Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 34
18 29. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR DANIEL DAY-LEWIS ER 52 ÁRA „Líklega hef ég þróað með mér mikla sjálfsblekkingu og þess vegna er lítið mál fyrir mig að trúa því að ég sé einhver annar en ég er.“ Daniel Day-Lewis er breskur leikari sem hefur hlotið Ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum My Left Foot (1989) og There Will Be Blood (2007). Alþjóðlegi dansdagurinn er haldinn há- tíðlegur í dag og í tilefni af því verða börn og unglingar í sveiflu um alla Reykjavík. Listdansskólarnir á höfuðborgar- svæðinu verða með hátíðardagskrá í Kringlunni klukkan 15.30 og aftur í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 17. „Þarna verður hægt að sjá þverskurðinn af því sem er að gerast í listdansskólum lands- ins í dag. Dansararnir fá að sýna hvað í þeim býr og sjá hvað hinir nemarnir eru að gera. En þetta er fyrst og fremst gert til skemmtunar,“ segir Irma Gunnars- dóttir, danshöfundur og listdanskenn- ari. Börn og unglingar úr öllum listdans- skólum á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í sýningunum, að undanskildum Klass- íska listdansskólanum að Grensásvegi sem verður með opið hús. Þá voru leik- og grunnskólar einnig hvattir til að gera dansinum hátt undir höfði í dag. Á milli klukkan tólf og eitt í dag má svo gera ráð fyrir að endorfínið streymi um líkama dansara um allan heim. Fjöl- margir hafa tekið undir hvatningu sem gengið hefur manna á milli á Facebook og ætla að faðma að sér dansara í til- efni dagsins. „Þetta er einmitt í anda þess sem Alþjóðlega dansnefndin, sem skipuleggur daginn, boðar,“ segir Irma. „Nefndin hvetur til þess að fólk sam- einist í friði og dansi í dag. Dansinn er tungumál sem allir skilja og því öflugt tæki, meðal annars til að berjast gegn fordómum og sameina ólíka menning- arheima.“ Yfirlýst markmið dagsins er enda háleitt: Að yfirstíga allar pólit- ískar, menningarlegar og siðferðilegar hindranir og færa fólk nær hvert öðru í friði og vináttu. Irma segir fulla ástæðu til að vekja at- hygli á dansinum og sýna samstöðu með listforminu. „Listdansinn hefur orðið svolítill eftirbátur annarra listgreina í skólakerfinu. Hér eru mjög góðir fag- skólar en við erum stutt á veg kominn með að þróa listdanskennslu innan skól- anna. Flestir geta lært að dansa. Og allir ættu að geta lært að njóta þess að horfa á dans.“ holmfridur@frettabladid.is ALÞJÓÐLEGI DANSDAGURINN: HALDINN HÁTÍÐLEGUR UM ALLAN HEIM Í DAG DANSAÐ UM HÖFUÐBORGINA Í DANSKNÚSI Þær Irma Gunnarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir, skipuleggjendur Alþjóðlega dansdagsins á Íslandi, bregða á leik og faðmast í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingólfur Guðmundsson fyrrv. stýrimaður og kaupmaður, Lynghaga 12, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt 27. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Svava Ingimundardóttir Ágúst Ingólfsson Vilborg Jónsdóttir Örn Ingólfsson Hrafnhildur Bjarnadóttir Einar Ingólfsson Bára Bjarnadóttir barnabörn og langafabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Arngrímur Ingimundarson kaupmaður, Grettisgötu 2a, andaðist fimmtudaginn 16. apríl 2009. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. apríl klukkan 13.00. Ingileif Arngrímsdóttir Sigmar Æ. Björgvinsson Jóhanna Arngrímsdóttir Snorri B. Ingason Sigríður Arngrímsdóttir Grettir K. Jóhannesson Gíslunn Arngrímsdóttir Gunnlaugur S. Sigurðsson og afabörnin. 100 ára afmæli Kæru vinir og ætting jar, ég færi ykkur innilegar þakkir fyrir heimsóknir, kveðjur og g jafi r í tilefni 100 ára afmælis míns. Það var sól úti og sól í sinni þennan dag. Hlíf Böðvarsdóttir Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Úlfar Stígur Hreiðarsson Grísará 2, Eyjafjarðarsveit, sem lést föstudaginn 17. apríl verður jarðsunginn frá Grundarkirkju, Eyjafirði fimmtudaginn 30. apríl kl. 13.30. Hildur Gísladóttir Ragnheiður María Pétursdóttir Katrín Úlfarsdóttir, Jóhann Ólafur Halldórsson Hjördís Úlfarsdóttir, Fjóla Björk Jónsdóttir Gísli Brjánn Úlfarsson, Þorgerður Hauksdóttir Úlfhildur Úlfarsdóttir, Baldvin Ingi Símonarson afa- og langafabörn. Ástkær faðir, afi og langafi, Sigurður Lárusson Knúdsen Tunguvegi 44, Reykjavík, er lést á Landspítalanum sunnudaginn 26. apríl síðastliðinn verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju 5. maí kl. 13.00. Guðbjartur Sigurðsson Snjólaug Jóna Sveinsdóttir Kristín Eva J. Sigurðardóttir Karl O. Jansson Matthías Daði Sigurðsson Anna Guðmundsdóttir Sigurður Pétur Sigurðsson Ingibjörg Bjarnadóttir Gunnar Smári Sigurðsson Súsanna Þórisdóttir Lárus Fjeldsted Sigurðsson Doris Merleen Omdal Elínborg Sigurðardóttir Hulda Dögg Sigurðardóttir Erlendur Valdimarsson Ellen Elsa Sigurðardóttir Steingrímur Gunnarsson Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð, við andlát og útför okkar ástkæra föður, Ingvars Bjarnasonar Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu. Anna Ingvarsdóttir Guðrún Ingvarsdóttir Gunnar Halldórsson Bjarni Ingvarsson Halldóra Skaftadóttir Lilja Ingvarsdóttir Smári Brynjarsson Stefán Ingvarsson Jóhanna Benediktsdóttir Þröstur Ingvarsson Erla Ferdinandsdóttir Birna Ingvarsdóttir Snorri Halldórsson afa- og langafabörn. Ástkær móðir mín, Sigríður Guðmundsdóttir áður Gautlandi 15, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi að morgni 26. apríl. Útförin auglýst síðar. F.h. annarra aðstandenda, Hilmar H. Svavarsson. 90 ára afmæli María Magnúsdóttir Bogabraut 24 á Skagaströnd verður 90 ára föstudaginn 1. maí nk. Af því tilefni mun hún taka á móti gestum í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd á afmælisdaginn kl. 15.00-19.00 Afmælisbarnið hefur ekki áhuga á öðrum g jöfum í tilefni dagsins en glaðlegum brosum og hlýjum handtökum. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Áslaugar Jónu Ólsen Jóhannsdóttur Kópavogsbraut 1a (áður Hlégerði 11) Kópavogi. Gréta Björk Jóhannesdóttir Þórhallur Frímannsson Edda Ösp Jóhannesdóttir Guðjón Reynir Jóhannesson Gyða Halldórsdóttir Kristján Jóhannesson Eyrún Jónsdóttir Helga Jóhannesdóttir Örn Jónasson barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Adolf Hitler gekk að eiga Evu Braun á þessum degi árið 1945. Eva Braun hitti þjóðarleiðtog- ann fyrst þegar hún var sautján ára (1929) og starfaði sem að- stoðarkona opinbers ljósmynd- ara Hitlers. Þau fóru að draga sig saman tveimur árum síðar. Eva var aldrei í sviðsljósinu heldur dvaldi á heimili Hitlers að Berghof. Í raun vissi þýska þjóðin ekki af tilvist hennar fyrr en að stríði loknu. Braun hélt tryggð við Hitler fram á síðasta dag en gifting- in fór fram í neðanjarðarbyrgi í Berlín aðeins um 40 tímum áður en þau frömdu bæði sjálfsmorð. ÞETTA GERÐIST: 29. APRÍL 1945 Adolf og Eva giftast EVA BRAUN OG HITLER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.