Fréttablaðið - 08.05.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 08.05.2009, Síða 12
12 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR „Þetta eru að mjög miklu leyti reiknaðir liðir sem snúa að gengistapi sem auðvitað eru eðlilegar vonir til að snúist við,“ segir Árni Sigfússon, bæj- arstjóri Reykjanesbæjar, um 8,1 milljarðs króna tap sveitarfélags- ins á síðasta ári. Í yfirliti frá Reykjanesbæ kemur fram að neikvæð staða sveitarfé- lagsins byggist á fjórum þáttum; skráðu tapi vegna eignarhluta í Hitaveitu Suðurnesja, framkvæmd- um í Helguvík, fjármagnskostnaði bæjarsjóðs og í fjórða lagi auknum útgjöldum vegna verklegra fram- kvæmda í lok árs og aukinnar fjár- hagsaðstoðar og húsaleigubóta. Sé tapinu deilt niður á alla fjór- tán þúsund íbúa Reykjanesbæjar lenda 580 þúsund krónur á hverj- um einstaklingi. Það svarar einnig til tveggja ára útsvarstekna sveit- arfélagsins. Árni segir tölurnar vissulega ekki hljóma vel en bendir á að gengistap og fjármagnsliðir séu sjö og hálfur milljarður af upphæð- inni. Útkoman byggi á óhagstæðu gengi krónunnar í árslok. „Ef það snýst við hreinsast þetta auðvitað út að stórum hluta,“ segir hann. Í skýringum Reykjanesbæjar segir að stærsti einstaki áhrifa- valdurinn á neikvæða stöðu sé rúmlega fjögurra milljarða króna reiknað tap vegna 35 prósenta eignarhlutar í Hitaveitu Suður- nesja, sem tapaði 11,7 milljörðum í fyrra. Árni segir þessa tölu ekki snerta bæjarsjóð beint. Bærinn þurfi hins vegar að standa skil á eigin fjármagnskostnaði. „Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á að greiða og semja um okkar skuldir og það hefur gengið ágætlega. Það er ekkert sem veldur okkur miklum vand- ræðum. Það er gríðarleg vinna alla daga að halda utan um þessi verkefni og fjármagna þau en það er ekkert öðruvísi hjá okkur en hjá öðrum sveitarfélögum,“ segir Árni. Þrátt fyrir allt segir Árni ástæðu til bjartsýni vegna mikill- ar og margvíslegrar atvinnuupp- byggingar sem sé langt komin á veg. Hann nefnir þar meðal ann- ars álver, kísilver, gagnaver og uppbyggingu í heilsuþjónustu og skólastarfsemi. Reykjanesbær hafi bundið mikið fé í höfn í Helguvík sem eigi eftir að skila sér. „Það vantar lokahnykkinn en við þurfum að finna fyrir því að ríkis- stjórn, hver sem hún er, standi með okkur og fylgi þessu verkefni eftir, sérstaklega í landi sem er nánast lokað fyrir fjármagni. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að það verði gert,“ segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ. gar@frettabladid.is Reykjanesbær tapar tveggja ára útsvari Rúmlega átta milljarða tap hjá Reykjanesbæ í fyrra byggist meðal annars á tapi Hitaveitu Suðurnesja og kostnaði vegna hruns krónunnar. Bæjarstjórinn segir ríkisstjórnina þurfa að standa með Reyknesingum í mikilli atvinnuuppbyggingu. SVARTNÆTTI? Þrátt fyrir gríðarlegt gengistap segist bæjarstjórinn í Reykjanesbæ bjartsýnn þar sem atvinnuuppbygging muni skila miklu til samfélagsins. LEIKSKÓLAR Öllum börnum fæddum árið 2007 stend- ur leikskólapláss til boða í haust. „Við erum búin að senda bréf til foreldranna um að það er til pláss fyrir þessi börn, þó kannski ekki í þeim leikskólum sem eru efst á óskalista foreldranna,“ segir Ragn- hildur Erla Bjarndóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs hjá Reykjavíkurborg. Fullmannað er í öllum leikskólum Reykjavíkur, sem þýðir að öll leikskólaplássin nýtast. Ragnhild- ur segir mörg ár síðan tekist hafi að gefa foreldrum vilyrði fyrir plássi svona snemma að vori; undanfar- in ár hafi alltaf reynst nauðsynlegt að slá varnagla vegna manneklu á leikskólum. „Þetta er allt önnur staða en á sama tíma í fyrra, þá vantaði svo mikið af starfsfólki.“ Auk þess að taka inn 2007-börnin fá börn fædd snemma á árinu 2008 pláss í sumum tilvikum, auk þess sem börn með sérþarfir komast að. Ástandið er að sögn Ragnhildar aðeins mismunandi eftir hverf- um. Hún segir Breiðholtið og Grafarvoginn aðeins vera að eldast sem hverfi en í Grafarholti geti þurft að setja börn í leikskóla utan heimahverfis. Það sé svo misjafnt hvort foreldrar þiggi það eða velji dag- mömmu í hverfinu. Þrátt fyrir aukið atvinnuleysi segist Ragnhildur ekki sjá merki þess að börn séu tekin af leikskólum vegna minni tekna foreldra. Um 5.900 börn eru á leikskólum Reykjavíkurborg- ar, 900 á einkareknum leikskólum og 740 hjá dagfor- eldrum. Þjónustutrygging er greidd til foreldra 700 barna sem nýta sér ekki aðra dagvistun. - sbt Foreldrar fá öruggari svör um leikskólapláss en áður: 2007-börnin fá öll leikskólapláss LEIKSKÓLABÖRN Öll pláss á leikskólum borgarinnar eru nýtt um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANNA MARGRÉT SAMGÖNGUMÁL Vinna við Bolungar- víkurgöng, einnig nefnd Óshlíðar- göng, gengur vel og er samtals búið að sprengja 3.152 eða rúmlega 60 prósent af heildarlengd ganganna. Í síðustu viku voru sprengdir 60 metrar Hnífsdalsmegin og heildar- lengdin þar 1.540 metrar, Bolung- arvíkurmegin voru einnig sprengd- ir 60 metrar og er heildarlengdin þeim megin orðin 1.612 metrar. Göngin verða fullkláruð með vegskálum um 5,4 kílómetrar að lengd og er áætlað að starfsmenn Ósafls ehf., sem sér um gröft Bol- ungarvíkurganga, slái í gegn í okt- óber næstkomandi. Rúnar Ágúst Jónsson, staðar- stjóri Ósafls, segir vinnuna ganga samkvæmt áætlun. Bergið sem verið er að sprengja sé viðráðan- legra en á tímabili þegar farið var í gegnum setlög. Átti það sérstak- lega við um göngin Hnífsdalsmeg- in. Á þeim tíma var verkhraðinn um 45 metrar á viku. Ósafl er með 60 starfsmenn við gangavinnuna um þessar mundir. - shá Búið er að sprengja rúmlega 60 prósent af Bolungarvíkurgöngum: Slá í gegn í byrjun október STAÐA VERKSINS Göngin á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur eru mikil samgöngubót fyrir íbúa Vestfjarða. MYND/VEGAGERÐIN Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á að greiða og semja um okkar skuldir og það hefur gengið ágætlega. ÁRNI SIGFÚSSON BÆJARSTJÓRI Í REYKJANESBÆ SÍÐASTI STÖÐUMÆLIRINN Síðasti stöðumælirinn í London var tekinn niður í gær við hátíðlega athöfn, meira en hálfri öld eftir að sá fyrsti var settur upp. Nú eru menn farnir að borga fyrir stæði með farsímum eða krítarkortum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Ríflega tvítugur maður hefur verið dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir, þar af aðra sérlega hættulega, að því er segir í ákæru. Maðurinn sló annan hnefa- höggi í andlitið á Akureyri í júní í fyrra og hlaust nefbrot af árásinni. Þá sló hann rúmlega þrítuga konu í höfuðið með gler- flösku og hlaut konan af því átta sentimetra skurð á höfuðið. Unnt þykir að skilorðsbinda refsinguna vegna þess að mað- urinn kveðst hafa bætt ráð sitt, hann sé hættur að drekka áfengi og eigi nýfætt barn. - sh Ofbeldismaður á skilorð: Dæmdur fyrir tvær árásir FJÁRMÁL Seðlabanki Íslands ætlar að gera rannsókn á áhrif- um fjármálakreppunnar á heim- ili landsmanna. Í þessu skyni hefur Seðlabankinn fengið heim- ild Persónuverndar til að sam- keyra upplýsingar um tekjur einstaklinga frá Ríkisskattstjóra við upplýsingar sem bankinn hafði áður fengið frá Íbúðalána- sjóði, bönkum, fjármögnunar- fyrirtækjum og sparisjóðum í sama tilgangi. Persónuvernd segi Seðlabank- ann ætla að fá upplýsingar frá Ríkisskattstjóra um tekjur skatt- skyldra einstaklinga. Öll vinnsla persónuupplýsinga fari fram undir eftirliti tilsjónarmanns Persónuverndar og persónuupp- lýsingar verði dulkóðaðar áður en þær verði samkeyrðar. - gar Seðlabankinn skoðar heimili: Fá aðgang að sköttum fólks SVEIN HARALD ØYGARD Seðlabanka- stjóri og starfsfólk hans metur áhrif kreppunnar á heimilin. Viðbrögð við auglýsingu Borgar- byggðar um matjurtagarða til leigu á Hvanneyri og í Borgarnesi voru svo góð að frestur til að sækja um garð var framlengdur til dagsins í dag, föstudaginn 8. maí. Leiguverð er á bilinu 1.000 til 5.000 krónur eftir stærð garðsins. BORGARBYGGÐ Ásókn í matjurtagarða STJÓRNMÁL Þinghópur Borgara- hreyfingarinnar telur að þrjár forsendur verði að vera til staðar til að fallast megi á þingsályktun- artillögu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgara- hreyfingunni. Forsendurnar eru að tryggð verði gagnsæ og hlutlaus miðlun fræðslu frá sérstakri upplýsinga- stofu á vegum Alþingis sem skuli skipuð fagfólki og taka mið af reynslu nágrannaþjóða við þjóð- aratkvæðagreiðslur. Endanleg- ur samningur verði almenningi aðgengilegur. Samninganefndin verði skipuð á faglegum forsend- um og njóti ráðgjafar tveggja óháðra erlendra sérfræðinga og loks að tryggt verði jafnt vægi atkvæða allra landsmanna við þjóðaratkvæðagreiðslu um samn- inginn. - ghs Borgarahreyfingin: Þrjár forsendur fyrir ályktun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.