Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 24
Á Heilsuhvoli er hægt að leita sér ýmiss konar óhefðbundinna lækn- inga. Þar starfa sextán meðferð- araðilar sem bjóða upp á þrett- án mismunandi meðferðir. Má þar nefna grasalækningar, nálastungur, hómópatíu, höfuðbeina- og spjald- hryggs meðferð, Alexandertækni, osteópatíu, nudd, fótaaðgerðir og fleira. Á morgun, milli klukkan ellefu og tvö, verður heilsumiðstöðin, sem hefur verið starfrækt í átta ár og er til húsa að Borgartúni 33, opin þeim sem vilja kynna sér starfsemina. „Meðferðaraðilarnir, sem allir hafa lokið námi og útskrifast í sínu fagi, verða á staðnum og þar gefst fólki tækifæri til að koma og kynna sér möguleikana en afar einstaklings- bundið er hvað hentar hverjum og einum,“ segir Anna Rósa Róberts- dóttir grasalæknir. Hún segir það gefast afar vel að hafa meðferðarúrræðin öll undir sama hatti. „Við vísum oft á milli og vinnum auk þess saman með fólk sem leitar til okkar enda er það kjarninn í öllum óhefðbundn- um lækningum að horfa á líkamann í heild í stað þess að einblína á einn ákveðinn sjúkdóm. Við reynum að kafa í gegnum yfirborðið og komast að rót vandans. “ Anna Rósa leggur þó áherslu á að meðferðaraðilarnir séu þjálfaðir til að leggja mat á það hvort fólk þurfi að leita hefðbund- inna lækninga og fara í rannsóknir. Hún segir mikla hugarfarsbreyt- ingu hafa orðið hjá fólki á undan- förnum árum í garð óhefðbundinna lækninga og þykja þær sjálfsagðari en áður. „Ég útskrifaðist fyrir sautj- án árum og þá þótti ég voða skrýtin. Í dag þyki ég hins vegar ekki alveg eins skrýtin,“ segir hún og hlær. Anna Rósa mun brugga te fyrir gesti og gangandi á morgun en hún tínir jurtir sínar sjálf auk þess sem hún flytur inn lífræn grös. Einn- ig verða léttar og meinhollar veit- ingar á boðstólnum. Þá mun Gunn- ar Hersveinn flytja fyrirlesturinn Hamingjuspik sálarinnar, Edda Elín Ásmundsdóttir frá Hlutverkasetr- inu tala um Bjargráð eða geðveiki og Héðinn Unnsteinsson flytja fyr- irlesturinn Tilbrigði við tvíhyggju. „Í tilefni dagsins verður svo 20 pró- senta afsláttur af öllum bókunum. Það er gert til að gefa fleirum kost á að sækja þau úrræði sem við höfum upp á að bjóða enda veitir ekki af,“ segir Anna Rósa og leggur áherslu á að atvinnulausir eru sérstaklega vel- komnir. vera@frettabladid.is Sjálfsagðara að leita sér óhefðbundinna lækninga Heilsuhvoll kynnir starfsemi sína með opnu húsi á morgun en þar er hægt að leita sér alls kyns óhefð- bundinna lækninga. Fyrir mörgum eru þær framandi og því tilvalið að líta inn og taka starfsfólk tali. Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir og Dagný E. Einarsdóttir hómópati bregða á leik. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KVÖLDSKÓLI KÓPAVOGS verður með opið hús og vorsýningu í Snælandsskóla á sunnudaginn milli klukkan 13 og 17. Á sýningunni er starfsemi skólans kynnt meðal annars með því að sýna afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri. Englaraddir er smábarnakór sem Nat- alía Chow Hewlett stofnaði fyrir fimm árum. Í dag syngja í honum um fjöru- tíu börn á aldrinum þriggja til níu ára. Til að fagna fimm ára afmæli kórs- ins var ráðist í stórt verkefni, söng- leikinn Hósíanna eftir Julian Hewlett sem er eiginmaður Natalíu og und- irleikari kórsins. Söngleikurinn verð- ur fluttur laugardaginn 9. maí klukkan 19 í Kópavogskirkju. Þar munu börn- in syngja og leika íklædd búningum við undirleik fjögurra manna atvinnu- hljómsveitar. Verkið Hósíanna fjallar um líf Jesú frá fæðingu til dauða og upprisu hans. Á milli laga er lesið úr Biblíunni. Söngleikurinn samanstendur af þrem- ur köflum með samtals 15 lögum. Lögin hafa flest grípandi laglínu og fjörugan takt, auk þess sem þau eru öll á íslensku. Helst má líkja verkinu við Jesus Christ Super Star nema það er ætlað börnum. Lögin eru samin fyrir barnakór með tvo einsöngvara sem syngja hlutverk Jesú og Pílatusar. Englaraddir hljóma í Kópavogskirkju BARNAKÓRINN ENGLARADDIR FLYTUR SÖNGLEIKINN HÓSÍANNA Á MORGUN Natalía Chow stofnaði smábarnakór- inn Englaraddir fyrir fimm árum. Vorganga styrktarfélagsins Göngum saman á að vekja athygli á styrktargöngu félagsins í september. Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu í Reykjavík og vísindarölts á Akureyri fyrir alla fjölskylduna á mæðradaginn, sunnudaginn 10. maí. Í Reykjavík verður lagt af stað frá Skautahöll- inni í Laugardalnum klukkan 11 og gengið um dalinn í um klukku- stund. Á Akureyri verður lagt af stað frá Eyrarlandsstofu í Lysti- garðinum klukkan 11. Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir í brjóstakrabba- meini. Félagið leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsu- eflingar og til að afla fjár í styrkt- arsjóð félagsins. Í október ár hvert úthlutar félagið styrkjum til grunnrannsókna á brjóstakrabba- meini. Göngunni á mæðradaginn er ætlað að vekja athygli á Stóru styrktargöngu félagsins sem hald- in verður í þriðja sinn 6. septemb- er næstkomandi, en hún er aðal fjáröflunarleið félagsins. Nú á sunnudaginn verða gengn- ar þrjár vegalengdir, 3, 5 og 10 kílómetrar. Ekkert þátttökugjald er í vorgönguna en frjáls framlög eru vel þegin. Nánari upplýsingar á www.gong- umsaman.is Gengið saman á mæðradaginn Það er gaman að ganga saman. MYND/ÚR EINKASAFNI teg.21369 - frábærlega mjúkir og flottir herraskór úr leðri í stærðum 41-46 á AÐEINS kr. 6.585,- teg.34364 - mjög fallegir herra- skór með innleggjum í stærðum 41-46 á AÐEINS kr. 6.785.- Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.