Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 08.05.2009, Qupperneq 2
2 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR www.ms.is/gottimatinn gerir allt betra! nýjarumbúðirmatreiðslurjómihefur fengiðnýtt útlit H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -0 1 9 2 STJÓRNSÝSLA Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir tilboðum í rekst- ur bílamiðstöðvar lögreglunnar. Til stendur að semja við einkaaðila um að taka miðstöðina í Skógarhlíð yfir ásamt öllum lögreglubílum á landinu. Munu þeir sjá um rekstur bílanna og annars sérstaks búnað- ar, viðhald og endurnýjun í sex ár. Viðsemjandinn á að geta tekið við verkinu í síðasta lagi 1. október á þessu ári. Kostnaðarmat liggur ekki fyrir, en ljóst er að kostnaðurinn við rekstur miðstöðvarinnar og bílanna hleypur á tugum ef ekki hundruð- um milljóna á ári. Miðstöðin hefur verið stærsta einstaka verkefni Ríkislögreglustjóra og kostnaður við hana numið allt að þriðjungi af heildarrekstrarkostnaði – var til dæmis 330 milljónir árið 2005 og um 90 milljónir árið 2007. Flotinn, alls 165 bílar og vélhjól, er metinn á 550 milljónir króna. Til stendur að ríkið láni fyrir kaupum á öllum ökutækjunum með verð- tryggðu láni sem greitt skal upp að fullu á samningstímanum. Embætti ríkislögreglustjóra er síðan skuld- bundið til að kaupa flotann aftur endurverðmetinn að samningstím- anum liðnum. Húsnæðið í Skógar- hlíð verður leigt viðsemjanda. Gerð er krafa um að viðsemjand- inn stofni sérstakt félag um rekstur bílamiðstöðvarinnar og jafnframt að sérstakt eignarhaldsfélag verði undir því sem sjái um bílana. Félaginu er meðal annars falið að endurnýja bílaflotann eftir þörf- um lögreglu í samræmi við reglur og kröfur um aldur og ástand öku- tækjanna. Viðgerðar- og viðhalds- kostnaður umfram 110 milljónir á ári verður hins vegar í höndum dómsmálaráðuneytisins. Þar sem lögregluembætti eru á landsbyggð- inni þarf félagið að hafa samning við löggilt bifreiðaverkstæði. Bílamiðstöðin var sett á fót árið 2000 til þess að rekstur allra lög- reglubíla væri á einni hendi. Rík- islögreglustjóri leigði lögregluemb- ættum síðan bílana. Fjórir starfa nú við bílamiðstöðina. Árið 2006 gerði Ríkisendurskoð- un stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra þar sem fram kom að stofnun Bílamiðstöðvarinn- ar verið framfaraskref í bílamál- um lögreglunnar, en hún ætti hins vegar rekstrarvandræði að stríða og stæði ekki undir sér eins og til var ætlast. Það bitnaði á getu henn- ar til að endurnýja flotann eins og þurfti. Þann vanda þyrfti að leysa. stigur@frettabladid.is Bílafloti lögreglu allur einkavæddur Rekstur alls bílaflota íslensku lögreglunnar hefur verið boðinn út. Ríkið hyggst lána hæstbjóðanda fyrir kaupum á flotanum og bílarnir verða síðan leigðir lög- reglunni. Ríkisendurskoðun taldi þörf á að endurskoða reksturinn árið 2006. ÚTIVIST Siglingamenn telja sig ofsótta og hafa risið til varnar almenningsáliti og meintum neikvæðum viðhorfum innan lögreglu, tollgæslu og Landhelgis- gæslunnar samkvæmt pistli á heimasíðu siglinga- klúbbsins Brokeyjar. Pistillinn er undir fyrirsögn- inni „Skútufólk ofsótt“ og segir að ekki megi hreyfa seglbát án þess að tollurinn mæti á staðinn. „Þetta er farið að minna illilega á það viðhorf sem birtist eftir títtnefnt slys fyrir nokkrum árum þar sem ölvun átti þátt í að hraðbátur steytti á skeri með skelfilegum afleiðingum,“ segir í pistlinum. „Þegar rætt var við fólk sem starfaði hjá lögreglu og Land- helgisgæslu var augljóst að flestir töldu skemmti- bátasiglara alltaf dauðadrukkna á ferð í bátum sínum og full ástæða til að sýna þessum lýð í tvo heimana. Nú virðist alveg ljóst að skútusiglarar eru allir stimplaðir dópsmyglarar og skal fylgjast náið með þeim hvar sem til þeirra næst. Staðreyndin er hins vegar sú að skútusiglarar eru íþróttafólk og fjölskyldufólk“ segir í pistlinum „að stunda íþrótt sína í keppni eða á rólegheitasiglingu um sundin“. Sigurður Skúli Bergsson aðstoðartollstjóri kann- ast ekki við neikvæð viðhorf, ofsóknir eða meira eft- irlit með siglingamönnum nú en áður. Hvorki Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, né Halldór Nellet, framkvæmdastjóri hjá Landhelgis- gæslunni, kannast við neikvæð viðhorf eða aukið eftirlit. Halldór segir að farið sé í eftirlit á sumrin en ekkert óvenjulegt hafi komið upp. - ghs Siglingamenn í Reykjavík telja sig ofsótta af yfirvöldum í kjölfar smyglmála: Allir stimplaðir dópsmyglarar Þorbjörg, eigið þið fyrir salti í grautinn? „Já, og svo höfum við alltaf vegasaltið.“ Boðið verður upp á hafragraut þrisvar í viku í leikskólum Reykjavíkurborgar í hagræðingarskyni. Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir er formaður leikskólaráðs. MÁ EKKI HREYFA BÁT Siglingamenn hjá Brokey telja að skútu- menn séu ofsóttir því að ekki megi hreyfa seglbát án þess að tollurinn mæti á staðinn, samkvæmt pistli á heimasíðu Brokeyjar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Íslensk lögregluyfirvöld eiga 165 ökutæki. Þau eru: ■ 85 merktir fólksbílar ■ 30 ómerktir fólksbílar ■ 16 stærri sendibílar ■ 15 jeppar ■ 15 bifhjól ■ 4 minni sendibílar Búnaðurinn sem er um borð í bílunum og nýju einkafélagi verður falið að annast, endurnýja og halda við, er margs konar. Meðal annars (athugið að búnaðurinn er ekki endilega í öllum bílum): ■ Ratsjár ■ Upptökubúnaður ■ Talstöðvar ■ Leiðsögutæki ■ Farsímar ■ Tölvubúnaður ■ Forgangsljós ■ Hjartastuðtæki ■ Vopnabúnaður ÖKUTÆKIN OG BÚNAÐURINN BRÁTT Í EINKAEIGU Einkaaðilinn sem tekur við verkinu þarf að sinna öllu viðhaldi á bílunum, meðal annars vegna skemmda, og endurnýja flotann ef þörf krefur. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN SJÁVARÚTVEGUR HB Grandi hefur sett upp rafskautaketil í fiski- mjölsverksmiðju sinni á Vopna- firði og framvegis verður innlend raforka notuð til þess að knýja vélar verksmiðjunnar. Kemur hún í stað svartolíu sem notuð hefur verið fram að þessu. Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, segir um merkan áfanga að ræða. „Það er ekki nóg með að orkukostnaður lækki veru- lega við þessa breytingu, heldur mun draga gríðarlega úr losun gróðurhúsalofttegunda við fram- leiðslu á fiskmjöli og lýsi. Undan- farin ár hefur þurft að brenna um 3,3 milljónum lítra af svartolíu á ári til þess að keyra verksmiðj- una með tilheyrandi losun gróð- urhúsalofttegunda. Nú heyrir sú losun vonandi að mestu leyti sög- unni til.“ Kolmunnavinnslu er lokið á Vopnafirði en tækifærið til að keyra rafskautaketilinn var notað síðustu vinnsludagana. Enn gæti þó orðið einhver bið á því að fram- leiðsla á fiskmjöli og lýsi með inn- lendum orkugjafa hefjist af krafti á Vopnafirði. Tvö af uppsjávar- veiðiskipum HB Granda eru á til- raunaveiðum á laxsíldartegund- um, en laxsíld hefur ekki fundist enn í veiðanlegu magni. Síldveið- ar úr norsk-íslenska síldarstofn- inum hefjast væntanlega í júní. - shá HB Grandi hefur tekið nýjan rafskautaketil í notkun í verksmiðju á Vopnafirði: Spara 3,3 milljónir lítra af olíu FRÁ VOPNAFIRÐI Fiskimjölsverksmiðjan á staðnum hefur verið gerð umhverf- isvæn. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest þriggja ára fangelsisdóm yfir síbrotamanni á fertugsaldri fyrir fjölda brota. Maðurinn, Már Ívar Henrysson, var ákærður í alls 25 liðum og sakfelldur í öllum til- vikum. Hann réðst meðal annars nokkrum sinnum á lögregluþjóna og stal 21 sjónvarpstæki úr gámi við verslun Byko. Þá er hann sakfelldur fyrir fjölda annarra þjófnaðarbrota og umferðarlagabrota. Hann er einn- ig sviptur ökurétti í fimm ár. Þá segir í dómnum að hann hafi af fremsta megni reynt að hylja slóð sína. Maðurinn á sakaferil sem nær aftur til ársins 1994. - sh Réðst á lögreglumenn: Síbrotamaður fer inn í þrjú ár EFNAHAGSMÁL Sparifjáreigendur í Hollandi, sem hafa tapað fé á Icesave-reikningum Landsbank- ans, hafa fengið boð um að hitta sendiherra Íslands gagnvart Hol- landi um miðjan mánuðinn. Þetta segir Gerard van Vliet, forsvars- maður hópsins, í samtali við Vísi. Hópurinn telur að neyðarlögin frá 6. október, sem verja innstæð- ur Íslendinga, mismuni sparifjár- eigendum eftir þjóðerni. Þetta brjóti gegn EES-samningnum. -kóþ Sparifjáreigendur í Hollandi: Ræða Icesave við sendiherra LÖGREGLAN Fríbúð hústökufólks við Vatnsstíg 4 var opnuð að nýju í gær, en lögregla aðhafðist ekki vegna þess. „Við höfum ákveðið að gera ekkert í bili allavega,“ segir Sveinn Erlendsson, varðstjóri hjá lögreglunni. Hann telur að beðið verði eftir beiðni frá eiganda hússins um að það verði rýmt, en það hefur staðið autt í nokkur ár. Í tilkynningu frá hústökufólk- inu segir að opnun búðarinnar sé yfirlýsing um staðfestu og and- spyrnu. Borgin sé fyrir fólkið, en ekki auðjöfra og verktaka. Í Fríbúð megi gefa og þiggja ver- aldlega hluti og er öllum boðið að vera með. - kóþ Hústökufólk á Vatnsstíg: Fríbúð fær að vera opin í bili Í FRÍBÚÐINNI Tónlist, bækur og fatnaður er meðal þess sem má fá ókeypis í Fríbúð hústökufólksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUFRÉTTIR Fimm menn voru handteknir eftir ryskingar á stiga- gangi fjölbýlishúss við Kríuhóla í Reykjavík skömmu eftir hádegi í gær. Tveir voru fluttir á slysa- deild, annar með höfuðáverka en hinn minna slasaður. Að sögn lögreglu lítur út fyrir að hinir fimm handteknu hafi ráðist að hinum slösuðu í húsinu. Rann- sókn lögreglunnar á vettvangi stóð enn yfir síðdegis í gær. Til stóð að yfirheyra mennina í gærkvöldi. Að sögn lögreglu eru þeir af austur- evrópskum uppruna. - kg Átök í Breiðholti: Fimm teknir eftir ryskingar LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Eski- firði upprætti í gær kannabisverk- smiðju á sveitabæ í Berufirði á Austurlandi. Ræktunin var stutt á veg komin en fullkomnum tækja- búnaði hafði verið komið upp til framleiðslunnar. Lögreglan eystra vinnur að rannsókn málsins í samstarfi við fíkniefnadeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu. Enginn hefur verið handtekinn en tveir hafa verið yfirheyrðir og hafa réttar- stöðu sakbornings. Að sögn lögreglunnar eystra hefur verið fylgst með mannlaus- um sveitabæjum vegna frétta um kannabisræktun að undanförnu. Fylgst hafði verið með bænum þar sem ræktunin fannst í þrjár vikur vegna gruns um að þar færi eitt- hvað misjafnt fram. - shá Kannabisræktun í Berufirði: Tóku ólöglegt gras á sveitabæ KANNABIS Ræktunin var stutt á veg komin í Berufirðinum. SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.