur fram á fréttavefnum bb.is. Halldór hefur mótmælt breyttum þjónustusamningi við Ísafjarðar- flugvöll og Þingeyrarflugvöll enda telur bæjarráðið breytinguna skerða þjónustuna. - gar Samgönguráðuneytið: Sparnaður raski ekki fluginu HALLDÓR HALLDÓRSSON GENGIÐ 28.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 209,9799 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 130,79 131,41 190,81 191,73 170,06 171,02 22,828 22,962 19,363 19,477 15,838 15,930 1,3591 1,3671 194,55 195,71 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.