Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 46
30 29. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. þreyta, 6. tveir eins, 8. neðan, 9. hluti verkfæris, 11. forfaðir, 12. glæsileiki, 14. súla, 16. pot, 17. belja, 18. fát, 20. holskrúfa, 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. skref, 3. tvíhljóði, 4. glæ- nýr, 5. kjáni, 7. klerkur, 10. húðsepi milli táa, 13. afbrot, 15. botnfall, 16. margsinnis, 19. eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2. dasa, 6. pp, 8. upp, 9. orf, 11. ái, 12. reisn, 14. stöng, 16. ot, 17. kýr, 18. fum, 20. ró, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. spor, 3. au, 4. spánnýr, 5. api, 7. prestur, 10. fit, 13. sök, 15. gróm, 16. oft, 19. mó. Vinstri grænir sjá það sem tíma- bundna lausn á bágu atvinnuástandi að auka umsvif ríkisins. Í þeirri við- leitni hafa þeir nú fjölgað í stjórn ÁTVR úr þrem- ur í fimm. Reyndar tókst þessi fjölgun fremur óhönduglega hjá Katrínu Jakobs- dóttur og félögum því óvart var manni send bréfleg skipan í stjórnina en þar var um alnafna þess að ræða sem til stóð að settist þar. Sá skipaði þóttist vita hvað klukkan sló en að gamni sínu sendi hann bréf til Steingríms um að hann hefði gert sér glaðan dag með því að grilla með fjölskyldunni í tilefni þessa og hefði rætt við vinnuveitanda um að hann væri lausari við. Ekki var tekið tillit til þess heldur barst manninum svokallað afskipunarbréf og það talið duga. Til stendur að halda mikið og rótgróið dansiball á Suðurnesj- um um helgina. Nánar tiltekið í Officeraklúbbnum en þetta er hið svokallaða Bergásball. Bergás var sögufrægur staður á Suðurnesjum sem liðið hefur undir lok en meðal eigenda var Árni Samúelsson. Sá sem skipuleggur ballið er enginn annar en Valþór Ólafsson sem var aðalsprautan í Hollywoodballinu sem haldið var á Broadway fyrir skömmu og var þar stappfullt hús. Leikhópnum Sokkabandinu, sem þær Arndís Hrönn Egilsdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir stofnuðu, hefur verið boðið á einhverja stærstu leiklistarsýningu Evrópu sem haldin er í Þýskalandi – nánar tiltekið í Ruhr-héraði – í byrjun júní. Aðstandendur hátíðarinnar sáu revíu leikhússins, Hér og nú, þegar Sokkabandið flutti hana í Tampera í fyrra og var þeim Arndísi og Elmu auk leikhóps- ins í kjölfarið boðið til Þýskalands þangað sem þær ásamt leikhópn- um stefna nú. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Enginn sköllóttur datt út af þingi í kjölfar kosninga en bættist hins vegar góður liðsauki: Þrá- inn Bertelsson (O), Þór Saari (O) og Tryggvi Þór Herbertsson (D). Fyrir voru þeir Kristján Möller (S), Jón Bjarnason (Vg), Atli Gíslason (Vg) og Steingrímur J. Sigfússon (Vg). Þessi staðreynd leggst ákaf- lega vel í förðunarfræðing fræga fólksins, Karl Berndsen, sem sjálf- ur er sköllóttur og er með sérstak- an tískuþátt á Skjáeinum. Frétta- blaðið bað hann um að rýna með sér í táknmál tískunnar og Karl segir þetta fyrst og fremst tákn um karlmennsku. „Skallinn tákn- ar hörku, staðfestu og sjálfsöryggi. Margur maðurinn vill greiða yfir og halda í eitthvað sem ekki verður bjargað. Það þarf karlmennsku til að setjast í stólinn fyrsta sinni og láta raka af restina.“ Karl segir hina sköllóttu menn ekki hafa neitt að fela. Komi til dyranna eins og þeir eru klædd- ir. „Það er mjög jákvætt að svona margir sköllóttir séu komnir á þing. Þeir koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Karlmenn Íslands eru að stíga fram og búið að skilja litlu slöngulokkadrengina eftir. Þeir sköllóttu eru ekki uppteknir af geltúpunni eins og allir þessir litlu pabbadrengir. Svo eru þessir sköllóttu miklu gáfaðri, vaxa upp úr hárinu því gáfurnar eru svo miklar.“ - jbg Aldrei fleiri sköllóttir á þingi KARL BERNDSEN Fagnar því mjög að sköllóttir skuli sækja svo mjög í sig veðrið á Alþingi Íslendinga. SKÖLLÓTTUM FJÖLGAR Á ÞINGI Alþingi Íslendinga getur nú státað af sjö sköllóttum þingmönnum. Þrír bættust við í nýafstöðnum kosningum. „Ég hélt ég hefði allan tíma í heimi. Allt lífið. Og hef það nátt- úrulega,“ segir Hallvarður Þórs- son tónlistarmaður með meiru og bregður fyrir sig gráglettni. Hallvarður Þórsson vinnur að sinni fyrstu sólóplötu í kapphlaupi við sjálfan dauðann. „Ég greindist fyrir tveimur vikum með illkynja „aggressívan“ krabba í miðjum heila. Hann er 4. stigs, eða á loka- stigi. Læknarnir segja að ég eigi þrjár til sex vikur. Kannski meira. Ég er opinn fyrir kraftaverki. Horfurnar eru óvissar og þetta veltur á ýmsu. Og svo er ómögu- legt að segja um guðlegt inngrip,“ segir Hallvarður sem er 46 ára. Hallvarður flutti til Banda- ríkjanna um aldamótin og hefur búið á Washington-svæðinu allar götur síðan. Í Bandaríkjunum fann hann ástina og giftist Hope Henry Thorsson árið 2002. Hann á tvö börn og tvö stjúpbörn. „Ég fór á milli Íslands og Banda- ríkjanna um tíma. Ég þurfti að flytja frá Íslandi. Mér gekk illa þar og vildi koma fjölskyldu minni og málum í horf. Skipuleggja líf mitt upp á nýtt. Koma verkefn- um af stað og byrja að blómstra,“ segir Hallvarður. Hann stofnaði útgáfufyrirtækið Brave World Production Inc. og er formaður þess fyrirtækis. Undanfarin ár hefur Hallvarður að mestu starfað sem sölumaður hjá verktakafyr- irtækjum í Bandaríkjunum. „Já, selt þjónustu sem tengist „home improvements“ sem er stór iðnað- ur hér. Vanti þig nýtt þak á húsið, sólpall, glugga, verönd, „waterp- roofing system“ eða eitthvað annað er náungi eins og ég send- ur á svæðið til að fara yfir hvað þarf að gera, hanna og ganga frá samningi um framkvæmd verks- ins.“ En líf hans og yndi er tón- listin og ljóðlist. „Tónlistin, ljóðin og list mín er líf mitt. Ég hef alltaf gert ráð fyrir miklum tíma hér á jörðinni til að sinna því. Ég hef haft ólík- an metnað varðandi félagslega við- urkenningu en ýmsir samferða- menn mínir. En ég er með mína fyrstu plötu í smíðum núna. Ég gaf nýlega út „single“ með tveimur lögum, „The Night“ og „The Feast of Ecstasy“ auk þriggja ljóða, „The Lake“, „Rainbow, part one, RED“ og „Penthouse“. Brave World Pro- duction hefur ekki gengið frá samningum um útgáfu á þessu né öðru efni við nokkurt fyrirtæki þegar þetta er sagt,“ segir Hall- varður. Sem er eðlilega slappur og orkulaus veikindanna vegna en dregur hvergi af sér og eyðir ekki miklum tíma í svefn. Hallvarður er í kapphlaupi. En stendur ekki einn. Náinn samstarfsmaður hans í tónlist frá upphafi og meðhöf- undur sumra verkanna er Einar Kr. Pálsson. Gunnlaugur Briem er trommari bandsins og Kristj- án Einarsson verkfræðingur var fyrsti umboðsmaður Hallvarðs og hefur verið inni í myndinni frá upphafi. „Sem skáld er við hæfi að ég yfirgefi þetta líf í það næsta og kveðji með verkum mínum. Gangi frá ljóðunum áður en þetta heila- æxli, sem greindist á páskadag 12. apríl, tekur mig frá vinum mínum og fjölskyldu. Tónlistin er tileink- uð öllum sem hafa haft áhrif á mig og snert líf mitt. „You don´t see me crying“ þegar ég geng frá þessum lögum og læt með því þá vita sem ég elska að ég er að fara í ferða- lag.“ jakob@frettabladid.is HALLVARÐUR ÞÓRSSON: HÉLT ÉG HEFÐI ALLAN TÍMA Í HEIMI Vinnur fyrstu plötu sína í kapphlaupi við dauðann HALLVARÐUR OG HOPE Hallvarður greindist með illkynja heilaæxli um páska og notar alla sína orku í að ganga frá sólóplötu sinni – kveðja til ástvina. Eric Dane, sem leikur Dr. Mark Sloan í læknaþáttunum Grey´s Anatomy, var á meðal 250 gesta í kynningarpartíi fyrir íslenska tón- list sem var haldið í Los Angeles um síðustu helgi. Um kokkteilboð var að ræða sem fór fram á heim- ili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, sem sótti tónlistar- ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík í fyrra. „Þetta gekk alveg rosalega vel. Haukur Heiðar í Diktu og Lay Low spiluðu og fengu bæði mjög góð við- brögð,“ segir Anna Hildur Hildi- brandsdóttir hjá Útón. Verkefnið nefnist Made in Iceland og er ætlað að koma íslenskri tónlist að í banda- rískum kvikmyndum og sjónvarps- þáttum. „Við fengum mjög mikið af góðu fólki, bæði plötuútgefend- um og kvikmyndaframleiðendum,“ segir Anna Hildur og telur að góð tengsl hafi myndast í partíinu. Framleiðandinn Sigurjón Sig- hvatsson ætlaði upphaflega að halda partíið en eftir að hann seldi húsið sitt með stuttum fyrirvara bauðst Lanette til að hlaupa í skarðið. Sig- urjón mætti engu síður í boðið og með honum í för var Eric Dane. Aðrir mektarmenn sem létu sjá sig voru leikstjórinn Eagle Egilsson og tónlistarmennirnir Atli Örvarsson og Veigar Margeirsson sem eru allir búsettir í Los Angeles. Þá var Jónsi úr Sigur Rós í gestgjafahlutverki og vakti að vonum mikla athygli. Baddi, söngvari Jeff Who?, var einnig á meðal gesta. „Þetta var alveg æðislegt. Þetta er eitt af skemmtilegri partíum sem ég hef farið í ,“ segir hann. „Maður vissi ekki hvort þetta yrði eitt- hvað stíft en þetta var mjög afslappað. Þetta var flott part í fyrir íslenska tónlist og ekkert ein- hver tímaeyðsla. Það var gaman að kynnast fólkinu upp á fram- tíðina að gera.“ - fb Greý s-stjarna í íslensku boði ÞRÍR GÓÐIR Jónsi í Sigur Rós ásamt kærasta sínum Alex Somers og Sigurjóni Sighvatssyni. MYND/RICH SCHMITT ERIC DANE Eric Dane úr læknaþáttunum Grey´s Ana- tomy var á meðal gesta. NORDICPHOTOS/GETTY VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. 295.000. 2. Anna, eftir Rúnar Rúnarsson. 3. 259. „Það eru Eldsmiðjan og Salat- barinn. Ég fæ mér pitsu ef ég vil vera óþekkur og salat ef ég vil vera góði strákurinn.“ Haffi Haff söngvari. Veljum íslenskt Siginn fi skur gellur og kinnfi skur línuýsa, lúðusneiðar þorskhnakkar og margt fl eira.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.