Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 16
16 29. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hver yrðu markmiðin? Samfylkingin og Vinstri græn reyna að koma sér saman um myndun ríkis- stjórnar en þar eru Evrópumálin helsti ásteytingarsteinninn. Gefum okkur að flokkarnir nái að leggja sína velferðar- brú yfir gjána sem skilur þá að og komist að þeirri málamiðlun að sækja um aðild að ESB og bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Næsta skref væri væntanlega að ákveða samningsmark- miðin. Þá vandast hins vegar málið. Vinstri græn hafa ekki farið dult með þá skoðun að þau telja hags- munum Íslands betur borgið utan ESB. Hvaða markmið leggur flokkur sem er á móti aðild upp með í aðild- arviðræður? Skakkaföll Greint hefur verið frá því að sökum fylgistaps lækki fjárframlög ríkisins til Sjálfstæðisflokksins um 56 milljónir króna. Það er á pari við styrkina frá FL-Group og Landsbankanum, sem formaður flokksins hefur sagt að verði endurgreiddir. Alls nema búsifjar Sjálfstæðisflokksins upp á síðkastið því upp á rúmlega 110 milljónir króna. Miðað við yfirlýsingar sjálf- stæðismanna um að þeim einum sé treystandi til að koma efnahagslífinu aftur á réttan kjöl, ætti flokknum ekki að verða skotaskuld úr því að greiða fljótt og vel úr eigin fjárhagsvanda. Fylgdist ekkert með Í athugasemd við eigin bloggfærslu játar sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason að hafa brugðist fyrir kosn- ingarnar á laugardaginn. „Mér fannst þær alveg sérlega óáhugaverðar. Ég sá ekki einn einasta framboðsþátt og fylgdist nákvæmlega ekkert með þessu,“ skrifar Egill og bætir við að sér hafi þótt kosningarnar ótímabærar. Það er vitaskuld fullgild ástæða fyrir fjölmiðlamenn að fallast hendur og leggja árar í bát þegar atburðarásin er ekki eftir þeirra hentugleika. En var það þá ekki ábyrgðarhluti hjá RÚV að fela einhverjum öðrum að stjórna umræðum um kosn- ingarnar en áhugalausum sjónvarpsmanni sem fylgdist ekkert með? bergsteinn@frettabladid.is UMRÆÐAN Gunnar Tómasson skrifar um end- urreisn bankakerfisins og skuldir sj-ávarútvegs Mestur hluti útlána íslenzku bankanna í lok september 2008 var fjármagn- aður með erlendum lánum. Bankarnir voru því milliliðir erlendra fagfjárfesta og lántakenda innanlands og utan. Í sept- emberlok voru almenn innlán í krónum um 1.300 milljarðar eða um 8,4% af 14.000 milljarða heildarskuldum bankanna. Þar af voru innlendar skuldir liðlega 3500 milljarðar og erlendar skuldir rúmir 10.300 milljarðar. Áætlanir um endurreisn bankakerfisins hafa frá upphafi byggt á þeirri hugmynd að nýir bankar tækju yfir hluta af eignum og skuldum gömlu bank- anna. Nýju bankarnir myndu síðan veita atvinnu- lífi og heimilum landsins almenna bankaþjónustu en láta skilanefndum gömlu bankanna eftir upp- gjör þrotabúa þeirra. Eins og Jón Gunnar Jónsson bankamaður hefur nýlega bent á er mikilvægt að aðferðafræðin við uppstokkun bankakerfisins miði fyrst og fremst að því að nýju bankarnir verðskuldi fullt traust markaðsaðila innanlands og utan í kjöl- far endurreisnarinnar. Það verður bezt tryggt með því að 1.300 milljarða innlánin verði yfirtekin af nýju bönkunum ásamt samsvarandi hluta (vafasamra) eigna gömlu bankanna á niður- færðu verði sem samið yrði um við kröfuhafa gömlu bankanna. Í þessu sambandi hefur komið fram að matsfyrirtækin Deloitte og Oli- ver Wyman hafa verðmetið eignasafn gömlu bankanna á forsendum sem taka ekki mið af breyttum horfum í efnahagsmálum heims frá sl. hausti. Það er hins vegar áríðandi fyrir trúverðugleika nýju bankanna á komandi tíð að umsamið verð á yfirteknum eignum gömlu bankanna sé ekki umfram raunhæft markaðs- virði þeirra. Áreiðanlegar upplýsingar vantar um skuldir sjáv- arútvegsfyrirtækja við gömlu bankana, sem fjár- málaráðherra sagði á Alþingi 5. marz sl. að væru þrefaldar eða fjórfaldar árstekjur sjávarútvegs. Vaxtakostnaður einn og sér jafngildir því stórum hluta ársteknanna. Það væru því alvarleg mistök sem myndu flækja endurreisn bankakerfisins ef for- tíðarvandi/skuldir sjávarútvegs væru fluttar í nýju bankana. Samkvæmt íslenzkum lögum er úthlutað- ur kvóti ekki varanleg eign einstakra kvótahafa. Þeir erlendu kröfuhafar sem lánað hafa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fjármagn gegn veðum í slíkum kvóta taka með því áhættu sem er á þeirra eigin ábyrgð. Höfundur er hagfræðingur. Fortíðarvandi nýju bankanna GUNNAR TÓMASSON Nánari upplýsingar í síma 525 4444 og á endurmenntun.is Fræðileg og hagnýt þekking Klínisk færni í fjölskyldufræðum Lotubundin kennsla – hentar með vinnu Metið til eininga í Félagsráðgjafadeild HÍ Umsóknarfrestur til 11. maí FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ -NÁM Á MEISTARASTIGI Nýlega sendum við bræður þúsundum hluthafa í Exista gögn vegna yfirtökutilboðs. Í ljósi skrifa og ummæla, sem fall- ið hafa í kjölfarið, viljum við að skýrt komi fram að það er ekki markmið okkar að komast yfir hluti annarra hluthafa í Exista. Yfirtökutilboð eignarhaldsfélags okkar, BBR ehf., er til komið vegna lagalegra kvaða um að bjóða öðrum hluthöfum að velja hvort þeir selji hlutabréf sín eða kjósi að vera áfram hluthafar í Exista. Hér er ekki um innlausn að ræða og við munum hvorki hvetja né letja aðra hluthafa til þess að taka tilboðinu. Í lögum um verðbréfavið- skipti er kveðið á um að hlut- hafi, sem eignast a.m.k. 40% atkvæða í félagi, beri að „gera öðrum hluthöfum félagsins yfir- tökutilboð, þ.e. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu“. Í kjölfar þess að BBR fór yfir þessi mörk uppfylltum við þessa lagaskyldu með því að senda tugþúsundum hluthafa Exista tilboðsgögn, enda kveða lögin á um að öllum hlut- höfum, stórum sem smáum, skuli gert slíkt tilboð. Það skal tekið skýrt fram að bæði yfirtökutilboð- ið sjálft og allur kostnaður sem því tengist er greiddur af okkur með eigin fé BBR. Verðið í yfirtökutilboðinu sam- svarar því verði sem BBR greiddi fyrir hlutabréfin í Exista í desem- ber síðastliðnum. Tilboðsverðið var samþykkt af Fjármálaeftir- litinu eftir að óháðir sérfræðing- ar á þess vegum höfðu verðmetið félagið. Að sjálfsögðu endurspegl- ast í verði hlutabréfanna sú stað- reynd að fall Kaupþings var Exista þungbært og að við efna- hagslegt áfall eru það lánveit- endur sem njóta forgangs fram yfir hluthafa. Við viljum leggja áherslu á að okkur þykir miður að eignir hluthafa Exista hafi rýrnað og okkur er síður en svo léttbært að leggja þetta tilboð nú fyrir hluthafa eins og okkur ber skylda til. Exista varð fyrir meira fjár- hagslegu tjóni en nokkurt annað íslenskt fyrirtæki í bankahrun- inu í október þegar eign félags- ins í Kaupþingi þurrkaðist út. Þrátt fyrir það hefur Exista tek- ist að halda sjó, sem er síður en svo sjálfgefið við slíkar aðstæður. Fyrir því liggja ákveðnar ástæð- ur og viljum við benda á þrjár þeirra: ■ Í fyrsta lagi hefði ekkert fyrir- tæki getað staðist áföll af þessu tagi án sterkrar fjárhagslegrar undirstöðu og ábyrgrar fjár- málastjórnunar. Exista hefur staðið vörð um rekstur dóttur- félaga sinna, m.a. VÍS, Lýsingar og Símans, enda er staða þess- ara fyrirtækja traust þrátt fyrir efnahagshrunið. ■ Í öðru lagi sýndu stjórnendur Exista snör og öguð vinnubrögð við afar erfiðar aðstæður þegar áföllin riðu yfir. Erlendar eignir félagsins voru seldar samstund- is og hafa starfsmenn Exista unnið sleitulaust að framtíð- arlausnum fyrir félagið til að standa við skuldbindingar þess. ■ Í þriðja lagi skipti það sköpum að Exista fékk aukið reiðufé frá okkur bræðrum í gegnum BBR eftir bankahrunið, nánar tiltekið við hlutafjáraukningu í desember. Laust fé hefur gefið félaginu svigrúm til þess að vinna að endurskipulagningu í kjölfar áfallsins. Við hlutafjár- aukninguna fór hlutur BBR yfir fyrrgreind 40% mörk sem er ástæða þess að okkur er skylt að gera öðrum hluthöfum yfir- tökutilboð. Strax eftir bankahrunið í októb- er boðuðum við til hluthafafund- ar í Exista til að fara yfir stöðu mála með hluthöfum félagsins. Þar lýstum við bræður því yfir að við myndum gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að bjarga félaginu. Því höfum við fylgt eftir með fjármunum og vinnu. Það er svo ákvörðun hvers og eins hlut- hafa í Exista hvort hann vilji vera áfram í hluthafahópnum í von um að verðmæti eignar hans muni aukast í framtíðinni. Höfundar eru Bakkavararbræður. Vegna tilboðs til hluthafa Exista ViðskiptiÍ DAG | LÝÐUR GUÐMUNDSSON OG ÁGÚST GUÐMUNDSSON E in stærsta spurningin sem úrslit kosninganna skilja eftir sig, er hvort þáttaskil hafi orðið í stjórnmálalífi landsins eða hvort allt fari í sömu hjólför og áður fyrr en varir. Sá magnaði þýski fótboltamaður Lothar Matthaus lýsti einu sinni íþrótt sinni á þessa leið: „Fótbolti er einfaldur leikur. Tuttugu og tveir menn hlaupa um í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjar.“ Þessa lýsingu þýska harðjaxlsins hefur hingað til verið auðvelt að heimfæra upp á íslenska pólitík: Stjórnmálaflokkarnir heyja kosningabaráttu og svo vinnur Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta breyttist hins vegar um helgina. Í fyrsta skipti frá því Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður, er hann ekki stærsti stjórn- málaflokkur landsins. Í því sæti situr nú Samfylkingin. Stærsti sigur flokka vinstra megin við miðju, fram til þessa, var árið 1978, þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalagið fengu um 45 prósent atkvæða. Í kjölfarið mynduðu þeir ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokks. Sú stjórn lifði rétt rúmlega tólf gæfu- lausa mánuði. Ýmsir hafa viljað nota þá sögu sem forspá um afdrif þeirrar ríkisstjórnar sem er nú í smíðum í Norræna húsinu, að hún muni liðast í sundur innan skamms, komist hún á annað borð á koppinn. Leiðin verði þá greið fyrir endurkomu Sjálfstæðisflokksins og regla komist á tilveruna á nýjan leik. Allt fari í sama far og áður. Þetta er vissulega möguleiki. Vinstri stjórnir hafa ekki orðið langlífar á Íslandi. Það er að segja við landsstjórnina. Allt annað gildir í sveitarstjórnarmálunum. Þar er auðvitað R-listinn nær- tækasta dæmið. Það samstarf miðju- og vinstriflokka hélt í höfuð- borginni í tólf farsæl ár, og lauk fremur vegna innbyrðis þreytu en óánægju kjósenda. Samfylking og Vinstri græn standa nú frammi fyrir þeim mögu- leika að marka álíka þáttaskil í stjórnmálasögunni og sigur R- listans 1994. Erfitt er að gera sér í hugarlund að Sjálfstæðisflokkurinn nái aftur sömu yfirburðastöðu í Reykjavík og hann hafði lengst af fyrir þau tímamót. Sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sýndi í borgarstjórn haustið 2007 að engin ástæða er til að treysta frekar á að fulltrúar í einum stórum flokki gangi í takt, en fulltrú- ar í samstarfi nokkurra flokka. Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk það haust, var glundroðakenning hægrimanna lögð til grafar í eitt skipti fyrir öll. Til að sigur Samfylkingar og Vinstri grænna um helgina marki spor fyrir alvöru, þarf að verða til ríkisstjórn sem er starfi sínu vaxin. Það flækir auðvitað verulega málin að framundan er mesti niðurskurður á útgjöldum ríkisins, sem nokkur stjórn hefur þurft að ráðast í. Það mun þurfa sterk bein í þá vinnu. En eins og Jón Steinsson hagfræðingur benti á í afbragðs grein, sem birtist í Morgunblaðinu á mánudag og fékk ekki verðskuld- aða athygli, er líka mikið svigrúm fyrir næstu stjórn til að setja jákvætt mark sitt á íslenskt samfélag: Það þarf að gera siðbót í stjórnmála- og fjármálalífinu, nýta styrkleika markaðarins, en ekki hlaða undir fjármagnið, auka jöfnuð meðal manna og treysta á sköpunarkraft þjóðarinnar frekar en ríkisdrifnar stóriðjufram- kvæmdir þegar eitthvað bjátar á. Næstu ríkisstjórnar bíða sem sagt ekki aðeins leiðinleg og óvinsæl verkefni. Sóknarfærin eru líka mörg. Marka Samfylking og Vinstri græn tímamót? 1978 eða 1994? JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.