Fréttablaðið - 08.05.2009, Page 8

Fréttablaðið - 08.05.2009, Page 8
8 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR 1. Hver er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins? 2. Hver skoraði sigurmark Barcelona í meistaradeildar- leiknum gegn Chelsea? 3. Á hvað mörgum af hundrað bestu plötum Íslandssögunnar kemur Tómas Tómasson við sögu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 Ásdís Jana Ólafsdóttir, 7 ára, frá Akureyri, hreppti vinninginn í Borgarlitakeppni Icelandair; flugfar fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu. Hana langar að fara til Parísar með foreldrum sínum og stóru systur og lenda í ævintýrum með þeim í Disneylandi. Um leið og við óskum Ásdísi Jönu til hamingju með vinninginn þökkum við öllum börnunum sem tóku þátt í leiknum í Mín barnaborg, 25. apríl, og sendu okkur svo fallega litaðar myndir. VINNINGSHAFINN Í BORGARLITAKEPPNI ICELANDAIR ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 61 7 3 0 5/ 0 9 BRETLAND, AP Atvinnuleysi og fátækt er frekar uppspretta spennu milli múslima á Vestur- löndum og annarra íbúa þar en ólíkar trúarskoðanir. Þetta er nið- urstaða nýrrar skoðanakönnunar, sem gerð var hjá Gallup á afstöðu múslima í 27 ríkjum á vesturhveli jarðar. Skoðanakönnunin er sögð vera sú stærsta sinnar tegundar síðan árásirnar á Bandaríkin voru gerð- ar haustið 2001. Niðurstöður könnunarinnar sýna að Vesturlandabúar, aðrir en mús- limar, hafi misskilið hrapallega afstöðu múslima til samfélagsins, og það hafi hamlað tilraunum til að bæta samskiptin. Könnunin sýnir að múslimar á Vesturlöndum eru tryggari búsetu- landi sínu, umburðarlyndari og lík- legri til að hafna ofbeldi en aðrir Vesturlandabúar telja þá vera. Hins vegar finnst múslimum, einkum í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi, þeir vera utangarðs í samfélaginu. Ástæða þess er eink- um sú að þeim finnst þeir eiga erf- iðara með að fá atvinnu en aðrir landsmenn, og eru yfirleitt tekju- lægri. Samkvæmt þessari könnun telja aðeins tíu prósent múslima í Bret- landi sig hafa aðlagast samfélag- inu vel, en 35 prósent múslima í Þýskalandi og 46 múslima í Frakk- landi. Aftur á móti segjast 77 prósent múslima í Bretlandi hafa sterka breska þjóðerniskennd, þótt aðeins um helmingur annarra íbúa Bret- lands segi þjóðerniskennd sína sterka. Í Frakklandi er þetta hlut- fall um helmingur, jafnt meðal múslima sem annarra landsmanna, en í Þýskalandi eru hlutföllin svip- uð og í Bretlandi. Þýskir múslimar treysta líka dómskerfi, fjármálastofnunum og kosningaframkvæmd mun betur en aðrir Þjóðverjar. Franskir múslimar bera aftur á móti minna traust til stofnana samfélags- ins, þar á meðal lögreglunnar, en almenningur í Frakklandi. Höfundar könnunarinnar segja niðurstöðurnar sýna að ekkert sé hæft í því að múslimar taki trú sína fram yfir tryggð við sam- félagið sem þeir búa í. Ekkert sé heldur hæft í því að harðar aðgerð- ir, sem stjórnvöld hafa víða á Vest- urlöndum gripið til gegn herskáum múslimum, hafi orðið til þess að draga úr tryggð múslima almennt við samfélagið sem þeir búa í. „Þessi könnun sýnir að margar af þeim skoðunum sem fólk hefur á múslimum og aðlögun þeirra að samfélaginu gætu ekki verið fjær lagi,“ segir Dalia Mogahed, fram- kvæmdastjóri rannsóknarmið- stöðvar Gallups, sem gerði þessa könnun. „Evrópskir múslimar vilja vera þátttakendur í samfélaginu og leggja sitt af mörkum.“ gudsteinn@frettabladid.is Múslimar í Evrópu telja sig utangarðs Ný skoðanakönnun á afstöðu múslima á Vesturlönd- um til samfélagsins leiðir í ljós að þeir vilja tengjast þjóðfélaginu betur. Atvinnuleysi og fátækt einangra þá frekar frá samfélaginu en trúarskoðanir. LEIÐTOGAR MÚSLIMA Í FRAKKLANDI Almenningur á Vesturlöndum hefur ýmsar ranghugmyndir um afstöðu múslima til samfélagsins. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Ræðismaður Svíþjóð- ar í Recife í Brasilíu hitti kóka- ín smyglarann Ragnar Erling Her- mannsson í Cotel-fangelsinu í gær fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda. Hann lét Ragnar hafa peninga og ætlar að aðstoða við að útvega honum lögmann. „Hann er í þokkalegu yfirlæti strákurinn núna,“ segir Hermann Þór Erlingsson, faðir Ragnars, sem hefur verið í sambandi við fangels- isstjórann í Cotel-fangelsinu og setið fundi vegna málsins í utanrík- isráðuneytinu. „Hann hefur feng- ið lyf við þessari magakveisu sem hann fékk, þessari matareitrun, og líður þannig séð bara vel miðað við aðstæður.“ Ragnar, sem var handtekinn á flugvellinum í borginni með 5,7 kíló af kókaíni í fórum sínum, þarf enn að dúsa við daprar aðstæður í fjöl- mennum fanga- klefa. „Mark- miðið er að fá góðan lögmann í þetta strax þannig að það sé hægt að reyna að koma honum sem fyrst yfir í skárra fangelsi,“ segir Her- mann, og á þar við sérstakt útlend- ingafangelsi þar sem aðstæður eru yfirleitt betri. „Það var gott að fá þessar góðu fréttir af honum þótt við hefðum auðvitað viljað tala við hann sjálf,“ segir faðir hans. - sh Sænski ræðismaðurinn í Recife hitti íslenska kókaínsmyglarann í gær: Ragnar fékk lyf og peninga RAGNAR ERLING HERMANNSSON Ekki eru í gildi samningar á milli íslenskra og brasilískra stjórnvalda um fullnustu refsidóma og flutn- ing fanga. Slíkur samningur hefur verið í burðarliðnum en ekki liggur fyrir hvenær þeirri vinnu lýkur. Ekki er hægt að aðhafast nokk- uð í máli Ragnars fyrr en hann hlýtur dóm. Þess getur hins vegar verið langt að bíða. ENGIR SAMNINGAR UM FANGAFLUTNINGA VIÐSKIPTI Kaupþing og Glitnir lækkuðu þegar hjá sér vexti í kjöl- far ákvörðunar peningastefnu- nefndar Seðlabankans í gær um að lækka stýrivexti. „Þetta er skref í rétta átt en það er ljóst að margir hefðu viljað sjá meiri lækkun,“ segir Birna Einars- dóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og bendir á að þar á bæ hafi verið tekið að lækka vexti þegar í janúar. „Enda höfum við talið brýnt að fyr- irtækjunum í landinu yrðu tryggð lífvænleg rekstrarskilyrði og að greiðslubyrði heimilanna lækkaði. Í því sambandi er mjög jákvætt að peningastefnunefnd Seðlabankans boði frekari og umtalsverða lækk- un vaxta á næsta vaxtaákvörðun- arfundi sínum í byrjun júní.“ Í tilkynningu Nýja Kaupþings er lækkun stýrivaxta einnig fagnað og hún sögð „mikilvægt skref í að lækka vaxtabyrði hjá heimilum og fyrirtækjum í landinu“. Báðir bankar lækka vexti frá og með næsta mánudegi, 11. maí. Nýja Kaupþing lækkar innlánsvexti um 2,5 til 4,0 prósent og útlánsvexti um 3,0 til 4,0 prósent. Lækkun vaxta hjá Íslandsbanka á óverðtryggðum inn- og útlánum nemur 1,0 til 6,4 prósentustigum og á verðtryggðum inn- og útlán- um nemur 0,95 til 1,0 prósentu- stigs. Landsbankinn brást ekki sér- staklega við lækkun stýrivaxta í gær, en í tilkynningu peninga- stefnunefndar voru bankarnir sér- staklega hvattir til að lækka vexti. - óká / sjá einnig síðu 18 Bankavextir lækka í kjölfar lækkunar stýrivaxta: Jákvætt að boðuð sé meiri lækkunEFNAHAGSMÁL Ólíklegt er að mikl-ar breytingar verði á gengi krón-unnar á næstunni, og líklegast að bandaríkjada- lur verði á bilinu 110 til 130 krón- ur næstu árin. Þetta kom fram í máli Ingj- alds Hanni- balssonar, prófessors við viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands, á opnum fundi um samkeppnishæfni í gær. Hann sagði veikt gengi krónunnar henta útflutningsfyrirtækjum vel. Til að komast út úr kreppunni þurfi Íslendingar að beina sjónum sínum að útflutningi, og byggja á sjávarútvegi, orkufrekum iðn- aði, almennum iðnaði og þjónustu, sagði Ingjaldur. - bj Prófessor í viðskiptafræði: Gengi krónu áfram veikt HEILBRIGÐSMÁL Fagdeild geðhjúkr- unarfræðinga hvetur ráðamenn og stjórnendur í geðheilbrigðismál- um til að standa vörð um þær for- varnir og meðferðarúrræði sem þegar eru í boði. Einnig að leita allra leiða til að styðja og efla geð- heilbrigði landsmanna á þessum erfiðu tímum. Þetta kemur fram í ályktun frá fagdeildinni. Í ályktuninni segir að reynsl- an sýni að samfélagslegt ástand eins og nú er á Íslandi reyni mjög á andlega heilsu landsmanna. For- varnir og meðferðarúrræði séu nauðsynleg til að draga úr þeim samfélagslega skaða sem gæti orðið í kjölfarið. - kg Skorað á ráðamenn: Meðferðarúr- ræði séu varin INGJALDUR HANNIBALSSON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.